Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 11
Miövikudagur 24. apríl 1996 11 snemma völl í hreyfingu fólks sem hafði trú á landi og þjóð. Hnn var vel gerður og myndarleg- ur maður bæði í sjón og raun. Hann vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir ungmennafélagshreyf- inguna og haslaði sér völl í fram- varðasveit Framsóknarflokksins. Til Akraness kom Daníel árið 1954 og tók við starfi bæjarstjóra. Það var mikill fengur að fá slíkan eldhuga til starfa á Akranesi. Hann gegndi starfi bæjarstjóra í sex ár og sat síðar í bæjarstjórn Akraness í tuttugu ár. Daníel gerði miklar siðferðiskröfur til sjálfs sín og annarra í viðskiptum og starfi. Hann var aldrei hálfvolgur, heldur ávallt brennandi í andanum í af- stöðu sinni til manna og málefna. Um slíkan leiðtoga gustar oft hressilega. Hann setti aldrei per- sónulega hagsmuni í öndvegi og afstaða til málefna mótaðist ekki af því hvort þau væru til vinsælda fallin. Hann var ávallt virkur þátt- takandi í málefnum bæjarins og vann að mörgum verkefnum, sem hafa orðið samtíðarmönnum hans til mikillar hagsældar. Daníel var leiðtogi framsóknar- manna á Akranesi um áratuga skeið og vann að málefnum Fram- sóknarfélagsins af einstökum dugnaði og ósérhlífni. Síðasti stjórnmálafundur sem Daníel sat var á Akranesi fyrir fáum vikum. Frummælendur á þessum fundi voru Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, og Magnús Stefánsson alþingis- maður. Daníel tók virkan þátt í fundinum, setti mál sitt fram á leiftrandi hátt og hvatti ráðherra sinn og alþingismann til dáða. Eins og endranær tók hann fyrir margt úr íslensku þjóðlífi, sem vinna yrði betur að og taka þyrfti á í atvinnu- og menningarlífi þjóðarinnar — undirbúa fyrir komandi kynslóðir til nýrrar ald- ar. Þessi aldni höfðingi hafði flutt sína síðustu ræðu á eftirminnileg- an hátt. Daníel var mikill gæfumaður. Hans mesta gæfa í lífinu var að ár- ið 1942 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Önnu Erlendsdóttur. Þeirra hjónaband var einstaklega farsælt og vinátta og virðing ein- kenndi allt þeirra samlíf. Persónuleg kynni okkar Daníels hófust þegar undirritaður gekk í Rótarýklúbb Akraness fyrir átta ár- um. Daníel hafði starfað í klúbbn- um til margra ára. Hann tók mér einstaklega vel og þar eignaðist ég tryggan vin. Það var lærdómsríkt að hlusta á þau fjölmörgu erindi sem hann flutti í klúbbnum. í heimsóknum klúbbfélaga til ým- issa fyrirtækja og stofnana, þar sem hann hafði oftar en ekki plægt akurinn við störf sín að bæjarmálum, var hann ávallt spyrjandi og hvetjandi menn til dáða. Það var sama hvort farið var um mikla sali, þar sem mikið var umleikis, eða á vinnustofu skó- smiðsins, þar sem handverk og hugvit eins manns réö afkom- unni. Það var ekkert honum óvið- komandi sem til framfara horfði í bænum okkar. Þegar ég kom til starfa fyrir Framsóknarfélagið á Akranesi og settist í bæjarstjórn Akraness fyrir tveimur árum, voru tólf ár liðin frá því Daníel hafði setiö í bæjar- stjórninni. Hann fylgdist vel meö og það var gott að leita í smiðju hans. Sú ráögjöf var sett fram á varfærinn og ljúfan hátt. í dag kveð ég góðan og eftir- minnilegan vin. Ég sakna hans mjög og mun lengi minnast ánægjulegrar samfylgdar með honum. Ég færi eiginkonu hans, börn- um, tengdabörnum, barnabörn- um og öðrum vandamönnum dýpstu samúðarkveðjur á sorgar- stund og bið góðan guð að styrkja þau. 1 u ' " GúömundurPáll f&nsson' Daníel Ágústínusson var allt í senn — vel gefinn, glaðlyndur, fé- lagsmálamaður, ræðuskörungur og vinur. Hann var gæddur góðum gáf- um, minnugur með afbrigðum, vel lesinn, ritfær og afar fróður um menn og málefni. Einstakur mannþekkjari var Daníel og fljót- ur að átta sig á eiginleikum fólks, kostum þess og göllum. Unun hafði hann af því að rekja ættir einstaklinga og tengja saman. Stóðu fáir honum á sporöi á sviði ætta og uppruna íslendinga. Fróð- leiksfýsnin tók ekki aðeins til ætt- fræði, heldur einnig lands og sögu þjóðarinnar, héraða, sýslna, sveita og bæja. Brennandi áhuga hafði Daníel alla tíð á stjórnmálum, bæði innlendum og erlendum. Störf sín öll rækti hann af stakri prýbi, samviskusemi, nákvæmni og elju. í eðli sínu var Daníel glaðlynd- ur og gamansamur. Þetta skynjuð- um við Guðrún og börn okkar glöggt í heimsóknum á menning- arheimili þeirra hjóna Önnu og Daníels, þar sem gestrisnin réð ríkjum og ánægjulegt var heim að sækja. Daníel hafði sérstaka frá- sagnargáfu og naut sín best þegar hann sagði frá án blaöa, einn og án stuðnings. Þá naut sín vel skörp greind hans og afburða minni. Gott lag hafði hann á því aö krydda slíkar frásagnir kímni og gleði, án þess aö á efni væri hallað. Þrátt fyrir yfirburða hæfi- leika á þessu sviði gaf hann sér æt- íð tíma til ab hlusta á aöra, hvort sem honum líkaði málflutningur- inn betur eða verr. Félagsmálamaður var Daníel mikill. Hann átti sæti í bæjar- stjórn Akraness í mörg ár, var bæj- arstjóri þar í 6 ár, varaþingmaður Vesturlandskjördæmis í mörg ár, og sat á sínum ferli í fjölda stjórna, ráða og nefnda á vegum ríkisins, sveitarfélaga, Framsóknar- flokksins og ýmissa frjálsra félaga. Hann var samvinnu- og félags- hyggjumaöur af lífi og sál og alla tíb einn af sterkustu stubnings- mönnum Framsóknarflokksins. Áhrifa hans gætti því víða. í stjórnmála- og félagsmálastörfum sínum var Daníel greiðvikinn, fórnfús og óeigingjarn og hafði djúpan skilning á gildi menntun- ar og bættum hag og stöðu þeirra sem minna mega sín í samfélag- inu. Hann var um leiö víðsýnn og stórhuga framfarasinni sem skildi nauðsyn nýjunga og breytinga í atvinnuháttum til bættrar afkomu þjóðarinnar. Tók Daníel þátt í mörgum þýðingarmiklum fram- faramálum á Akranesi og ná- grenni og hafði sérstakan áhuga á atvinnumálum, mennta- og fé- lagsmálum. Þá var hann frá upp- hafi ötull stuðningsmaður upp- byggingar orkufreks iðnaðar á Grundartanga, sem var mjög um- deild í hans nágrenni á sínum tíma. Saga Akraness og saga Daní- els verður því ekki sundur skilin. Um jafn mikinn stórhuga gat ekki ríkt lognmolla. Það var ein- faldlega ekki stíll Daníels. Þegar tekist var á í umdeildum málum hafði hann ætíð skoðun, yfirleitt mjög fastmótaða og ákveðna. Hann var fljótur að átta sig á flóknum viðfangsefnum og mynda sér skoðun sem byggðist á rökum og þörfum umhverfisins. Þó að á móti blési lét hann aldrei bugast. Fyrir það hlaut hann að- dáun, virðingu og lof bæði sam- herja og andstæðinga. Þetta ein- kenni Daníels kom glöggt í ljós þegar hann var hrakinn úr stól bæjarstjóra Akraness árið 1960 eft- ir miklar pólitískar sviptingar. í stað þess að hverfa brott úr bæn- um, sem margir hefðu gert vib þær aðstæður, byggði hann sig upp, skapaði sér traust og tiltrú al- mennings, gekk til framboðs til bæjarstjórnar Akraness og náði þar glæsilegri kosningu'. Meb því skapaði hann sér fastan áhrifa- og framtíðarsess í bæjarlífinu. Ræðumaöur var Daníel mjög góður. Hann hafði í raun allt það sem góður ræðumaöur þráir ab hafa — sterka rödd, fullkomið vald á íslenskri tungu, náði auö- veldlega til áheyrenda, var skýr- mæltur, rökfastur og rökfimur. Ræður hans, skrifaðar sem óskrif- aðar, voru byggðar upp með skörpum og skýrum stígandi hætti. Stóðust afar fáir honum snúning á þeim vettvangi þegar út í deilur var komib. Þegar að hon- um var sótt í pólitískri orrahríð gat hann verið illskeyttur og óvæginn. Átti það ekkert síður við um samherja en andstæðinga, þegar þeir fjölluðu um innri mál. Andstöðu við sín sjónarmið erfði hann hins vegar ekki, en gerbi þó kröfu til þess að andmæli væru rökstudd og skýr. Þar sem saman kom skörp greind, ræðusnilld, eldhugur og stundum hæðni fór ekki hjá því aö undan ræðum Daníels gæti sviðið meðal þeirra sem fyrir urðu. í baráttunni á hin- um pólitíska vettvangi bar ákefðin og eldmóðurinn hann stundum lengra en ástæba var til. Sú stað- reynd átti líklega nokkurn þátt í því að Daníel náði ekki kjöri til Alþingis, eins og hugur hans stóð til um tíma. Árið 1976 kynntist ég Daníel fyrir alvöru er við uröum sam- starfsmenn hjá bæjarfógetaemb- ættinu á Akranesi. Ymislegt hafði þá á daga hans drifið og frá mörgu að segja ungu fólki. Af reynslu Daníels mátti margt læra og var hann óspar að gefa ráð þegar eftir var leitað, sérstaklega þegar um landsmála- og bæjarpólitík var að ræða. Þar var hann á heimavelli. Þó að við værum ekki ætíð sam- mála, var vináttan og tryggðin ómetanleg alla tíb og entist til æviloka. Fyrir það þökkum vib öll. í oft stormasömu stjórnmála- og félagslífi naut Daníel farsæls fjölskyldu- og heimilislífs. Hans dugmikla eiginkona, Anna Er- lendsdóttir, stóð ætíð eins og klettur við hlið hans, á hverju sem dundi. Það gerði hún einnig þegar kall hans kom í fimmtu ferð þeirra hjóna á Kanaríeyjum fimmtudaginn 11. apríl sl. Þangað hafði Daníel hlakkað svo mikið til að komast og njóta hlýrri vinda sér til hressingar og uppörvunar. Fram til hins síðasta lék hann á als oddi með eiginkonu, nágrönn- um og vinum. Hann kvaddi því sæll og glaður. Fyrir hönd Önnu, eiginkonu Daníels, og aö hennar ósk er hér með komið á framfæri sérstöku þakklæti til fararstjóra Samvinnu- ferba-Landsýnar á Kanaríeyjum, þeirra Kjartans L. Pálssonar og Maríu Perello, fyrir einstaka um- hyggju þeirra og hlýju og ómetan- lega aðstob við ferðina heim. Önnu og fjölskyldunni allri flytjum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. fón Sveinsson, Guðrúti Magnúsdóttir ogböm í suðurhlíðum Laugardalsins í Reykjavík er heimili mitt. Undan- farnir dagar hafa verið hlýir, suð- lægir vindar og sólfar. Árla einn þessara daga barst inn til mín ljúf- ur söngur heiölóu. Þetta var hið fyrsta sem ég fékk til hennar að heyra á þessum sumarmálum. Sé hún velkomin. Klibur hennar býr ávallt yfir fyrirheitum. — Víst gleðst ég viö að þú ert komin, en heimför þín úr suðri minnig mig á ab samferða þér úr þeirri átt var framliðinn vinur minn, sem var nýkominn í yl Suðurlanda er dauba hans bar að. Við Daníel Ágústínusson kynnt- umst um þrítugt, er áhugi hans á lausn vandamála ungmennafélag- anna færði hann til starfa fyrir þau í íþróttán'efnd ríkisins. Kafbi ég þá nýlega verið ráðinn til nefndarinnar. Stjórn UMFÍ til- nefndi hann sem fulltrúa sinn í nefndina 1943. Nefndin var end- urnýjuð á þriggja ára fresti. Tíu sinnum var Daníel skipaður í nefndina og lauk því ólaunaða starfi í ársbyrjun 1975. Störfin fól- ust einkum í veitingu fjár til hlut- deildar í byggingarkostnabi íþróttamannvirkja, sem á þessu 32 ára tímabili voru 10 tegunda, en einstök 600. Framþróun í gerð mannvirkjanna var t.d. frá grjót- hreinsuðum melum til grasvalla sem hvíldu á púkkuðu, framræstu undirlagi; frá torflaugum eða sundstæðum innan fyrirhleðslna í gildrögum til fullkominna sund- staða, sem reistir eru samkvæmt nútíma hollustu- og varúðarkröf- um. Tillögur þurfti ab gera um framkvæmd sundskyldu til ráð- herra, og sjá til þess ab þær fyrir- ætlanir og aðrar hliðstæbar í íþróttalögum yrbu virkar. Daníel hafði um skeið annast erindisrekstur fyrir Framsóknar- flokkinn. Þegar hann ab vorlagi 1938 og 1939 hafði lokið kennslu- störfum, annabist hann fyrir stjórn UMFÍ heimsóknir til ung- mennafélaga. Þegar leiðir okkar lágu saman 1943 hjá íþróttanefnd ríkisins og við hófum samstarf að umferðakennslu í íþróttum, var okkur báðum ljós hin erfiða ab- staba til íþróttaiðkana og al- mennra félagsstarfa. Unnum við nefndina á okkar band og komum á framfæri við stjórnmálaflokkana lýsingu á ástandinu og tillögum til lagfæringar. Flokkarnir tóku þessu erindi vel, því að flokksmenn þeirra höfðu kynnst köldum og óvistlegum samkomuhúsum á þingmálafund- um. Á Alþingi 1945 bar hver flokkanna fram frumvarp til laga um stuöning ríkissjóbs vib bætur á samkomuhúsum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn, sem voru við stjórn, sameinuðust um frumvarp til laga um félagsheimili. Náði frumvarpib samþykki á Alþingi 1947, en lögin skyldu eigi kom til framkvæmda fyrr en 1948. Þurfti að kynna tilgang laganna og ákvæði. Réðst íþróttanefnd í að láta semja rit, þar sem sýndar voru sex gerðir félagsheimila og þrjár fyrir sérfélög, t.d. skátafélög. I les- máli ritsins kom glöggt fram hver skyldi vera herbergjaskipun, svo ab húsið stæði undir nafni. Einnig kom fram að úr því ab ríkið styrkti ab 40% smíði félagsheimilis, skyldi þess gætt að húsið yrði vandaðra og vistlegra og eigi ein- göngu byggt fyrir ríkisstyrkinn. Gamalli hefð var beitt við þessi hús, en hún var sú, að þau hlytu sitt heiti. Fé til þessarar uppbyggingar skyldi fást af innheimtum skemmtanaskatti. Skömmu eftir að Daníel hvarf úr nefndinni höfbu 149 sveitarfé- lög af 224, eða 66 1/2%, komið upp félagsheimilum. Vegna þess að nauðsynlegt var að sérfræðing- ar kæmu að hönnun félagsheim- ila, t.d. leiksviða, var gengið í af íþróttanefnd ab stofna samband með þeim félögum sem störfuðu að leiklist. Þetta tókst og þau stóðu svo að stofnun Leiklistar- ráðs. Á árinu 1985 lét þab gera út- tekt á félagsheimilunum í land- inu. Úttektina birti ráðib í vönd- uðu riti, þar sem glöggt kom fram hver þýðing félagsheimilanna er þjóðinni. í allri þessari uppbygg- ingu á Daníel mikla hlutdeild. Sjónvarpsþáttur Ómars Ragnars- sonar fréttamanns um nýtingu fé- lagsheimila, sem sýndur var fyrir fáum árum, greindi glögglega hið fjölþætta menningarstarf sem fram fer í þeim og nú eru mörg þeirra að gagnast ferbamönnum að sumarlagi. Störf íþróttanefndar ríkisins fyrir þessa málaflokka leiddu af sér 3-4 fun'dí á mánuði. Voru þeir á eftirmiðdögum og á kvöldum. Þegar Daníel var fluttur á Akranes vildi heimkoma hans dragast fram á nótt og stundum lenti hann í illvibri. Lengst af var Daníel gjaldkeri íþróttanefndar. Hann var strangur gjaldkeri, sem skilabi reikningum ávallt fljótt á nýbyrjuðu ári. Frá ríkisendurskoðun man ég aldrei eftir að til aðfinnslu kæmi. Árið 1975 var Landsmót UMFÍ haldið á Akranesi. Daníel var þá forseti bæjarstjórnar og með ávarpsorðum sínum bauð hann mót, sem má segja að hann hafði stofnaö til, mótað með því að undirbúa og að vissu leyti stjórn- ab 1940-'55 (6 mót). Segja má að það sé hans verk, skapfestu hans og þori hans að þakka, að ekkert mótanna fórst fyrir. í hinu ágæta riti frá 1992, Saga Landsmótanna, má lesa um verk Daníels. Jafnvel sunnlenskt stórviðri gat ekki slökkt starfsgleði hans og atorku. Mótið í Hveragerði 1949, sem haldið var þrátt fyrir mikla erfið- leika, er mörgum þátttakandanum ógleymanlegt fyrir samheldni og gleði. í stjórn UMFÍ var Daníel kosinn 1933 og sat í henni í 24 ár. Lengst af framkvæmdastjóri og hin síðari ár gjaldkeri. Hann kom í stjórn UMFÍ á erfiðu tímabili félagsmála, t.d. komst fjöldi ungmennafélag- anna niður í 55; útkoma Skinfaxa hékk á bláþræði; deilan um bind- indisheitið hafði nær klofið sam- bandið og margur vandi annar steðjaði aö. Eiríkur J. Eiríksson var 1938 kosinn sambandsstjóri. Um þetta leyti var hann oröinn prest- ur að Núpi í Dýrafirði og kennari við skólann. Hann fékk 1939 leyfi frá störfum. Æskuvinur hans frá Eyrarbakka, Daníel, tók að sér kennslustörf hans og stjórnarstörf í UMFÍ meðan Eiríkur dvaldi vib framhaldsnám í Sviss. Sumrin 1938 og 1939 ferðast Daníel milli ungmennafélaga. Þessar heim- sóknir höfðu örvandi áhrif á fé- lagsstarfið og fjölgun félaganna. Einnig hvöttu þær til þátttöku í fyrirhuguðu endurvöktu Lands- móti 1940. Að loknum kennslustörfum í Stykkishólmi og Núpsskóla settist Daníel að í Reykjavík. Það var happ ungmennafélögunum, þar sem sambandsstjóri UMFÍ starfaði vestur að Núpi. Daníel leysti því margs konar stjórnarstörf og þjón- ustu við félögin. Á árinu 1951 var farið að huga að því ab starfrækja Getraunir. Stjórn var 1952 sett á laggirnar til ab starfrækja íslenskar Getraunir. í þeirri stjórn var Daníel fyrir UMFÍ. Þó að starfræksla legðist niður 1956, var Daníel viðriðinn ýmis mál Getrauna eða allt fram til 1972 ab lög um starfsemina voru endurskoðuð og heimild fékkst fyrir talnagetraun (Lottó). Daníel hélt fast á hlutdeild UMFÍ og veitti eigi af, því að til voru þeir sem töldu það ekki eiga neitt til- kall til fjár úr gróða Getrauna eða Lottó. Daníel var sannarlega einn „vormanna íslands". Það þurfti ötula menn og baráttufúsa til að taka við hugsjónum og brautrybj- endastörfum ungmennafélag- anna. Daníel Ágústínusson var einn þessara manna. Hver sem kynntist Daníel og naut að starfa með honum, býr ávallt að þeim kynnum. Daníel fylgdi blessun og heill. Anna Erlendsdóttir, eiginkona Daníels, færði inn í líf hans gæfu. Hún bjó honum slíkt heimili, sem var gætt fágætum unaði. Megið þib ástvinir Daníels Ág- ústínussonar finna frá okkur sam- starfsmönnum hans og vinum einlæga samúð við fráfall hans, en um leið þakklæti fyrir að hafa not- ib stórbrotinna mannkosta hans. Þorsteinn Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.