Tíminn - 24.04.1996, Qupperneq 16

Tíminn - 24.04.1996, Qupperneq 16
IMWI Mi&vikudagur 24. apríl 1996 Y Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland: Noröaustan kaldi og skýjaö me& köflum. Hiti 4 til 9 stig. • Faxaflói og Brei&afjör&ur: Austan og nor&austan gola eða kaldi og sums sta&arléttskýjab. Hiti 4 til 8 stig. • Vestfirðir: Austan kaldi og bjartvi&ri. Hiti 4 til 6 stig. • Strandir og Nor&urland vestra: Austan kaldi og skýjab. Hiti 3 til 7 stig. • Nor&urland eystra: Noröaustan stinningskaldi og hætt vi& smá- skúrum. Hiti 3 til 5 stig. • Austurland a& Glettingi og Austfiröir: Allhvass nor&austan og skúrir eba slydduél. Hiti 2 til 6 stig. • Su&austurland: Nor&austan og norban kaldi og úrkomulítib. Hiti 4 til 8 stig. Jón Baldvin Hannibals- son um skýrslu utanríkis- rábherra: Sjö línur um ESB Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr- verandi utanríkisrábherra, sagði ab einungis væri varib sjö línum til ab fjalla um Evrópu- málin í skýrslu Halldórs Ás- grímssonar utanríkisrábherra á Alþingi. Hann sagbi ab lítib væri fjallab um þau tvö stóru mál, er nú snúi ab íslendingum á vettvangi utanríkismála, þab væru hafréttarmálin og sam- runaferlib í Evrópu. Jón Baldvin sagbi aö utanríkis- rábherra segbi þó ab engum leið- um yröi lokað, en forsætisráð- herra hafi nýverið látið hafa eftir sér í blaðaviðtali að umsókn um aðild að Evrópubandalaginu væri út í hött. Jón Baldvin sagði aö ísland hafi breytt um stefnu í Evrópumálum. Landið væri aðili að NATO, OECD og nú síðast aðili að Evr- ópska efnahagssvæðinu, EES. Hann sagði aö aðild að Evrópu- sambandinu væri rökrétt fram- hald af þessari samvinnu, en nú hafi íslensk stjórnvöld tekið upp nýja stefnu. Jón Baldvin vitnabi í ræðu utanríkisrábherra þar sem fram kemur að engin boð hafi borist um breyttar forsendur, er opnað gætu fyrir þann möguleika að sækja um aðild að ESB. Hann sagði að ekki ætti að bíða eftir ein- hverjum slíkum bobum, heldur yröu stjórnvöld hér á landi að vinna heimavinnuna sína, fylgj- ast með málum og ræba við bandalagið. Nú væru íslendingar áhrifalausir hvað ESB-málefni varðar, en vegna EES-samningsins þyrftu þeir að taka þegjandi við margvíslegum reglum sem frá Evrópu bærust. Jón Baldvin kvað einkennandi að þeir, sem hæst hefðu talað gegn EES-samningn- um á sínum tíma, væm þeir sem lofuðu hann mest í dag og teldu hann leysa allan vanda varðandi samskipti við Evrópu. -ÞI Ríkisstjórnin styöur alþjóöavœöingu fyrirtœkja og leggur áherslu á samvinnu stjórnvalda og einkageirans á alþjóölegu viöskiptasviöi. Utanríkisráöherra: Víðtækt samráð skapar sóknarfæri „Ef stjórnvöld og einkageir- inn taka höndum saman, má opna dyr sem annars væru lokaðar," sagbi Halldór Ásgrímsson utanríkisráb- herra í ræbu sinni um utan- ríkismál á Alþingi í gær. Hann sagbi ríkisstjórnina stabrábna í því ab stybja framkomna þróun í alþjóba- væbingu vibskiptalífsins, sem sjávarútvegurinn hefur leitt, og brýnt væri ab „sam- eina sem mest dreifba krafta okkar á hinu alþjóblega viö- skiptasvibi." Meðal annars hefði þegar náðst árangur af þessari sam- vinnu í viðskiptum við Rúss- land og í ágúst er t.d. fyrirhug- uð ein viðamesta viðskiptaferð á vegum utanríkisráðuneytis- ins og einkaaðila til Kóreu. Þá lofa góðu ferðir sem farnar hafa verið til Pakistan, Suður- Afríku og Namibíu. Ráðherrann minnti á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar væri lögð áhersla á að sameina krafta opinberra aðila og stofnana, sem á einn eða annan hátt koma að útflutn- ingsmálum. í því sambandi hefur samstarf utanríkisráðu- neytisins og Útflutningsráðs verið eflt með það m.a. að markmiði að virkja þau áhrif og tengsl, sem ráðuneytið hef- ur víða um heim, og tengja það við þá þekkingu og sam- bönd sem Útflutningsráð hef- ur í íslensku viðskiptalífi. Auk þess væri í utanríkisráðuneyt- inu unnið að útflutnings- hvetjandi aðgeröum í sam- Menntamálaráöuneytiö kaupir menntatengdan rekstur Islenska menntanetsins ehf.: Kennaraháskólinn sinni rekstrinum Menntamálarábuneytið hefur gert samning vib íslenska menntanetib ehf. um kaup á menntatengdri þjónustu fyrir- tækisins. Samhliba þessu hefur veriö gerbur samningur viö ís- lenska menntanetib um ab þab veiti kaupanda rábgjöf og ab- stob varbandi rekstur netsins frá 1. júlí 1996, þegar kaupandi tekur ab sér reksturinn til 30. júní 1997. Gert er ráb fyrir ab reksturinn standi undir sér meb því ab skólar greibi fyrir þá þjónustu sem veitt er. í skýrslu sem menntamála- ráðuneytiö lét vinna um stöðu íslenska menntanetins er lagt til að Kennaraháskóla íslands verði falið að sinna þeim rekstri og þjónustu sem áður var á hönd- um íslenska menntanetsins ehf. Búist er við að samningur um þetta verði undirritaður á næst- unni. Samvinna hefur verið höfð við Samband íslenskra sveitarfélaga og mun það eiga aðild að stjórnun og rekstri menntanetsins. Fjárhagsstaða íslenska menntanetsins ehf. hefur verið mjög slæm og fékk fyrirtækið nýlega greiðslustöðvun. Að mati menntamálaráðuneytisins hefði það haft mjög slæm áhrif fyrir menntakerfið á landinu ef rekstur þess hefði lagst niður. Um 90% af skólum landsins eru tengdir netinu. Rúmlega 100 nemendur stunda fjarnám til kennaraprófs í KÍ í gegnum net- ið, 80 nemendur við Fósturskól- ann og 100 nemendur við Verk- menntaskólann á Akureyri. -BÞ vinnu við atvinnulífið. Þá er nefnd skipuð fulltrúum utanríkisráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og sjávarútvegsráðuneytis auk Iðnþróunarsjóðs og Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins að kanna og gera tillögur um hvernig stjórnvöld geta stutt við bakið á fjárfestingum íslenskra fyrir- tækja erlendis. Ráðherra sagði að fjárfestingar sjávarútvegs- fyrirtækja erlendis hefðu skil- að þjóðarbúinu miklu og gaf lítið fyrir þá gagnrýni, sem fram hefur komið á þessar fjár- festingar erlendis, á sama tíma og fjárfesting innanlands væri ekki mikil. Sem dæmi um samvinnu stjórnvalda og einkageirans í útflutningsmálum þá er í ág- úst n.k. fyrirhuguð opinber heimsókn til Kóreu. Með í för verða fulltrúar útflutningsfyr- irtækja, ferðamála, sérfræðing- ar í fjárfestingarkynningu og fulltrúar fyrirtækja sem stunda innflutning frá Kóreu. Búist er við að þetta geti orðið ein viðamesta viðskiptaferð sem farin hefur verið á vegum ut- anríkisráðuneytisins. Utanríkisráðherra gat þess einnig að á næstu vikum verð- ur afrakstur ferðar til Pakistan kynntur fyrir íslenskum sjáv- arútvegsfyrirtækjum, en í byrj- un þessa mánaðar fór þangað sendinefnd undir forystu ut- anríkisráöuneytisins. En ákveðið var að fara þangað eft- ir að kjörræðismaður íslands í Pakistan hafði óskað eftir því að kannaðir yrðu samstarfs- möguleikar í sjávarútvegi. Með í þeirri för voru fulltrúar Útflutningsráðs, Þróunarsjóðs sjávarútvegsins og samstarfs- vettvangs sjávarútvegs og iðn- aðar. Til marks um árangur af ferðum sem þessum nefndi ráðherra m.a. aö viðskipti ís- lenskra og rússneskra fyrir- tækja hefðu tekið fjörkipp eft- ir ferö viðskiptasendinefndar til Múrmansk undir forystu ráðuneytisins og Útflutnings- ráðs. En hátt í tuttugu fyrirtæki áttu fulltrúa í sendinefndinni, sem sýndi rússneskum stjórn- völdum og fyrirtækjum þá möguleika sem íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki búa yfir. Þá hefði sendinefnd undir for- ystu sömu aðila farið til S.-Afr- íku og Namibíu í desember sl., og hefði sú för staðið fyllilega undir væntingum. -grh Ólafur Ragnarsson frá Vöku-Helgafelli afhenti Fríöu Siguröardóttur og móbur hennar, Ingibjörgu Möller, skrautritub viburkenningarskjöl vib hátíblega athöfn í Þjóbarbókhlöbunni í gœr. Mœögur hlutu Islensku barnabókaverölaunin í ár: Grillaðir bananar verðlaunaðir Islensku barnabókaverðlaun- in voru afhent í gær í 11. sinn og varb bókin Grillabir ban- anar fyrir valinu sem skrifub var af mæðgunum Ingibjörgu Möller, kennara vib Hlíba- skóla, og Fríbu Siguröardótt- ur, 16 ára nema í Kópavogs- skóla. Mæbgurnar tóku á móti verð- laununum, að upphæð 200.000 kr., og fyrstu eintökunum af bókinni í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Ármann Kr. Einarsson sagði við athöfnina að sér væri það sérstakt ánægjuefni að af- henda verðlaunin í annað sinn til kennara við sinn gamla skóla, en þar starfar einnig Þór- ey Friðbjörnsdóttir sem hlaut verðlaunin í fyrra, og Hlíðaskóli gæti nú með sanni kallast skóli skáldanna. Alls bárust á sjötta tug handrita í samkeppnina að þessu sinni sem er um helmingi meira en verið hefur. Handritið ab Grilluðum ban- önum var sent undir dulnefn- inu Guðmundur heljarskinn sem átti vel við enda gerist sag- an að mestu á Vestfjörðum þar sem Guðmundur þessi nam land. Ólafur Ragnarsson, for- maður stjórnar Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka, afhenti mæðgunum viðurkenningar- skjöl en þar segir dómnefnd m.a. um söguna: „Þetta er skemmtileg og jafnframt spenn- andi saga um ævintýraferð nokkurra ungmenna um óbyggðir íslands. Höfundarnir hafa einkar gott vald á íslenskri tungu, stíllinn er léttur og leiftr- ar af kímni. Samvinna höfund- anna skilar sér í fjörlegum texta á máli sem börn og unglingar þekkja." -LOA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.