Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. apríl 1996 9 Georgíumenn dá Tjetjena fyrir harö- vítuga vörn þeirra gegn Rússum en hafa jafnframt illan bifur á þeim vegna stuönings þeirra viö Abkasa, dvergþjóö í Georgíu sem vill sjálfstœöi eins og Tjetjenar IKákasuslöndum hefur verið meiri eða minni ófriður allt frá síðustu ár- um Sovétríkjanna. Einn af þáttum þess ástands er stríð- ið milli Rússa og Tjetjena, sem hófst í desember 1994. Önnur helstu stríð á svæðinu síðustu ár hafa verið milli Ar- mena og Asera, Georgíumanna og Suður-Osseta, Georgíu- manna og Abkasa. Tvennskonar vandi Georgía, sem er eina ríkið auk Rússlands sem á landa- mæri að Tjetjeníu, á það sam- merkt með Rússlandi að ekki var sovétvaldið fyrr farið að linast en smáþjóðir, sem í sov- étkerfinu höfðu verið hluti af sovétlýðveldinu Georgíu og haft þar einhverja sjálfstjórn að formi til, fóru að reyna að slíta sig frá „ríkisþjóðinni." Vandi Georgíumanna á um- skiptaárunum var því a.m.k. tvennskonar, annars vegar tengdur sjálfstæðisbaráttu þeirra gegn Rússum og hins vegar spurningin um það, hvernig snúist skyldi við skiln- aðar- og/eða sjálfstæðiskröfum „smáþjóða" í Georgíu gegn „stórþjóðinni" Georgíumönn- um. Viðbrögð Georgíumanna gagnvart síðarnefnda vandan- um urðu nokkuð svipuð og Rússa gagnvart Tjetjenum og öðmm smáþjóðum innan rúss- neska lýðveldisins sem sýndu meiri eða minni tilburði til að losa sig frá því. Georgíustjórn neitaði skilnaðar- og sjálfstæð- iskröfunum og beitti valdi til að bæla þær niður ef annað dugði ekki. Vanda Georgíu í þessum efn- um jók stómm að Rússlands- stjórn hefur eftir föngum reynt að halda í ítök og yfirráð Sovét- ríkjanna sunnan Kákasusfjalla. Með það fyrir augum studdi Rússlandsstjórn í raun skilnað- ar- og sjálfstæðisviðleitni sér- staklega Abkasa og notaði þá baráttu sem hótun til að þvinga Georgíumenn til undir- gefni við Rússland. Fyrir Ge- orgíu var óhægt um vik að verjast þeim þrýstingi, vegna efnahagsörðugleika m.a. og þess að hún átti ekki kost á pól- itískum stuðningi utan frá. í suðri em íslömsk ríki sem Ge- orgíumenn telja sig ekki hafa mikils góðs að vænta frá. Þetta, að vera í klemmu milli öflugri þjóða og ríkja sem sækja á að norðan, suðvestan og suðaust- an, er ævagamall vandi Kákas- usþjóða og sá vandi kom upp á yfirborðið enn á ný með upp- lausn Sovétríkjanna. Þjóbarhreinsun í Abkasíu Abkasar eru flestir súnna- múslímar en sumir rétttrúnað- arkristnir. Tungumál þeirra er norðvesturkákasískt, Georgíu- manna hins vegar suðurkákas- ískt og þeir eru rétttrúnaðar- kristnir. Sumir málfræðingar telja þessa tungumálaflokka lítt eða ekki skylda. Abkasar eru líklega nokkuð undir 100.000 talsins og voru í lok sovéttím- ans í miklum minnihluta í sjálfstjórnarlýðveldinu sem við þá var kennt. Gagnvart því brugðust Abkasar með ráðstöf- unum sem eru gamlar og nýjar í sögunni og síðustu árin hafa verið auðkenndar með heitinu „þjóðarhreinsun." í stríði Ge- orgíumanna og Abkasa 1992- 93 flýðu um 240.000 Georgíu- menn frá Abkasíu undan of- sóknum Abkasa eða af ótta við að verða fyrir ofsóknum af Rússneskur hermabur í Poti, hafnarborg í Georgíu: stjórnin þar taldi sig ekki eiga annars kost en ab gefa eftir fyrir kröfum Rússa. halda dvergþjóðum þess lands, helst Suður- Óssetum og Abkö- sum, kyrmm í því ríki. íslömsk samstaða gegn Georgíu Þar að auki hafa margir Ge- orgíumenn þungan hug á Tjetjenum síðan í Abkasastríð- inu. Þar kom við sögu nokkuð dularfullt fyrirbæri sem nefnist Samband Kákasusþjóða og studdi Abkasa með ráðum og dáð. Líklega hefur þar verið um að ræða samstöðu íslamskra dvergþjóða Kákasusfjalla með íslömskum Abkösum gegn kristnum Georgíumönnum. Nefnt samband kom að sögn á hafi, eftir að hafa æft sig á Ge- orgíumönnum, orðið kjarninn í vopnuðu liði Tjetjena í stríð- inu við Rússa. Nefnd hernaðar- aðstoð Kákasusfjallaþjóða við Abkasa mun hafa verið veitt með samþykki og e.t.v. stuðn- ingi Rússa. En þar reyndust þeir sem sé hafa hvatt sverð sem síðan var beint gegn þeim sjálfum. Þess er og að geta í þessu samhengi að Shevardnadze er enginn vinur Dúdajevs Tjetj- enaleiðtoga. Þegar Zviad Gam- sakhurdia, andstæðingi She- vardnadzes í georgískum stjórnmálum, var steypt af stóli í janúar 1992, fékk hann hæli í Tjetjeníu og undirbjó þaðan BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON þeirra hálfu. Það flóttamanna- vandamál varð þungur baggi á Georgíu, sem er herfilega stödd í efnahagsmálum. Georgíumenn fóm halloka í stríði þessu, en það stöðvaðist, aðallega líklega fyrir tilstilli Rússa, eftir að Eduard She- vardnadze, sem fyrrmeir naut mikils álits á alþjóðavettvangi sem utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna en er nú heldur óöf- undsverður forseti ættlands síns, hafði látið undan kröfum Rússa um að þeir hefðu áfram herstöðvar í Georgíu og inn- göngu þess ríkis í Samveldi sjálfstæðra ríkja, sem er laust í reipunum en þó einskonar arf- taki Sovétríkjanna. En þá höfðu abkasískir uppreisnar- menn náð Abkasíu að mestu á sitt vald og við það situr. She- vardnadze mun hafa vonast til að Rússar launuðu honum undanlátssemina við þá með því að leggja undir hann Abk- asíu á ný, en af því hefur sem sagt ekki orðið. Rússar hafa einnig áhrif í Abkasíu gegnum meint friðargæslulið, sem þeir hafa þar. Afstaða Georgíumanna til stríðsins í Tjetjeníu má kallast beggja blands. Þeir horfa með þórðargleði á lélega frammi- stöðu rússneska hersins sem eftir næstum hálfs annars árs stríð við dvergþjóð hefur enn ekki tekist að buga hana, og dást að Tjetjenum fyrir harð- vítuga vörn þeirra og öfunda þá jafnframt. Þeir bjóða Rúss- landi byrginn en það þorum við ekki, heyrist sagt í Tíflis. Á hinn bóginn óttast margir Ge- orgíumenn að sjálfstæðisstríð Tjetjena, hafi þeir sigur í því, verði fordæmi sem geri að engu möguleika Georgíu á að legg allstómm sjálfboðaliðsher og sendi hann í stríðið með Abkösum, sem mun hafa mun- að vel um þann liðsauka. Fróð- ir menn um hernað á þeim slóðum segja að í því liði hafi verið um 5000 Tjetjenar. Armenskur fréttaskýrandi, kunnugur á þessum slóðum, segir að sjálfboðaliðar þessir uppreisn í Georgíu. Hann hafði fylgi nokkurt í vesmrhluta Ge- orgíu, líklega ekki síst út á ætta- sambönd, og var sigursæll í fyrstu eftir að uppreisn hans hófst haustið 1993. Rússar hjálpuðu Shevardnadze til að bæla þá uppreisn niður og hef- ur hann líklega orðið enn háð- ari þeim fyrir bragðið. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.