Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 27. apríl 1996 Vampíran Maximillian (Eddie Murphy) reynir oð tœla Ritu (Angela Bassett) til fylgilags viö sig. Brokkgeng vampíra Vampíra í Brooklyn (Vampire in Brook- lyn) ★* Handrit: Charles Murphy, Michael Luc- ker og Chris Parker Leikstjóri: Wes Craven Abalhlutverk: Eddie Murphy, Angela Bassett, Allen Payne, Kadeem Hardison, Zakes Mokae, john Witherspoon, jo- anna Cassidy og Simbi Khali Háskólabíó Bönnub innan 16 ára Ferill Eddies Murphy hefur veriö í nokkurri lægö síöustu ár því þrátt fyrir aö myndir hans hafi sumar hverjar veriö ágætlega sóttar þá hafa gæöin veriö æriö misjöfn. í Vampíru í Brooklyn nýtur hann aöstoöar eins þekktasta leikstjóra hryllingsmynda í Bandaríkjunum, Wes Craven, sem m.a. gerði A Nightmare on Elm Street. Ferill hans hefur reyndar einnig verið brokkgengur en saman ná þeir að gera ágæta gaman- og/eða hryll- ingsmynd, sæmilegustu afþrey- ingu en lítið annað. Eddie Murphy leikur vampíruna Maximillian, þann síðasta úr þeim flokki, sem kemur til Brooklyn til aö finna konu sem óafvitandi er af- komandi slíkrar veru. Hann finnur hana fljótlega, Ritu Veder (Angela Bassett), sem starfar sem lögreglu- kona og rannsakar dularfull morð á fólki sem finnst með bitfar á háls- inum. Maximillian þarf að tæla hana til liðs við sig til að „stofn- inn" deyi ekki út en það gengur ekki vandræðalaust fyrir sig. Það er sérstaklega félagi Ritu úr löggunni, Justice (Allen Payne), sem reynir að sporna við áhrifum hans enda sjálfur hrifinn af stúlkunni. Það er stundum eins og aðstand- endur myndarinnar hafi ekki verið alveg vissir um hvort þeir ætluðu að búa til gamanmynd eða hryll- ingsmynd. Það eru mörg fyndin at- riði og heil hersing af einnar línu bröndurum en á sama tíma er ver- ið að reyna að byggja upp spenn- andi atburðarás þar sem hrylling- urinn fær að njóta sín. Sem gam- anmynd er Vampíra í Brooklyn KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON nokkuð góð en sem hryllings- mynd, svo ekki sé talað um dram- að í samskiptum Maximillians og Ritu, er hún ekki upp á marga fiska. Eddie Murphy er þrælgóbur gamanleikari og fer létt meb að kalla fram bros á áhorfendum en hann er einhvern veginn ekki mjög „trúverðug" vampíra þegar kemur ab verstu hliðum þess þjóð- arbrots. Þab er alltaf gaman að horfa á Angelu Bassett með sínar titrandi varir en þessi ágæta leik- kona á þó skilin betri hlutverk.Það má hafa gaman að Vampíru í Brooklyn og hún sleppur alveg sem afþreying en þátt spennunnar hefði þurft að laga til ab hún hefði orðið eftirminnileg. ■ Stuttmyndadagar nálgast Þann 5. maí næstkomandi rennur út frestur til aö koma myndum a& á Stuttmynda- daga í Reykjavík 1996 sem haldnir ver&a í Loftkastalan- um 21.,22. og 23. maí. Þetta er í fimmta skiptið sem bíl- skúrsmyndasmi&um frá öllu landinu gefst kostur á a& keppa um verðlaun fyrir bestu stuttmyndimar og ver&ur reynt a& hafa dag- skrána sérstaklega áhuga- veröa á afmælisárinu. Að sögn Jóhanns Sigmars- sonar, sem sér um undirbún- inginn, verða fjölmargir fyrir- lestrar haldnir um kvik- myndagerb og tengd málefni á meðan á Stuttmyndadögum stendur. Frá upphafi hafa um 200 myndir veriö sýndar, þar af 9 verðlaunamyndir, og um 40 fyrirlestrar veriö haldnir þannig aö engin ástæöa er til aö ætla annað en aö dagskrá daganna verði efnismikil. Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar en tekið er á móti framlögum í keppnina á VHS-myndbandi hjá Kvik- myndafélagi íslands h.f. aö Bankastræti 11. Eins og áöur sagði er sunnu- dagurinn 5. maí síðasti skila- dagur þannig að þaö er um að gera aö fara aö klippa meist- araverkin til að þau nái að vera meö í keppninni. jóhann Sigmarsson. Afródíta nútímans? Magnaba Afródíta (Mighty Aphrodite) ★★★ Handrit og leikstjórn: Woddy Allen Abalhlutverk: Woody Allen, Mira Sor- vino, Helena Bonham Carter, F. Murray Abraham, Olympia Dukakis, Ciaire Blo- om, Peter Weller, Michael Rapaport, David Ogden Stiers og jack Warden Regnboginn Öllum leyfb Frá hinum afkastamikla Woody Allen kemur hér sambland af grískum harm- og gamanleik í nú- tímaútgáfu og sögusviðib er að sjálfsögðu Manhattan í New York- borg. Hann leikur íþróttafréttamann- inn Lenny Weinrib sem fyrir áeggjan eiginkonu sinnar, Am- öndu (Helena Bonham Carter), ættleiðir barn. Þegar það vex úr grasi og virðist ætla að þroskast í heilbrigban og gáfaðan einstak- ling langar Lenny að vita hver móðirinn sé og tekst með klækj- um að hafa upp á henni. Hún er þó engin mannvitsbrekka heldur fyrrverandi klámmyndaleikkona og starfandi vændiskona með lít- ið vit, litla drauma og lítið hjarta. Hún heitir Linda Ash (Mira Sor- vino) og Lenny reynir eftir brösu- leg kynni að fá hana til að gera eitthvað gáfulegra við líf sitt. Á meðan á því stendur er hjóna- band hans og Amöndu í hættu með tilheyrandi flækjum að hætti Allens. Eins og svo oft ábur er handrit Woodys Allen fullt af vel skrifuð- um og skemmtilegum samtölum. Lenny er síðan dæmigerð persóna af hans hendi; villuráfandi mið- aldra maður sem lendir í miklum krísum og reynir eftir bestu getu að halda sönsum í oft fáránlegum aðstæðum. Það er samt ekkert dæmigert við Lindu Ash eða Judy Cum, sem er nafn hennar í „leik- listinni", því hún kemst auöveld- lega í hóp eftirminnilegustu per- sóna Allens. Hún virðist ekki hafa vit á því ab líða neitt sérstaklega illa þrátt fyrir erfitt líf og það gengur ekki áfallalaust fyrir Lenny að virkja metnað hennar sem er starf í hárgreiðslu og góður eigin- maður. Það er nýliðinn Mira Sorvino sem stelur senunni í hlutverki Lindu og hlaut fyrir túlkun sína verðskulduð Óskarsverblaun. Hún gerir hlutverkinu hreint frá- bær skil og að venju er síðan traustur hópur leikara sem skipa minni rullur hjá Allen. Woody Allen hefur gert betri myndir en Mögnuðu Afródítu en engu að síður er hún mjög fram- bærilegt og skemmtilegt verk. Hún er uppfull af vísunum í gríska harm- og gamanleiki en þar er einnig að finna ansi flókin tengsl milli foreldra og barna. Al- len gerir úr þessu efni fyndna sögu sem hæfir Manhattan, heimalandi hans. ■ uétwm Vlnnkigar Fjöldl vinninga Vinnlngs* upphauö 1. «*« 3 14.830.000 q 5^6 C. ••ÖHMI 1 265.130 3. «*« 1 208.320 4. «- 6 157 2.110 C O. • BÖ»L* 623 220 Samtals: 785 15.305.780 n*trJrririi*wjmt,: A Utand: 45.431.780 941.780 UpprGingar ltti vnmngslO'eir láGl ommg 1 s’mGvara 666-1511 eöa Graonu nLmen 8336611 og i toxta/arpi á söu 453 .oiogma invl i ’nocj nn Heimsendir á Akureyri Gas ★★ 1/2 Handrit: Sævar Gubmundsson og Kristján Kristjánsson Kvikmyndataka: Gunnar Árnason Klipping og leikstjórn: Sævar Gubmunds- son Abalhlutverk: Kristján Kristjánsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Klddi Bigfoot, Gunnar Gunnsteinsson og Þráinn Karlsson. Háskólabíó Öllum leyfb Filmumenn frá Akureyri hafa á síbustu árum sent frá sér þrjár stuttmyndir sem allar vöktu nokkra athygli fyrir stórskemmti- legan húmor og ekki síöur áhættuatriðin frægu. í Gasi stilla þeir slíkum atriðum í hóf en í staðinn er lögð meiri áhersla á 112296} 1 ÍjOII BÖOdfll, [2 ÖB ‘1)192 söguþráð og samtöl. Húmorinn er þó alltaf til staðar og umgjörðin býður upp á að hægt er á stuttum tíma að koma nokkrum skemmti- legum persónum að án mikilla út- skýringa. Myndin gerist nefnilega öll á einu kvöldi og sögusviðið er bens- ínstöb. Abalsöguhetjurnar eru bensínafgreiðslumennirnir Atli og ívar sem bæbi afgreiða á ólíkan hátt og bregðast vib spám um yfir- vofandi heimsendi á ólíkan hátt. Sá fyrrnefndi lætur slíka smámuni ekki trufla sig mikið en ívari verð- ur þetta tilefni til mikilla og stórra hugsana. Inn á stöðina ramba síð- Ö6 íí uigio9i B>li9lu§om ugníi an viöskiptavinir, gestir og gang- andi, persónur af ýmsu sauðahúsi en hvað þær hafa fyrir stafni virð- ist ekki skipta miklu máli. Þab er jú að koma heimsendir. Nú sem fyrr er það mikill húm- or, bæði fyrir sjálfum sér og öðr- um, og ýmsar fyndnar persónur sem laða fram það besta hjá Filmumönnum. Drengurinn sem safnar upptökum af íþróttalýsing- um Bjarna Fel. og kann þær utan ab er með því fyndnasta sem und- irritaður hefur séð lengi. Samtölin eru annars ágætlega skrifuð í heildina en það vantar dálítið upp á til að endirinn verði nógu krass- t$(' ,6nfirl figua öb /2D19J iaA3 andi. Þeir félagar, Kristján Kristjáns- son og Oddur Bjarni Þorkelsson, komast vel frá aðalhlutverkunum, þeir virka trúverðugir og eölilegir þrátt fyrir að bensínafgreiðslu- menn eins og Atli og ívar séu lík- ast til ekki á hverju strái. Eftir stuttmyndina er sýnd heimildarmynd um gerð hennar og þar kemur fram að kvikmynd í fullri lengd er næst á dagskránni hjá Sævari og félögum. Það er tilhlökkunarefni og vonandi verður aðdáandi Bjarna Fel. bú- inn að læra nýja lýsingu utan að. ■ hh / ijJU'lJ’J/'UC. í'lrfUfil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.