Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 1. maí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Baráttudagur launafólks í dag, fyrsta maí, fylkir launafólk liði til baráttu fyrir sín- um kjörum. Dagurinn er alþjóðlegur baráttudagur launa- fólks og hefur fyrir löngu unnið sér sess sem slíkur hér- lendis, þótt hann nyti í upphafi verkalýðsbaráttu hér á landi ekki almennrar viðurkenningar. Verkalýðshreyfingin hefur ekki farið varhluta af þjóbfé- lagsbreytingum síðari ára. Saga hennar er ekki löng á mælikvarða veraldarsögunnar og þab var ekki fyrr en á fyrri hluta þessarar aldar í þeim stéttaátökum sem þá fóru fram, sem samtökum launafólks óx fiskur um hrygg og fengu styrk í þjóðfélaginu. Það er ekki hægt að halda öðru fram meb sanngirni, en að áhrif verkalýðshreyfingarinnar hafi verið mjög mikil á síöustu áratugum. Þessi áhrif ná langt út fyrir ákvarðanir um almenna launataxta. Samtök launafólks hafa mikil áhrif á stefnumörkun í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ekki síst var það hin svokallaða þjóðarsátt sem markaði þáttaskil í þessum efnum, en launamál og efnahagsþróun á tíunda áratugnum hafa ekki síst markast af henni. Hún er gott dæmi um þríhliða samninga vinnuveitenda, launa- fólks og ríkisvaldsins. Þjóðarsáttin á sinum tíma leiddi til þess að verðbólguþróunin hefur verið með allt öðrum hætti á síðustu árum en áður var. Á baráttudegi verkalýðsins nú standa yfir mikil átök um vinnulöggjöfina og réttindi og skyldur opinberra starfs- mana. Baráttan hefur beinst gegn því að frumvörp um þessi efni séu ekki samin með nógu samrábi við verkalýðs- hreyfinguna og Álþingi eigi þess vegna ekki að taka þau til meðferðar. í þessu felst vanmat á hlutverki Alþingis. Það er skylda þingmanna við þinglega meðferð málsins að leita eftir því að lagabreytingar í þessari viðkvæmu löggjöf njóti stuðn- ings í þjóðfélaginu og þingleg meðferð mála á borð við þau sem voru hér nefnd þarf ekki ab þýða það að valtað verbi yfir sjónarmið launafólks. Reynsla af samskiptum Al- þingis og launþega síðustu árin bendir ekki til þess að svo þurfi að verða. Á baráttudegi launafólks blasa við mörg erfið úrlausnar- efni. Tæknibreytingar og hagræðing í fyrirtækjum og al- þjóðleg samkeppni hafa fækkað störfum og aukið hættuna á tilflutningi atvinnufyrirtækja til láglaunasvæða í heim- inum. Verkalýðshreyfingin hefur ekki lagt til atlögu við tæknibreytingarnar, enda ekki séð að sá slagur yrði til góðs fyrir launafólk þegar upp er staðib. Þetta er því skynsamleg afstaða. Hins vegar er full þörf á því að gæta að réttindum launafólks í öllum þeim breytingum sem yfir ganga. Þab er mikilvægt hlutverk sem forustumenn launþega axla í þessu efni. Löggjöf um vinnumarkaðinn þarf að vera þannig úr garöi gerð ab hægt sé ab sinna þessu hlutverki. Það er engum til góðs að draga úr mætti samtaka launa- fólks, en leikreglurnar verða að ýta undir almenna þátt- töku í ákvarðanatöku innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er vissulega hætta á því, við þær aðstæöur sem eru í alþjóðlegu efnahagslífi, að verulegt atvinnuleysi verði var- anlegt ástand og kemur þar til fækkun starfa vegna auk- innar tækni og hagræðingar og alþjóðlegrar samkeppni. Barátta gegn því og barátta fyrir mannsæmandi kjörum hljóta að verða aðalverkefni verkalýðshreyfingarinnar á komandi tíb. Löggjöf má ekki leggja stein í götu forustu- manna launafólks í þessu efni, en þar með er ekki sagt að engar breytingar megi verða á ríkjandi ástandi. Tíminn sendir samtökum launafólks árnaðaróskir í til- efni dagsins og á þá ósk til þeirra að þau hafi styrk til þess að gegna hlutverki sínu í framtíðinni sem hingað til. Til- vist þessara samtaka er einn styrkasti þátturinn í þeirri byltingu í lífskjörum og þjóðfélagsháttum sem verið hefur á þessari öld breytinganna. Alþjóðavæbing í landbúnaði íslenskur landbúnaður er sannarlega ekki á fall- anda fæti þrátt fyrir að landinn sé nánast stein- hættur að kaupa lambakjöt sem farið hefur í gegn um styrkjakerfi hins opinbera og láti sér nægja lambakjöt af lömbum sem slátrað hefur verið í skúrum og skúmaskotum upp til sveita. Nýjar bú- greinar hafa hægt og bítandi verið að festa rætur og spretta nú bókstaflega upp eins og gorkúlur. Meira að segja laxeldið og loð- dýraræktin eru að verða stór- gróðafyrirtæki þrátt fyrir erfiða byrjun, bölsýni svartsýnisradda og fjöldagjaldþrot. Hinn hefðbundni íslenski bóndi er ekki lengur eins hefð- bundinn og verið hefur. Hinn ís- lenski bóndi er ekki lengur mað- urinn sem gengur um með köfl- ótta derhúfu, eða þæfða lopa- húfu sem hann tekur feimnislega niður þegar hann þarf að ræða við bankastjórann eða kaupfélagsstjórann. Lýsingin á varla lengur við um manninn sem gengur löngum ákveðnum skrefum, örlítið kýttur í herðum og heldur stórum sterkum en vinnulúnum höndunum fyrir aftan bak, með augnaráð sem er hvorutveggja í senn milt og dreymandi, manninn sem kann þvílík býsn af ferskeytlum að nægði í þrenn ritsöfn og er þar að auki einstökum gáfum gæddur, stórskáld og fræðimaður. Þessi lýsing á vart við hinn hefð- bundna íslenska bónda lengur. Glampandi dollaramerki Nú er hinn hefðbundni íslenski bóndi af allt annarri manngerð. Nú er hinn hefðbundni ís- lenski bóndi hreint ekki lengur sérvitur afdala- maður sem býr með nokkrar kindur. Nú er hinn hefðbundni íslenski bóndi hugdjarfur og fram- taksamur eldhugi, alþjóðlegur bisnessmaöur sem rekur fjölþjóðafyrirtæki til að framfleyta fjöl- skyldunni og er stutt í að dollaramerkin glampi í augunum. Alþjóðavæðingin á sér stað á flestum sviðum landbúnaðar, lítum t.d. á hina hefðbundnu hrossarækt landans, sem fram undir þetta hefur verið stunduð til að fá burðarklára og smalahesta. Það á allt annað fyrir gráa folaldinu sem fæddist í vor að liggja en stórgæðingnum gráa langalang- ömmubróður þess sem var heygður í túngarðin- um heima. Nú eru framtíðarmöguleikarnir nánast óþrjótandi. Þetta með að verða heygður í tún- garðinum heima er afskaplega fjarlægur og ólík- legur möguleiki, þó hann sé vissulega fyrir hendi. Meiri líkur eru á að framtíðin beri annað í skauti sér og gráa folaldið verði drjúg tekjulind fyrir eig- anda sinn. Verði Gráni meb öllu óalandi og óferj- andi, þá endar hann í svöngum maga austur í Jap- an. Meiri líkur eru þó á að hann inni af hendi dygga þjónustu við að bera útlenda ferðamenn af ýmsu þjóðerni um dalverpi og fjallaskörð, mýrar og móa, fjörur og flókaskóga. Flytjist síðan búferl- um vestur eða suð-austur um haf til útlendra efnamanna sem borga fyrri eig- anda hans stórfé fyrir. Og þetta er bara sýnishorn af því sem framtíðin gæti borið í skauti sér fyrir Grána litla. Víðtæk alþjóðavæð- ing Sé bóndinn ekki alþjóða- væddur í hrossaræktinni, þá er alþjóðavæöingin komin á öðr- um sviöum. Hann gæti selt verðbréf í frístundum eða loð- skirin á heimsmarkaði, flutt ferskan silung á Bandaríkjamarkað, selt þreyttum Þjóðverjum bændagistingu eða glorhungruðum Grikkjum mat, ekið erlendum ferðalöngum að Heklurótum, flutt sólbrúna spánverja um Langjökul eða fleytt fríslendingum niður jökulárnar og svo nýjasta nýtt — selt gamla ónýta traktorinn sinn til Bret- lands þar sem hann verður notaður í hjarðfjósum við að skafa ofan af rimlagólfunum. Nú er Bretinn nefnilega hættur að geta slátrað nautunum þar sem enginn kaupir kjötið lengur og því safnast enn meiri skítur í fjósin en áður og þar af leiðandi bráðvantar gamla Fergusona ofan af íslandi til að nautin drukkni ekki í eigin úrgangi, slíkt yrði ekki til að bæta álitið á breskum landbúnaði. Eins dauði er annars brauð segir máltækið og sennilega á íslenskur landbúnaður eftir að stór- græða á öllu saman. Nú geta íslenskir bændur selt breskum gamla ónýta traktora á okurprís og land- búnaðarniðurgreiðslureglur Evrópusambandsins sjá til þess að Evrópusambandið borgar. Síðan kaupa íslenskir bændur nýja traktora af einhverju Evrópusambandsríkinu og sömu landbúnaðar- niðurgreiðslureglur sjá til þess aö stærsti hlutinn af andvirðinu er niðurgreiddur af Evrópusam- bandinu til ab leiörétta hlut sambandsríkjanna gagnvart samkeppni úr austri og vestri. Það er ab sjálfsögðu ekki nokkur ástæða til að ganga í Evr- ópusambandið þegar menn stórgræða á því að vera fyrir utan og áhyggjur af framtíð íslensks landbúnaðar eru augljóslega gersamlega ástæðu- lausar. Garri Leitin ab and-Ólafi Svo virðist sem fjölmargir aðilar, séu lítt hrifnir af velgengni Ólafs Ragnars Grímssonar í skoðanakönnunum. Stöð- ugt heyrast raddir um að einhver nýr frambjóðandi hljóti og verði að koma fram til þess að ógna forskoti Ólafs, en almennt virðast menn vera búnir að gefa upp alla von um að núverandi frambjóðendur muni ná að skáka Ólafi. í Alþýðublaðinu í gær talar Hrafn Jök- ulsson ritstjóri meira að segja um þjóðarsátt um Ólaf Ragnar, þjóðin hafi gefist upp á þrasinu og úr djúpum þjóðarsálarinnar hafi risið sameiningartáknið Ólafur Ragnar Grímsson. Þetta er þó sennilega rangt hjá Hrafni, eða í það minnsta eitthvað orðum aukið því hvað svo sem annars má segja um framboð Ólafs, þá er ljóst að mjög víða er ekki litið á það sem sameiningar- og friðarframboð. Ranglátur heimur Þannig munu margir sjalfstæðismenn enn vera óhressir með þá niðurstöðu að „borgaralegu" framboðin skuli skiptast í eina tvo kampa — Guð- rúnu Péturs og Pétur Hafstein — því hvort um sig nánast útiloki hitt frá því að verða afgerandi ógn- un við Ólaf. Sagan segir að einn dyggur stuðn- ingsmaður Davíðs Oddssonar úr þingmannaliði íhaldsins hafi komið að máli við foringja sinn á dögunum og rakið fyrir honum hvað hann væri nú átakanlega vondur þessi heimur — þar sannist svo sannarlega orð Davíðs Stefánssonar að fæstir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Fyrst, sagði þessi þingmaður við Davíð, byggir þú þetta fína ráðhús fyrir óheyrilegar upphæðir og þá kemur einhver femínisti og vinstra dót og hrifsar það af þér og þinum mönnum. Svo þegar þú ert búinn að láta stórar fjárfúlgur af hendi rakna til þess að endurbyggja Bessastaði þá kemur enn einn vinstri- sinninn og hálfgerður femínisti og eyðileggur möguleikana á að þú komist þangað. Þó þessi saga, sem fullyrt er að sé sönn, eigi auðvitað að flokkast sem létt spaug, þá segir hún talsvert um þá gremju sem ríkir undir niðri hjá stórum hópi manna sem flokkar sig til „borgaralegu" blokkarinnar. Þeim finnst Ólaf- ur ekki eiga skilið þessa miklu innkomu hjá þjóð- inni og eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að Ólafur nánast gangi inn á Bessastaði á rauðum dregli. Aöeins þungavigt dugar Því er það að nú stendur yfir umfangsmikil leit að einhverjum, sem hugsanlega gæti skákað Ólafi Ragnari Grímssyni og því athyglisverða forskoti sem hann hefur náð — og haldið um talsvert skeið. Enn er því von á að fleiri nöfn bætist í þá fjölskrúðugu flóru sem tilnefndir frambjóðendur eru. Hins vegar duga engir meðaljónar til að breyta þeirri vígstöðu sem upp er komin, það er jú afskaplega frambærilegt fólk sem þegar er í fram- bobi á móti Ólafi en nær ekki að hrista upp í stöð- unni. Leitin sem nú stendur yfir er leit að miklum þungavigtarmanni og er ekkert ólíklegt að þeirrar þungavigtar verði leitað í hópi stjórnmálaleið- toga. Hvort hann finnst er svo annab mál. Það eru 24 dagar til stefnu og víst er að þeir verba nú not- aðir af vaxandi krafti til leitar. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.