Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. apríl 1996 5 jón Kristjánsson: Staðan á Nú fer í hönd annatími á Alþingi og mörg stórmál bíöa þar úrlausnar og af- greiðslu. Ekki er hægt aö segja annað en að þingstörf hafi gengið vel í vetur, en snurða hljóp á þráðinn þegar frumvarp um breytingar á vinnulöggjöfinni var af- greitt til nefndar. Stjórnarandstaðan lýsti því þá yfir opinberlega að ekki væri leng- ur friður um þingstörfin, sem þýðir það að samvinna milli stjórnarliða og stjórn- arandstöðu í þinginu um framgang mála er stirð. Ekki er þó hægt að halda því fram með sanngirni að stjórnarandstaðan hafi staðið í málþófi. Hitt er þó sönnu nær að öll mál hafa verið tekin til umræðu áður en þau ganga til nefndar sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu litla umræðu hlotið í upphafi. Fyrir þinginu liggja mörg og stór mál, sem auðvelt er að safna upp í stíflu í lokin. Forsætisráðherra lýsti því yfir í umræð- um um þingstörfin í vikunni að farið yrði yfir ástand og horfur eftir helgina. Þetta gengur þannig fyrir sig að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fara yfir sína málaskrá og verða að segja til um það hvaða mál eru forgangsmál og hvað þeir vilji láta bíða haustsins. Senn fer því að verða að vænta tíðinda af þeim málum. Skipulag þingstarfa Fólk spyr oft spurninga eins og þeirra hvers vegna ætíð þurfi aö vera svo mikl- ar annir í þinglokin, hvort ekki sé hægt að skipuleggja störf þingsins öðru vísi. Jafnframt er spurt hvort það sé náttúru- lögmál að hætta á ákveðnum tíma nú þegar þingið hefur umboð allt árið. Um fyrri spurninguna er það að segja að meðan skipulag þingsins er viðlíka og það er nú hlýtur ávallt að verða annatími fyrir þinglok. Mál eru til meðferðar í nefndum, og koma frá þeim á svipuðum tíma. Það stafar af því að ef um stórmál er að ræða veitir ekki af tímanum sem þingið hefur til þess að vinna þau, og það er einfaldlega ekki mögulegt að heimta mál úr vinnslu eftir því hvort mikið eða lítið er á dagskrá í Alþingi. Málavextir hljóta að ráða því hvað nefndir þingsins ætla sér langan tíma til þess að vinna Alþingi einstök frumvörp. Það er því sama hvernig að er farið. Eðli þingstarfa er þannig að það hljóta alltaf að koma annatímar undir lokin. Þinglokin Um seinni spurninguna má segja að aðstæður hafa mjög breyst eftir síðustu breytingar á þingsköpum sem þýða það að Alþingi situr að forminu til allt árið, og nefndir þess hafa umboð til starfa í þinghléi. Það færist í vöxt að þingnefndir haldi fundi þótt Alþingi sé ekki að störfum, enda eru langflestir þingmenn að störfum í þinghléinu sem tengj- ast löggjafarstörfum á einn eða annan hátt. Það er ekkert náttúru- lögmál að slíta Alþingi á ákveðnum degi á vorin, og mér segir svo hugur um að ekki verði þingfrestun 15. maí eins og starfsáætlun gerir ráð fyr- ir. Hitt er svo annað mál að staðan er nokkuð þröng að halda lengi áfram fram á vorið vegna þess að það er eðlilegt að Alþingi sýni forsetaembættinu þá virð- ingu að starfa ekki í endaspretti forseta- kosninga og gefa þeirri mikilvægu bar- áttu svigrúm í þjóðfélagsumræðunni. Ef ekki hefði hist svo á aö forsetakosningar eru í vor hefði ekkert verið því til fyrir- stöðu að mínum dómi að halda þing- störfum áfram fram í júní og dæmi eru þess að Alþingi hefur staðið fram yfir miöjan júní vegna átakamála. Svo hátt- aði til fyrsta árið sem greinarhöfundur sat á Alþingi, en þá voru ný búvörulög til umræðu, þetta var árið 1985. Hitt er fullkomlega eðlilegt að hlé sé á þingstörfum lengur en hinn hefðbundna sumarfístíma. Alþingi á ekki að vera fíla- beinsturn og þingmenn þurfa á því að halda að rækja samband við umbjóðend- ur sína. Það er ómissandi þáttur í störfum Alþingis og ekki ómerkari heldur en lög- gjafarstarfið sjálft. Alþingismenn þurfa að hafa hvorutveggja tilfinningu og virð- ingu fyrir lagasetningu og pólitíska sýn á samfélagið. í byrjun Deilumálin Eins og ég sagði áður er friðurinn úti vegna frumvarps um breytingar á vinnu- löggjöfinni og frumvarps um réttindi og skyldur opinbberra starfsmanna. Stjórn- arandstaðan hefur tekiö upp áherslur samtaka launafólks um að blása þessi frumvörp af og stinga þeim undir stól. Það hefur hins vegar komið fram að rík- isstjórn og stjórnarliðar á Alþingi eru til viðræðu um allar ábendingar samtak- anna um þessi mál. Ályktunum og um- sögnum verkalýðsfé- laga rignir inn í þingið sem flestar eru nokkuð samhljóða um að blása málið af og samið verði um breytingar á milli aðila vinnumarkaðar- ins ef einhverjar á að gera. Hins vegar hefur ASÍ sent inn ítarlega og efnislega umsögn um frumvarpið um vinnulöggjöfina, og er það plagg gott innlegg í málið. Ég er sannfærður um að það væri fullkomlega framkvæmanlegt á þeim tíma sem eftir lifir af þinginu að fara vandlega yfir at- hugasemdir samtaka opinberra starfs- manna og aðila vinnumarkaðarins um bæði þau frumvörp sem hér um ræðir og komast að niðurstöðu sem væri ekki lak- ari heldur en þessir aðilar næðu í samn- ingum sín á milli. Það liggja allar for- sendur fyrir til þess að fara í þá vinnu, og eins og áður segir hefur því verið marg- lýst yfir að stjórnarliðar eru tilbúnir að endurmeta tiltekin atriði í frumvörpun- um, til dæmis ákvæðin um vinnustaða- félög og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um verkfallsboðanir og valdssvið sátta- semjara. Fjármagnstekjuskatturinn Þó að þessi mál séu eðlilega efst á baugi þegar rætt er um störf Alþingis á vordög- um þá eru fleiri stórmál fyrir þinginu sem deilum valda. Fjármagnstekjuskatt- urinn er eitt slíkt mák Það hefur að sönnu verið víðtæk samstaða um að leggja slíkan skatt á, en nú skeður það að sumars formenn þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaupa út undan sér og leggja fram sér- stakt frumvarp þrátt fyrir þá vinnu sem hefur átt sér stað til undirbúnings og fulltrúar stjörnarandstöðunnar hafa átt aðild að. Ég er talsmaður þess að stjórn- arandstaðan fái aðild að þeirri vinnu sem unnin er við undirbúning löggjafar, og tel það að öllu jöfnu skynsamlegt. Það verður þó að segja að reynslan af þessu tiltekna máli er ekki góð hvað þetta snertir. Þar eiga þó ekki hlut að máli þeir einstaklingar sem tóku þátt í því nefnd- arstarfi sem var undanfari frumvarpsins. Þeir réðu ekki ferðinni, heldur hafa for- menn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja séð sér hag í því að drepa málinu á dreif. Stjórnarfrumvarpið miðar að því að skattur á fjármagnstekjur raski sem minnst vaxtastiginu í landinu, og það miðar einnig að því að draga fjármagn til atvinnulífsins sem full þörf er á. Skatt- prósentan í formannafrumvarpinu er hins vegar það há að ljóst er að hún mundi leiða til vaxtalækkunar. Það mundi ekki vera góð tíðindi fyrir skuld- ugan almenning og fyrirtækin í landinu. Það ber nauðsyn til þess að afgreiða stjórnarfrumvarpið nú fyrir þinglok, og til þess á að vera svigrúm. Fjárgreiðslur úr ríkissjóði Eitt mál hefur farið hljóðlega til nefnd- ar en er þó mjög stórt. Það er frumvarp um fjárgreiðslur úr ríkissjóði og kveður á um breytta uppsetningu ríkisreiknings fjárlaga. Þetta mál er til umfjöllunar í nefnd og er um það gott samkomulag. Það fjallar um miklar umbætur í þessum málum sem verða til þess að ríkisreikn- ingurinn bæði um afkomu ríkissjóðs og útgjöld hans og fyrirtækja í eigu ríkisins verður aðgengilegri og skiljanlegri al- menningi. Þetta er afar mikilvægt og mun hafa áhrif til aðhalds í meðferö al- mannafjár. Vonandi tekst að afgreiða þessa löggjöf fyrir þinglok. Hér er ekki um stórpólitískt mál að ræða, en áhrif þess eru þó á borð við mál sem eru fyrir- ferðarmeiri og pólitískari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.