Tíminn - 25.04.1996, Page 1

Tíminn - 25.04.1996, Page 1
T I 80. árgangur STOFNAÐUR 1917 Fimmtudagur 25. apríl 79. tölublab 1996 Samskip hf.: Stór fyrirtæki kaupa sér hlut Stór fyrirtæki hafa keypt 15,55% hlut í Samskipum hf.. Þarna er um aö ræða eignarhaldsfélagiö Sund hf. í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla heitins í Ol- ís, Heklu hf. og fleiri fjárfesta. Bréfin eru keypt af Gunnari og Garðari Jóhannssonum áöur bændum í Holtabúinu, og eignar- haldsfélaginu Skip hf. sem er í eigu Hofs hf., regnhlífarfyrirtækis Hagkaups hf., IKEA og fleiri fyrir- tækja. G. Jóhannsson hf. átti 11% hluta- fjár í Samskipum, aö nafnvirði 100 milljónir króna, en Skip hf. 4% að nafnvirði 40 milljónir króna. Ekki fékkst uppgefið í gær hvert er kaup- verð bréfanna. Forráðamenn Sunds hf. sögðu í gær að hér væri um að ræða stærstu einstöku fjárfestingu félagsins til þessa. Þeir sögðust telja þetta góða fjárfestingu, enda hefði rekstur samskipa tekið stakkaskiptum. Samskip væri álitlegur kostur fyrir fagfjárfesta í framtíðinni. Hluthafar í Samskipum hf. em fjölmargir, en stærstur þeirra er þýska fyrirtækið North Atlantic Transport með um 30%, en einn eigenda þess er Ólafur Ólafsson for- stjóri Samskipa hf. Landsbankinn á enn stóran hlut af gömlu hlutabréf- unum í fyrirtækinu. Heildarhluta- féð er 900 milljónir króna. Heimild- ir Tímans greina frá ágætum hagn- aði síðasta ár. -JBP Kvennaskólinn til fyrirmyndar Aðrar ríkisstofnanir sem tilnefnd- ar höfðu verið vom Fiskistofa, Ríkis- kaup, Vegagerð ríkisins og Svæðis- skrifstofa málefna fatlaðra á Reykja- nesi. Þær stofnanir hlutu einnig viðurkenningar fyrir þjónustu, hag- ræðingu og nýjungar í starfi. Fyrirtækin vom m.a. metin út frá markaðsstöðu, gengi á hlutabréfa- markaði og rekstrarafkomu. Miðað var við hvort starfsmenn væm með- vitaðir um stefnumörkun starfsem- innar, hvort stofnunin legði áherslu á notendur, þarfir þeirra og vænt- ingar. ■ Ríkisstjórnin veitir Ofanflóöasjóöi heimild til lántöku: Vantar 700 m.kr. til aökallandi verkefna Ríkisstjórnin samþykkti í fyrradag aö beita sér fyrir því ab Ofanflóðasjóbur fengi heimild til lántöku vegna þeirra snjóflóöavarna sem fyrirhugabar eru á næstunni. Um 300 milljónir króna eru til í sjóbnum, en brýn verk- efni í Hnífsdal, á Flateyri og í Súöavík munu kosta um einn milljarb króna, skv. áætlun. „Það er ljóst að staða Ofan- flóðasjóðs ræður ekki við þessi verkefni og því þarf hann að taka lán," sagði Magnús Jó- hannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins. Að sögn hans eru fleiri staðir en fyrrgreindir sem þarf að efla snjóflóðavarnir á. Ráðuneytið hefur í samstarfi við Veðurstof- una og þau sveitarfélög, sem búa við snjóflóðahættu, farib út í frumrannsókn á þeim varnar- kostum sem til greina koma á þessum svæbum. Er reiknað meb ab skýrsla um það liggi fyr- ir í ágúst, og verður þá hægt að sjá hvað þarf að gera á hverjum stað og hver kostnaðurinn verð- ur. „Þá gæti ríkisstjórnin mótað einhverja framtíðarstefnu í mál- inu, sem er mjög brýnt," sagði Magnús. Ofanflóðanefnd hefur heimil- að Flateyrarhreppi að ganga frá verkkönnun á þeim snjóflóða- mannvirkjum sem reiknað er mað að farið verði út í í sumar. Jafnvel er búist við að það verk verði boöið út í lok næsta mán- aðar. -BÞ Glebileat 7 sumari Tíminn óskar landsmönnum öllum gleöilegs sumars. Þessir líflegu drengir, sem Ijósmyndari blaösins hitti fyrir í gœr þar sem þeir iökuöu hina vinsœlu knattspyrnuíþrótt viö Austurbœjarskól- ann ÍReykjavík, voru greinilega komnir í sumarskap, enda ekki langt þar til skóla lýkur og sumarleyfi taka viö. Þess er óskandi þeirra vegna og allra þeirra, sem hyggjast njóta veöurblíöu á kom- andi sumri, aö hún veröi ríkjandi, þó erfitt sé aö reiöa sig á veöurguöina. Ncesta blaö kemur út laugardaginn 27. apríl. TímamyndBC Jón Kr. Cuöbergsson fulltrúi hjá Afengisvarnaráöi: Vonlítiö að kæra „Mín vibbrögb vib auglýsing- um af þessu tagi eru svolítiö farin ab dofna. Þetta er aubvit- ab grátt svæbi en vib fáum alltaf sömu svörin þegar vib sendum svona mál til lög- reglustjóra. Eg er með bunka af líkum málum hér á borbinu fyrir fram- an mig og það gengur mjög illa að hanka menn á þessum tví- ræðu auglýsingum," segir Jón Kr. Guðbergsson, fulltrúi hjá Áfengisvarnaráði um ICE-bjór auglýsingu Víking í Morgun- blaðinu í gær. -BÞ Nefnd um viðurkenningu til rík- isstofnunar afhenti í fyrsta sinn í gær fulltrúa Kvennaskólans í Reykjavík viðurkenninguna „Til fyrirmyndar" við athöfn í Lista- safni íslands. Kvennaskólinn var valinn úr hópi 5 ríkisstofnana sem tilefndar höfðu verið. Að sögn Gísla Magngússonar, starfsmanns nefndarinnar, þótti sérstaklega áhugavert hvernig stað- ið hefði verið að sjálfsmati og innra gæðamati í Kvennaskólanum. „Þeir meta alla þætti þeirrar starfsemi sem þarna fer fram, kennslu, upp- lýsingastreymi og annað og hafa náð að nýta sér þetta á mjög öflug- an hátt við t.d. stefnumótun skól- ans." Crandi hf. hagnaöist vel í fyrra: Eitt besta aflaárið Grandi hf. hagnaðist um 223 milljónir króna á rekstrinum á síbasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem hald- inn var síödegis í gær. Þetta er enn betri niburstaba en áriö 1994, þegar hagnabur varb 153 milljónir. Brynjólfur Bjarnason forstjóri sagði í gær að árangurinn væri vel viðunandi, ekki síst ef tekið væri tillit til sjómannaverkfalls- ins, sem stóð í mánub, og einn- ig áframhaldandi samdráttar aflaheimilda. Hjá Granda varð 16% sam- dráttur á afla, en tekjur minnk- uðu þó aðeins um 2%, sem skýrt er meb auknum hlut vinnslu á verðmætari afurðum. -JBP

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.