Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 24. apríl 1996 Daníel Ágústínusson Daníel Ágústínusson var fœddur á Eyrarbakka 18. mars 1913. Hann andaðist á Kanaríeyjum 11. apríl 1996. Foreldrar hans voru hjónin Ágústínus Daníelsson, bóndi í Stein- skoti, og Ingileif Eyjólfsdóttir. Hann átti einn bróður, Eyjólf, f 10. maí 1910, d. 15. mars 1995, og eina fóstursystur, Bjarndísi Guðjónsdótt- ur, f. 20. nóvember 1926. Uaki hennar er Úlfar Magnússon, bifrstj. í Reykjavík. Daníel kyæntist þ. 15. ágúst 1942 Önnu, f. 9. ágúst 1919, Erlendsdóttur prests í Odda Þórðar- sonar og Önnu Bjarnadóttur. Börn þeirra eru Erlendur, f. 18 október 1942, löggœslumaður á Selfossi, maki Gréta Jónsdóttir; Ingileif f 18. ágúst 1944, kennari, maki Anton G. Ottesen, bóndi og oddviti Ytra- Hólmi. Dótturdóttir þeirra, Bryndís Ingvarsdóttir B.A., f. 14. janúar 1969, starfsmaður Þjóðarbókhlöðu, ólst upp á heimili þeirra; sambýlis- maður hennar er Helmut Lugmayr, kennari og fararstjóri. Barnabömin eru sjö og bamabarnabörnin fjögur. Daníel stundaði nám á Laugar- vatni og í Kennaraskóla íslands og útskrifaðist 1936. Kennari á Núpi og í Stykkishólmi og við Gagnfræða- skóla Reykjavíkur 1947-54. Erind- reki Framsóknarflokksins 1939-47. Bæjarstjóri á Akranesi 1954-60. Að- albókari og gjaldkeri hjá Bæjarfóget- anum á Akranesi 1961-84. Hann var varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Vesturlandskjör- dœmi 1959-78 og tók sex .únnum sæti á Alþingi á því tímabili. í mið- stjóm flokksins í áratugi. Bæjarfull- trúi sama flokks á Akranesi 1962- 82 og forseti bæjarstjómar í fimm ár. í stjóm UMFÍ 1938-57 og lands- mótsnefnd 1940-55; í Orkuráði í 41 ár; íþróttanefnd ríkisins í 31 ár; stjóm Sementsverksmiðju ríkisins í 22 ár; endurskoðandi Síldarverk- smiðja ríkisins í 35 ár og ennfremur í fjölda annarra opinberra nefnda og ráða. í byggingamefnd Dvalarheim- ilisins Höfða frá 1986 til dauðadags og jafnframt fjármálastjóri og pró- kúmhafi. Hann var sæmdur riddara- krossi hinnar ísl. fálkaorðu 1989 fyrir margháttuð félagsmálastörf. Útfór Daníels fer fram í dag frá Akraneskirkju og hefst athófnin kl. 14. Kveðja frá Framsóknar- flokknum Daníel Ágústínusson var í ára- tugi einn mestur áhrifamaðurinn í starfi Framsóknarflokksins og var af störfum sínum mjög virtur af öllum flokksmönnum. Hann hafði mikil áhrif á mótun stefnu flokksins og var jafnan fundar- stjóri á flokksþingum eða mið- stjórnarfundum, þegar mikið lá við. í því starfi var hann einstakur. Hann var leiftrandi mælsku- og málafylgjumaður og lét flest und- an er hann sótti af kappi. Ráða- góður og ráðhollur var hann þeim sem til hans leituðu, en líka gat hann sagt mönnum til syndanna ef þess var þörf. Hann hafði sér- stakt lag á að leita uppi ungt efn- isfólk og hvetja til þátttöku í stjórnmálum og styðja síðan til mannvirðinga, stundum á kostn- að eigin frama. Traustið sem hann bar til unga fólksins alla tíð var einn merkilegasti og göfugasti þátturinn í fari hans. Þótt aldurinn færðist yfir hann, slokknaði aldrei hugsjónarneist- inn sem einkenndi hann alla tíð. Hann sótti fundi af kappi og tók þátt í starfinu. Röksemdafærsla hans brást ekki og því átti hann alltaf marga bandamenn. Framsóknarflokkurinn stendur í djúpri þakkarskuld við Daníel Ág- ústínusson og ég sjálfur á honum gott að gjalda. Konu hans, börnum og öðru venslafólki sendi ég samúðar- kveðjur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins í helgri bók stendur: „Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum." Um engan mann þykir mér þessi lýsing eiga betur við en Daníel Ágústínusson, sem kvadd- ur er í dag. Hann var svo sannar- lega brennandi í andanum allt til hinstu stundar. Þannig var hann þegar við kvöddumst í síðasta sinn. Hann var á leið til útlanda og vildi ganga frá áríðandi málum varðandi framkvæmdir við Dval- arheimilið Höfða á Akranesi, en hann var formaður byggingar- nefndar dvalarheimilisins. Hon- um fannst fjárveitingar rýrar og lét ráöherra sinn aldeilis finna til tevatnsins. Þannig var hann. En við kvöddumst vel, eins og ávallt, með gagnkvæmri væntumþykju og þessi síðasta kveðju'stund verð- ur mér ómetanleg í minningunni um hann. Ég sé hann fyrir mér, strákslegan og frískan ganga út úr húsi mínu og veifaði mér í síðasta sinn. Svo sannarlega bar hann það ekki með sér að 83 ár voru að baki. Daníel var foringi í fremstu röð. Kraftmikill, skapmikill og ráðrík- ur. Það gustaði af honum. Hann sá aldrei neina torfæru á sinni leið. Daníel naut þess að takast á við erfið verkefni og sigrast á þeim. Hann var oft óvæginn í sín- um baráttuaðferðum, en það vissu allir hvar þeir höfðu hann. Föls- kvalaus, hreinn og beinn. Ritsnilli hans var viðbrugðið, mælskan slík að ýmist fékk hann menn til að hrífast með sér eða brenna af reiði. Orð hans höfðu mikil áhrif. Brimið við Eyrarbakka hefur eflt margan manninn. Þar hafa margir áhrifamenn slitið barnsskónum, þeirra á meðal sá sem nú er kvaddur. Daníel var fæddur í bænum Steinskoti, sonur hjón- anna Ingileifar Eyjólfsdóttur og Ágústínusar Daníelssonar. Daníel hlaut góða menntun. Að loknu námi við Héraðsskólann á Laugar- vatni nam hann við Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1936. Daníel kenndi í nokkur ár, bæði í barnaskólum og héraðs- skólum. En þá tóku við störf í þágu Framsóknarflokksins og má segja að óslitið síðan hafi hann nýtt krafta sína á þágu flokksins. Daníel var um 8 ára skeið erind- reki flokksins og ferðaðist um landið, kynntist mönnum og mál- efnum, enda þekkti hann betur en nokkur annar sem ég hef kynnst ættir og uppruna þúsund íslend- inga og þekkti til í hverri sveit í landinu. Daníel var ráðinn bæjarstjóri á Akranesi árið 1954. Hann gegndi því starfi til ársins 1960. Sem bæj- arstjóri beitti hann sér fyrir marg- háttuðum málum og kom mörgu í framkvæmd sem til mikilla fram- fara varð. Eftir að hann hætti störfum sem bæjarstjóri réðst hann sem aðalbókari hjá bæjar- fógetaembættinu á Akranesi og gegndi því starfi til sjötugsaldurs. I 20 ár var Daníel bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn á Akra- nesi, sat í bæjarstjórn og gegndi oftar en einu sinni embætti for- seta bæjarstjórnar. Einnig var Daníel varaþingmaður Framsókn- arflokksins á Vesturlandi árin 1959-1978 o.g sat.oft á þingi á t MINNING þessum tíma. I miðstjórn flokks- ins var hann í hartnær fimmtíu ár. Satt að segja væri fljótlegra að telja upp hvar hann hafi ekki ver- ið í stjórnum og ráðum en að telja þau upp. Daníel byggði upp Fram- sóknarflokkinn á Akranesi og hélt utan um starfsemi flokksins alla tíð. Hann sparaði aldrei tíma til að efla starfið, hvetja og brýna menn til góðra verka. Menn sem koma jafn miklu í verk og hér hefur verið lýst eru vel kvæntir. Mesta gæfa Daníels var hin glæsilega kona hans, Anna Er- lendsdóttir, prestsdóttir frá Odda á Rangárvöllum. í yfir fimmtíu ár hefur hún staðið við hlið hans í blíðu og stríðu, en oft næddi um kempuna Daníel og þá var dýr- mætt að eiga gott heimili. Þau hjónin eignuðust tvö börn: Erlend lögreglumenn á Selfossi, en hann er kvæntur Grétu Jónsdóttur og eiga þau þrjár dætur, og Ingileifi kennara, sem á fjögur börn og er gift Antoni Ottesen, en þau búa á Ytra-Hólmi. Fáa þekki ég tryggari vin en Daníel. Þess naut ég í ríkum mæli alla tíð. Við framsóknarmenn á Vestur- landi stöndum í mikilli þakkar- skuld við Daníel Ágústínusson. Hann vann mikið og óeigingjarnt starf og taldi aldrei eftir sér vinnu í þágu flokksins. Að leiðarlokum ei méi efst í huga viiðing og þakk- læti og það er gott að muna síð- ustu kveðjuna þegar hann gekk brosandi út í vorið, bjartsýnn og svo brennandi í andanum. Að- standendum öllum sendi ég mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Ingibjörg Pálmadóttir Árið 1954 flytjum við Daníel með fjölskyldur okkar til Akraness. Hann sem bæjarstjóri, ég sem kennari. Okkar kynni höfðu hafist fyrr, eða árið 1936 þegar hann var eldheitur forystumaður Sambands bindindisfélaga í skólum. Þar fóru hugsjónamál okkar saman. Hann bindindismaður í anda hinnar upphaflegu ungmennafélagshreyf- ingar, en ég sem góðtemplari. Sá þáttur var þar þegar ofinn og und- inn okkur báðum til ævilangrar farsældar. Árið 1939 gerist hann erindieki Fiamsóknarflokksins og þar áttum við saman hugsjón samvinnuhreyfingarinnar. Hann er þá kennari og heldur stöðunni í eitt ár og ræður mig nýútskrifaðan í sinn stað. Ég var ferðbúinn, en á síðustu stundu var ég látinn víkja fyrir fjölskyldumanni. Eftir þessi kynni var það ekkert áhorfsmál að þiggja, er Daníel bauð okkur að byggja með sér hús nokkru eftir komuna til Akraness. Þá voru stig- in gæfuspor. Og nú í sumar eru 40 ár $&. ayfrwáM^í kq Það er því margs að minnast nú þegar Daníel er kvaddur, og verð- ur hér lítið rakið. Sambýlið með þeim hjónum Daníel og Önnu og börnum þeirra hefur verið með eindæmum farsælt. Aldrei misklíð eða ágreiningur um framkvæmdir eða störf. Ég stundaði vegavinnu á sumrin allt til 1974. Það kom því í hlut þeirra hjóna að ganga frá lóð, girða, rækta upp garðinn og hirða. Daníel fékk trjáplöntur úr Foss- vogi að gjöf frá Hermanni Jónas- syni, vini sínum, og setti niður í garðinn. Þær áttu við harðræði að búa fyrstu árin vegna sandfoks, meðan götur voru enn malbornar og suðaustan rokstrengurinn nið- ur Háholtið lék þær grátt. Margar féllu, en Daníel var einkar annt um þessar plöntur og flestar náðu góðum þroska. Eftir að ég hætti í vegavinnunni kom það meira í minn hlut að hirða garðinn, enda átti Daníel þá orðið erfitt með að bogra og krjúpa eftir þrjár aðgerð- ir á mjaðmarliðum. Mér þótti líka gott að geta jafnað metin að nokkru, því aldrei fékk ég að borga honum hans miklu vinnu, aðeins minn hlut í efniskostnaði. „Þú gætir frekar krafið mig um greiðslu fyrir að hafa af þér alla ánægjuna sem þessi störf veita." Þannig voru svörin. Á félagslega sviðinu vann hann margháttuð tímafrek störf árum saman án launa, því hann var maður starfsglaður, ósérhlífinn og ósíngjarn. En hann lagði ekki hendur í skaut, þótt garðvinnan væri honum um megn síðustu ár- in. Hann gat notað strákúst og vatnsslöngu til þrifa. Tröppur, bílastæði og gangstéttir umhverfis hornið þreif hann reglulega. Það var ekkert hálfkák. Þau hjón voru mjög árrisul og hefði snjóað um nótt, mátti heyra er strákústurinn fékk handriðið á tröppunum til að glymja. Daníel var þar að verki. Nágrannar og vegfarendur minn- ast þess áreiðanlega að hafa séð hann á seinni árum styðja sig við stafinn og bogra eftir rusli á göt- unni meðfram húsinu. Hann áleit það þegnskyldu hvers húseigenda að sjá um þau þrif, meðan menn almennt væru ekki komnir á það þrifnaðarstig að láta af því að henda frá séi hveis konar umbúð- um og rusli. Við eigum ekki að segja: Bærinn á að sjá um þetta, heldur gera það sjálf. Hann var með afbrigðum hreinlátur og hreinskiptinn til orðs og æðis. Hann gerði svo sannarlega hreint fyrir sínum dyrum í tvennum skilningi, tók fast á strákústinum, óhreinindin urðu að víkja og efa- laust sveið ýmsum undan föstum rökum hans, er hann beitti orðs- ins brandi í ræðu og riti þegar hann varði hugsjónir sínar og áhugamál. Ég læt öðrum eftir að ræða um lífsstarf hans og afskipti af opin- berum málum. En hann setti svo sannarlega svip sinn á þetta bæj- arfélag um langt árabil. Að hon- um er því sjónarsviptir. Það eru komin stór skörð í hóp okkar frumbýlinganna hér neðst við Háholt. Hópinn, sem svo oft mætti í góðar veislur hjá Daníel og Önnu. Horfinn er Guðmundur garðyrkjumaður og Hildur, Þórar- inn Ólafsson kennari og ekki má gleyma Bergmundi Stígssyni, byggingameistaranum okkar, við enda götunnar. Og nú Daníel, gestgjafinn, sem var hrókur alls fagnaðar, svo fróður og frásagna- glaður. Hann hafði á erindrekaár- um sínum og síðar kynnst fjölda fólks kringum allt land og gat sagt áhugaverðan hátt að oft var liðið langt á nótt er gestir kvöddu. Ég nefndi það við hann að skrifa þessar minningar, hann lét sér nægja að rita kveðjuorð um fjölda genginna samferðamanna. Þar naut sín hlýhugur hans, frásagn- arhæfileikar og óvenju trútt minni. Eftir miðnætti hver áramót í þessi 40 ár komu þau hjónin hress og kát niður til okkar að árna okk- ur heilla á nýju ári og þakka sam- vistir liðins árs — samvista sem aldrei bar skugga á. Það fylgdi Daníel alltaf hressandi og smit- andi bjartsýni og kraftur. Bölsýni og úrtölur voru ekki í hans orða- safni. Hann kvaddi okkur 26. mars, næstum óvenju glaður og flaug á vit sólskinsstrandar, þar sem hann hneig niður undir bjartri miðdegissól. Hann komst aldrei til meðvitundar og andaðist 12 dögum síðar. Það hefði ekki verið honum að skapi að lifa við örkuml. Nú kveðjum við þig, vin- ur, með söknuði og þökk fyrir árin öll. Ég og fjölskylda mín vottum Önnu, börnunum og öðrum að- standendum einlæga samúð okk- ar. Þorgils Stefánsson „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag," segir í kvæði Tómasar, því „einir fara og aðrir koma í dag". Þannig endurnýjar lífið sig í sí- fellu og þeir sem gengið hafa göt- una á enda hverfa okkur sjónum. Það var glatt yfir Daníel þegar við kvöddumst eftir skemmtilegan Rótarýfund, þar sem hann eins og ávallt áður með sínum leiftrandi persónuleika og brennandi áhuga hafði á eftirminnilegan hátt tekið þátt í umræðum um siðferði stjómmálamanna. Hann sagðist ekki mæta á næstu fundi vegna þess að hann og Anna kona hans ætluðu að fara í ferðalag og geisl- aði tilhlökkunin úr augum hans. Þetta var síðasta kveðjan, úr þessu ferðalagi átti hann ekki aftur- kvæmt. Fáir hafa lifað jafn miklar þjóð- lífsbreytingar og þeir sem fæddir eru í byrjun þessarar aldar og kveðja nú þegar öldin er senn á enda runnin. Daníel ólst upp á Eyiarbakka og vai af góðu beigi brotinn. Hann skynjaði fljótt að margir af hans jafnöldrum ólust upp við kröpp kjör. Óhöpp eða veikindi gátu sett hinn krappa efnahag almúgafólks svo úr skorð- um að sárar ráðstafanir varð að gera til að komast af. Hann fór á sinn fyrsta stjórn- málafund á Eyrarbakka, þá 15 ára gamall. Á þessum fundi voru frummælendur Jónas Jónsson frá Hriflu, Jón Baldvinsson, formaður Alþýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins, og Jón Ólafsson útgerð- armaður, fulltrúi íhaldsflokksins. Á þessum árum voru mikil umrót í íslensku þjóðfélagi, pólitísk átök og gífurlegar breytingar áttu sér stað. Unglingurinn fylgdist með af miklum áhuga hvernig leiðtog- arnir tókust á. Teknar voru stórar ákvarðanir á þessum árum til efl- ingar íslensku athafna- og menn- ingarlífi: Skipaútgerð ríkisins var stofnuð, byggðir voru héraðsskól- ar á Laugum og í Reykholti, Ríkis- útvarpið hóf starfsemi og hafist var handa við byggingu Þjóðleik- hússins og Landspítalans, svo fátt eitt sé nefnt. Þessar þjóðfélagslegu aðstæður höfðu mikil áhrif á Daníel og áttu stóran þátt í að marka þau spor sem hann síðar gekk á lífsins vegi. Hann aflaði sér menntunar í kSRRStó\%ffímiRfcíf3slaöi sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.