Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 24. apríl 1996 9 Alexander Sigursteinsson Alexander Sigursteinsson fæddist í Vest- mannaeyjum 22. maí 1917. Hann lést í landspítaianum 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigursteinn Þor- steinsson, f. 2. júní 1893, d. 26. júní 1966, skósmiður í Vestmannaeyjum og síðan skósmiður, kaupmaður og bóndi í Djúpadal í Hvolhreppi. Kona hans var Ingibjörg Guðrún Vigfúsdóttir, f. 7. júlí 1879, d. 14. september 1942. Systkini Alexanders vom Sigríður Sigursteinsdótt- ir, f. 15. október 1915, d. 21. maí 1994, tvíburabrœðumir Vigfús og Þorsteinn Sigursteinssynir, f. 1. nóvember 1918, d. 2. nóvember 1918. Hinn 24. september 1942 kvœntist Alexander eftirlifandi eiginkonu sinni Guðn'mu Helgadóttur, f. 26. maí 1920, frá Forsæti í V.- Landeyjum. Foreldrar henríar vom Helgi Bjamason bóndi á Forsceti, f. 12. júlí 1888, d. 30. apríl 1959, ogMaría jónsdóttir, f. 21. október 1895, d. 18 júní 1972. Börn Alexanders og Guðrúmar eru Gunnar og Hafdís. Gunnar, f. 17. desember 1941, er kvæntur Katrínu Óskarsdóttur, f. 1. september 1944. Böm þeirra em Guðrún Sandra, f. 26. maí 1965, gift Kristni Al- bertssyni, f. 6. júlí 1965, böm þeirra em Andri Már, f. 4. október 1991, ogFann- dís, f. 7. október 1993. Sigursteinn, f. 18. janúar 1968, og Lovísa Ósk, f. 30. nóvember 1978. Hafdís, f. 15. mars 1949, ergift Gísla ]. Friðjónssyni, f. 26. apríl 1947. Dœtur þeirra em Guðrún, f. 9. nóvember 1973, ogKoIbrún Edda, f. 17. desember 1978. Alexander var bóndi í Djúpadal og stundaði jafnframt verslunarstörf hjá Kaupfélagi Rangœinga til ársins 1962, þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og starfaði hann hjá Byggingavömverslun Sambandsins þar til hann lét afstörfum vegna aldurs. Útfór Alexanders fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Á sólríkri strönd Kanaríeyja varö skyndilega myrkur, er viö fengum andlátsfregn míns elskulega tengda- fööur Alexanders Sigursteinssonar. Hann ók okkur út á flugvöll í byrjun ferðar, glaður og hress eins og ávallt. Vildi ekki skyggja á ánægju okkar þó hann gengi ekki heill til skógar. Hann sagði þó þegar við kvöddumst: „Þetta verður langur hálfur mánuður." Þaö var okkur ómetanlegt að það skyldi hafa verið einmitt hann, sem kvaddi okkur seinast og sefaði það sorgina og stytti biðina að komast heim til fjöl- skyldunnar. Minningarnar streyma. Fyrstu kynni mín af honum Alex frá Djúpa- dal var handtakið hans. Þegar hann heilsaði mér fyrst tók hann hendi mína í báðar sínar, sagði ekki mikið en þrýsti innilega. Eftir að ég varð tengdadóttir hans varð umhyggja hans við mig einstök og ekki síst þeg- ar ég gekk með barnabörnin. Þá mátti ég helst ekkert gera nema hugsa um lífið sem ég bar. Svo komu sólargeislarnir inn í lífið hans, barnabörnin. Hann gaf þeim hverju og einu við fæðingu sérstök nöfn fyrir sig. Sú fyrsta var „Gullið hans afa og blómið hennar ömmu" (Gubrún Sandra). Þá kom „Vinurinn eini" (Sigursteinn). Þá var þab „Alltaf best af öllum" (Guðrún Gísla). Síöan komu „Ungarnir hans afa" (Lovísa Ósk og Kolbrún Edda) með sautján daga millibili. Það var mikil gleði og stolt fyrir hann að fá að kynnast barnabörnum sínum. Vib vorum allt- af að gera tengdaforeldrum mínum greiða þegar vib báðum bau ab gæta þeirra. Fyrst var ríkidæmi hans fullkomn- að þegar langafabörnin komu og þau kallaði hann „Gullmolana sína" (Andri Már og Fanndís). Ég hef ekki séð stoltari né hamingjusamari mann en hann Alex þegar hann fór meö langafadrenginn sinn á jólaball um síðustu jól. Þeir fóru tveir einir og áttu hvor annan. Fjölskyldan var það mikilvægasta í lífi hans og hann unni henni allri. Hann vildi hafa hana sem oftast hjá sér og var þá hrókur alls fagnaðar. Lyfti stundum glasi á góðri stundu og sagði þá: „Skál, Alex minn" eins og honum einum var lagib. Við erum rík af minningum og það eru auðæfi sem aldrei verða tekin frá okkur. Alex kenndi mér að meta lífið og að þab dýrmætasta í því væru börnin okkar. Oft sagði hann ab þab væri ekki hægt ab vera of góður vib börnin sín. Móðir hans var einstök kona og þeirra samband var mjög náið. Hann hélt minningu hennar lifandi og tal- abi svo oft um hana, að mér fannst ég þekkja hana vel. Nú er komið að kveðjustund. Fjöl- skylduhöfðinginn okkar er kvaddur, en hann verður áfram á mebal okkar í minningunni. Vib munum kynna hann fyrir okkar afkomendum, líkt og hann kynnti móður sína fyrir okkur. Elsku Gunna mín, þín sorg og sökn- uður er mestur. Hann annaðist þig í veikindum þínum af þeirri ást og fórnfúsa kærleika sem við þekkjum öll svo vel. Megi Guð styrkja þig og vera með þér þar til þið hittist á ný. Alex minn, ég bib góban Gub að geyma þig og hafbu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Katrín Óskarsdóttir Hann elsku afi okkar er dáinn. Sorgin hefur knúið að dyrum og söknuður- inn tekið völdin. Við bíðum stöðugt eftir því að hann gangi brosandi inn með augun sín blíðu og arminn út- breiddan. En bibin verður löng og það er sárt að hugsa til þess að stundirnar með honum afa verði ekki fleiri í þessu lífi. Við höfum misst svo mikib og það skarð, sem hann skilur eftir sig, fær ekkert uppfyllt. En yndislegar minningar um hann ylja hjörtu okkar og sefa sorgina á þessum erfibu tím- um. Hann afi okkar var alveg einstakur og átti risastórt hjarta úr skíragulli. Hann var alltaf svo blíður og góður og skipti aldrei um skap. Við barnabörn- in vorum hvert um sig svo sérstök í augum hans og lét hann okkur óspart finna hve heitt hann unni okkur, það var ekkert of gott fyrir börnin hans. Hann var einstaklega barngóður og urðum við að sætta okkur við það, þegar fleiri kölluðu hann afa. Hann afi var svo mikill vinur okkar. Ef eitthvað bjátaði á, þá var afi sá fyrsti sem kom upp í huga okkar og hann var fljótur til, hvort sem vanda- málið var að taka inn „vont" meðal eða sendast með okkur bæinn á enda, allt var svo sjálfsagt. Á skólagöngu okkar gátum við leitað til hans með margt. Hann var svo fróður og víðles- inn. Sjaldan kom maður að tómum kofanum. Fastir libir í tilverunni með afa voru margir, þar má nefna aliar sumarbú- stabaferðirnar, réttirnar á haustin og jólaböllin. Alltaf vildi afi fara einn meb barnabörnin sín á jólaböllin, því þannig naut hann sín best. Eftir ab við vorum orbin of gömul til ab fara var hann svo lánsamur ab eignast tvö barnabarnabörn tii að viðhalda venj- unni. Það er „Gullinu hans afa" mjög minnisstætt og mikils virði á þessari kveðjustundu að hafa gert hann að langafa. Það var mikil glebistund í lífi hans að eignast „Gullmolana sína", þau Andra Má og Fanndísi. Hann var þeim jafn yndislegur og okkur barna- börnunum. Elsku besti afi okkar. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Við vitum ab þú hefur haft miklar áhyggjur af elsku ömmu, en við munum hugsa vel um hana, þó enginn geti komið í þinn stað. Við biðjum guð að styrkja hana ömmu á þessum erfiðu tímum, því missir hennar er svo mikill, og ab- stoða okkur öll í þessari miklu sorg. Þínar, Gullið hans afa, Guðrún Sandra. Alltafbest aföllum, Guðrím Gísla. Og Ungamir hans afa, Lovísa Ósk og Kolbrún Edda. Hann afi í Goð, eins og við kölluðum hann, er dáinn. Það er með miklum t MINNING söknuði sem ég kveð hann í þessum fáu orðum. Við vorum alla tíb, frá því ég man eftir mér, miklir vinir og átt- um ófáar gleðistundirnar saman. Hann reyndist mér einnig vel þegar á bjátaði og alla tíð hafði hann þolin- mæbi sem engri er lík. Þegar ég hugsa til baka og minnist allra samveru- stundanna með honum, hlýnar mér um hjartarætur. Við Guðrún systir mín sváfum ósjaldan hjá afa og ömmu i Goðheim- unum þegar við vorum lítil. Það var oft brallað margt og ósjaldan bros á vör á þessum stundum. Þar lærðum við að spila vist ung að árum og við afi spiluðum alltaf saman á móti ömmu og Gubrúnu Söndru. Ástæðan fyrir því var einföld, við vorum svo skyldir af því við vorum báðir karlar. Á tímabili stóð ég fast á því að ég væri skyldari afa en mömmu minni og sýnir það hversu nánir við vorum. Afi vann hjá Sambandinu og fór ég þang- að daglega um langt skeið með Guð- rúnu og mömmu sem vann við ræst- ingar í næsta húsi. Þar kynnti afi mig fyrir öilum körlunum sem hann vann með og ég fékk að sitja vib skrifborðið hjá honum og vinna með honum. Þetta var stórmál fyrir lítinn strák eins og mig, sem þarna fékk að vinna með afa sínum. Þetta var allt svo spenn- andi, öll blöðin, nóturnar, samstarfs- félagarnir og reiknivélarnar sem voru sérstaklega vinsælar hjá smápatta. Afi og amma eignuðust sumarbú- stab í Miöfellslandi og var þab mikil fjölskylduparadís. Þarna hittist fjöl- skyldan á sumrin og var ávallt veisla á þeim bæ. Ég fór ósjaldan meb afa og ömmu þangað og við afi fómm einn- ig oft einir. Þá helst til að hirða garð- inn eða huga að húsinu. Þetta voru miklar glebiferðir og ég veit ekki hvort ég gerbi mikið gagn í þeim, en það var víst að það var gaman. Við fórum einnig saman í bústaðinn til þess að dvelja í lengri tíma, þegar afi átti sumarfrí. Þá kom Guðrún systir oft með og síðar Gubrún frænka Gísladóttir. Ég heid að ég halli ekki á neinn þegar ég segi ab samband okkar afa og Gubrúnar frænku hafi alla tíð verið sérstakt. Við náðum einhvern veginn svo vel saman, það var eitt- hvað sem tengdi okkur á sérstakan hátt. Afi átti alla tíð, frá því að ég man eftir mér, bíla frá Sambandinu og ég gleymi aldrei þegar hann leyfði mér að keyra í fyrsta skipti stóran Chevro- letinn utan vega. Veibiferðirnar voru ófáar meb ömmu og afa. Veiðiáhug- inn hjá þeim var mikill og smitaði út frá sér. Við renndum oft fyrir murt- una í Þingvallavatni og ég fór margar ferðirnar með þeim og foreldrum mínum í Rangárnar. í þessum ferðum gafst okkur afa tækifæri á því að bralla eitthvab og oftast nær keyra saman smáspotta á bílnum. Þegar unglingsárin komu yfir mig var oft erfitt að vera tií. Ég veit að ég var oft á tíðum erfiður, eins og ung- lingar geta verið, en afi skildi mig allt- af. Samverustundunum fækkaöi, en ég gat alltaf talað við afa. Eg þroskaðist og samband okkar afa gerði þab líka, en það var alitaf stutt í glensið og grínið. Við áttum alltaf föst sæti við veisluborð fjölskyldunnar og það var ósjaldan sem við tókumst á undir borbi án þess ab nokkur tæki eftir því. Þetta voru fastir liðir hjá fjöl- skyldunni og fáir sem kipptu sér upp vib þab, nema kannski amma sem sagði ósjaldan: Alex minn. Afi fyigdist vel með mér bæði í skóla og í vinnu. Hann hafði alltaf ótal spurningar ab leggja fyrir mig þegar við hittumst. Hann var vel ab sér og oftast nær var hann búinn að tengja sig vib einhverja sem ég vann með. Það var annað hvort í gegnum vinnu sína eða ættfræði, en þar var hann á heimavelli. Fjölskylda okkar er ekki stór, en við hittumst þeim mun oftar og var það nokkuö sem afi lagði mikib upp úr. Nú, þegar hann er dáinn, renna í gegnum huga minn þau augnablik sem afi átti svo föst með okkur. Gaml- árskvöld var alltaf sérstakt, en þá fengum við okkur alltaf stóran og góban vindil, þrátt fyrir að hann hefði hætt að reykja fyrir mörgum ár- um. Hann spurði alltaf hvort ekki væri örugglega til vindill þegar leið á kvöldiö. Þetta voru hlutir sem urbu að vera á hreinu og síöan sagði hann: „Skál, Alexander" og lyfti glasi. Hann afi var alltaf glaður og hress við okkur barnabömin og barna- barnabörnin. Brosið og hláturinn var sjaldan langt undan og þannig mun minningin um hann lifa meb okkur um ókomin ár. í dag verður afi borinn til grafar og við munum kveðja hann með mikl- um söknuði. Hann fór á undan okkur, en þab var hans ósk að þurfa ekki að horfa á eftir börnunum sínum á und- an sér. Elsku amma, ég vona ab Guð styrki þig í sorg þinni, en ég veit ab afi mun alltaf vera með okkur í huganum. Vinurinn eini. Sigursteinn Gunnarsson Við vitum lítið um dauðann, en samt vitum við að langafi kemur aldrei aft- ur. Á fallega hvíta bílnum sínum, til að sækja okkur á leikskólann eða fara með okkur á jólaballið um næstu jól. Þá ætluðum við að passa hann svo vel. Minningarnar eigum við svo gób- ar. Þab var svo gott að sofna hjá þér, við dillandi göngulag þitt. Elsku lang- afi, við þökkum þér alla blíbuna sem þú gafst okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Bless elsku langafi. Gullmolamir þínir, Andri Már og Fanndís Við áttum því láni að fagna ab hafa Alexander og frú Guðrúnu fyrir granna síðustu fjögur árin. Nú er Al- exander horfinn yfir móðuna miklu. Við viljum segja um hann þetta: Hann var hógvær maður og hjarta- hlýr. Hann var umburðarlyndur og virti okkur og börnum okkar ævinlega allt til besta vegar. Svo var hann spaugsamur og glaðsinna, en æðru- laus þegar á móti blés. í fari hans fundum við margt fagurt og ýmislegt til eftirbreytni. Þess vegna erum við þakklát fyrir að hafa kynnst honum og stofnab til vinfengis við hann og ágæta eiginkonu hans, Guðrúnu. Megi Guð blessa hana og styrkja og megi ættingjar hans una sér við minninguna um grandvaran og góð- an mann. Guðbrandur Gíslason, Halla Magnúsdóttir Það er margs að minnast þegar Alex- ander Sigursteinsson er kvaddur. Minningar frá Djúpadal þar sem Eystri-Rangá liðast vib túnfótinn. Minningar frá heimsóknum í vistleg heimkynni Alexar og konu hans Guð- rúnar Helgadóttur í Goðheimum 21. Heimili Alexar og Gunnu stóð opið gestum og gangandi á þessum tveim- ur stöðum alla þeirra búskapartíb. Og nú stöndum við eftir og söknum Al- exar, sem veitti gleði til samferða- mannanna af gnægð hjartans. Svifinn er svanur afengi. Sá hafði fjölskyldu lengi skýlt undir skjólgóðum væng. Á veginn til hæðanna venti, hjá vötnunum eilífú lenti, hvar þreyttum er þægileg sæng. Gott var hann gjaman að finna, gestum hann kunni að sinna og hlýju í hjartanu bar. Var glaður á góðvina fúndum. Gætinn á alvómstundum. Höfðingi hvar sem Iwnn var. Vinsæll og virtur í starfi, verslunarmáðurinn þarfi. Hinn trúi, er traust okkar vann. Frískúr og fljótur að verki. Við fúndum að samvinnumerki bar enginn betur en hann. Hér er nú skarð fyrir skildi. Skaparinn söknuðinn mildi öllum, sem elskuðu hann, okkur, sem götuna göngum, greitt eða hægt eftir föngum og dáðum þann drengskapannann. (Bj.H.) Já, þaö er margs að minnast og margt að þakka. Fagran júnímorgun er stefnan, sem oftar, tekin á Þingvöll. Það stendur til að heimsækja Alex og Gunnu í sum- arbústaðinn. Á leibinni upp með Ing- ólfsfjalli og upp Grímsnes er hugur- inn fullur abdáunar á fegurb náttúr- unnar. Þegar komið er í sumarhúsa- byggðina sunnan við Miðfell má sjá að fáni blaktir á verönd við gulan sumarbústað. Alex er búinn ab flagga. Þau standa saman á veröndinni og veifa þegar ekið er í hlaö. Gestum er fagnað opnum örmum. Aspirnar eru vaxnar langt upp fyrir víðihekkið. Þær spjara sig, þær ilma, enda hefur veriö hlúð að þeim. Gras- bletturinn við húsið er rennisléttur og rótin þétt. Þessi blettur hefur verið notabur vel. Á hann máttu allir stíga. Börnin léku sér þar eins og þau vildu. Þab var engin hætta á því að Alex kæmi að skamma þau, því enginn var börnum betri en hann. Því meiri glebi og hlátur, því ánægðari var Alex, því hann var maður lífsins og gleðinnar. Hann var mjög liötækur í eldhúsi og léttstígur þegar hann var að bera kræsingarnar á borðið meb Gunnu. Þau unnu saman og þar var ekki skor- ið við nögl. Loginn flökti í kamínunni og á henni var heitt vatn í stórum potti. Lágt suð kamínunnar skapaði notalega stemmningu. Úr stofuglugg- anum sást út á Þingvallavatn og reyk- irnir á Nesjavöllum liðuðust upp í loftið handan vatnsins. Það var spjall- að og hlegið. Nóttin var björt. Þetta var sumarparadísin hjá Alex og Gunnu. Enginn bjóst við því síðastliöið haust, að Alex væri að loka bústaðn- um þeirra í síðasta sinn. En svona er lífið. Voriö er að koma og gróðurinn við sumarbústaðinn á Þingvöllum fer ab taka við sér í vorregni og sól. Alex hefði farið að hugsa til hreyfings upp í bústað, en stefnunni var breytt. Kahlil Gibran segir í Spámannin- um: „Hvab er þab að deyja annab en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?" Og var ekki á nýliðn- um páskum talab um upprisusól frels- arans? Við gætum ekki óskab Alex öllu betra hlutskiptis en þess, að mamma hans stæbi með opinn faðm- inn í sólskininu og tæki á móti hon- um, eins og þegar hann var lítill drengur í Vestmannaeyjum forðum daga. Hann ætti þab skilið. Bjami og Margrét

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.