Tíminn - 30.04.1996, Side 10

Tíminn - 30.04.1996, Side 10
10 Þri&judagur 30. apríl 1996 Einkavæðing evrópskra síma- og fjarskiptafyrirtœkja og samfelling annarra VIÐSKIPTI Um seblabanka Evrópusambandiö hefur mælt fyrir um einkavæb- ingu síma- og fjarskiptafyrir- tækja í a&ildarlöndum sín- um fyrir 1998. í flestum þeirra hafa þau verib í eigu ríkisins, svo sem í Þýska- landi, Frakklandi, á Spáni og Ítalíu, en í einkaeigu í nokkrum, svo sem á Bret- landi og í Svíþjób. Er franska ríkib í þann veginn a& bjó&a út 49% eignarhlut í France Telecom á Ffr 100 milljar&a, jafnvir&i $ 20 milljar&a, svo aö dæmi sé teki&. Á milli síma- og fjarskipta- fyrirtækja í ríkiseigu hefur samt sem áöur veriö allmikil samvinna á liðnum árum, svo sem á milli Deutsche Telekom, France Telecom og hins bandaríska Sprint, svonefnd „Global One"; og á milli hins spænska, hollenska, sviss- neska og sænska, hiö svo- nefnda „Unisource", sem sam- keppnisráð ESB hefur nú tekið til athugunar. Þá munu tvö stóru bresku síma- og fjarskiptafyrirtækin, British Telecommunications og Cable & Wireless, vera að ræöa sameiningu sín á milli, að frumkvæöi hins síðar- nefnda og smærra. C&W á 57,7% hlut í HongKong Telec- om, sem sagt er arðsamt vel, og lítið fyrirtæki á þessu sviði á Bretlandi, Mercury. Þá hefur C&W verið í samstarfi við Tele2 í Svíþjóö og Veba í Þýskalandi (sem á 10,5% hlut í C&W). Að sínu leyti hefur BT verið í samstarfi við Telenor í Svíþjóð og Viag og RWE í Þýskalandi. ■ Umsvif og starfsmannafjöldi stærstu fjarskiptafyrirtækja Heildartekjur S-miIljarbar AT&T 43,4 BT — C&W 31,0 Deutsche Telekom 39,5 France Telecom 24,2 MCI 13,3 KDD (Japan)* 1) 2,9 PTT (Hollandi) 7,3 Telecom Italia 16,0 Swiss Telecom 7,4 Starfsmannafjöldi Eignarhluti ríkis 304.500 0% 178.624 0% 225.400 100% 152.586 100% 40.667 0% 5.614 0% 33.895 70% 96.705 60% 19.543 100% Heimild: The European, 4.-10. apríl 1996 1) Hinu japanska NTT, sem aðeins þjónar innlendum markaöi, er sleppt, þótt mestar vergar tekjur hafi allra fjarskiptafyrirtækja. The Central Banks, eftir Robert Pringle og Marjorie Deane. Hamish Hamilton, S69 bls., £ 25. í ritdómi í Economist fyrir hálfu öðm ári, 3. desember 1994, sagði: „Fyrir 20 árum hefði fáránleg þótt sú hugmynd, að ríkisstjórnir létu stefnumörkun í efnahagsmálum ókjörnum embættismönnum eft- ir. Allt í kringum hnöttinn eru ríkisstjórnir samt sem áður að framselja stefnumörkun í pen- ingamálum til óháðra seðla- banka. Sakir þessa er áhrifavald seðlabanka nú meira en nokkm sinni áður." „Marjorie Deane (sem lengi var einn máttarstólpa Economist) og Robert Pringle, sem líka er fjár- málafréttamaður, skyggnast bak Hugarfar og hagsæld Félagsvísindastofnun hefur nú í samvinnu við Háskólaútgáfuna sent frá sér bókina Hugarfar og hagvöxtur. Menning, þjóðfélag og framfarir á Vesturlöndum, eftir Stefán Ólafsson prófessor við Há- skóla íslands. í þessari bók er fjallað um hug- arfar nútímamanna. Höfundur rekur þætti úr hugmyndasögu þjóðfélagsfræðanna frá miðöld- um til nútímans og sýnir hvernig veraldleg lífsskoðun varð smám saman ríkjandi í menningu Evr- ópumanna. Þá sýnir höfundur hvernig breytt hugarfar tengdist þjóðfélagsbreytingum, einkum tilkomu kapítalisma, lýðræðis- skipulags og iðnvæðingar, sem skapaði vestrænum þjóðum sér- stöðu og gerði þær að ríkustu og Fréttir af bókum voldugustu þjóðum jarðarinnar. Markmið höhmdar er að þróa kenningu er getur skýrt helstu þjóðfélagslegu forsendur efna- hagsframfara. I seinni hluta bókarinnar fjallar höfundur um hugarfar og hag- sæld meðal fimmtán aðildarríkja OECD- samtakanna. Spurt er hvort hagsælli þjóðirnar hafi nú markvert öðruvísi hugarfar en þær þjóðir sem minni hagsældar njóta. Sérstaklega er fjallað um vinnumenningu, viðskiptamenn- ingu, framfarahyggju og samfé- lagsmenningu. Þar er fjallað jöfn- um höndum um ísland og önnur nútímaþjóðfélög og veitir sú um- fjöllun því athyglisverða innsýn í hugarfar íslendinga og forsendur framfara hér á landi samanborið við önnur vestræn ríki. Stefán Ólafsson lauk MA-prófi í þjóðfélagsfræðum frá Edinborgar- háskóla og D.Phil.-prófi frá Há- skólanum í Oxford (Nuffield Coll- ege). Hann er prófessor við Há- skóla íslands og hefur verið for- stöðumaöur Félagsvísindastofn- unar háskólans frá því hún var stofnsett árið 1986. Bókin er sú nítjánda í ritaröö Félagsvísindastofnunar. Hún er 356 bls. að lengd og kostar kr. 3.990. Háskólaútgáfan annast dreifingu hennar. við tjöldin í þeim laumulegu stofnunum. Fáir blaðamenn eru betur heima á þessu sviði. Á starfsferli sínum mun Marjorie Deane hafa hitt að máli fleiri seðlabankastjóra en nokkur ann- ar fréttamaður." „Síðustu 20 ár hafa seðlabankar færst í aukana. Fyrst í stað var það, að sakir verðbólgu þeirrar, sem á brast á áttunda áratugnum, varð stefnumörkun í peningamál- um í fyrirrúmi í efnahagsmálum. Og að undanförnu hafa æ fleiri hagfræðingar komist á þá skoð- un, að stöðugt verðlag hljóti að vera helsta stefnumiðið og því marki verði helst náð með því að láta stefnumörkun á því sviði óháðum seðlabönkum eftir, sem taldir em í vari fyrir pólitískri íhlutun." „Allt frá Nýja-Sjálandi til Mexí- kó hafa seðlabankar áunnið sér sjálfstæði, en það eitt saman hrekkur ekki til. Að bókarhöfund- ar halda fram, þarfnast seðla- bankar óskoraðs umboðs til að vinna að stöðugu verðlagi og þá helst ab settum verðhækkunar- mörkum. í þessu tilliti er seðla- banki Bandaríkjanna einfari í hinum stækkandi hópi sjálf- stæðra seðlabanka. í stofnskrá er honum áskilið að vinna í senn að því að halda uppi fullri atvinnu og að halda verðlagi stöðugu (en í bráð geta þau markmið stangast á)...." „í bók þessari er þeirri spurn- ingu fram varpað, hvort seðla- bankar muni halda tökum sínum á peningamálum í heimi án landamæra, þar eð fjármálalegri fjölkynngi vaxi ásmegin jafnt og þétt." Guðmundur Sveinsson fyrrverandi skólameistari, 75 ára Velgjörðarmaður okkar og hús- bóndi um sex ára skeið, sá er gaf okkur meiri menningarlega lífs- sýn en við áður höfðum notið, varð sjötíu og fimm ára s.l. sunnudag. Þessi maöur er Guðmundur Sveinsson, fyrrverandi skóla- meistari Fjölbrautaskóla Breið- holts, fæddur 28. apríl 1921 í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1941 og guöfræði- prófi frá HÍ 1945. Hann var vígður til Hestþingaprestakalls í júní sama ár, en stundaði nám í Danmörku og Svíþjóð í fjögur ár í semískum málvísindum og menningarsögu Nálægra Aust- urlanda. Ótal. námsferðir fylgdu í kjölfarið til Norðurlandanna, Bretlands, Sviss, Þýskalands og Bandaríkjanna, að afla sér þekk- ingar í guðfræði, menningar- sögu og skólamálum. Þáttaskil urðu í lífi Guðmund- ar er nýráöinn forstjóri SÍS, Er- lendur Einarsson, kallar hann til fundar við sig í marsmánuði 1955 að bjóða honum skóla- stjórastarf Samvinnuskólans og sjá um flutning skólastarfsem- innar að Bifröst í Borgarfiröi, svo og skipuleggja skólann á nýjum forsendum sem heima- vistarskóla og framhaldsskóla viðskiptamenntunar. Lyktaði svo fundi þeirra að Guðmundur fékk vikufrest til að íhuga mál- ið. Uér stóð Guðmundur Sveins- ARNAÐ HEILLA son á tímamótum. Auglýst hafði verið staða prófessors við Háskóla íslands 1954, en þrem árum áður hafði Guðmundur fengið heimild kirkjumála- stjórnar landsins, ráðherra og biskups ásamt leyfi forsvars- manna í fjórum sóknum presta- kalls síns, Hestþingaprestakalls, til að mega dvelja erlendis við framhaldsnám í guðfræði í allt að þrjú ár að ljúka allviðamiklu vísindalegu verki í Gamlatesta- mentisfræðum, sem þá var í smíðum. En svo fór sem oft að hið pól- itíska vald ráðuneytis og Há- skóla valdi ekki þann þjón hinnar evangelísk-lútersku kirkju sem líklegastur var til að bera krossinn sýnilegan á bylt- ingarkenndum tíma þjóðarinn- ar. Því er óhjákvæmilegt að hafa í huga að Guömundur hafði orð- ið fyrir barðinu á pólitísku veit- ingavaldi í sambandi við kenn- arastarf viö Háskóla íslands. Sársauki var tengdur þessum at- burði og að vel athuguðu máli tók Guðmundur tilboði Erlend- ar. Teningunum var kastaö, skólastarf varð að aðalstarfi. En skóli Guðmundar skyldi vera að fordæmi danska guðfræðingsins Frederiks Grundtvig að skóli skyldi vera fyrir lífið. En Grundtvig hafði skipað skólum Vesturlanda í tvær heildir. í annarri heildinni voru hinir hefðbundnu bóknámsskólar, er hann kallaði „hina svörtu skóla", en í hinni voru skólar nýrrar tegundar, er tengdu fræði og daglega önn saman og urðu því í sannleika að „skólum fyrir lífið". Guðmundi hefur ef- laust fundist atvikin hafa neytt sig til endurmats áþekku því er varð Grundtvig hvatning og eggjun. Arin 1955-1974. 1. júní 1955 var brotið blað í lífi Guðmund- ar, hliðstætt því og blað var brotið í sögu Samvinnuskólans, er hann tók þar viö skólastjórn og skólinn fluthst frá Reykjavík að Bifröst í Norðurárdal. Þar mótar hann og byggir upp á nýtt heimavistarskóla og gerir hann ab einni virðingarmestu skólastofnun landsins. Á hann hlaðast störf á þessum árum, eins og ritstjómarstarf Samvinnunar 1959-63, skóla- stjórastarf Bréfaskóla SÍS og síð- ar ASÍ er þau samtök komu til samstarfs við SÍS um rekstur skólans; forstöðumaður Bifrast- ar — Fræðsludeildar verður hann 1960. Og haustið 1973 er Framhaldsdeild Samvinnuskól- ans stofnuð í Reykjavík. Enginn hafði barist eins hart fyrir tilurð hennar og Guðmundur Sveins- son.______________________ __ Guðmundur Sveinsson hefur sjálfur látið þau orð falla að fyrstu ár starfsævinnar hafi hann lifað að verulegu leyti í fortíðinni, en verið vakinn til samtíðarskynjunar. Starfsævi hans hefur sannað þessi orð. Hann stóð í fylkingarbrjósti þeirrar byltingar, sem kölluð hefur verið framhaldsskólabylt- ingin, og skóli sá sem hann var fenginn til stjórnunar 1974 var byggður á. Það sama ár kveður Guðmundur Samvinnuskólann á Bifröst. Enn var hann kallaður til að móta og skapa og nú var það Fjölbrautaskólinn í Breið- holti. Saga þess skóla er þegar orðin mikil saga mikillar bar- áttu. Vei þeim, er nú þykjast sjá þess þörf að rústa það kerfi sem þúsundir æskufólks hafa fengið notið og munu í framtíðinni þakka frumherjanum Guö- mundi Sveinssyni að hafa skap- að því þá möguleika með víð- tæku valfrelsi í námi, að við námslok er það ekki lengur statt í blindgötu gamla skólakerfis- ins. í ágústmánuði 1988 lauk far- sælum embættisferli Guömund- ar Sveinssonar sem skólameist- ara. Nú í dag dvelur hann í hléi þess skugga sem allir hræðast mest: sjúkdóms er enn enginn ræður við. Megi andi guðfræð- ingsins og skólamannsins Guð- mundar Sveinssonar enn um sinn vaka yfir velferð Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Svo verða Guðmundi Sveins- syni ekki sendar kveðjur og þakkir við merk tímamót, að Guðlaugu Einarsdóttur konu hans sé ekki getið — eiginkon- unnar, móðurinnar, starfsfélag- ans og mannþekkjarans, er gerði það kleift ásamt „hinum hæsta" ab veita það skjól að hægt var að sinna, móta og skapa óvenju árangursríkt lífs- starf. Hafið heila þökk fyrir vin- semd ykkar alla. Guðný og Höskuldur Goði Absendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar gcta þurft aö bíöa birtingar fflSffnlmlillBUul vegna anna viö innslátt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.