Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. apríl 1996 5 Peres, blinda þín tætti augun úr barni Þeir eru röskir piltar, dátarnir hans Peresar. Og nákvæmnis- menn, ekki vantar það. Þeim er leikur einn aö skjóta eldflaug- um úr orustuflugvélum eftir aö hafa miöað út sjúkrabíla, fulla af börnum. Og stórskotaliðið, ekki er það nú skipað neinum aukvisum. Það þarf dugandi menn til að salla niður rúm- lega eitt hundrað flóttamenn, aðallega konur og börn, og það aðeins með fimm kúlum. Ýmsir eru eitthvað að agnú- ast út í ísraelsmenn fyrir að slátra varnarlausu fólki, sem leitað hefur skjóls í flótta- mannabúðum Sameinuðu þjóðanna. En með leyfi að spyrja: Hvað var þetta fólk eig- inlega að þvælast saman í hóp og það í dauðafæri fallbyssu- kjafta þrautþjálfuðustu at- vinnuslátrara heimsins? Í flóttamannabúðum Samein- uðu þjóðanna? Og hvað með það? Eins og Peres, forsætisráð- herra ísraels, orðaði það af sinni alkunnu smekkvísi, er ósköp leiðinlegt til þess að vita að allt þetta fólk hafi látið lífið (lesist: verið myrt). En að sögn þessarar elskulegu friöardúfu, er skýringin sú að einhverjir landar fórnarlambanna hafa verið að ónáða ísraelsher með tilveru sinni. Þessari yfirlýs- ingu hins hvítvængjaða engils er ætlað að fá heimsbyggðina til að fyrirgefa og gleyma. En hætt er við að það fari á annan veg. Gyðingadráp nas- ista í síðari heimsstyrjöldinni eru mönnum enn í fersku minni. Og þau hafa ekki verið fyrirgefin. Á sínum tíma öfl- uðu þau gyðingum skilnings umheimsins á því að þeim væri þörf á landi til fastrar bú- setu. En þau lögðu einnig þunga kröfu á herðar þeim, sem lifðu Helförina af, sem og afkomenda þeirra. Krafan er einfaldlega sú að gyðingar geri öðrum ekki það, sem þeir vilja ekki að þeim sé gert. Barnaskyttiríið í sjúkrabíln- um í Nabatiyel al-Fawqa og fjöldamorðin í flóttamanna- búðum Sameinuðu þjóðanna í Qana munu hvíla sem mara á ísraelsmönnum um ókomna framtíð. Þeim, sem að þessum morðum stóðu, verður ekki fyrirgefið, ekki frekar en nokkr- um vitibornum manni kæmi til hugar að fyrirgefa nasistum fjöldamorðin á gyöingum. Afsakanir ísraelsmanna, á borð við þær að fjöldamorð þeirra séu hefnd fyrir árásir Hizbollahskæruliða á ísraels- menn, eru marklausar. Þær árásir beinast ekki gegn óbreyttum borgurum, heldur gegn hernámsliði ísraels- manna í suðurhluta Líbanons. Þær eru því hernaðaraðgerðir en ekki fjöldamorð. Og jafnvel þótt svo væri ekki, þá fær ekkert breytt þeirri stað- reynd að sé glæpur framinn, þá er sá einn sekur sem að illvirk- SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson inu stendur. Hinu er ekki að neita, að vit- anlega viðhafa skæruliðar þá hernaðaraðferð að fela sig inn- an um óbreytta borgara. Það er eðli skæruhernaðar. En það veitir ísraelsmönnum enga af- sökun. Þeir njóta hernaðar- legra yfirburða í Mið-Austur- löndum og því stendur það upp á þá, öðrum fremur, að leggja fram friðartillögur sem leitt gætu til samninga. Arabar hafa einfaldlega ekkert að bjóða annað en blóð sitt. ísraelsmenn hafa náð samn- ingum við Palestínu-Araba á suöur- og austurlandamærun- um. Þeir samningar munu þó ekki halda, ef Peres og stjórn hans telja að þar með hafi þeir frjálsar hendur í norðri. Eins og áður sagði njóta ísra- elsmenn hernaðarlegra yfir- burða í Mið-Austurlöndum. En þeir yfirburðir væru úr sögunni daginn sem Vesturveldin og þá fyrst og fremst Bandaríkin hættu að ausa í þá vopnum. Nú væri ráð að íslenska ríkis- stjórnin tæki á sig rögg og legði fram tillögu um algjört vopna- sölubann til ísraelsmanna. Slíka tillögu ætti að bera fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, jafnframt því sem beita mætti sér fyrir framgangi málsins á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins. Við íslendingar erum ekki í aðstöðu til að fylgja slíkri til- lögu eftir með valdi og áhrif- um. En við eigum engra efna- hagslegra hagsmuna að gæta fyrir botni Miðjarðarhafs. Því þurfum við ekki að taka mið af öðru en sannfæringu okkar í þessum efnum. Þótt efnahagslegir hagsmun- ir okkar á umræddu landsvæði séu engir, þá eigum við, sem og mannkyn allt, mikilla hags- muna að gæta þar um slóðir, þegar til lengdar lætur. Því menn skyldu ekki gleyma því að ófriðarbálið, sem þarna hef- ur logað í hálfa öld, getur breiðst út og hefur raunar oft gert það. Almenningur á Vest- urlöndum er t.d. hvergi örugg- ur um líf sitt og limi. Ferða- menn geta vænst þess að verða skotnir eins og hundar í hótel- dyrum, eða sprengdir í tætlur um borð í flugvélum. Þessi skálmöld mun ríkja þar til ísra- elsmenn hafa gert sér ljóst að friður vinnst ekki með vopn- um, hvort sem þeim er beitt til fjöldamorða eða á vígvöllum herja. Fyrirgefning eblisþáttar Fyrir löngu var ég í allstórum hópi manna sem ræddu sam- an. Einn þátttakenda í umræð- unum lét gamminn geisa og þóttist hafa meira vit á hlutun- um en hann hafði eða að minnsta kosti hafði hann meiri trú á sjálfum sér en tilefni virt- ist til. Þar kom að orðhvatur maður í hópnum, sem farið var að blöskra, fór að gera ýmsar at- hugasemdir vib málflutning- inn og sýna fram á með háðs- legu ívafi að sá sjálfumglaði færi meb fleipur og væri ekki eins sterkur á svellinu og hann teldi sjálfur. Þetta endaði með því að sá fyrrnefndi yfirgaf hópinn í fússi, niðurlægður og misskil- inn. Þegar hann var farinn, sneri einn þeirra sem á höfðu hlýtt sér að þeim orðhvata og sagbi: „Ert þú einn af þeim sem ekki geta fyrirgefið mönnum að vera heimskir?" ■ Þetta þótti mönnum athyglis- verð athugasemd. Hvernig var hægt að nota orð- ið fyrirgefa yfir svona nokkuð? Er nokkuð að fyrirgefa? Væri ekki réttara að nota orðið um- beral Nei, ekki vildi sá orðhvati taka undir það, slík hefði framkoma þess sjálfumglaða verið. Hann hefði rökrætt eins og hann hefði meira vit en raun bar vitni. Hann yrði að bíta úr nál- inni meb að vera svona vitlaus og honum væri nær að þegja. Slíku gæti hann sjálfur stýrt og ef hann þegði, kæmi hann ekki upp um heimsku sína. Það væri ekki hægt að fyrirgefa. Aftur kom fram athugasemd um að væri maðurinn heimsk- ur, væri eins víst að hann hefði ekki áttað sig á þeirri staðreynd og þaö væri einn ríkasti eblis- þáttur mannsins að trúa á sjálf- an sig. Annars gætu menn bara sett tærnar upp í loft. Umræburnar um fyrirgefn- ingu héldu áfram og menn veltu m.-a.' fyrir sér erfiöri Sitöðu Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE útlendinga á íslandi, einkum þeirra sem hafa annað útlit og yfirbragð en landinn. Þab væri til dæmis ekki óal- gengt að mönnum væri ekki fyrirgefið að vera svartir, þótt slíku gæti enginn breytt. Umræðurnar uröu langar og fjörugar, en engin niöurstaða fékkst, aðeins ánægja vegna þeirrar heilaleikfimi sem fylgir því ab fást vib fullyrðingar af þessu tagi. Fyrir nokkrum dögum rifjuð- ust þessar umræður upp fyrir mér. Birt hafði verið skoðanakönn- un um fylgi væntanlegra- for- setaframbjóðenda og hafði einn þeirra fengiö hreint ótrúlega góða útkomu. Eins og fjölmiðlum er skylt, fóru sjónvarpsfréttamenn á stúfana og spurðu ýmsa máls- metandi menn um álit á þessari niöurstöðu. Eins og gengur svöruðu menn á ýmsan hátt, en það sem rifjaði fyrrgreindar umræður upp fýrir mér var þegar fyrrum ráðherra Alþýðuflokksins sagði eitthvað á þá leið að þessi niðurstaöa sýndi hvab íslendingar væru fljótir að fyrirgefa. Allir hefðu skilið hann ef hann hefði sagt að íslendingar væru fljótir að gleyma, en hann notaði orðið fyrírgefa. Ekki kom fram hvað það væri sem þyrfti að fyrirgefa, og þess vegna sit ég yfir sömu heilabrot- um og fyrr og velti gömlu spurningunni fyrir mér. Er virkilega hægt aö fyrirgefa allt? Líka þab sem enginn getur breytt, eins og til dæmis skít- legu ebli? ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSCEIR HANNES AFTUR TIL HAFN- ARSTJÓRNAR Það er kunnara en frá þurfi að segja að í öndverðu var ísland þjóðveldi landnámsmanna með Al- þingi á Þingvöllum við Öxará. Síð- an tóku við langar aldir undir danskri krúnu og höfuðborg lands- ins fluttist til Kaupmannahafnar við Sundin. Þá dreymdi íslendinga um heimastjórn á íslandi í stab Hafnar- stjórnar í Danmörku. Og draumar rætast. íslendingar fengu heima- stjórn með innlendum rábherra í byrjun aldarinnar og loks varð landið sjálfstætt lýðveldi fyrir fimm- tíu árum. Síban hafa íslendingar gert sitt besta til að skila aftur sjálfstæbinu heim á fastaland álfunnar. Fjár- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar var fljótlega vebsett í alþjóðabankan- um og örlög Nýfundnalands blasa vib. Andlegt sjálfstæði þjóðarinnar flakkabi lengi á milli Washington og Moskvu, og þegar Járntjaldið féll kom f Ijós að íslendingar höfbu tamið sér verstu kosti Sovétskipu- lagsins og skárri galla kapítalism- ans. Fyrir bragbið hafa landsmenn í hvorugan fótinn getað stigið í mörg ár og vib þær aðstæður leitar klárinn þangað sem hann er kvald- astur: aftur á fastaland álfunnar. Þar rís ný dagsbrún úr rústum þribja ríkisins og nýtt lausnarorð er hið þríeina frelsi álfunnar til allra hluta í nýju Evrópusamfélagi. íslenskir menn með útlendan erfðahvata töluðu fyrir þessu nýja landnámi í Evrópu af sama ástríðu- hita og talsmenn vesturferða töl- ubu á seinustu öld, þegar hálf þjóðin flutti til Kanada í frelsi hinna hugrökku. Nú var munurinn sá að íslendingar þurftu ekki ab leggja land undir fót til að öðlast þrefalt frelsið eins og vesturfararnir, því ómælt frelsi Evrópu var sent heim til manna með aðild landsins ab sameinuðum markaði EFTA- og EB- ríkjanna. En nú eru bögglarnir sem fylgdu skammrifi Evrópusamfélagsins ab koma upp á yfirborðib. Hver stað- allinn á fætur öðrum er samþykkt- ur í höfuðborg Evrópu um allt frá agúrkum til latexsmokka. Þjóðum hins sameiginlega markaðar er gert að aka sínum seglum eftir stað- vindum álfunnar í Brussel og ekki hirt um þarfir eða langanir íslend- inga frekar en þeir hefðu allir flutt vestur um haf á öldinni sem leið. Nýjasta dæmið er staballinn um vinnutíma barna og unglinga. Þar kom loks að því ab íslending- um væri bannab ab vinna. í ellefu aldir hafa íslenskir krakkar hlaupib undir bagga með foreldrum sínum til sjávar og sveita og stimpilklukk- um ekki beitt af því tilefni. En nú er sumsé búib ab setja undir þann leka í Brussel og hneppa tápmikla krakka í fjötra iðjuleysis. Lands- mönnum er loks bannab að vinna. Hið þríeiná frelsi álfunnar er nú að breytast í þríeina fjötra. Eða ein- þrennan þrældóm. Landinu er ekki stjórnað lengur í Reykjavík. Ekki heldurfrá Kaupinhöfn vib Sundin, heldur Brussel vib ána Skjöldu. ís- lendingar eru aftur komnir undir Hafnarstjórn og geta látið sig dreyma um nýja heimastjórn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.