Tíminn - 30.04.1996, Side 5

Tíminn - 30.04.1996, Side 5
Þriðjudagur 30. apríl 1996 WfáwiMn 5 Miö- vinstrifylkingin L'Ulivo er sigurveg- ari síöustu kosn- inga, en kommún- istar gœtu reynst henni dýrkeyptir stuöningsmenn. Sumir telja aö áframhaldandi sókn Lega Nord muni leiöa til þess aö Noröur- Ítalía fjar- lœgist aöra lands- hluta í stjórn- og efnahagsmálum s Urslit ítölsku kosning- anna um næstsíöustu helgi þykja söguleg. Þetta er í fyrsta sinn sem vinstriarmurinn í ítölskum stjórnmálum kemst í valda- aöstööu. Allt kalda stríöiö gekk stjórnmálabaráttan þarlendis mikiö til út á þaö aö halda kommúnistum, næstfylgismesta flokki landsins sem í fylgi slagaöi hátt upp í „ríkisflokkinn" kristilega demókrata, utan ríkisstjómar. Vesturlönd yf- irleitt, meö Bandaríkin í broddi fylkingar, stuöluöu eindregiö aö því aö svo héldist. Nú bregður svo við að þegar Lýðræðislegi vinstriflokkur- inn, arftaki kommúnista- flokksins, verður fylgismesti flokkur Ítalíu og þar með að líkindum aðalflokkurinn í næstu ríkisstjórn (þeirri 55. þarlendis frá lokum síðari heimsstyrjaldar), líður fegins- andsvarp upp frá brjóstum Vestur-Evrópumanna. Mið- vinstrifylkingin undir forystu fyrrverandi kommúnista, sem nefnist L'Ulivo (Olífutréð), er sögð vera Evrópusinnaðri og á allan hátt gæfulegri en höfuð- andstæðingur hennar, mið- hægrifylkingin Polo per le Li- berta' (Frelsispóllinn) undir forystu Silvios Berlusconi, fjöl- miðlakóngs og fyrrverandi for- sætisráðherra. Meira að segja gjaldeyris- og verðbréfamark- aðir brugöust jákvætt við úr- slitunum. Andreotti og Aldo Moro Samtryggingakerfinu gegn kommúnistum var samfara mikil spilling, er varð kristileg- um demókrötum og sósíalist- um, helsta samstarfsflokki þeirra, að falli þegar kalda stríðið, réttlæting þess kerfis í augum þeirra sem að því stóðu, var ekki lengur. Kristi- legir demókratar, aðalvalda- flokkurinn á kaldastríðstríð og nú splundraðir í nokkra smá- flokka, iðrast þess nú líklega sumir að hafa ekki „meðan tími var til" gengið til „sögu- legrar málamiðlunar" við kommúnista, sem þegar á 8. áratugi urðu evrókommmún- istar og „naumast þekkjanlegir frá norrænum jafnaðarmönn- um, einnig í afstöðu til NATO og Evrópusamruna." (Danska blaðið Politiken í forystu- grein.) Nú er fyrir rétti Giulio Lamberto Dini (t.h., meb Oscar Luigi Scalfaro forseta), núverandi forsœtisrábherra, ereinn af forystumönnum mib- vinstrifylkingarinnar. Italía: vinstriarmur að taka við s t j órn BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Andreotti, einn helstu forystu- manna kristilegra demókrata og líklega áhrifamestur allra stjórnmálamanna Ítalíu í kalda stríði, þá hátt metinn í hinum „frjálsa heimi" og eftir- læti páfa og kaþólsku kirkj- unnar. Rannsakendur í máli hans halda því fram, að mafíu- foringjar hafi látið myröa blaðamanninn Mino Pecorelli (sem skotinn var í bíl sínum í Róm 1979) að beiðni Andre- ottis, vegna þess að Pecorelli hefði sagst ætla að ljóstra upp um hlutdeild Andreottis I ör- lögum Aldos Moro, eins af helstu leiðtogum kristilegra demókrata sem Rauðu stór- fylkin, hryðjuverkamenn á vinstri kanti, námu á brott og myrtu 1978. Svo segir Tomm- aso Buscetta, áður háttsettur mafíumaður og nú aðalvitni í málinu gegn Andreotti. Pecor- elli hefði talið sig vita að yfir- völd hefðu komist á snoðir um, hvar hryðjuverkamenn- irnir höfðu Moro í haldi, en ákveðið að reyna ekki að bjarga honum. Ástæðan hefði verið að Moro var fylgjandi „sögulegu málamiðluninni", þ.e. því að kristilegir demó- kratar tækju upp samstarf við kommúnista og hættu að úti- loka þá frá ríkisstjórn. Moro hefði því verið „fórnað" og það hefði verið gert með vit- und og samþykki bandarísku leyniþjónustustofnunarinnar CIA. „Fyrsta ítalska lýðveldið er dautt. Vera kann að annað ítalska lýðveldið hafi fæðst með þessum kosningum," seg- ir Politiken hátíðlega í áður- áminnstum leiðara. Þar gætir, eins og í Vestur-Evrópu yfir- leitt, ánægju með úrslitin, en jafnframt nokkurs- vafa við- víkjandi framtíðinni í ítölsk- um stjórnmálum. L'Ulivo hef- ur að vísu meirihluta í öld- ungadeild þingsins, en ekki í fulltrúadeild og verður þar komið upp á stuðning flokks, sem á íslensku mætti líklega kalla Endurreista kommún- istaflokkinn eða Kommúníska enduruppbyggingu. Það eru kommúnistar sem vilja vera kommúnistar áfram. Þeir fengu tæplega 9% greiddra at- kvæða og eru fimmti stærsti flokkurinn. Þeir fjórir fylgis- mestu eru Lýðræðislegi vinstriflokkurinn (rúmlega 21%), Forza Italia, flokkur Berlusconis (tæplega 21%), Þjóðarbandalagið, þar sem ný- fasistar ráða mestu (tæpl. 16%) og Norðlingabandalag (rúml. 10%). „Viö höfum þaö ekki í blóöinu" Sumir ætla að Endurreisti kommúnistaflokkurinn, sem í kosningabaráttunni hafði að vissu marki samstarf viö L'Uli- vo, muni selja því stuðning sinn dýrt og að það geti reynt á - þolrif sérstaklega minni Gianfranco Fini, leibtogi Þjóbar- bandalags, er ab sumra mati lík- legur til ab verba helsti forystu- mabur mib-hægrifylkingarinnar í stab Berlusconis. flokkanna í þeirri fylkingu, en það eru einkum fyrrverandi kristilegir demókratar, græn- ingjar og nýr miðjuflokkur undir forystu Lambertos Dini forsætisráðherra. Polo per la Liberta' samanstendur af Forza Italia, Þjóðarbandalag- inu, brotum frá kristilegum demókrötum o.fl. Indro Montanelli — stofn- andi og lengi aðalritstjóri blaðsins II Giornale og kallaö- ur einn af „gömlum vitring- um" Ítalíu (hann er 87 ára) - - er meðal þeirra sem eru svart- sýnir á framtíð Ítalíu sem slíkr- ar. Hann fagnar efalítið ósigri Berlusconis, sem hann kallar hættulegan ævintýramann. Mesta mein ítala, segir Mont- anelli, er að þeir hafa enga þjóðarsjálfsímynd. Þegar ítalir horfa aftur í söguna sjá þeir fyrir sér frægðartíð Feneyja, Flórens, Rómar, ekki Ítalíu sem slíkrar. Suður-Ítalía var aðskilin frá öðrum hlutum landsins. (Hér er vísað til þess að Ítalía var aldrei eitt ríki frá síðari hluta 6. aldar til síðari hluta 19. aldar.) Nýfasismann (Þjóöarbanda- lagið vann á í kosningunum) þarf ekki að óttast, heldur Montanelli áfram. ítalir hafa alltaf verið veilir og hálfir í fas- ismanum, eins og öllu öðru. „Við erum ekkert fyrir það að berjast og deyja fyrir málstað, eins og Spánverjar. Við höfum það ekki í blóðinu. Og þetta hefur eyðilagt þjóðarsamvisku okkar." Norðlingabandalag (Lega Nord), sem beitir sér fyrir auk- inni sjálfstjórn landshluta og er sterkt á Norður- Ítalíu, bætti við sig fylgi og segist engan greinarmun gera á aðalfylk- ingunum tveimur; báðar séu fulltrúar miðstýringarsinnaðs Rómarvalds. Montanelli spáir því að Norður-Ítalía muni fá meiri sjálfstjórn og aðlagast Evrópu handan Alpa, en Ítalía að öðru leyti muni í Evrópu- samstarfinu verða metin álíka og Grikkland, sem þykir víst ekki mjög virðulegt. Suður- Ítalía muni jafnvel nálgast Norður-Afríku frekar en Evr- ópu. Berlusconi, sem vann kosningarnar 1994 meb leiftursókn, er nú kallabur mabur gœrdagsins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.