Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.04.1996, Blaðsíða 16
Vebrifo (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxafiói: Norbaustlæg átt, gola og víba léttskýjab fram ab hádegi en síban kaldi og skýjab ab mestu. Hiti 6 til 9 stig yfir daginn. • Breibafjörbur til Stranda og Noröurlands vestra: Austlæg átt, gola víbast hvar fram ab hádegi en síban norbaustan stinningskaldi og lettskýjab. Hiti 4 til 8 stig yfir daginn. • Norburland eystra: Austlæg átt, víbast gola og dálítil slydduél vib ströndina en skýjab meb köflum til landsins. Hiti verbur á bilinu 1 til 7 stig. • Austurland ab Clettingi og Austfirbir: Norbaustan gola eba kaldi og smá skúrir eba slydduél, einkum vib ströndina. Hiti 1 til 5 stig. • Subausturland: Austan gola eba kaldi og skýjab meb köflum fram ab hádegi en síban austan kaldi og skýjab ab mestu. Hiti 3 til 7 stig. Reykvíkingar „fjörutíu og eitthvaö..." um 60% fleiri en fyrir áratug en: Oldruðum hlutfallslega ekkert fj ölgað í áratug Reykvíkingar „fjörutíu og eitt- hvab" ára eru nú 60% fleiri en fyrir áratug. Borgarbúum á há- tindi starfsævinnar, milli þrítugs og fimmtugs, fjölgabi um 43% á sama tíma og Reykvíkingum öll- um fjölgabi um 16%. Hlutfall þessa aldurshóps hækkabi þannig úr tæplega 24% borgarbúa árib 1984 upp í 29% áratug síbar. Á hinn bóginn stób hlutfall 75 ára og eldri nánast í stab, þ.e. hækk- abi úr 5,6% upp í 5,7% á tímabil- inu. Virbist þetta stangast veru- lega á vib þær fullyrbingar sem heyra má í hvert sinn sem talib berst ab vanda vegna fjármögn- unar heilbrigbisþjónustunnar og abstobar vib aldraba, sem nánast ævinlega er skýrt meb því ab öldr- ubum sé svo mikib ab fjölga og þjóbin stöbugt ab eldast. Víst er það satt og rétt að þjóðin er að eldast, en ekki vegna hlutfalls- legrar fjölgunar aldrabra, heldur vegna hlutfallslegrar fækkunar barna og unglinga og gríðarlegrar fjölgunar í hópi miðaldra. Þannig hefur hlutfall skólaárganganna í Reykjavík; leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, til dæmis lækkað úr 26% borgarbúa niður í 24% á þeim tíu árum sem hér um ræðir. Á sama tíma hefur starfssamasti hóp- urinn, 25-66 ára, stækkað úr 49% í 51% borgarbúa. Má þannig ljóst vera að starfandi fólk hefur nú hlut- fallslega færri unga og aldraða á sínu framfæri, beint og óbeint, heldur en fyrir tíu árum. Þótt hér sé fjallað um Reykvík- inga, vegna þess að aðgengilegustu tölurnar um þessa þróun eru í Ár- bók Reykjavíkur, þá hafa framan- greind hlutföll líka þróast afar svip- að á landsvísu. Aldur Reykvíkinga 1984 og 1994 Aldur: / 1984: 1994: 0-5 leikskóli 8.600 10.200 6-15 grunnsk. 13.000 14.400 16-29 fram/hásk. 21.600 22.400 30-49 uppg.árin 20.900 29.800 50-69 söfn.árin 16.500 16.700 70 + elliárin 8.000 9.600 Reykvíkingar 88.500 103.000 Reykvíkingum fjölgaði um 16% á þessum tíu árum, eða 14.500 manns, en nærri 2/3 þeirra bættust við í aldurshópn- um 30-49 ára, sem fjölgaöi um 43% á tímabilinu. Öllum aldurs- hópum frá 3ja til 30 áraýjölgaði hins vegar langt undir meðaltali og fækkaði því hlutfallslega. Mikill áhugi fyrir veibum úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fiskistofa: Togarar vilja í síldina Hátt í 70 umsóknir um leyfi til síldveiða úr norsk-ís- lenska síldarstofninum höfbu borist Fiskistofu í gær, en umsóknarfrestur rennur út í dag, 25. apríl. Höskuldur Steinarsson hjá Fiskistofu segir að farið verbi yfir leyfi- sumsóknir í næstu viku og fljótlega eftir þab verða leyf- isbréf send út til útgerða. En heimilt verður að hefja síld- veiðar á svæðinu þann 10. maí nk. Athygli vekur ab það eru ekki aðeins útgerðir loðnu- skipa og stærri báta sem sækja um leyfi til síldveiða heldur einnig togaraútgerðir. Þar á meðal eru þrír Grandatogarar, Örfirisey, Þerney og Snorri Sturluson, auk togara frá Noröurlandi og jafnvel víðar. Þrátt fyrir fjölda umsókna er viðbúið að einhverjum verði neitað um leyfi til síldveiða þar sem sjávarútvegsráðuneyt- ið hefur sett það sem skilyrði að viðkomandi skip hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni innan ísl. lögsögu. Þessu ákvæði hef- ur Félag úthafsútgerða mót- mælt og telur að það sé í and- stöðu við ákvæði 87. gr. haf- réttarsáttmála SÞ um frelsi til veiöa á úthafinu. Leyfilegur heildarkvóti á vertíðinni er 244 þúsund tonn og veröur frjáls veiði þar til bú- ið er að veiða 190 þúsund tonn. Eftirstöðvunum verður síðan skipt á milli þeirra skipa sem þá hafa tilkynnt um afla, þ.e. tveim þriðju hlutum verb- ur skipt jafnt á milli skipa en þriðjungi eftir burðargetu. Veiðarnar má stunda bæði innan lögsögu íslands og Fær- eyja og á alþjóðlega hafsvæð- inu á milli Islands og Noregs, þ.e. síldarsmugunni. -grh Mikib hefur verib ab gera í höfn- um landsins ab undanförnu vib ab gera nótaskip og önnur skip klár í slaginn þegar heimilt verbur ab byrja veibar úr norsk-íslenska síld- arstofninum. í gcer var verib ab vinna vib Höfrung í Slippnum þar sem þessi mynd var tekin. Tímamynd: BC Engum aldrhópi fjölgaöi þó minna en 50-69 ára, sem stób nánast í stað og fækkaði þannig hlutfallslega úr næstum 19% í liðlega 16% á tímabilinu. Það gefur jafnframt til kynna að öldruðum muni fækka fremur hægt næstu tvo áratugina eða svo. En í ljósi þess hvað hin unga íslenska þjóð virðist nú eiga í miklum vanda vegna umönn- unar þeirra 5% hennar sem náb hefur 75 ára aldri verða elliárin tæpast mikið tilhlökkunarefni fyrir þann stóra hóp sem nú er á miðjum aldri. Hættulegt a6 vera 17 ára Um 700 fuglapör verpa á hverjum ferkílómetra í Varastaöaskógi: Rjúpu fjölgað meb eyöingu skóga „Þýbingarmestu varplönd rjúp- unnar eru lágheiðar, land sem áður var vaxib skógi. Varpþétt- leiki þar er meb því mesta sem þekkist hjá rjúpum í heiminum. Líklegt er ab eybing skóga hafi opnað land sem ábur var óbyggilegt rjúpum og því haft hagstæð áhrif á rjúpnastofn- inn", sagði Kristin H. Skarphéð- insson sem sagði frá fuglalífi í birkiskógum á hinni fjölsóttu ráðstefnu um íslenska birki- skóga í síðustu viku. Hann sagði sex íslenska varp- fugla geta talist skógarfugla: rjúpu, hrossagauk, þúfutittling, músarrindil, skógarþröst og auðnutittling. Þrjár síðastnefndu tegundirnar séu dæmigerbir skóg- arfuglar. Kristinn sagði litlar rannsóknir hafa verið gerðar á fuglalífi í ís- lenskum birkiskógum. En unnið sé ab kortlagningu á útbreiðslu ís- lenskra varpfugla eftir 10x10 km reitakerfi. Búib sé að kortleggja um þribjung landsins, en út- breiðsla skógarfuglanna sé þó að- eins þekkt í grófum dráttum. Skógarþröstur verpi nær alls stað- ar þar sem kjarr er að finna, þúfu- tittlingur sé einnig mjög út- breiddur í skógum landsins og hrossagaukur algengur í rökum skógarbotni. Mófuglavarp sé hvergi eins þétt eins og í skóg- lendi. í Varastabaskógi í Laxárdal verpi t.d. um 700 pör á hverjum ferkílómetra, þar af 500 skógar- þrastapör. Rjúpan leitar mikið í birkiskóga og kjarr á veturna enda finnur hún þar bæði skjól fyrir höfub- óvini sínum, fálkanum, og fæðu, sagði Kristinn. Rannsóknir hafi sýnt að karlreklar, blaðbrum og árssprotar séu þýðingarmikil fæða rjúpna yfir háveturinn (desember til mars). Sums staðar hafi allt að 70-90% karlrekla verið bitin af rjúpum. Á varptíma heldur rjúp- an sig aftur á móti einkum í lyng- og hrísmóum. Áður en skógar tóku að eyðast hafi rjúpan líklega fyrst og fremst verið fjalla- og hálendisfugl um varptímann. Kristinn segir hliðstæð dæmi þekkt um skyldar tegundir sem byggi allt sitt á manngerðum bú- svæðum, t.d. orrann á lyngheib- um við Norðursjó og lyngrjúpu á skosku heiðunum. „Þegar gróður- framvindan nær sér á strik og trjá- gróður og kjarr vex upp á heiðun- um, minnka þessir fuglastofnar og deyja út ab lokum. ■ Árlega slasast um þrír til fjórir af hverjum þúsund íbúum Reykjavíkur í umferbinni í borginni. Flestir slasast 17 ára gamlir en í þeim aldurshópi slasast 19 af hverjum þúsund. Þetta kemur fram í skýrslunni Umferðarslys í Reykjavík 1989- 1993 sem unnin var af Umferð- ardeild Borgarverkfræðings. Sautján ára unglingar eru 7,5% af þeim sem slasast. Kúrf- an fellur hratt eftir 17 ára aldur og við 25 ára aldur er eins og ökumenn séu búnir að ná áttum við aksturinn. í aldurshópnum 15-25 ára slasast fleiri en í ald- urshópnum 25-64 ára þótt meira en þrefalt fleiri séu á því aldursbili. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.