Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 27. apríl 1996 Auglýsing Víking Brugg í Morgunbloöinu fyrr í vikunni, — greinilega á gráu svœöi: Oþolandi mismunun „Innlend framlei&sla býr vib argasta óréttlæti. Auglýsingar á áfengi eru leyfbar í erlend- um tímaritum, gervihnattar- stöbvum og útsendingum frá erlendum kappleikjum. Þannig vaba t.d. útlendar bjórauglýsingar yfir landann sem er óþolandi mismunun þar sem vib getum ekki kom- ib okkar vöru á framfæri," segir Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Víking. Tíminn hafbi samband vib fyrirtækib í gær en Víking fram- leibir m.a. bjór sem bannað er ab auglýsa eins og annað áfengi. í gær birtist auglýsing í Morgunblaðinu þar sem ICE- bjórinn er auglýstur undir rós, umbúðirnar eru sýndar en nafn bjórsins hulið. M.a. segir í aug- lýsingunni: „6 stk. saman á kr. 890". Baldvin viðurkenndi að ákveðinn tvískinnungur fylgdi auglýsingagerb af þessu tagi en eitthvað yrði að gera þar sem sí- fellt væri verið að auglýsa er- lendan bjór: „Þetta er óþolandi mismunun. Þegar fólk verður stöðugt fyrir svona áreiti er eng- in spurning að ímynd erlendu bjórtegundanna verður smám saman sterkari á markaðnum. íslenskar bjórtegundir undir ís- lenskum nöfnum hafa tapað markaðshlutdeild vegna þessa. Þar með minnkar atvinna þeirra sem framleiða þessa vöru hér- lendis." Baldvin sagði löngu tímabært að afnema auglýsingabann á áfengi innanlands en á meðan bannið væri í gildi héldu menn áfram að reyna ab finna smug- ur. Hann taldi ekki um lögbrot að ræða með auglýsingunni en þó mætti deila um framsetn- ingu af þessu tagi, „Eflaust eru einhverjir „trúarhópar" ósam- mála svona auglýsinga- mennsku." -BÞ Framkvœmdastjóri Víking segir samkeppnisstööu innlehdra bjór- framieiöenda fara versnandi vegna auglýsingabanns: Höfundasmiöja LR: Brenndar varir Áttunda sýning Höfunda- smibju Leikfélags Reykjavíkur verbur í Borgarleikhúsinu laugardaginn 27. apríl kl. 16. Sýndur verbur einþáttungur- inn Brenndar varir eftir Björgu Gísladóttur en hún hefur ábur skrifab leikþáttinn Þá mun enginn skuggi vera til ásamt Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur. Brenndar varir fjallar um ást- arsamband tveggja kvenna og þá innri togstreitu og fordóma sam- félagsins sem því fylgja. Leik- endur em Bryndís Petra Braga- dóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Jóhanna Jónas og Árni Pétur Guðjónsson en leikstjóri er Valgeir Skagfjörb. ■ Einkanúmer fyrir 25 þúsund kall.Svavar Cestsson: 1. maí kveðja á Lödu-druslurnar Bifreiðaeigendur þurfa að greiða 25 þúsund krónur fyrir einka- númer á bifreiöir sínar verði breytingar á umferbalögum, sem nú eru til mebferbar á Alþingi, ab lögum. I fmmvarpi til breytinga á um- ferðarlögum, sem lagt var fram á Al- þingi fyrr í vetur, var gert ráð fyrir að bifreiðaeigendum verði heimilt að kaupa sér einkanúmer á bifreiðar sínar gegn því að greiða 50 þúsund krónur. í nefndaráliti allsherjar- nefndar Alþingis, sem fram kom við aðra umræðu frumvarpsins, er lagt til að greiðsla verði 25 þúsund í stað 50. Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi, gagnrýndi þessa málsmeðferð nefndarinnar harðlega og spurði af hverju nefndin leggi til þessa breyt- ingu til. Hann varpaði því einnig til formanns fjárlaganefndar, sem einnig á sæti í allsherjarnefnd, hvort fjárlaganefnd hafi lagt bless- Sigríöur Snœvarr: Afhenti Mandela trúnaöarbréf sitt Sigríður Á. Snævarr, sendi- herra, afhenti á fimmtudag Nelson Mandela, forseta Sub- ur-Afríku, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Suð- ur- Afríku meb absetur á ís- landi. ■ i .uicUi-ivunui un sína yfir lækkun gjaldsins. Svavar Gestsson sagði að svo virt- ist sem lækkun gjaldsins væri hugs- uð sem sérstakar láglaunabætur — fyrsta maí kveðja til láglaunafólks- ins til þess að merkja Lödudruslurn- ar og ryðkláfana sína. -ÞI Tónleikar í íslensku óperunni: Þóra syngur Þóra Einarsdóttir, sópran, og Jónas Ingimundarson, píanó- leikari, koma fram á síbustu tónleikum Styrktarfélags ís- lensku óperunnar á þessum vetri í dag kl. 14.30. Þóra hefur þrátt fyrir ungan aldur sungið mörg stór óperu- hlutverk og hlotið verðskuldaba athygli. í júlí syngur hún sitt fyrsta stóra hlutverk á fjölum ís- lensku óperunnar, Dísu í óper- unni Galdra- Lofti eftir Jón Ás- geirsson. ■ . íiii í ; itoiiiv U‘-7U1 JjUllAJll 111^1 , Sagt var... Postulasagan nýja „Sú var tíbin að svokallaöir innflutn- ingspostular höfbu hátt í fjölmiblum. Þeir tilbábu flestan erlendan varning og vildu ólmir sjá hann flæba yfir landib eins mikib og mögulegt væri. Einkum átti þetta vib um landbúnab- arvörurnar, en postulunum var sér- staklega í nöp vib hérlendar land- búnabarvörur." Leibari Dags í óvenju heitum hamsi Endalaus jákvæbni „Ástæba er til þess ab óska stjórn- andanum til hamingju meb árangur- inn, þó ab allvíba hefbi mátt pússa betur jafnt hjá kór sem einsöngvur- um. Allt tekur hins vegar enda og líka sá tími, sem fyrir hendi er til þess ab æfa verk fyrir uppfærslu." Haukur Ágústsson í Degi í dómi um uppfærslu á Porgy og Bess hjá Leikhús- kór Akureyrar. Þrátt fyrir skobanakannanir „Alþýbubandalagib og óhábir hafa meb tillöguflutningi sínum á Alþingi unnib ötullega ab því ab framfylgja þessari stefnu og treysta stöbu sína sem öflugur pólitískur bakhjarl launa- fólks og samtaka þess." Leióari Vikublabsins í gær var kominn í 1. maí stellingar og mundi meira ab segja eftir launafólkinu. Naglinn hittur „Á þab er bent ab fyrirtækjum sem selja bækur, blöb og tímarit hafi fjölgab um 19% frá árinu f 993 og þab talin vísbending um bættan hag greinarinnar. Hib rétta er ab útsölu- stöbum sem selja bækur og blöb sem aukabúgrein hefur fjölgab. Þab er hægt ab kaupa prentmálib meb öbru í videoleigum, sjoppum og stórmörkubum en smærri bókabúbir eiga í vök ab verjast. Bókaverslun og útgáfa, líkt og prent- verkib, er ab mestu komib undir einn hatt Eymundssonar/Pennans og Máls og menningar. Stór forlög eins og Örn og Örlygur og Almenna bókafé- lagib heyra sögunni til." Jónas Haraldsson í leiðara DV í dær um nýja skýrslu fjármálaráðuneytis um að bókaskatturinn skipti ekki máli. Sögur um frambjóbendur í for- setakjöri eru farnar af stab manna á meðal. Ein þeirra er í þá veruna ab Pétur Kr. Hafstein þurfi ekki ab kvíba kostnaði vib framboð sitt. Hann er vel ættab- ur eins og kunnugt er, og í ætt- ingjahópnum eru systurnar Wat- hne, moldríkar athafnakonur í Ameríku. Sagan segir ab frá þeim hafi komið framlag í kosn- ingasjób Péturs — 500 þúsund Bandaríkjadalir! Ef rétt er, þá eru þar komnar 33 milljónir 570 þúsund krónur samkvæmt geng- isskráningunni í gær... • Grunnskólakrakkarnir í efsta bekk hafa undanfarið spreytt sig á samræmdu prófunum svoköll- ubu. Á íslenskuprófi er okkur tjáð ab börnin hafi verið spurð út í al- þekkta vísu Sigurbar Breib- fjörbs og bebin að finna eitt orb ívísunni sem hefur mismunandi framburð eftir landshlutum. Nú geta lesendur spreytt sig. Á rit- stjórninni sátu menn meö sveitta skalla að leysa gátuna í gær. En svona hljóöar vísan: Ástin hefur hýrar brár og hendur sundurleitar. Ein er mjúk og önnur sár en þó báðar heitar. -“ - o- —-- —V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.