Tíminn - 30.04.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.04.1996, Blaðsíða 11
Þribjudagur 30. aprfl 1996 11 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Lyfjafyrirtœki losa sig vib lagerinn og fá skattaafslátt út á gjafir til neyöarabstoöar: Gagnslausar ly fj asendingar Lyfjafyrirtæki ví&a um heim stunda þab í stórum stíl aö gefa meira eba minna gagnslaus eba útrunnin lyf í neybarabstob, m.a. til átakasvæba á borb vib Bosníu og Rúanda, ab því er fram kemur í nýju hefti tíma- ritsins Time. Dr. Hans Hogerzeil hjá Alþjóöa- heilbrigbismálastofnuninni (WHO) segir þetta vera mjög út- breitt vandamál: 45% allra lyfja sem send voru til skrifstofu WHO í Zagreb árib 1995 voru annaö hvort gagnslaus eba útrunnin. Og í Súdan hafa starfsmönnum hjálparstofnana borist sendingar af vökva fyrir augnlinsur og lyst- örvandi efni — sem varla getur veriö brýn þörf fyrir í landi þar sem hungursneyb ríkir. Heil- brigöisstarfsfólk í Rúanda hefur eytt miklum tíma í ab flokka „lyktarlausar" hvítlaukspillur, ginsengtöflur og sýruey&andi efni sem þangab bámst í stríöinu. Sendingar á borb vib þessar gera ekki annaö en ab ey&a dýrmæt- um tíma starfsfólksins, sem þarf aö flokka þær og hefur hvort eb er nóg annaö ab gera, auk þess sem hætta skapast alltaf á því ab fólk taki vitlaus lyf eba taki þau eftir aö þau eru útmnnin. Lyfjafræöingur sem starfar á vegum WHO á Balkanskaga segir: „Starfsfólk hefur hætt lífi sínu undir árásum frá leyniskyttum til þess ab bera kennsl á lyf sem reynast svo vera gagnslaus." Og mistök eiga sér oft stab í flokkun- inni vegna þess ab lyfin eru stundum illa merkt eba á tungu- máli sem enginn skilur. Þannig uröu t.d. 11 litáískar konur blind- ar um skeiö vegna þess a& þær tóku illa merkt lyf sem læknar töldu vera viö tilteknum kven- sjúkdómi. Þegar nánar var ab gáö reyndust þetta vera ormalyf sem ætluö voru til dýralækninga. Stærsta gjöfin frá upp- hafi... Lyfjasendingar þessar koma m.a. frá bandarískum lyfjafyrir- tækjum sem fá verulegan skattaf- slátt fyrir útflutning á ónotubum birgöum, og hæla sér svo óspart af góöverkunum í auglýsingum og fréttatilkynningum. Meðan flóttamannavandamálið í Rúanda var í hámarki fyrir tæpum tveim- ur árum sendi lyfjafyrirtækib Eli Lilly, eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum, frá sér tilkynningu þess efnis að það hefði sent frá sér „stærstu gjöf á framleiðsluvörum fyrirtækisins í allri sögu þess... og stærstu gjafa- sendingu á lyfjum frá upphafi." í fréttatilkynningunni segir síöan að „þetta sé enn eitt dæmið um gjafmildi fyrirtækisins, ekki síst á tímum mannlegra hörmunga. Viö erum að bregðast við brýnum þörfum flóttamannanna frá Rú- anda." Þetta fer svo sem nærri því ab vera rétt. En vandinn er bara sá að lyfið sem gefið var heitir Cecl- orCD, sem er sýklalyf, en er ekki á skrá WHO yfir þau lyf sem nauð- synleg teljast fyrir flóttamenn. Það er heldur ekki notað í neinum ríkjum Mib-Afríku vegna þess að notkun þess skapar hættu á ab fólk verbi ónæmt fyrir öbrum lyfjum sem koma að meira gagni og eru meira notuð í þessum heimshluta. Alþjóbasamtökin Læknar án landamæra lýstu því yfir að þau myndu aldrei mæla með notkun þessa lyfs í flótta- mannabúöum. Lilly sendi engu að síbur nóg af þessu lyfi fyrir 1,3 milljónir manns. Pillurnar komu í fötum Starfsmabur á sjúkrahúsi í Rúanda fer yfir lyfjakassa sem losna þarf vib vegna þess ab lyfin eru útrunnin. og voru 200.000 pillur í hverri fötu, en notkunarleiðbeiningar fylgdu ekki nema sumum þeirra. Nú, tveimur árum seinna, eru starfsmenn hjálparstofnana og heilbrigðisyfirvöld á staðnum enn að reyna að finna leibir til að losna við 6 milljón pillur, og stór hluti þeirra er útrunninn. Flytja út vandamálin sín Starfsmenn alþjóðlegra heil- Sveitarfélögum í Héraösnefnd Isafjaröarsýslu fœkkaö úr 7 7 / 3 síöan 7 989: Súðavíkurhreppur bráðum eini hreppurinn í nefndinni Stefnt er ab því ab Héraðsnefnd ísafjarbarsýslu verbi lögb ni&ur í núverandi mynd, þar sem grundvöllurinn fyrir starfi hennar sé ekki lengur fyrir hendi vegna sameiningar sveit- arfélaga í V- ísafjarbarsýslu og ísafjarbarkaupstabar. Héraðsnefndin hefur verið samstarfsvettvangur sveitarfélaga í ísafjarðarsýslum frá 1989. Upp- haflega voru þau 11, fækkaði síð- an í 8 en verða nú aðeins 3 eftir sameiningu sveitarfélaganna þann 1. júní nk. Og þar sem kaupstöbum ber ekki skylda til að vera í héraðsnefnd verður Súða- víkurhreppur raunverulega einn eftir. Flest sveitarfélögin hafa annað hvort samþykkt tillögu Héraðsráðs um starfslok Héraðs- nefndar eða ekki gert athugasemd við hana. Vinnutilhögun um verklok var nýlega samþykkt á fundi Héraösnefndar og verða þau m.a. þannig: Reikningsskil fyrir 1995 verða send sveitarstjórnum og síöan endanlega afgreidd á vorfundi Héraðsnefndar. Unnið verður að innheimtu gjaldfallinna framlaga sveitar- stjórna til ýmissa verkefna sem Héraðsnefnd hefur haft umsjón með eða staðið fyrir. Gengið verður frá gögnum Hér- aðsnefndar til varðveislu. Öllum sjóðum Hérabsnefndar verður lokað 12. maí nk. og end- anleg reikningsskil unnin, endur- skoðuð og lögð fyrir vorfund. Endanleg verklok Héraðsnefndar ísafjarbarsýslu verða svo væntan- lega staðfest á vorfundi sem halda á þann þann 25. maí nk. brigðisstofnana leggja samt ríka áherslu á að meirihluti þeirra gjafa sem berast bæti í raun og veru úr brýnni þörf. Engu að síður vilja þeir að komi verbi í veg fyrir gjafasendingar sem ab hluta til eru gefnar vegna þess ab það kem- ur sér vel fyrir gefandann, frekar en að hugsað sé um hagsmuni þeirra sem njóta eiga. Dr. Erik Schouten, sem hefur starfaö meb Læknum án landamæra, segir að lyfjafyrirtæki láti of oft stjórnast af eigin hagsmunum, og gefi lyf einkum til þess ab losa sig við birgðir og spara sér þannig fé. „Sum þessara fyrirtækja eru bara ab flytja út vandamálin sín til þriðja heimsins," segir Schouten. Stóran þátt í þessu eigi banda- rísku skattalögin, sem heimila fyrirtækjum sem gefa til þeirra sem í naubum standa að draga allt ab tvöföldum framleiðslu- kostnaöi gjafanna frá skatti. WHO er nú að semja reglur sem myndu m.a. banna gjafir á öðrum lyfjum en þeim sem eru á skrám yfir nauðsynleg lyf, og þab skil- yrbi verði sett ab þau renni ekki út innan a.m.k. 12 mánaða. -GB/Time Sýningar á Himnaríki orönar 67: Tíu þúsundasti gesturinn Von er á tíu þúsundasta gest- inum á gamanleik Áma Ib- Kaffileikhúsiö: Sigrún Sól í Engil og hóru Leikkonan Sigrún Sól Ólafsdóttir mun leysa Ragnhildi Rúriksdóttur af í hlutverki sínu í leikritinu Engillinn og hóran sem sýnt hefur verið í Kaffi- leikhúsinu að undanförnu. Sigrún Sól útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands 1994 en næsta sýning á leikritinu verður laugardaginn 4. maí. ■ sens, Himnaríki, í Hafnar- fjarbaleikhúsinu nk. laugar- dag og verbur hann leystur út meb gjöfum. Sýningar eru nú orðnar 67 og átti þeim ab ljúka um næstu helgi því að leikhópur- inn fer utan í næstu viku þar sem hann mun sýna Himna- ríki tvisvar á leiklistarhátíð í Stokkhólmi. Vegna gífurlegrar aðsóknar hafa hins vegar verið ákveðnar aukasýningar föstudagskvöld- ið 17. maí og laugardagskvöld- ib 18. maí. ■ Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.96-01.11.96 12.05.96- 12.11.96 kr. 70.381,20 kr. 89.665,40 ) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. apríl 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.