Tíminn - 30.04.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.04.1996, Blaðsíða 9
Þribjudagur 30. apríl 1996 IÞROTTIR • PJETUR SIGURÐSSON • ÍÞRÓTTIR Molar... ... Miðjuteikmaður Bordeaux, Zinedine Zidane, var um helgina kosinn leikmaöur ársins í Frakk- landi, en hann hefur í vetur ver- ið lykilmaður liðs síns, sem leikur til úrslita í Evrópukeppni félags- liba. Auk þess hefur hann verið lykilmaður í franska landsliðinu, sem leikur í úrslitakeppni Evr- ópukeppninnar í Englandi í sumar. ... Til gamans má geta ao Bor- deaux vann sér ekki þátttökurétt í UEFA- keppninni meb árangri sínum í deildarkeppninni í fyrra, heldur tók liðið þátt í TOTO- keppninni. Sigurvegari þeirrar keppni skipar síðan eitt sæti í UEFA-keppninni og þykir þessi árangur Bordeaux í keppninni hafa rennt styrkari stoðum undir TOTO-keppnina. ... Áfram hjá Bordeaux. Stuðn- ingsmenn liðsins eru nú mjög spenntir vegna úrslitaleikja í Evr- ópukeppninni, þar sem liðið mætir Bayern Múnchen. Um tíu abdáendur libsins voru færbir á sjúkrahús eftir ab hafa orbib undir í trobningi, þar sem verib var ab selja miba á síbari leik lið- anna þann 15. maí næstkom- andi. ... Forseti Mónakó-liðsins, sem leikur í frönsku 1. deildinni, segir að bæði Juventus og Parma séu á eftir hinum fjölhæfa varnar- manni Lilian Thuram, en hann er nú fastamaður í franska lands- liðinu og verbur örugglega á mebal leikmanna franska lands- libsins í Englandi í sumar. Mó- nakó hefur þegar bobib þessum 24 ára gamla leikmanni sex ára samning, en hugur hans stendur til ítalíu og virbist ekkert geta komib í veg fyrir ab hann fari þangab. ... Nú er loks farið að hitna verulega undir Howard Wilkin- son, framkvæmdastjóra Leeds, en liðinu hefur gengib mjög illa og hefur aðeins unnib einn leik af síbustu sex deildarleikjum. Forsvarsmenn Leeds ku vera farnir ab horfa í kringum sig eftir eftirmanni Wilkinsons og nýjasta nafnib, sem heyrst hefur, er Ge- orge Graham. Ábur hafbi nafn Howards Kendall verib nefnt. ... Heyrst hefur ab Barcelona vilji fá Robbie Fowler til libs vib sig og sé tilbúib ab reiba fram um 10 milljónir punda, eba sem nemur einum milljarbi króna. Roy Evans er hins vegar ekkert sérstaklega kátur með áhuga annarra á kappanum og segir að hann sé ekki að fara neitt. Rob- bie Fowler sé ekki til sölu. ... KR og Fylkir leika til úrslita f Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu. KR- ingar urðu efstir í A- deild, en þeir lögðu ÍR-inga að velli í síðasta leiknum í deildinni á laugardag, 4- 0. Á sunnudag léku Fylkir og Valur og sigruðu Fylkismenn 1-0 og leika því við KR til úrslita. Fram og Þróttur léku á sunnudagskvöld og lykt- aði leiknum með 0-0 jafntefli. ... Danski knattspyrnumaðurinn Michael Laudrup hefur ákveðið ab flytja sig um set, en hann hefur leikib meb spænska libinu Real Madrid og verib maburinn á bak vib leik libsins. Laudrup segist ætla ab Ijúka ferlinum í japan, en hann hefur gert samning vib japanskt 2. deild- arfélag, Vissel Kobe ab nafni. Einbeitnin í andliti áströlsku sundkonunnar Susle O'Nelll speglast ísundlauginni. Líklega tryggbi þetta sund henni sœti á Ólympíuleikunum íAtl- anta ísumar, en úrtökumót fyrir leikana fór fram íÁstralíu um helgina. Clæsileg mynd af mikilli íþróttakonu. símamynd Reuter íslandsglíman 90 ára: Glæsisigur Ingibergs Ingibergur J. Sigurðsson sigrabi glæsilega í Islandsglímunni, sem fram fór um helgina, og ber því titilinn Glímukóngur íslands í fyrsta sinn, en Islandsglíman fór fram í íþróttahúsi Kennarahá- skólans á laugardag. Ingibergur sigraði alla andstæðinga sína nema Arngeir Friðriksson, en jafnglími varð í viðureign þeirra. Sérstaklega var sigur Ingibergs á Orra Björnssyni glæsilegur, en Orri náði sér aldrei á strik á laug- ardag. Ingibergur er 30. nafnið sem skráb er á hib glæsilega belti, sem hann fær til varðveislu í eitt ár. Islandsglíman á laugardag var með miklum hátíbarbrag, enda um 90 ára afrnæli íslandsglímunnar ab ræba. Arngeir Fribriksson varb í öbru sæti á mótinu um helgina meb fjóra vinninga, en hann varb að glíma aukaglímu vib Jóhannes Sveinbjörnsson og sigrabi Arngeir í henni. Jóhannes varð í þriðja sæti meb 4 vinninga, Jón B. Valsson varb í því fjórða meb 3,5 vinninga, Orri Björnsson í 5. sæti meb 3 vinninga, Helgi Bjarnason í sjötta sæti meb 1 vinning og Ólafur Sig- urbsson var í neðsta sæti meb eng- an vinning. Á sunnudag var haldib 32. árs- þing Glímusambands Islands, þar sem helsta mál var ab samþykkja ný glímulög, leikreglur glímunnar, sem höfðu verib sett upp á stablað- an hátt og einföldub nokkub. Voru hin nýju lög samþykkt einróma. Jón M. ívarsson var endurkjör- inn formaður sambandsins og með honum í stjórn voru kjörnir Hjálmar Sigurbsson, Magnús Jóns- son og Ingólfur Narfason, sem allir sátu í fyrri stjórn auk þess sem Ás- geir Víglundsson kemur nýr í stjórnina. í hófi, sem haldið var eftir ís- landsglímuna á laugardag, var öll- um glímukóngum, sem viðstaddir voru, afhentir áletraðir skildir í til- efni af 90 ára afmæli íslandsglím- Búlgaría: Evrópukeppnin í knattspyrnu — meistaradeildin: Línur skýrast Hentu lifandi snák í dómara Búlgarskir knattspyrnuáhorf- endur hentu lifandi snák í dómara eftir leik í búlgörsku 1. deildinni í knattspyrnu. Snákurinn lenti vib hlið dóm- arans, þegar hann var aö yfir- gefa leikvöllinn, en nær- staddur lögreglumaður drap snákinn með því að berja hann með kylfunni. Um var að ræða leik á milli Levski og CSKA, sem bæði eru frá höfuðborginni Sofia, en litl- ir kærleikar eru með liðunum. Sem dæmi um það urðu eftir leikinn á laugardag læti á milli leikmanna liðanna, sem end- uðu með því að lögreglumaður slasaðist lítillega. Þessi hiti á milli leikmanna og áhangenda liðanna er ekki nýtt mál, því fyrir nokkrum ár- um voru nokkrir leikmenn, þar á meðal Hristo Stoichkov, settir í árs leikbann vegna slagsmála milli leikmanna í bikarúrslita- leik. Smám saman skýrast línurnar hvaða lið munu leika í Meist- aradeild Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Þegar hafa Ajax frá Hollandi, Porto í Portúgal, Glasgow Rangers frá Skotlandi og ítalska liðið AC Milan tryggt sér sæti í keppninni. En það er hart barist í deildar- keppninni víða í Evrópu, enda mikið í húfi. í Þýskalandi leggur Bayern Miinchen ofuráherslu á að komast í keppnina og um helgina skiptu þeir um þjálfara. Dortmund, sem nú er í efsta sæti þýsku deildarinnar, hefur betri markatölu og lék í meistaradeild- inni í vetur, en Bayern hyggst krækja í bitann. Á Spáni er hart barist, því þrátt fyrir nokkur tækifæri til að tryggja sér spánska meistaratitilinn og þar með sæti í Meistaradeildinni, hafa leikmenn Atletico Madrid klúðraö þeim tækifærum. Á meðan bíða leik- menn Barcelona færis, en þeir eru í öðru sæti, sex stigum á eftir Atletico. í Frakklandi er Auxerre í efsta sæti deildarinnar eins og er, og stórliðið Paris St. Germain er nú fjórum stigum á eftir efsta liðinu, en flestir gerðu ráð fyrir því ab PSG myndi vinna deildina. Það er ekki síst Manchester Un- ited sem hefur mikinn hug á því ab komast í Meistaradeildina, enda digrir sjóðir sem því fylgja, en það eru alls 16 lið sem leika í fjórum riðlum í Meistaradeild- inni. ¦ Knattspyrnudómarar: Góð útkoma úr þolprófi Knattspyrnudómarar, sem dæma í þremur efstu deildum í deildarkeppninni í knatt- spyrnu auk 1. deildar kvenna, þreyttu þolpróf á föstudag. Útkoman úr prófinu var góð og stóðust nærri allir þolprófið, í það minnsta allir dómarar sem dæma í 1. deild, ef frá er talinn Gylfi Þór Orrason, sem meiddist í þolprófinu og dæmir ekki í bráð. ¦ Vinningar Fjöldi vlnnlngshafa Upphæö áhvern vinnlngshafa 1. s"s 1 18.141.830 2.«-«J V 7 160.940 3. 4 «1 216 8.990 4. 3«t5 7.260 620 Samtals: 7,484 25.711.450 Upplysingar um vinnmgstölur fat,! emmg t simsvara 568-1511 eöa Grænu númeri 800-6511 og í textavarpi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.