Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 27. apríl 1996 Hagyrbingaþáttur í þættinum í dag skiptum við nokkuð í tvö horn. Ann- ars vegar er það kveðja sem Pálmi Eyjólfsson á Hvol- svelli hefur ort til Sveins Runólfssonar, en Sveinn er ein- mitt fimmtugur í dag: Afmæliskveðja Sveinn Runólfsson, landgrceðslustjóri í Gunnarsholti, fimm- tugur Heklugos og hörðu árin, horfinn gróður, djúpu sárin og fátt til bjargar, fyrr á tíð. Nokkrir bœndur hófiist handa, hlóðu garða, er ennþá standa, og vitna um eiju ár og síð. Ömurlega auðn menn sáu, úrrœði ei fyrir lágu, uppsveitimar opið fiag. Rótarfeyskjur fiiku um sanda, falleg uppgrœdd tún þar standa og gamlir melar grœnka í dag. Það er Ijómi um Landgrœðsluna, Ijótu rofin, eldri muna. Hvarvetna er hafist að. Fyrirliðmn farsœll maður, fósturjörð hans vinnustaður, með rétta menn á réttum stað. Góðir stopiar standa að Sveini, sterkar œttir þar ég greini. Aðgræða land ergleði hans. Áfram mun hann vaskur vinna, og víða grœna akra kynna út við sjó og inn til lands. Páimi Eyjólfsson Gísli og Ómar Á dögunum fögnuðu landsmenn því að 25 ár eru liðin frá heimkomu handritanna. Ómar Ragnarsson var með mikinn þátt í sjónvarpinu um þetta og þótti víst sitt hverjum um ágæti þessa þáttar. Gestur í Vík orti: Á góðu þykir varla von, virðing frœða dalar, þegar Gísli Gunnarsson gegnum Ómar talar. Vorvísa Pétur Stefánsson sendi þættinum þessa vísu í tilefni sumardagsins fyrsta: Sólin hœkkar, léttist lund, lífsins gleði kallar. Vekja jörð afvetrarblund vorsins dísir allar. Aldatugir Búi er í heimspekilegum hugleiðingum og veltir fyrir sér framtíð kristninnar í landinu, en þúsund ára afmæli kristnitökunnar nálgast óðum. Búi yrkir: Á tíu alda afmælinu hans undirgengumst við að fylgja honum er eitt sinn fyllti brjóst hvers brotlegs manns afbetra lífs og æðri heima vonum. En nú um stundir sumum sýnast kann — senn er liðin tuttugasta öldin — að best sé oss að yflrgefa hann svo aðrir kóngar megi taka völdin. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA ,<AV- .ui38u/io»GJ20 nugm íi|iq miq ouq oe ov<! nn rs ob Hlynntur fegrunaraögeröum í mörgum tilfellum, en: Hef séð konur óskaplega hissa í 4-5 ár eftir andlitslyftingu Eru fegrunaraðgeröir algjört pjatt? Gleym- ist það að skurðað- gerðir eru alvarlegir hlutir sem fólk ætti ekki að gangast undir að gamni sínu? Hefur of mikið verið gert úr hryllingssögunum um misheppnaðar að- gerðir? Konu í les- endahópi Tímans langaði að heyra hvaða augum Heiðar snyrtir lítur þessar að- gerðir: Heibar: Fegrunar- aðgerðir eru staðg- reynd og komnar til að vera. Fegrunarað- gerðir hafa vitanlega verið lengi stundaðar hérlendis, en mikið í felum. Þegar banda- rísk kona kemur í saumaklúbb, og hefur kannski ekki sést í 2-3 mánuði, þá hrópar kannski ein vinkon- an: „Gasalega er fínt á þér nefið, hver gerði það?". Hér á íslandi hefur þetta verið miklu meira prívat- mál. Að baki þessu liggur sú hugmynd, að sé manneskja óánægð í sínum eigin líkama, ef henni líður andlega illa út af ein- hverju sem henni finnst ágalli á sér, þá sé kannski ástæða til að tala við lýtalækni. Ég er í mörgum til- fellum hlynntur fegr- unaraðgerðum. En stundum finnst mér eins og bæði karlar og konur haldi það, að ef þau fari til lýta- læknis þá standi hann bara til- búinn með hnífinn. Sé fólk mjög óánægt með eitthvað í andliti sínu eða líkamlegu fari þá finnst mér full ástæða til að fá tíma hjá lýtalækni og ræða málin: Hvernig þetta fer fram, hvað þetta væri mikil aðgerð og hver kostnaðurinn er. Brjóstastækkanir hafa aukist, sérstaklega hjá ungum stúlk- um. Bæði vegna þess að stúlkur hafa áhuga á einhverskonar út- litsferli gagnvart vinnu og að þær búa t.d. við það að ósam- ræmi er milli brjóstastærðar og mjaðmabreiddar. Þær eru sem sagt svolítið „perulaga" eins og kannski um 70% íslenskra kvenna hafa þurft að sætta sig við gegn um aldirnar. Nú hefur þeim hins vegar opnast sá möguleiki, aö hægt er að jafna svolítið út þennan mun með brjóstastækkun. Reyna fyrst einn „wonderbra" Persónulega er ég hlynntur því að konur, til að byrja með, reyni fyrir sér með fyllingu í brjóstahaldara áður en þær leggjast undir hnífinn - - fái sér einn „wonderbra" og athugi hvort hann getur kannski ekki l^igað móralinn yfir því ef barmurinn er ekki alveg nógu skál í C-skál. Vegna þess að ung og falleg stúlka sem þarf A-skálar fyrir brjóstin sín, en fer upp í Dollý Parton- brjóst, hún missir auðvitað all- an karakter — hún verð- ur bara brjóst. Gagnvart öllum þess- um aðgerðum þarf því auðvitað að nota skyn- semina. Ég hef séð konur sem fara í andlitslyft- ingu og verða „óskap- lega hissa" í svona 4-5 ár. Mér finnst það svona frekar neikvætt, því kona sem er alltaf „óskaplega hissa" í fram- an hún missir auðvitað hluta af sínum sjarma. Kannski ein besta andlits- lyftingin Augnpokaaðgerðir eru samt þær sem hvað al- gengastar hafa hafa ver- ið upp á síðkastið og eru alveg sjálfsagður hlutur, ekki bara útlitslega. Þeg- ar húðfellingin ofan við augun fer að leggjast mikið yfir augnlokið myndar það roða og hita í fellingunni sem haft getur þreytuáhrif á aug- un og valdið höfuðverk, og m.a.s. sjóntruflun ef pokinn er stór. Á sama hátt gera vatnspokar undir augum — oftast vatn sem líkaminn losar sig ekki auðveldlega við og fituvefur sem safnst þar saman — fólk þreytulegt og eldra í útliti. Ég hef því alltaf verið hlynntur augnpokaaðgerðum þegar þeirra er þörf. Enda eru þær í rauninni kannski ein mesta andlitslyftingin TEinnig er algengt að fólk hefur þannig beinabyggingu, sterkar augnbrúnir og kinn- bein, að það eldist ekki mikið kringum augun en er með veik- ari kjálkalínu, þannig að það myndast oft það sem ég kalla „gellur". Þá er hægt aö taka svolítinn skurð neðan við eyrnasneplana og tosa skinnið svolítið upp, þannig að niður- andlitið sé aldurslega og útlits- lega í samræmi við efri hlut- ann. En allt er þetta auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett og ræðst af því hvað fólk er hrifið af hugmyndinni „að vera ung/ur". Eg gæti t.d. nefnt dæmi um eina þjóðþekkta vinkonu mína. Hún er komin hátt á sjötugs- aldur, hefur aldrei látið gera neinar útlitsaðgerðir á sér, en fyllir samt alla þá kvarða sem prýða mega fegurðardís, miöað við sinn aldur. Víst ber hún þess merki aö hún er komin á þennan aldur. En hún lifir þannig lífi og hugsar þannig um útlit sitt að aðdáun vekur. Hún þarf ekki á neinum hníf ab halda — allavega ekki enn sem itlU <i JUVjOi. J^i Falleg stúlka sem fer upp í Dollý Parton-brjóst missir allan karakter — hún verbur bara brjóst. þrýstinn. Fitusog hefur líka aukist mjög mikið, sérstaklega hjá konum. Þegar kona er búin að eiga börn og svolítið farin að eldast vill það oft verða að stað- bundin ólosanleg fita sest á rass hennar og læri og víðar. Konan getur þá ekki með góðu móti gengið í þröngu pilsi og lendir í stórvandræðum með að kaupa sér dragtir, því hún þarf 1 eða 2 númerum stærra pils heldur en jakka. Þessu fylgja þannig ýmis óþægindi. Éýtaaðgerðir eru samt nokkuð sem alltaf þarf að passa upp á að breyti ekki per- sónuleika eða karakter fólks. Hingað kom dönsk nektardans- mær sem vildi, samkvæmt blaðafréttum, fá Dollý Parton- brjóst. íslenski læknirinn fékk hana hins vegar ofan af þessu, en breytti barmi hennar úr A- Heibar Jónsson, snyrtir svarar mspurningum lesenda Hvernig á ég ab vera? VJt *cnui

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.