Tíminn - 30.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.04.1996, Blaðsíða 4
4 WÍJWPP® Þriðjudagur 30. apríl 1996 IWljÍljll STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjómarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Afkoma fyrirtækjanna Undanfarnar vikur og mánuði hafa fyrirtækin í landinu birt ársreikninga sína fyrir árið 1995 og haldið aðalfundi. Þær fréttir berast af þessum fundum að afkoma fyrirtækj- anna er yfirleitt jákvæð á síðasta ári og með besta móti. Á þessu eru nokkrar undantekningar, til dæmis hjá fyrirtækj- um sem eru í bolfiskvinnslu í sjávarútvegi. Afkoman þar hefur verið afar slæm, en miklu betri í öðrum greinum sjávarútvegs. Það eru góð tíðindi að fyrirtækin hafi jákvæða afkomu. Það er hins vegar mjög áríðandi að sá afkomubati nýtist fyrir atvinnulífið og launafólk í landinu. Þegar vel gengur er stutt í umræðurnar um gróða fyrir- tækjanna. Saga síöustu ára sýnir hins vegar að fyrirtæki, sem rekið er á núlli eða með halla árum saman, endar með því að fara í gjaldþrot sem allir tapa á sem hlut eiga að máli. Þess vegna er góð afkoma í atvinnulífinu grundvöll- ur bættra lífskjara. Fyrirtækin verða að geta greitt fólki sínu mannsæmandi laun án þess að lenda fyrir neðan strikið eða velta hækkununum út í verðlagið, og þau verða líka að vera þess megnug að leggja fé til nýsköpunar og færa út kvíarnar. Umræður um tekjuskatta fyrirtækja eru vel þekktar, og minnka ekki þegar vel gengur. Um það mál er það eitt að segja að nauðsyn ber til að haga skattlagningu fyrirtækja hér með líkum hætti og er í samkeppnislöndunum. Það er miklu betra fyrir ríkisvaldið að fyrirtækin verji hagnaði sínum til atvinnuuppbyggingar og hækkunar launa held- ur en að seilast í hagnað þeirra í formi aukinna tekjuskatta. Skattheimta ríkisvaldsins er að langmestu leyti í óbeinum sköttum, eða 75 milljarðar af 120 milljarða tekjum. Ríkis- valdið hefur því allt að vinna með auknum umsvifum í þjóðfélaginu. Hins vegar er áríðandi að skilningur sé á því hjá for- svarsmönnum fyrirtækjanna að leggja fé til rannsókna og nýsköpunar og gera vel við fólkið. Að sönnu fer þetta sam- an þegar grannt er skoðað og skilar sér margfaldlega. Hins vegar er það svo að hluthafar gera stífar arðkröfur af fé sínu í fyrirtækjum sem eru á almennum hlutabréfamark- aði. Það er hins vegar mjög misjafnt eftir löndum hvað tíökast um þessar arðgreiðslur og hve stór hluti arðsins er skilinn eftir í fyrirtækjunum. Það er eðlilegt að þeir, sem leggja fé sitt í atvinnufyrir- tæki og taka áhættu með því, fái arð af sínu fé. Atvinnulíf- ið þarf á fjármagni að halda og eiginfjárhlutfall fyrirtækja hefur verið mjög lágt. Það verður til þess að starfsemin verður viðkvæm fyrir sveiflum í afkomu. Nú liggur fyrir Alþingi margumtalaö frumvarp um fjár- magnstekjuskatt. Það gerir ráö fyrir því að skattar lækki á arðgreiðslum. Þetta, ef samþykkt verður, ætti að leiða það tvennt af sér að auka ásókn fjármagnseigenda í að leggja áhættufjármagn í fyrirtækin í landinu og ekki sé eins mik- il ástæða fyrir þá að gera svo stífar arðkröfur í hagnað að ekkert sé eftir í fyrirtækjunum. Það verður ekki dregin upp mynd af afkomumálum fyr- irtækjanna nema benda á það að þau eru mörg hver mjög skuldsett. Undanfarið hefur komið í ljós að þau eru að greiða niður skuldir, og mun það leggja enn frekari grunn að bættri afkomu. Þetta er mjög mikilvægt nú, þegar launafólk mun gera kröfur til þess að fá sinn hlut í batan- um. ~~TrTr7T77T7T7T77Z7ITrju Kristileg vakning? VWíHÚXR, I Æ-attSS- SCSSÍf' stingaj , 1 r» Wito rv, &&& . irotn- . vi0rdrn'i\r- ssSíagÆr: ^ ,t h*R1 *„k l»l* »4 0dds-4°n ísrw^ssif Um fátt er nú meira rætt í kreðsum stjórnmálaskýrenda í höfuöborg- inni en hinn nýja kristilega anda, sem svífur yfir vötnum í Sjálfstæð- isflokknum. Þessi kristilegi boð- skapur — sem margir eru farnir að sakna úr kirkjunni — þykir einna sterkastur hjá formanni flokksins, sem hefur nú afsannað svo ekki verður um villst að hann er hvorki maður hefnigjarn né erfir við menn, þó þeir hafi eitthvaö gert á hans hlut. Þetta er talið kristallast í því að Davíð (og Friðrik) mun hafa gefið Pétri Kr. Hafstein leyfi til að bjóða sig fram sem forseta, eins og Pétur greindi raunar frá þegar hann tilkynnti framboð sitt. Pétur Kr. var nefnilega í Þorsteinsliðinu í formannsslagnum 1991 og ritaði kjarnyrta grein um Davíð í Mogg- ann þar sem hann býsnaðist yfir ------------ því hvernig Davíð kom aftan að Þorsteini í taum- lausum persónulegum metnaði. Grein Péturs í grein sinni segir Pétur m.a.: „Nú hefur það enn gerst, að pólitískar freistingar bjóða heim nýjum býsnavetri í Sjálfstæðisflokknum og raunar ís- lenskri pólitík. Þetta gerist, þegar skammt er til al- þingiskosninga og flokkurinn virðist eftir öllum sólarmerkjum að dæma sigla góðan byr undir for- ystu Þorsteins Pálssonar. Enn er þar varaformaður flokksins á ferð, sem nú heitir ekki Gunnar Thor- oddsen heidur Davíð Oddsson. Enn er svo komið, að varaformaður telur sig betur til forystu fallinn en formann og það brýnast nauðsynjamála í kosningaundirbúningi, að formaöurinn víki fýrir sér. Nú fær Þorsteinn Pálsson að vita, að Davíð Oddsson kom ekki í stól varaformanns fyrir tveimur árum til þess að efla einingu Sjálfstæðis- flokksins fyrst og fremst eða vera formanni sínum bakhjarl, eins og Ólafur Thors gat treyst um Bjarna Benediktsson og Bjarni um Jóhann Haf- stein. Þannig gerast kaupin á eyrinni, þegar fallið er fyrir „þessum eilífa egóisma og afdrifaríka, en þó drepleiðinlega metnaöi og sjálfsánægju"." Þarna í lokin var Pétur að vitna í grein eftir Matthías Johannessen, sem skrifuð var um Gunn- ar Thoroddsen. En Pétur er svo sem ekki aö skafa utan af því sjálfur, því litlu síöar í grein sinni seg- ir hann um Davíð: „Framganga af því tagi, er hann hefur nú sýnt, þegar hann teflir einingu GARRI Sjálfstæðisflokksins í tvísýnu ... gefur fullt tilefni til að draga í efa dómgreind hans og raunverulega hæfni enn sem komið er a.m.k. til að stýra svo stóru og margþættu liði, er stendur að Sjálfstæðis- flokknum. Þeir, sem vilja láta taka sig alvarlega í stjórnmálaforystu, mega aldrei falla í þá freistni að taka persónulegan metnað fram yfir hagsmuni þeirrar liðsheildar sem hefur sýnt þeim trúnað sinn." Nýir tímar? Spekúlantar eru flestir sammála um að þessi grein Péturs Kr. hefði flokkast, ef hún hefði birst í dag, undir það sem kallað er „svona gerir maður ekki"-flokkinn. Það, að Pétur sé orðinn forseta- frambjóðandi forustu Sjálfstæðisflokksins með slíka ritsmíð í farangrinum, eins og víða er nú haldið fram, þykir hins vegar bera vott um svo nýja tíma í Sjálfstæöisflokknum að undrun sætir. Er von nema menn tali nú um að kristilegu kær- leiksblómin spretti í kringum Davíð Oddsson og eflaust hefur hann líka fyrirgefið Ólafi Ragnari að hafa sagt hann búa yfir skítlegu eðli, Guðrúnu Péturs fyrir að hafa verið á móti Ráðhúsinu og Guörúnu Agnars fyrir aö vera femínisti. Garri hins vegar kýs að gera eins og Tómas forð- um og efast þar til hann fær áþreifanlegar sannan- ir. Það er einhvern veginn miklu trúlegra að Pétur sé hreint ekki kandídat Davíðs, eins og alltaf er verið að tönnlast á. Ekki frekar en Guðrúnarnar eða þá Ólafur Ragnar. Garrí íslenskur foss á ítölsku bergi Óskabarn þjöðarinnar fékk útflutningsverðlaun Útflutningsráðs um helgina og er félagið eflaust vel að þeim komið. Verðlaunagripurinn var merkileg stytta og glæsileg sem listakonan Sólveig Baldursdóttir, sem hana gerði, kallar Foss. Er hér um mikiö listaverk að ræða og unnið úr ítölskum marmara. Nú kann í sjálfu sér ekki að vera neitt athugavert við að gera verðlaunagripi úr ítölskum marmara. Hins vegar vekur það óneitanlega upp ýmsar spurningar að það skuli einmitt hafa verið ákveðið að verölaunin fyrir íslenskan út- flutning séu búin til úr útlensk- um steini. Þetta er svona eins og ef Brasilíumenn hefðu veitt slík verðlaun úr innfluttum kaffibaun- um eða borgarstjórnin í Newcastle úr innfluttum kolum. Þenslan Nú er ljóst að utanríkisverslun er lykill okkar ís- lendinga að nútímalegu lífi og því er fráleitt að amast við innflutningi yfirleitt. Því er þó ekki að neita að innflutningur hvers kyns vöru og þjón- ustu hefur lengi verið talsvert yfir þeim mörkum, sem flestir málsmetandi menn hafa talið eðlilegt. Gegndarlaus neysla og gríðarlegur innflutningur hefur líka stundum verið kölluð þensla og sumir telja sig merkja upphaf slíks ástands í íslensku efnahagslífi nú um stundir. Gríöarleg aukning í innflutningi síðustu mánuðina bendir óneitan- lega til að landsmenn hafi ákveðið að eyða efna- hagsbatanum víðfræga aö minnsta kosti jafnóð- um og hann gerir vart við sig, ef ekki beinlínis að taka forskot á sæluna og eyða og spenna í trausti þess að batinn verði hressilegur þegar hann kem- ur. Þessi tilhneiging landans hefur oftar en ekki framkallað duglegan halla á vöruskiptum við út- lönd. Til þess að vinna gegn þessu hefur verið far- tij1?þ,þeiiia neyslu að innlendum varningi. Allir þekkja t.d. hið um- fangsmikla átak þar sem þjóðin er hvött til að velja íslenskt frekar en erlent undir slagorðinu „ís- lenskt í öndvegi". Benda menn á það mikla gagn sem þeir gera íslensku efnahagslífi með þessu, styrki ekki einvörðungu íslenskan iðnað og fram- leiðslu hvers konar, heldur skapi þeir beinlínis at- vinnu og styrki stöðu okkar gagnvart viðskiptum við útlönd. Hin hliðin á þessu dæmi er svo út- flutningurinn sem gefur okkur tekjurnar til að borga fyrir inn- flutninginn. Þar er slagorðið líka „íslenskt í öndvegi", nema hvað þá eru menn að reyna að koma íslenskri vöru og þjónustu til öndvegis á erlendum mörkuðum. Til að örva slíkt var stofnað til útflutningsverðlauna, þar sem þeir sem skaraö hafa fram úr við að koma íslensku í öndvegi erlendis hljóta sérstaka viður- kenningu. Fósturjörbin Þegar svo íslenskt grjót, stolt landsmanna — sjálf fósturjörðin — er ekki nægilega spennandi til að búa til útflutningsverðlaun, er komið upp al- varlegt stílbrot í baráttunni fyrir að setja það sem íslenskt er í öndvegi, hvort heldur er hér heima eða að heiman! Og svona eins og til að sáldra salti í sárið er umsögn listakonunnar um listaverkið þessi: „Hinir íslensku fossar hafa löngum verið stolt íslands, steypst niður hamarinn eða liðast ljúft niður bergið, fundið sér farvegi í tærri náttúr- unni og mótað landið á leið sinni til sjávar." Ekki skorti hátíðleikann í lýsinguna og minnir þetta helst á kvæði Jóhannesar um Rímþjóðina: „Stolt sitt klauf hún í stuðla / við höfuðstaf gekk hún til sauða." En þegar íslenskt stolt er orðið að fossum, sem steypast niður ítalskan marmara, er fulllangt gengið. -BG Jili >1ÚUW| v/uuii> .. Ul^l Iv IJr . Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.