Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 6
Miövikudagur 24. apríl 1996 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM BLONDUOSI Endurbætur á ferbamannastöb- um í V.-Hún. Umhverfisnefnd Ferðamála- ráðs veitti nýlega styrki til úr- bóta á ferðamannastöðum. í V.- Húnavatnssýslu var veittur 200 þús. kr. styrkur til úrbóta á gönguleiðum við Borgar- virki. A Arnarvatnsheiði var veittur 200 þús. kr. styrkur til að gera gönguleiðir og loka slóðum, en það er í höndum Fremri- og Ytri- Torfustaða- hreppa, sem sóttu um styrk til þess. Þá var 450 þús. kr. veitt til uppbyggingar á hreinlætisað- stöðu við Hvítserk. Það er ljóst að ásókn á ferðamannastaði eykst sífellt, en það er einmitt hlutverk umhverfisnefndar að styrkja úrbætur á ferðamanna- stöðum. Til úthlutunar á Norður- og Austurlandi í ár voru 6 milljónir króna, en sótt var um 28 millj., þannig að þörfin fyrir úrbætur er mikil. KEFLAVIK Fiskistofa stöðvaöi Bakkavör: Húsib stóbst ekki kröfur Fiskistofa stöðvaði fyrir skemmstu alla vinnslu í hús- næði því sem Bakkavör hefur haft á leigu frá Reykjanesbæ og hét áður Jökulhamrar. Ástæðan mun hafa verið sú að húsnæðið uppfyllti ekki kröf- ur um aðbúnað og því var vinnslu í því hætt tímabund- ið. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, er ljóst að samkvæmt úttekt á húsnæðinu var það ekki eins gott og áður hefur verið talið, en sátt er þó á milli bæjarfé- lagsins og Bakkavarar um framhald málsins. Sagði Ellert að fyrir lægju nú drög að samningum um að Bakkavör hf. kaupi húsið, endurbæti það og umhverfi þess samkvæmt þeim stöðlum sem matvælaframleiðslu hæfði og síðar mun fyrirtækið byggja stærra húsnæði á Fitj- um. Sagði hann fulla sátt vera um málið og á meðan endur- bætur standa yfir væri öllum þeim mannskap, sem starfaði við vinnslu hjá fyrirtækinu hér, ekið inn í Kópavog til starfa í húsi fyrirtækisins þar. Austurland NESKAUPSTAÐ Hreindýr valda stórfelldum grób- urskemmdum Hreindýr hafa valdið gífur- legu tjóni á gróðri í Vöðlavík. Þetta er í annað skiptið á fimm árum sem hreindýr valda gróðurskemmdum í Vöðlavík, en þá var líka mjög snjólétt í Víkinni. Hvort eitt- hvert samhengi er á milli skemmdanna nú og þá skal ósagt látið, en þá voru skemmdimar mun minni en nú. Það voru eigendur ímastaða sem uppgötvuðu eyðilegging- una þegar þeir voru í Víkinni á dögunum. Að sögn Guðna Geirssonar má í fljótu bragði álíta að tveir þriðju af öllu því mikla gróðurstarfi, sem farið hefur þar fram í rúmlega tíu ár, sé fyrir bí. Guðni sagði í samtali við blaðið að hópur hreindýra hefði haldið sig í Víkinni í vetur, venjulega um 20 dýr, en þegar þeim var smalað fyrir skömmu og þau rekin á brott voru dýrin 82. Guðni sagði að það væri lík- ast því sem um hreina skemmdarstarfsemi væri að ræða, því topparnir lægju eins og afklipptir hjá plöntunum og börkurinn, sem nagaður hefði verið af, einnig. Víkin hafi verið snjólaus í mestallan vetur og því nóg að bíta fyrir dýrin, en þarna hefðu þau, líklega á um þriggja vikna tímabili eftir áramótin, bitið stofna aspartrjáa í sundur og brýnt hornin á öðrum, þannig að börkurinn væri nánast horfinn. Runnagróður allur væri stórskemmdur og hann bætti við að þarna væri ekki eingöngu um að ræða smá- vaxnar plöntur. Því til dæmis nefndi hann að við ímakot hefðu dýrin eyðilagt átta tveggja og hálfs til þriggja metra háar aspir, sem gróður- settar hefðu verið í röð við sumarhúsið. „Þarna er gríðarleg vinna orðin að nánast engu. Við höfum í rúmlega 10 ár unnið að mikilli gróðuruppbyggingu á stóru svæði og það hafa aðr- ir sumarhúsaeigendur þarna gert líka," sagði Guðni Geirs- son að lokum. DAGBLAÐ wmm AKUREYRI Konurnar draga ab Óhætt er að segja að hreín sprenging hafi orðið í aðsókn að Listasafninu á Akureyri síð- ustu dagana eftir að opnaðar voru tvær sýningar í safninu sem báðar snúast um kvenlík- amann, annars vegar ljós- myndasýning með myndum af vaxtarræktarkonum og hins vegar sýning á verkum Gunn- laugs Blöndals. Alls komu 600 gestir í safnið um helgina og segist Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumað- ur safnsins, verða var við mik- inn áhuga á sýningunum. Mikið er hringt og spurt um opnunartíma safnsins og reiknar Haraldur Ingi með áframhaldi á þessari góðu að- sókn. ytnm o§ mu§lyí'"'í*hU6íÍ é Snðurtttijum IKUR P R E T T I R KEFLAVIK Flest börn drukkna innan vib 200 metra frá heimili Flest slys á börnum eiga sér stað innan við 200 metra frá heimilum þeirra, samkvæmt rannsókn Slysavarnafélags ís- lands, en fyrir skömmu mátti litlu muna að tvéggja ára drengur drukknaði í Sand- gerði. Honum var naumlega bjargað úr drullupolli sem hafði myndast í leysingum í nágrenni við heimili hans. Að sögn Herdísar Storgaard hjá Slysavarnáfélaginu, sem gert hefur rannsókn á drukkn- un barna ásamt Pétri Lúðvígs- syni barnalækni, eru tölurnar ekki glæsilegar. Rannsóknin náði yfir árin 1984-95 og á því tímabili drukknuðu og nærdrukknuðu 48 börn á íslandi. Skilgreining á nærdrukknun er þegar ein- staklingurinn kemst í lífs- hættu, en er bjargað á síðustu stundu. Á þessu tímabili dóu 13 börn, 335 börn nær- drukknuðu og af þeim eru 3 heilaskemmd, en 32 náðu sér að fullu. Sagði Herdís í samtali við blaðið það áberandi að börnin voru ein eða í umsjón eldri barna, sem ekki voru nógu gömul til þess að passa sig sjálf, hvað þá aðra. 70% slysanna gerðust á landsbyggðinni og oft í leys- ingavatni og sagði Herdís nú vera einn versta tíma fyrir drukknanir. Á stuttum tíma hafa 3 nærdrukknanir átt sér stað í ár og bendir það til að þetta ætli að vera slæmt ár. ít- rekaði Herdís að börn yngri en átta ára væru ekki örugg ein að leik við vatn vegna þroska síns, og kunna þau ekki að forðast hættur né gæta yngri barna. I|l !¦! Þessu húsi iokabi Fiskistofa, en Bakkavör þglu^n(ikeypt þab og munjend,urbœXa þab og koma írétt horí. Athugasemd vegna fréttar: Sólarlandaferðir ekki spurning um líf eða dau&a Föstudaginn 19. apríl sL birtist í blaðinu grein undir fyrirsögn- inni „Spurning um líf eða dauða". Þar kemur fram að að- alfundur SPOEX, Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga, telji það mestu skerðingu á heilbrigðisþjónustu, sem sá hópur hafi mætt, ab leggja nið- ur meðferbarferðir til Kanarí- eyja. Fullyrt er ab ákvörðun tryggingarábs um framtíð þess- arar mebferðar sé ekki reist á faglegum grunni, hafi ekki stoð í lögum og hafi ekki í för með sér sparnað fyrir almanna- tryggingar. I greininni kemur réttilega fram að psoriasis-sjúklingar hafa um árabil átt þess kost ab fara ut- an í þessa meðferð. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar síðan Tryggingastofnun ríkisins hóf að greiba kostnab vegna slíkra ferða. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð sjúkdómsins hér innanlands bæði innan og utan sjúkrahúsa. Talsverður kostnaður er af þessum ferðum til Kanarí- eyja og því hefur ekki verið hægt að senda nema tiltölulega fáa sjúklinga þangað. Trygginga- stofnun telur því að þeim fjár- munum, sem varið hefur verið til þessara sólarlandaferða, sé betur varið í meðferð hér innanlands. Það er algjör misskilningur að ákvörðunin um að hætta þessum hópferðum til sólarlanda eigi að vera til sparnaðar. Markmiðið er að verja þeim fjármunum, sem áður var varið til sólarlandaferða, í meðferð fyrir fleiri einstaklinga hér á íslandi. Ekki hefur verið sýnt fram á að sólarlandaferðir fyrir psoriasis- sjúklinga beri umtalsverðan eða langvarandi árangur, enda er ljóst að talsvert er um sjúkdóm- inn hjá þeim sem búa þar allt ár- ið. Ef svona ferðir á annað borð eru árangursríkar hvað psoriasis varðar, þá ættu þær ekki síður að hafa gildi fyrir ýmsa aðra hópa sjúklinga, einkum þá sem hafa einhvers konar gigt. Hugsanlegt notagildi þessara ferða er þannig alls ekki bundið við psoriasis. I umræddri grein er gefið til kynna að það geti verið spurning um líf eða dauða fyrir psoriasis- sjúk- linga að komast til Kanaríeyja. Á Sigurbur Thorlacius. síðasta ári hugðist Trygginga- stofnun taka þátt í kostnaði vegna ferðar 30 psoriasis-sjúk- linga til Kanaríeyja. Sjúklingarnir áttu að greiða ákveðinn hluta af ferðinni sjálfir. Þegar Trygginga- stofnun hafði með aðstoð húð- læknis valið 30 sjúklinga til farar- innar, kom fram ósk frá stjórn SPOEX um að fækka sjúklingun- um í 25 og fella niður kostnaðar- hlutdeild þeirra. Tryggingastofn- un samþykkti þetta. Þetta bendir ekki til þess að samtökin telji það bráðnauðsynlegt að gefa sem flestum psoriasis-sjúklingum kost á að komast til Kanaríeyja. Tryggingastofnun mun eftir sem áður geta greitt kostnað vegna ferða og vistunar einstakra sjúklinga á sjúkrastöð í sólar- löndum, ef sjúklingi er brýn nauðsyn á slíkri vistun og ekki hefur náðst ásættanlegur árangur af meðferð hér á landi. Utanfar- arnefnd („Siglinganefnd") stofn- unarinnar fjallar um slíkar um- sóknir. Markmið Tryggingastofnunar með að leggja niður hópferðir psoriasis-sjúklinga til sólarlanda er þannig ekki að spara fjármuni, heldur að nýta þá betur en áður í meðferð psoriasis hér innan- lands, þannig að fleiri geti notið hennar og í lengri tíma en áður. Hins vegar verður hægt að senda sjúklinga til sólarlanda, ef brýn þörf er talin á því. Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlœknir Bílgreinasambandib skorar á stjórnvöld aö láta af neyslustýringu: Burt meö vörugjöld á atvinnubifreiðar Á abalfundi Bílgreinasam- bandsins, sem haldinn var sl. laugardag, voru samþykktar ályktanir þar sem Bílgreina- sambandib skorar á stjórn- völd að marka stefnu til lækkunar gjalda á bíla og bíl- greinina, svo bílar geti áfram verib í almenningseign á ís- landi, en nú er bíllinn orbinn stærsti kostnabarlibur í út- gjöldum heimilanna. Einnig var ályktað um nauð- syn þess að hætt verði óeðli- legri neyslustýringu og að vöru- gjöld á atvinnubifreiðar verði•• felld niður í samræmi við vöru- gjöld af öðrum atvinnutækjum. Aðalfundurinn telur mikið vanta á jöfnun starfsskilyrða þeirra sem vinna við bílgrein- ina, þar sem eftirlit sé mismun- andi eftir landshlutum og inn- heimt gjöld fyrir eftirlit sem aldrei fari fram. Vegna þessa blómstri svört atvinnustarf- semi. Auk þess séu gefin út starfsleyfi til fyrirtækja án þess að fyrir liggi starfsréttindi og án þess að fyrirtækin fullnægi kröfum til starfa í viðkomandi starfsgrein. i»u*»:o».í « ,¦ ••¦-'¦-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.