Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 27. apríl 1996 Ný tœkni í Ijósmyndagerö, APS-kerfiö frá Kodak, kynnt hér á landi og um allan heim: Mistökum áhuga ljósmyndara ætti að fækka Nýja filman, Kodak Advantix, ásamt nýrri myndavél sem tekur nýju film- urnar og býbur upp á nýja og vonandi bœtta tcekni fyrir áhugaljósmynd- arann. Vondu myndunum í fjöl- skyldualbúmunum ætti að fækka þegar ný tækni, sem Kodak hóf ab kynna í fyrradag, veröur ab almenningseign. Ný tegund af filmum er komin á markab og Kodak-myndavélar í 9 gerðum, sem passa fyrir nýju filmumar, koma næstu daga á markaö. Helstu myndavéla- framleibendur heims fylgja í kjölfarib meb myndavélar sem passa fyrir hina nýju tækni sem tengist tölvutækni nútímans. „Fyrstu vélarnar fáum við eftir 10 daga eöa svo. Þetta er mjög skemmtilegt kerfi, ég er búinn ab sannreyna þab," sagði Karl Þór Sigurðsson hjá Hans Petersen í samtali við Tímann. APS-myndakerfið, eða Kodak Advantix, býbur upp á ýmsa ábur óþekkta möguleika. Allt mibar að því ab gera ljósmyndun ömggari og tryggja myndasmiðnum betri afrakstur en þekkst hefur. Þab er alkunna að þrátt fyrir öflugar og tæknilega góöar myndavélar, sem em orðnar almenningseign, þá em fæstir myndasmiðir með nægjanlega kunnáttu eða öryggi til ab taka skýrar og góðar mynd- ir nema rétt endmm og eins. Strax í upphafi myndatöku kemur fyrsta hindrunin. Allt of margir kunna ekki að þræða myndavélina sína. Filman kemur því auð úr framköllun. Kodak leysir einmitt þetta með nýju filmunni. Það þarf ekki að þræða, kassettunni er bara stungið á sinn stað. Filman verður nú geymd í hylki sínu, það verður hin endanlega geymsla filmunnar og hægt ab grípa til hennar, þegar á þarf að halda. Framkölluninni fylgir svo- kölluð Index-mynd, þumalputta- stórar myndir af öllu sem á film- unni er að finna. í filmukassettunni er lítill upp- lýsingadiskur, sem virkar eins og tölvudisklingur. Kassettan er þannig einskonar hjarta nýja kerfisins og alsjáandi auga þess. Diskurinn greinir myndavélinni frá upplýsingum um filmuna sem er í vélinni, til dæmis hversu ljós- næm filman er, tegund filmu og hversu margar myndir eru á film- unni. Inni í kassettunni mun filman gefa kost á upplýsingum á milli myndavélar og framköllun- arvélar, sem á að þýða að hún get- ur framleitt betri myndir í fyrstu tilraun. Örþunn segulrönd getur tekið upp upplýsingar um mynd- stærð og þau birtuskilyrði sem voru fyrir hendi við hverja myndatöku á filmunni. Nýju filmurnar, sem geröar eru fyrir APS-kerfið, eru minni og léttari en hefðbundnar 35 milli- metra filmur og filmustærðin er 60% af stærð venjulegrar 35 mm filmu. Smærri filma þýöir að hægt var að framleiða mun minni og handhægari myndavél, sem passar vel í vasa. Gott á ferðalög- um, þegar venjulegar myndavélar íþyngja fólki talsvert. Meðal annarra nýjunga má nefna að með nýju tækninni get- ur ljósmyndarinn pantað fyrir- fram stærð á myndinni, a.m.k. í dýrari myndavélunum; þrjár stærðir eru í boði. Sú pöntun skil- ar sér í framköllunarstofuna. Einnig verður hægt í dýrari gerð- um myndavéla af APS-gerð að taka filmukassettuna úr og setja aðra í staöinn. Þetta hentar vel, ef menn vilja grípa til ljósnæmari filmu við breytt birtuskilyrði. Síð- an má aftur grípa til fyrri film- unnar og halda áfram eins og ekkert hafi ískorist. Þessu kerfi fylgir raunar sá kostur að ekki er hætta á að tekið sé ofan í áður teknar myndir, sem er algeng hætta hjá áhugaljósmyndurum. Framköllunarvélar fyrir nýja kerfið koma til Hans Petersens í lok maí. Karl sagði að hjá fram- köllunarstofum Hans Petersens þyrfti ekki annað en að bæta við tækjum til að búnaöurinn gæti tekið til við APS-kerfið. Síðar þyrfti aukinn vélakostur að koma til eftir því sem fleiri taka myndir með nýju tækninni. -jBP Fjármálaráöherra á fundi Umhverfisnefndar SÞ í New York: Fjármögnun sjálfbærrar þróunar Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra tók nýverib þátt í pallborðsumræbum um fjár- mögnun sjálfbærrar þróunai á fundi umhverfisnefndai Sameinubu þjóðanna í New York, sem hófst 18. apríl sl. og lýkur 3. maí n.k. Auk Friðriks tóku þátt í umræð- unum fjármálaráöherrar Mósambík og Filippseyja og fulltrúar frá Alþjóðabankan- um, Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um og OECD. í ræðu sinni ræddi ráðherr- ann m.a. um hlutverk hins frjálsa markaðar og ríkisvalds við að tryggja sem hagstæðust skilyrði fyrir sjálfbæra þróun í heiminum, reynslu Norður- landanna, viðbrögð við sam- drætti í opinberri þróunarað- stoð og nýjar leiðir til fjár- mögnunar. í byrjun næsta mánaðar verður haldinn sérstakur fund- ur í umhverfisnefndinni til undirbúnings væntanlegu auka-allsherjarþingi SÞ vorið 1997, um sjálfbæra þróun. En þá er ætlunin að fara yfir og meta framgang samþykkta Ríó-ráðstefnunnar og taka frekari ákvarðanir. Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra mun sitja fundinn og flytja ávarp fyrir íslands hönd. Þetta er fjórði aðalfundur umhverfisnefndar SÞ síðan ráðstefnan var haldin í Ríó í Brasilíu árib 1992. Helsta um- ræðuefni á fundinum eru mál- efni sem tengd eru verndun hafslns, mengunarvörnum, nýtingu lífrænna auðlinda og verndun andrúmsloftsins. -grh Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumarið 1996.Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi þriðjudaginn 30. apríl 1996. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelli í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði lllugastöðum í Fnjóskadal Miðhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri Auk húsanna eru tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 31. maí til 13. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 30. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 8. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Friöur 2000 vill endurskipuleggja Sameinuöu þjóö- irnar: Rætt um stofnun friöarsamtaka fyrrverandi forseta Samstarfsabilar íslensku frið- arsamtakanna Fribur 2000 komu saman til fundar í Costa Rica í liðinni viku. Fundinn sátu 24 aðilar víða ab úr heiminum og var fundur- inn settur af Rodrigo Carazo, fyrrverandi forseta Costa Rica, en fundurinn var haldinn í Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í San José. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, kom heim með bréf frá Carazo til forseta íslands, þar sem hann gerir það að tillögu sinni aö Vigdís Finnbogadóttir taki þátt í stofnun samtaka fyrr- verandi forseta alls staðar að úr heiminum. Sjálfur segist Carazo vinna aö því að bjóða fyrmm forsetum heimsins til fundar í Reykjavík næsta haust. Ráðgert er að félagsskapur þessi verði stofnabur í Reykjavík dagana sem haldið verður upp á 10 ára afmæli leiðtogafundarins. Á fari fyrsti fundur fulltrúaráðs Friðar 2000 með þátttöku fund- argesta frá flestum þjóðlöndum. Á fundinum í Costa Rica var samþykkt tillaga þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar verði end- urskipulagðar með það að mark- miði að stofnunin verði virkari en nú er við að koma á friöi í heiminum. í tillögunni er rætt um að Sameinuðu þjóbirnar lýsi yfir alþjóðlegu vopnahléi 31. desember 1999 og að árið 2000 renni upp sem alþjóðlegt ár frið- ar. Þriðja árþúsundiö ættu Sam- einuðu þjóbirnar að lýsa sem „árþúsundi fribar, lækninga og fyrirgefningar", segir í skýrslu frá fundinum. Árin fram að aldamótum eigi Sameinuðu þjóðirnar að undirbúa friðsam- legan jarðveg í heiminum. Til- lögur Friðar 2000 hafa verið sendar aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Boutros Boutros- Ghali. nEjgnarqz iEgyq .míaigiVjiqíS^ ■i iuivm “.uma l u urov rcrnmxs: .DloDEa^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.