Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 24

Tíminn - 27.04.1996, Blaðsíða 24
Veöriö í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.B0 í gær) • Suburland tll Breibafjarbar: Norbaustan gola eba kaldi. Léttskýjab. Hiti 0 til 10 stig. • Vestfirbir, Strandir og Norburland vestra: Norbaustan en sibar norb- an eba norbvestan gola eba kaldi. Léttskýjab. Hiti 0 til S stig. • Norburland eystra og Austurland ab Clettingi: Norbaustan kaldi. skýjab meb köflum. Síbar hægari norban og léttir til. Hiti 0 til 5 stig. • Austfirbir: Norbaustan kaldi eba stinningskaldi. Skýjab en þurrt ab mestu. Síbar hægari norban og léttir víba til. Hiti 1 til S stig. • Subausturland: Norban gola og bjartvibri. Hiti 2 til 10 stig. Sjávarútvegsráöherra hafnar breytingum á úthlutunareglum í þorskkvóta. Grefur undan markaöskerfi kvótans: Línutvöföldun afnumin og jöfnunarsjóöir endurmetnir Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráöherra upplýsti á ab- alfundi SÍF hf. í gær ab hann hefbi óskab eftir því vib sjávarútvegsnefnd Alþingis hvort ekki sé unnt ab gera breytingar á fiskveibilögun- um meb þab ab markmibi ab afnema línutvöföldun- ina. Rábherra telur ennfrem- ur vert í ljósi væntanlegrar kvótaaukningar í þroski aö endurskoba jöfnunarsjób fyrir minni báta á aflamarki sem stofnabur var sl. vor til ab treysta stöbu þeirra. Af sömu ástæöu telur rábherra ab þab þurfi aö skoba hvort naubsynlegt sé ab nýta þann jöfnunarsjób, sem hefur yfir ab rába 12 þús. þorskígildis- tonnum, sem úthlutaö hefur veriö úr á undanfömum ár- um vegna þorskbrestsins. Rökin fyrir því aö afnema línutvöföldunina sagöi ráb- herra m.a. vera þab óhagræði sem skapast fyrir fiskvinnsl- una vegna kapphlaups út- gerða vib ab veiba sem mest á þeim tíma sem línutvöföldun- in stendur yfir, eða frá nóv- feb. ár hvert. Það getur leitt til brigbasöfnunar og óeblilegra áhrifa á markaðsaðstæður. Þar fyrir utan eiga útgerðarmenn að taka sjálfir um þab ákvörð- un hvenær þessi afli er veidd- ur, þannig að þeir geti dreift veiðinni yfir lengra tímabil og jafnvel nýtt þennan afla sem meðafla með veiðum á öðrum tegundum. I ræðu sinni til saltfiskfram- leiöenda hafnaði Þorsteinn framkomnum óskum í sjávar- útvegi um að við næstu kvóta- úthlutun eigi að taka sérstakt tillit til bátaflotans og ísfisk- togara. Hann sagði tillögur í þessa átt sem byggja á „mats- kenndum sjónarmiðum" ein- ungis til þess fallnar ab grafa undan kvótakerfinu sem „markaðskerfi við stjórnun fiskveiða og varaði sterklega við allri umræbu í þá veruna. Ráðherra sagbi að við stjórn fiskveiða eigi sjónarmið heild- arhagsmuna að ríkja og því hefði það verið prófsteinn á þá stefnu þegar hann ákvað að auka ekki kvótann á þessu fiskveiðiári. Hann varaði við skammtímasjónarmiðum í þessum efnum en viður- kenndi þó að erfiðara væri að standa á kvótabremsunni þeg- ar þorskstofninn væri á upp- leið en þegar brestur vofbi yfir. Ráðherra lagöi áherslu á vís- indaleg ráðgjöf fiskifræðinga og 25% aflaregluna við fisk- veiðistjórnunina. Hann sagði að markmiðið með þorsk- vernduninni væri aö koma veiðistofni þorsks í 1,4-1,6 milljónir tonna sem þýðir leyfilegan árskvóta í þorski uppá 400 þúsund tonn. -grh Puttabrotiö hjá Ingvari og Gylfa fyrir Hœsta- rétt: Verkstjórar segj- ast uggandi um sinn hag Noröurlandameistarar nema í matreiöslu, þeir Brynjúlfur Halldórsson frá Skólabrú og Hermann Agnar Sverrisson frá Hótel Sögu, meö verölaunagripina. Viö hliö þeirra er liö íslands í framreiöslu sem vann til silfurverölauna í keppninni. Tímamynd: BC Norrœna nemakeppnin i matreiöslu og framreiöslu: Lib íslands í fyrsta og öbm sæti íslenskir matreibslunemar sigr- ubu í norrænu nemakeppninni í matreibslu og framreibslu sem haldin var hér á landi þessum mánubi. Lib íslands í fram- reibslu lenti í öbru sæti. íslendingar hafa tekið þátt í Norrænu nemakeppninni í mat- reibslu og framreibslu frá árinu 1987. Árangur íslensku nemanna hefur verib góður en þeir hafa unnib til verblauna á hverju ári. Til að velja fulltrúa hverrar þjóbar í keppnina eru haldnar forkeppnir í hverju landi og fara sigurvegarar þeirra í abalkeppn- ina sem að þessu sinni var haldin í Reykjavík. Frammistaða íslendinga var sérlega glæsileg í ár. Lið mat- reiðslunema lenti í fyrsta sæti og lið framreiöslunema í öðru sæti eftir harða keppni vib Dani. Keppni matreibslunemanna fólst í því ab úbúa þriggja rétta hádegisverð úr hráefni sem þeir vissu ekki um fyrirfram og þriggja rétta kvöldverð úr fyrirfram ákvebnu hráefni. Framreibslu- nemarnir lögbu á borð fyrir þriggja rétta máltíb fyrir sex manns og útbjuggu blómaskreyt- ingar á borbið. Þeir þurftu einnig ab framreiba matinn, skera abal- réttinn og eldsteikja eftirréttinn. Þeir fengu líka þab verkefni að velja vín meb hverjum rétti og blanda áfenga og óáfenga drykki. -GBK Verkstjórarar eru uggandi um sinn hag eftir refsidóminum sem Héraðsdómur Reykjavík- ur kvaö nýlega upp í máli gegn Hermanni Gunnarssyni verkstjóra hjá Ingvari og Gylfa og greint hefur verib frá í Tímanum. Hermann var tal- inn skaöabótaskyldur vegna fingurbrots samstarfsmanns síns enda þótt Vinnueftirlit hefbi ekkert haft vib tæki þab ab athuga, sem fingurbrotinu olli. „Verkstjórasamband ísiands hefur farið þess formlega á leit við vinnuveitendur ab upp verði teknar viðræður á milli þessara aðila svo fljótt sem kost- ur er um stöbu verkstjóra á vinnumarkaðinum og þá ábyrgð sem á þá getur fallið þeg- ar slys eða önnur óhöpp henda á vinnustað," segir Kjartan Örn Jónsson hjá Verkstjórasambandi íslands. Á landsfundi Verkstjórasam- bandsins nýlega kom fram að verkstjórar eru tilbúnir að axla þá ábyrgð sem í starfi þeirra fel- ast. Hins vegar varði mál þetta ekki Hermann einan, heldur alla verkstjórastéttina. „Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar svo taka megi af all- an vafa um réttarstöðu verk- stjóra," sagði Kristján Örn í gær. -JBP Biskup vanhæf- ur til að fjalla um eigib mál Hr. Ólafur Skúlason, biskup, hefur sent Þorsteini Pálssyni, kirkjumálarábherra, bréf þar sem hann lýsir sig vanhæfan til aö fjalla um alvarlegt brot Ólafs Skúlasonar þegar hann opinberabi upplýsingar um fund prests og skjólstæöings vegna eigin hagsmuna. Ölafur fer fram á þab við kirkjumálaráðherra að hann skipi annan biskup í sinn stað til að fjalla um þetta trúnaðarbrot.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.