Tíminn - 30.04.1996, Qupperneq 3

Tíminn - 30.04.1996, Qupperneq 3
Þri&judagur 30. apríl 1996 3 Gœti verib stangveiöimönnum í hag ab sleppa stór- löxum: Stórlaxar ala af sér stórlaxa „Þab er verið ab ræ&a um þaö í stangveiðinni núna að hugs- anlega veiba og sleppa stór- löxunum. Stórlaxinn kemur miklu fyrr upp í árnar og þá er hugsanlegt að hann sé undir meira veiðiálagi en smálax. Mönnum finnst eins og stór- laxahlutfallið í ánum sé að minnka," segir Jónas Jónas- son, deildarstjóri hjá Veibi- málastofnun, en hann hélt er- indi um erfbir stórlaxa á árs- fundi stofnunarinnar um helgina. Þar lagði hann til að rannsóknir á veiði stórlaxa yrðu efldar verulega. í rannsóknum á hafbeitarlaxi sem gerðar hafa verið í tilrauna- stöðinni í Kollafirði kom í ljós að pör sem samanstóðu af stór- laxahæng og stórlaxahrygnu gátu í tæplega 30% tilvika af sér stórlaxa en þegar smálaxahæng- ar og stórlaxahrygnur vom pör- uð saman voru um 15% af- kvæmanna stórlaxar. „Þetta Guðs mildi að eldurinn Unniö hörbum höndum viö standsetningu þeirra fyrirtœkja sem uröu fyrir tjóni í brunanum á Eiöistorgi. Eigandi Rauöa Ijónsins: sýnir að það skiptir máli hver sjávaraldur klakfiskanna er uppá útkomu afkvæmanna." En munurinn er sá að stórlaxar hafa verið tvö ár í sjó en smálax- ar eitt ár. „Þetta yrðu þá svona hálfgerð- ar kynbætur en tækju auðvitað langan tíma." Jónas sagði það svo sem ekki háalvarlegt mál þó að stórlöxum myndi fækka, hins vegar sæktust veiðimenn meira í veiði stórlaxa og því gæti hærra hlutfall stórlaxa ver- ið hagsmunamál þeirra sem eiga veiðirétt, enda sé það „draumur hvers veiðimanns að veiða yfir 20 punda lax." -LÓA Hér var rafmagnsstaflan sem olli brunanum og hafa ibnabarmenn unnib allan sólarhringinn ab undanförnu vib ab koma upp nýrri töflu. Útflutningsverölaun forseta Is- lands afhent á Bessastööum: Eimskip fær kom upp á opnunartíma verðlaunin 1 1 A Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, veitti Eimskipafélagi ís- lands Útflutningsverðlaun for- seta íslands við hátíblega athöfn á Bessastöðum á sunnudaginn var. Verðlaunin „eru veitt í viður- kenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutnings- verslunar og gjaldeyrisöflunar ís- lensku þjóðarinnar", segir í til- kynningu frá Útflutningsráði. Verðlaunagripur þessa árs, sem gerður var af Sólveigu Baldursdótt- ur, er um 150 kg. að þyngd, úr ítölskum marmara og nefnist Foss. Hugmyndinni að verkinu lýsir li- stakonan þannig: „Hinir íslensku fossar hafa löngum verið stolt ís- lands, steypst niður hamarinn eða liðast ljúft niður bergið, fundið sér farveg í tærri náttúranni og mótað landið á leið sinni til sjávar". í ávarpi Páls Sigurjónssonar form. úthlutunarnefndar kom m.a. fram að tekjur af erlendri starfsemi era nú orðnar 18% af heildartekj- um Eimskip og yfir 30% hagnaðar síðasta árs tengist starfsemi er- lendis. ■ Það var fremur nöturlegt um ab litast í hluta verslunar- kjarna og fjölbýlishúss Eibis- torgs 13-15 í gær en þar kom upp eldur aöfaranótt laugar- dagsins. Enn var reykj- arstybba í lofti á veitinga- staðnum Rauða ljóninu og nágrenni hans en eldurinn kviknaði í rafmagnstöflu hússins rétt hjá eldhúsi veit- ingastaðarins með þeim af- leiöingum að rýma varð hús- ið fyrir slökkvistarf. Þurftu um 250 gestir að yfirgefa Sex- baujuna og Rauða ljónið vegna brunans, auk þess sem íbúar voru varaðir við og nokkrir vaktir upp. Eldurinn kom upp um klukk- an 12 á miðnætti og þykir Guð- jón Ingólfsson yfirþjónn á Rauða ljóninu hafa sýnt nokk- urt snarræbi og jafnvel lagt líf sitt í hættu þegar eldurinn kviknaði. Hann óð í gegnum allmikið reykjarkóf og vakti íbúa auk þess sem hann barðist við að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki. Á tímabili lokaðist Guðjón inni og barði á Verib ab flytja húsgögn í reykhreinsun. hurðina með slökkvitæki þang- að til samstarfsmenn urðu hans varir og opnuðu fyrir honum. Fólk hélt stillingunni Árni Bjömsson, eigandi Rauða ljónsins og veitingastað- arins Sexbaujunnar, fór einna verst út úr brunanum en hann sagði ab með mikilli vinnu vonaðist hann til að geta opn- að aftur um næstu helgi. Verið var að taka öll húsgögn og reyk- hreinsa í gær en Árni sagði að taka þyrfti hvern einasta hlut og hreinsa og henda öllu hrá- efni í edhúsi. Árni sagði gesti hússins sl. föstudagskvöld hafa bmgðist Tryggingastofnun: Greiddu 150 millj. vegna líffæraflutninga í fyrra Greiðslur sjúkratrygginga Tryggingastofnunar vegna líffæraflutninga erlendis hafa vaxið mjög á fáum ár- um, og komust í tæpar 150 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt sundurliðun sjúkrakostnabar erlendis á árunum 1986 til 1995. Fyrstu greiðslurnar fyrir líffæra- fiutninga og mergskipti á þessu árabili voru árið l990, um 11,5 milljónir á verðlagi síbasta árs. Árið eftir hækkuðu þær í 64 milljónir og áfram í um 80 milljónir á ámnum 1992 og 1993 og síðan í rúmlega 100 milljónir 1994. Þessi kostnaðar- liður tók síðan annað stórt stökk á síöasta ári, í rúmlega 149 milljónir og var þar með orðinn um 65% alls erlends sjúkra- kostnftl^Tjyggjngastofnunar. Árið 1986 var fyrst byrjað að greina í sundur erlendan sjúkra- kostnað Tryggingingastofnun- ar. Heildarkostnaðurinn var þá 146 milljónir (á verblagi '95), komst hæst í 273 milljónir árið 1991 en var 230 milljónir á síð- asta ári. Fyrstu árin voru kransæða- og hjartaðgerðir fyrirferðarmestar, um og yfir helmingur heildar- kostnaðarins. Hæst fór sá kostn- aðarliður í 105 milljónir (á verð- lagi síðasta ári) árið 1989, en hafði lækkað í 25 milljónir á síðasta ári. Þótt hjartaaðgerðirn- ar hafi þannig að mestu verið færðar hingað heim og glasa- frjóvgunin einnig nær alfarið frá 1993 lækkar erlendur sjúkra- kostnaður lítið hjá Trygginga- stofnun, því gífurlegur kostnað- ur við líffæraflutninga hefur . Jffi21&L.sta£ÍBÍlU ^ ■ við með mikilli stillingu, senni- lega hefði veitingastaðurinn verið orðinn mannlaus fimm mínútum eftir að eldsins varð vart. „Þetta gekk allt vonum framar, það var árshátíð hjá okkur uppi og margir reifir en það var ótrúlegt hve menn brugðust vel við, kannski vegna þess að þeir fengu að hafa glös- in með sér. Það var guðs mildi að þetta gerðist á þeim tíma sem við höfum opið. Ég hefði ekki boðið í ástandið ef eldur- inn hefði komið upp utan opn- unartíma okkar," sagði Árni og átti þar bæði við auknar skemmdir á húsnæðinu og e.t.v. hættu sem íbúarnir hefðu lent í. Vel gekk að ráða niður- lögum eldsins að fullu eftir að slökkviðliðið kom á staðinn en áður hafði starfsfólk haldið eld- inum í skefjum með slökkvi- tæki. 10 fyrirtæki óstarfhæf Um 10 fyrirtæki í verlsunar- miðstöðinni Eiðistorgi voru óstarfhæf í gær vegna brunans, aðallega vegna rafmagnsleysis. Sums staðar var þó opið eins og í versluninni Hjólið. Steinunn Friðbjörnsdóttir eigandi kvart- aði undan því að ákveðnir fjöl- miðlar hefðu sagt ab lokað yrði um vikutíma á meðan verið væri að koma rafmagni og öðru í lag, en hún hefði opnað sína búð strax daginn eftir brunann. „Það sem selst er einfaldlega skrifað niður og málinu bjargað þannig." Eigandi Snyrtistofu Sigríðar Guðjónsdóttur sagbi reykjar- lyktina vera höfuðvandamálið. Hún vissi ekkert af brunanum fyrr en hún mætti til vinnu á laugardaginn, en þá mætti henni ófögur aðkoma. Þeim rekstraraðilum sem urðu fyrir tjóni á Eiðistorginu bar al- mennt saman um að fjárhags- legur skaði væri lítill en ástand- ið kallaöi á mikil óþægindi og vinnu. -BÞ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.