Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 1
4 Þaó tekur aðeins eittn % ¦ | aö koma póstinum ^^^§W PÖSTUR þfnum tit skita ^^^ OG SÍMl STOFNAÐUR1917 80. árgangur Miðvikudagur 1. maí 82. tölublað 1996 67 ára gamall maöur í Öxnadal dœmdur í gœsluvarbhald: Grunaður um aðild að dauða systur sinnar Rannsókn stendur yfir á dauöa 63 ára gamallar konu sem var gestkomandi hjá bróbur sínum á Steinstööum 1 í Öxnadal um síbustu helgi. Bróbirinn hefur verib dæmd- ur í gæsluvarbhald til 3. maí en samkvæmt heimildum Tímans er ekki ólíklegt ab krafist verbi framlengingar á varbhaldi. Málsatvik eru þau ab læknir var kvaddur til Steinstaba 1 ásamt sjúkrabíl sl. laugardags- kvöld. Reyndist þá systirin látin en abstæbur bentu til ab dánar- orsök hefbi getab borib ab meb óeblilegum hætti. í framhaldi af því fór lögregla fram á gæslu- varbhald yfir bróbur hennar. Grunur leikur á ab hann hafi verib undir áhrifum áfengis um- rættkvöld. -BÞ Kumliö íjökuldal í for- vörslu á Þjóbminjasafni. Kristín Siguröardóttir um beinagrindina: Af hávöxnum karlmanni sem lifði á víkingaöld Beinagrindin sem fannst í kumlinu vib Hrólfsstabi í Jökul- dal á dögunum hefur verib úr- skurbub vera af karlmanni ab sögn Gubrúnar Kristinsdóttur minjavarbar vib Samastofnun Austurlands á Egilsstöbum. Beinin og munir sem fundist hafa eru í Þjóbminjasafni ís- lands í forvörslu. Kristín Sigurðardóttir í for- vörsludeild Þjóðminjasafns hefur muni úr kumlinu undir höndum. „Þetta er allt í vatni hjá mér og hefst vel við, beinkamburinn og hnífur með viðarskafti. Beinin eru hérna hjá mér, það á eftir að hreinsa þau. Karlmaðurinn hefur trúlega lif- að á Víkingaöld. „Hann hefur ver- ið hávaxinn að því er virðist," sagði Kristín Sigðurðardóttir. -JBP JL\^f LJ\Ji \A \AÍ mJm \A\J\Al • Allavega var Reykjavík síbasta dag aprílmánabar talsvert Parísarleg eins og sjá má. Vebrib varmeb eindœmurfTgott eins og verib hefurvm langt skeib. Menn nutuþess ab sitja ímakindum utandyra vib Café París vib Austurvöllog njóta þarveitínga. -Tímamynd CVA Veigalitlar breytingar á frumv.um réttindi og skyldur hjá efnahags- og viöskiptanefnd Al- þingis vekja hörb viöbrögd verkalýbshreyfingar: Orofa samstaða gegn áformum stj órnvalda „Ég sagbi þeim einfaldlega að þeir væru búnir að kollvarpa því fyrir- komulagi sem verið herur í sam- skiptahefðum á vinnumarkaði og það væri alfarið á ábyrgð stjórn- valda. Ég minnti þingmennina einnig á 1. maí og 80 ára afmæli ASÍ á árinu og að meö þessum aðferðum mundu þeir ekki ná að kljúfa verka- lýðshreyfinguna í sundur," sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambands íslands. En á milli 6-7 þúsund manns í aðildarfé- lögum VSMÍ vinna hjá ríki og sveit- arfélögum. í gær voru forystumenn opin- berra starfsmanna og launafólks á almennum markaði kallaðir fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis þar sem þeim voru kynntar helstu niðurstöður nefndarinnar á frumvarpi til laga um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Niður- stöðurnar fengu vægast sagt harðar viðtökur hjá fulltrúum verkalýðs- hreyfingar sem ítrekuðu kröfuna um viðræður um réttindi og skyld- ur og um breytingar á vinnulöggjöf- inni. Stjórnarandstœöingar harborbir á Alþingi: Segja frumarpið rifið úr nefnd Nokkrir stjórnarandstæöingar kvöddu sér hljóbs um störf Al- þingis að lokinni utandagskrár- umræbu í gær og sögbu frum- varpið um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hafa ver- ib tekiö út úr efnahags- og vib- skiptanefnd Alþingis í gær án þess að umfjöllum um þab væri lokið. Þingmennirnir gagnrýndu þessa málsmeðferb harblega og köllubu hana kalda kvebju til verkalýðshreyfingarinnar dag- inn fyrir frídag verkamanna 1. maí. Talsmenn stjórnarandstöðunnar sögðu að með þessari ákvörðun væri verið að auka á ósátt í þinginu um þinghald fram að þinglokum og sagði Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi, að Friðrik Sófuss- on fjármálaráðherra hafi neitað að koma á fund efnahags- og við- skiptanefndar til viðræðna um málið í gær þótt eftir því hafi verið leitað. Ráðherrann var ekki til and- svara á þingfundi en ræðumenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu að öll málsmeðferðin bæri vott um misbeitingu á valdi. Vilhjálmur Eg- ilsson, formaður efnahags- og við- skiptanefndar, mótmælti að um misbeitingu valds væri að ræða. Hann sagði að ríkissstjórnin hefði meirihluta á Alþingi og því væri fremur um slíka misbeitingu að ræða ef minnihlutinn ætlaði að koma í veg fyrir að mál hlytu eðli- lega meðferð og afgreiðslu. Um það bil sem umræðunni um störf Alþingis var að ljúka var borið á borð þingmanna fylgifrumvarp við frumvarpið um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, svokallaður bandormur, því gera þarf breytingar á ýmsum lögum samhliða því að ný lög um opin- bera starfsmenn taka gildi. -ÞI Formaður VMSI segir að stjórn- völd hafa æ ofan í æ slegið á útrétta sáttarhönd verkalýðshreyfingar í þessum málum, þrátt fyrir faglegan rökstuðning um þær „villuslóðir sem stjórnvöld eru að þræða. Þau hafa ekki mótmælt því vegna þess að þau eru rökþrota í málinu," segir Björn Grétar. Eiríkur Jónsson formaður Kenn- arasambandsins segir að forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar hefðu rætt við nefndarmenn á hreinni íslensku þar sem fram kom að þessi „snyrtifræðimeðferð" sem frumvarpið hefði fengið hjá nefnd- inni breytti engu í afstöðu verka- lýðshreyfingarinnar til fmmvarps- ins. Enda skiptu þær breytingar engu máli sem væru ýmist til smá- bóta eða hreinlega til hins verra. „Við erum jafn arfabrjáluð út í þetta frumvarp eins og við höfum verið," segir Eiríkur. Hann segir að á fundinum hefðu fulltrúar verka- lýðshreyfingarinnar verið á einu máli um það að menn væru bara að kalla yfir sig stríð ef þeir ætluðu með frumvarpið í þessari mynd í gegnum þingið. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.