Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. apríl 1996 7 Launavísitalan hœkkaö 7% umfram vísitölu neysluverös frá 1. ársfjóröungi ífyrra: Laun opinberra starfsmanna hækkab um 11,2% á einu ári Laun opinberra starfsmanna voru ab jafnabi 4,2% hærri á fyrsta fjórðungi þessa árs held- ur en síðasta ársfjórðungi 1995, samkvæmt launavísi- tölu Hagstofunnar. Laun op- inberra starfsmanna og bankamanna höfðu þá hækk- að samtals um 11,2% á einu ári, eba rúmlega helmingi meira heldur en 7,2% meöal- talshækkun á almenna launa- markaðnum. í hækkaði launavísitalan um 8,8% á þessu eins árs tímabili, eba um 7% meira heldur en vísitala neysluverbs. Þessi „rausn" hins opinbera í launagreibsl- um umfram vinnuveitendur á almenna markaðnum hófst síðari hluta ársins 1991. Síðan hafa laun á almenna mark- aðnum hækkað um 10,8%, en um 18,1% að meöaltali hjá op- inberum starfsmönnum. Útreikningar núverandi launavísitölu byrjuðu á grunn- inum 100 í ársbyrjun 1990. Launahækkanir hjá opinberum starfsmönnum og á almenna markaðnum vom samstíga þar til á 3. ársfjórðungi árið eftir. Launavísitalan stóð þá í 113,1 og var nánast sú sama hjá báð- um hópunum. En síðan hefur bilið milli þessara tveggja laun- þegahópa stöðugt verið að breikka. Þróun launavísitölunnar Ársfj. Alm.mark.: Opinb.st.m. 3.'91 113,1 113,2 1.'93 113,6 116,0 1.'94 114,1 117,7 1.'95 117,0 120,2 1.'96 125,4 133,7 1991-96= 10,9% 18,1% Þróun launavísitölunnar sýn- ir m.a. að gera má ráð fyrir að al- mennur launþegi, sem hafði 100 þús. kr. á mánuði í ársbyrj- un 1990, hafi nú um 125.400 kr. laun. En 100 þús. kr. laun opinbers starfsmanns hefðu að jafnaði hækkað í 133.700 kr. á mánuði, eða 8.300 krónum meira. ■ Gubrún hjá Hjálpartœkjabankanum sýnir hér eitt rafknúib tœki fyrir lítil börn. Tímamynd BC Barnadagar Hjálpartœkjabankans: Ný hjálpartæki fyrir fötluö börn Rafknúib tæki, sem fötluð böm á aldrinum tveggja til fimm ára geta komist leibar sinnar í, verður meöal nýj- unga sem kynntar verba á Barnadögum Hjálpartækja- bankans dagana 27. apríl til 3. mai nk. Helgina 27.-28. verða haldnir ýmsir fyrirlestrar sem varða fötl- uð börn, þroska þeirra, umönn- un, leiki o.fl. í húsnæði Hjálpar- tækjabankans að Hátúni 12. Meðal fyrirlesara verður sænski uppeldis- og sálfræðingurinn Karin Paulsson, en hún fjallar um þörf fatlaðra barna fyrir að geta hreyft sig sjálf og áhrif þess á andlegan og vitsmunalegan • í?rosk^ /þeiffi?. Ehjujg, Ua\da er- indi foreldrar fatlaðra barna og ýmsir sérfræðingar á þessu sviði. Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 10 báða dagana. Á Barnadögunum verður einnig sýning á ýmsum hjálpar- tækjum fyrir börn. M.a. verða þar sýnd nokkur hjálpartæki, sem ekki hafa sést hér á landi fyrr. Þar á meðal er rafknúna tækið, sem sést á myndinni og lítil börn geta jafnt setið og staðið í. Hingað til hafa ekki verið til hér á landi tæki sem gerir jafn ungum fötluðum börnum kleift að komast sjálf um. Einnig verða til sýnis end- urhæfingartæki og leikföng, m.a. frá Handverkstæðinu Ás- .g&ðLUhiföq eiia ^nízgnimnfiz- Menningar- og friöarsamtök kvenna: Mótmæla yfirfærslu grunnskólans Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna hafa sent frá sér nokkrar ályktanir og mótmæla ýmsum áformum stjómvalda. M.a. lýsa samtökin yfir eindreg- inni andúð á ab selja námshag grunnskólanemenda í hendur sveitarstjóma. Það sé skref aftur um minnst hálfa öld og bein ávísun á mismunun nemenda eftir búsetu, ab mati samtak- anna. Fundur samtakanna harmar einnig endurnýjun samnings við Bandaríkin um rekstur herstöðvar á íslandi. Samtökin áfellast aðför ríkis- stjórnar að réttindum og kjömm starfsmanna ríkisins, sem fram kemur í frumvarpi til laga um réttindi og skyldur þeirra og frumvarpi um sáttastörf í vinnu- deilum. Samtökin telja að réttindi starfsmanna yrðu skert, ef for- stöðumenn fá stóraukið vald yfir starfsmönnum, m.a. um upp- sögn, laun, ráðningu og starfs- kjör. Það gerir þennan hóp ríkis- starfsmanna, sem ekki teljast embættismenn „nálega réttlaus- an gagnvart geðþóttaráðstöfun- um misviturra embættismanna". Auk þess fordæma samtökin „hina makalausu skerðingu fæð- ingarorlofs og veikindaréttar". Að lokum skora samtökin á heil- brigðis- og fjármálayfirvöld að stöðva niðurskurð í heilbrigðis- kerfinu. Möguleiki til aö auka vinnsluviröi matvcela. Rannsóknastofnun fisk- iönaöarins: Námskeiö um hjúpun og brauöun matvæla í lok mánaðarins mun Rann- sóknastofnun fiskibnabarins í samstarfi vib Flair Flow Europe halda námskeið um hjúpun og brauðun mat- væla. Hjúpun eba braubun er einn þeirra möguleika, sem fyrir hendi eru til ab auka vinnsluvirbi matvæla, en bú- ist er vib aukningu í mat- vælaframleibslu á komandi árum og m.a. meb full- vinnslu sjávarafurða. í því ljósi er talið nauðsyn- legt að auka almennt þekk- ingu innan matvælaiðnaðar og stofnana á þessu sviði, en fram til þessa hafa einkum að- ilar í kjöt- og sælgætisiðnaði lagt áherslu á þessi mál. Á undanförnum árum hafa orð- ið miklar framfarir í hvers konar hjúpun matvæla og m.a. er þekkt að hjúpa kjöt eða fisk með deigi eða brauð- mylsnu. Sömuleiðis hefur orð- ið mikil þróun í því að „pakka" matvælum í þunnar himnur eða filmur, sem gerðar eru úr náttúrulegum fjölliðum og eru því neysluhæfar. Á námskeiðinu munu tveir franskir sérfræðingar miðla af þekkingu sinni, auk innlendra fyrirlesara. Þá verður einnig fjallað um tækjabúnað til hjúpunar mat- væla. -grh S Oskum öllum landsmönnum gleðilegs sumars MJOLKURBU FLOAMANNA Austurvegi 65, 800 Selfoss. Sími 482-1600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.