Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 4
Mibvikudagur 24. apríl 1996 & WMfilflllIllll STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjómarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Ólafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1,105 Reykjavík 563 1600 55 16270 125 Reykjavík Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ferðamannaútvegur Vaxandi umfang utanríkismála Alþingi ræddi í gær utanríkismál í kjölfar yfirlitsræðu ut- anríkisráöherra. í ræöu hans kom fram að skilin milli ut- anríkimála og innanríkismála verða ætíð óskýrari vegna þess hve alþjóðleg samskipti eru orðin veigamikill þáttur á flestum sviðum þjóðfélagsins. Heimsmynd kalda stríðsins er talin hafa fallið endan- lega með falli Berlínarmúrsins árið 1989. Það fer því að nálgast áratug frá því að þeir brestir komu í þá heimsmynd sem leiddu að lokum til endaloka hennar. Sá tími hefur verið viðburðaríkur og breytingar afar miklar á samskipt- um þjóða. Löngum var það svo að utanríkisstefna íslendinga var talin hvíla á þrífæti. í fyrsta lagi með þátttöku í norrænu samstarfi, í öðru lagi þátttöku í Sameinuðu þjóðunum og í þriðja lagi með þátttöku í varnarsamstarfi Natóríkja. Þessar stoðir eru allar í góðu gildi enn, þótt samstarfið hafi breyst í tímans rás. Norrænt samstarf hefur breyst frá því að vera náið samstarf Norðurlandanna innbyrðis til þess að vera samstarf þar sem rædd eru málefni umheims- ins, einkum Evrópusamstarfið og málefni baltnesku land- anna. Starf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefnd- arinnar hefur verið endurskipulagt með hliðsjón af nýjum aðstæðum. Þrjú Norðurlönd eiga nú aðild að Evrópusam- bandinu og ísland og Noregur eru aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu. Þetta hefur ekki dregið úr mikilvægi nor- ræns samstarfs, þvert á móti. Margir héldu því fram að Nató hefði runnið sitt skeið þegar kalda stríðinu lauk og væri verkefnalaust bákn. Reynslan hefur orðið önnur. Hersveitir á vegum Nató hafa verið kallaðar til mikilla verkefna í Bosníu og forustumenn fyrrum Austur- Evrópuríkja líta til bandalagsins um úrræði í öryggismálum og sækja eftir inngöngu í það. Ljóst er að ekki má loka þessum dyrum, þótt varast beri að stækkun bandalagsins raski öryggi í álfunni. Þróunin í Evrópu hefur verið fyrirferðarmest í utanríkis- umræðu síðustu ára og er það að vonum. Evrópusamrun- inn er víðtækasta samstarf ríkja um þessar mundir og það er grundvallarmál fyrir ísland hvernig brugðist er við þess- ari þróun. Aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá, eins og sáttmáli bandalagsins lítur út í dag, en hins vegar er mikil nauðsyn að stýra málum varðandi Evrópska efna- hagssvæðið til hagsbóta fyrir ísland og nýta þá möguleika sem bjóðast sem aðili að pví. Ljóst er að utanríkisviðskipti íslendinga ná til æ fjarlæg- ari heimshorna. Þessi viðskipti hafa orðið fjölbreyttari eft- ir því sem árin líða. Fjárfestingar í sjávarútvegi eru orðnar staðreynd í fjarlægum heimsálfum, og fjarlægir markaðir verða stöðugt mikilvægari. Ekki síst á það við um fiskveiði- þjóðir víða um heim. Líta verður því víðar heldur en til Evrópu þegar utanríkisstefnan er mótuð. íslendingum er skylt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að tryggja frið og öryggi. Efnahagsleg uppbygging og þróunaraðstoð er ekki síst til þess fallin. Við eigum að leggja þeim málum lið á þeim sviðum þar sem við höfum mest fram að færa. íslendingar eiga að geta verið veitandi á sviði sjávarútvegs, á sviði tækni og við getum lagt til starfskrafta til ýmissa verkefna hjálparstarfa sem annarra. Þetta er afar mikilvægt og gerir okkur sem smáþjóð gild- andi á sviði hjálparstarfsemi og öryggismála. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði varðandi utanrík- ismálin. Margt fleira bar á góma í tilvitnaðri umræðu á Al- þingi um utanríkismál, og umfang þeirra má marka á því að yfirlitsræða utanríkisráðherra skiptist í þrjátíu efnis- flokka, sem hver um sig snerta innanríkismál með afger- andi hætti. Löngum hafa Islendingar látiö ákvarðanir ráðast af sérkennilegum hagsmunum og beitt jabartil- vikum eða undantekningartilvikum sem aðalrök- semd fyrir því að eitthvað skuli gert eða eitthvað ekki gert. Nýleg dæmi um það eru kátbroslegar umræður um hættur samfara Hvalfjarðargöng- um. Ein röksemdin var á þá leið að alls ekki mætti byggja göngin, því þab væri fræðilegur möguleiki á því að kviknaði í bíl í botni ganganna. Sambæri- leg rök voru notuð af hálfu slökkviliðsmanna til að sýna fram á naubsyn þess að byggja slökkvi- stöbvar helst vib bába gangamunnanna — og gott ef ekki var í mibjum göngunum líka. Líklega hef- ur það verið hluti af röksemdinni að hreinsibún- aður í göngunum virkabi ekki akkúrat þegar kviknabi í bílnum, því ef hreinsibúnaburinn dug- ar ekki til ab hreinsa úr göngunum reyk frá log- andi bíl, þá dugar hann tæplega til ab hreinsa venjulegan útblástur bifreiba úr ---------------------------- göngunum og þá eru göngin aug- G ARRI ljóslega ónothæf. _______^l^imMml Hafi þetta mál ekki verib leyst, er að sjálfsögbu frekar ógáfulegt að fara út í ganga- framkvæmdirnar, en einhvern veginn segir Garra svo hugur ab þetta mál hafi verib leyst og rök- semdir þessarar umræbu séu því flestar á leik- skólastiginu. Efnahagsmálin étin hrá Þab er merkilegt að skoba áherslur fjölmibl- anna, þegar kemur að umfjöllun um atvinnuupp- byggingu og efnahagsmál þjóbarinnar. Fyrir utan að enginn fréttamaður virðist hafa minnstu grundvallarþekkingu á hagfræði, því nær allir éta hrátt það sem í þá er tuggib, þá er ab sjálfsögbu nær eingöngu horft á hinn svokallaba undir- stöbuatvinnuveg, atvinnuveginn sem allir lands- menn eru sagðir lifa af, sjávarútveginn. Svo stíft er horft á sjávarútveginn ab ein stærsta fréttastofa landsins, fréttastofa Ríkisútvarpsins, sendir daglega út sérstakan fréttatíma um sjávar- útvegsmálin. Reyndar byggist fréttatíminn sá ab mestu upp á því að telja upp hvað hin og þessi trillan kom með ab landi í hinni og þessari höfn, sannarlega spennandi fréttir. Það ber hins vegar minna á umf jöllun um minnkandi vægi sjávarút- vegsins í þjóbarbúskapnum og aukib vægi ann- arra greina, t.d. ferbaþjónustu, sem með sama vexti og undanfarib mun ein og sér skila svipub- um gjaldeyristekjum í þjóbarbúib um aldamótin og sjávarútvegurinn. Ekki spandera stóru frétta- stofurnar sérstökum fréttatíma undir ferbaþjón- ustuna, ónei ekki aldeilis. Ferbaþjónusta fyrir furbufugla Annars mætti halda að þab væri bundib í þjób- arvitundina ab ferbaþjónusta væri eitthvab fyrir — furbufugla og helst eitthvab sem húsmæbur í sveit ættu að stunda meðfram búskapnum. Síðustu hugmyndir um náttúruvernd benda a.m.k. til þess og er vægt og kurteislega til orða tekib ab tala um „athyglisverbar" hugmynd- ir í þeim efnum. Nokkur dæmi: Loka ákvebnum landsvæbum fyrir allri umferb. Selja inn á ákveb- in landsvæbi. Beita skyndilokunum á ákvebnum landsvæbum. Þab yrbi sannarlega lyftistöng fyrir ferbaþjón- ustuna í landinu og þar meb þjóbarbúib, ef er- lendir ferðamenn kæmust að því ab landið væri mestan part lokab „vegna ágangs ferbamanna". Snjallræði — hugmyndasmiðirnir ættu eiginlega skilið stórriddarakrossinn! Væri ekki gáfulegra að fara ab gera eitthvab fyr- ir ásettustu ferðamannastabina? Málið er nefni- lega þab, ab þeir hala inn í þjóbarbúib litlu minna en akureyrskir frystitogarar, en kosta hins vegar sýnu minna í innkaupum og rekstri. Er ekki kom- inn tími til ab kveikja á perunni, góbu menn? Garri Húskarl á ystu nöf Gunnlaugur Sigmundsson gerbi orðbragð og yf- irlýsingagleði Sverris Hermannssonar, banka- stjóra Landsbankans, að umtalsefni á þingi í vik- unni í tenglsum við afgreiðslu bankafrumvarps þar sem er bráðabirgbaákvæði sem gerir ríkis- bönkum kleift að endurfjár- magna víkjandi lán sem þeir hafa tekið svo þeir geti mætt kröfum um eiginfjárstöðu. Gunnlaugur sagðist eiga erfitt með ab treysta dómgreind þess húskarls ríkisstjórnarinnar fyrir fé sem kæmi fram fyrir alþjóð aftur og aftur og úthúðaði ráð- herrum þeirrar sömu ríkisstjórn- ar sem hann er í vist hjá. Landsbankinn hefur ekki náð að skila þeim rekstrarárangri sem gert var ráb fyrir þegar sér- stakar ráðstafanir voru gerbar árið 1993 og vantar hálfan ann- an milljarð upp á að hagnaður- inn síðan hafi náð að hanga í þeim áætlunum. Nú er svo komib ab bankinn þarf að sækja til Alþingis um sérstakar heimildir til endurfjármögnunar og veltur trúverðugleiki bankans og viðskiptatraust ab verulegu leyti á því ab þetta gangi sem greib- ast og snurðulausast fyrir sig. A víöavangi Fjabrafok1993 .iijó9v»í ~ y~nö[ji£^ÍJuqíxi Ekki þarf annað en rifja upp fjaðrafokið sem varð í kringum þær umfangsmiklu aðgerðir sem fram fóru 1993 og umræðuna sem spratt í kring- um þær, en þá lagðist hvert stórmennið á fætur öðru á árar til þess að sannfæra þjóðina og um- heiminn um ab Landsbankinn væri síbur en svo að fara í þrot og stæði þvert á móti ágætlega. Ef- laust mátti að hluta kenna þann sirkus að hluta óábyrgri umfjöllun nokkurra fjölmiðla og að hluta klaufalegri framsetningu af hálfu bankans í kynningu málsins. En aðgerðin sjálf, var þó engu að síður sjálfstætt tilefni til fjölda spurninga um bankann og ekki nema eðlilegt að viðskipta- menn og allur almenningur væri áhyggjufullur út af því sem var að gerast. Þær öldur lægði vissu- lega en nú hefur það gerst að þegar bankinn sæk- ir um fyrirgreiðslu til löggjafans koma upp spurningar um stjórnun bankans sem valda titr- ingi og hljóta að skaða bankann. Nú er hins veg- ar ekki hægt að kenna óábyrgum f jölmiðlum um þepnan trpyerðjUgleikavanda banka^s^Vandlnn er í bankanum sjálfum, og það sem meira er, vandann má rekja til stjómunar bankans. Vand- inn nú er Sverrir Hermannsson bankastjóri. Með hreint ótrúlega ósmekklegum dylgjum — ítrekuðum — í garð nafngreindra einstaklinga úti í bæ og ráðherra í ríkisstjórn- inni, sem í raun flokkast undir atvinnuróg og meiðyrbi, hefur bankastjórinn komið því til leið- ar að menn eru farnir að efast um að stjórnendum bankans sé treystandi til að fara með allt það fé sem þeim er trúað fyrir. Rekstraráfkoman gefur ekki til- efni til að láta afskiptalausar sví- virbingarnar sem bunast út úr bankastjóranum. Og þó svo ab Sverrir Hermannsson kunni ab telja sig kaldan og kláran karl sem ekki þarf ab svara eða taka mark á gagnrýni Gunnlaugs Sig- mundssonar alþingismanns, þá sýnir það fyrst og fremst dóm- greindarleysi bankastjórans. I öðru lagi er ljóst að Gunnlaugur er fjarri því að vera einn um þá skoðun að framkoma Sverris sé til þess fallin að veikja trúverbugleika bankans. í dálkinum „Tím- inn spyr" í dag er ab finna vísbendingu um það hvað þingheimi finnst og augljóst að almennt telja menn Sverri ekki hafa oröið bankanum til framdráttar. Tímabær umræba Umræðan sem Gunnlaugur Sigmundsson bryddaði upp á er löngu tímabær enda er alveg ljóst að Landsbankinn á við ýmis vandamál að glíma og eitt þeirra er sá skabi sem Sverrir Her- mannsson er farinn að valda bankanum. Hrokinn og dómgreindarleysi bankastjórans á hvað er við hæfi eru þess vegna komin á það stig ab vera skobub sem afglöp í starfi. Þab getur ekki verið fjármálastofnun til framdráttar ef stjórn- andi hennar hegðar sér með slíkum hætti að það torveldar og spillir fyrir nauðsynlegri fyrir- greiðslu t.d. á Alþingi og vinnur þannig gegn hagsmunum bankans. Bankaráð er kjörið af Alþingi m.a. til að gæta hagsmuna bankans. Þar hljóta menn að taka á málinu, ef þeir ætla ab standa undir þeim skyld- um sem á þá eru lagðar og þeir fá greitt fyrir að axla! oifiv ninuiDnL' •^jii ng3g íiærmom iid mffflu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.