Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 1. maí 1996 5 mynd og taktar í leikstíl koma ekki í staðinn fyrir skarpa sýn á viðfangsefnið. Ég held að virð- ingin fyrir ævintýrinu, sem nú- tíminn er að drepa, sé grund- vallarþáttur í því að miðla sögu eins og þessari á leiksviði. Það er hætt við því að sú virðing bíði skaða, svo að ævintýrið sé vængstýft um leið og tekið er að skopast að orðlist höfundar- ins. Stefnan er sú að leysa verk- ið úr viðjum hefðarinnar og er hún í samræmi við yfirlýsingar bókmenntafræðinga á seinni áratugum um að höfundurinn sé dauður, lesandinn lifi og megi gera það úr skáldverkinu sem honum sýnist. Ég held þó að túlkandinn — og þar með leikstjórinn — verði fyrst og fremst að treysta því verki sem hann hefur í höndum og sýna stíl þess og hugsun virðingu. Um leikarana er flest gott að segja, þeir skila sínu yfirleitt vel innan þeirra marka sem leik- stjórinn setur. Leikarar eru fleiri en svo að unnt sé að telja þá alla hér. Mest mæðir á Elvu Ósk Ólafsdóttur í hlutverki Rósalindar, enda vekur hún mesta athygli. Drjúgan hluta leiksins er hún í karlmanns- gervi, en í leiknum er spilað all- mikið á kynjamuninn, meðal annars í hreyfingum sem stundum verða nokkuð grófar. Elva Ósk sýnir einkar góðan leik og nýtur vel gjörvileika síns í hlutverkinu. Benedikt Er- lingsson er mótleikarinn, elsk- huginn Orlandó. Benedikt er hæfileikamaður, um það er ekki að efast, en vafamál hvort hann er rétt valinn í hlutverk- ið, — þar kemur leikstjórastefn- an til. — Erlingur Gíslason leik- ur þjóninn Adam af mikilli kúnst, og nýtur sýningin góðs af reynslu hans og færni. Þjónninn varð eiginlega skýr- asta persónugerð leiksins. Ýmsir eru hér í tveimur hlut- verkum eða fleiri. Þannig leikur Sigurður Skúlason bæði hinn illa Friðrik sem hrakið hefur hertogann úr landi, og sjálfan hinn landflótta hertoga. Önnur bræðratvenna er raunar í leikn- um, því Orlandó á illan eldri bróður, Ólíver, sem Steinn Ár- mann Magnússon leikur, býsna vel. Edda Heiörún Backman er spaugileg í hlutverki Selíu og Edda Arnljótsdóttir ekki síður sem sveitastúlkan Fífa. Hjálmar Hjálmarsson er í nokkrum hlutverkum og þar á mebal er hann Silvíus smalamaður og vonbiðill Fífu, þar nýtur skop- gáfa hans sín vel. Ekki má gleyma Ingvari E. Sigurðssyni sem hiröfíflið Próf- steinn. Ingvar fór léttilega með hlutverkið og af óaðfinnanlegri tækni, eins og við mátti búast. Það er ekki hans sök að áhorf- andinn skuli eiga bágt með að sjá þessa persónu sem hirðfífl. — Ótaldir eru Björn Ingi Hilm- arsson, Stefán Jónsson, Gunnar Eyjólfsson og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, sem skiluðu hlut- verkum sínum tíðindalaust. Um þessa sýningu má því ýmislegt loflegt segja, eins og hún kemur fyrir. Ágreiningur- inn er hins vegar um það hvort svona frjálsleg túlkun á Shake- speare sýni jöfrinum tilhlýði- lega virðingu. Úr því verður ekki skorið fortakslaust og reynir þar á þanþol smekks hvers áhorfanda um sig. En vel er ef sýningar Guðjóns Peder- sens og annarra leikstjóra sem líkt hugsa geta örvab til um- hugsunar og umræðna um hinn dýra arf sem í klassíkinni felst. Þær hafa gert þab og ég er ekki í vafa um að Sem yöur þóknast mun gera þaö líka. Þjó&leikhúsiö: SEM YÐUR ÞÓKNAST eftir William Shakespeare. Þýöing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjórn: Cubjón Pedersen. Leikmynd: Cretar Reynisson. Tónlist: Egill Ólafsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Dramatúrg og a&sto&ar- ma&ur leikstjóra. Búningar: Elín Edda Arnadóttir. Frumsýnt á Stóra sviöinu 24. apríl. Af sérstökum ástæðum gat ég ekki verið á frumsýningu þessa verkefnis að kvöldi síðasta vetr- ardags. Ég hef því getað heyrt og lesið æði misjafna dóma um sýninguna. Það er í sjálfu sér gott að skiptar skoðanir séu um leiksýningar og í raun ekki annað en sönnun þess að lif- andi starfsemi fari fram í leik- húsinu. Guðjón Pedersen hefur verið einna umdeildastur ís- lenskra leikstjóra í seinni tíð, einkum vegna framúrstefnu- legrar túlkunar á Shakespeare. Ekki hef ég séð allar þær sýn- ingar, en minnist vel tveggja: Draumur á Jónsmessunótt í Nemendaleikhúsinu og Mac- beth hjá Frú Emilíu. Báðar sýn- ingarnar þótti mér gaman að sjá, þótt meðferðin væri býsna frjálsleg, jafnvel ósvífin. Sér- staklega var gaman að Draumi á Jónsmessunótt í Lindarbæ, sprellfjörug sýning sem leikar- arnir ungu skiluðu af hjartans lyst. Sýningin á Sem yður þóknast er ekki eins skemmtileg. Hvort tveggja er að leikritið sjálft er ekki eins fjörugt og ævintýri Jónsmessunætur, og svo er eins og eitthvert andrúmsloft og sjarmi hins óhefðbundna, gáskafulla stíls og grófgerða umbúnaðar hafi glatast á leið- inni upp á stóra sviðið. Ég hygg að megingalli sýningarinnar sé sá að ekki tekst sem skyldi ab ná í hana alla þeim hraða að hún verði þétt og hrífi áhorf- andann með. Framan af var hún beinlínis silaleg, og inn á milli komu daufir punktar þótt hún næði vissulega góðum sprettum. Um hvað er þetta leikrit Shakespeares? Til að svara því er handhægast að grípa til bók- ar eins helsta fyrirrennara þeirra sem nú skrifa um leik- sýningar í íslensk dagblöð, Ás- geirs Hjartarsonar. Hann skrif- aði þegar Sem yður þóknast var sett á svið í Þjóðleikhúsinu 1952, fyrst Shakespeareverka í húsinu: „Þetta er ævintýri, ljóð- rænt og skáldlegt, leikur hins frjálsa hugar. Söguþráðurinn skiptir minnstu máli, enda ekki verk Shakespeares sjálfs, en harla ótrúlegt er flest sem gerist í töfraheimi skáldsins. Ardens- skógur heitir hið seiðsterka undraland, en þangað safnast persónur leiksins á einhvern dularfullan hátt, ein af annarri, hraktar í útlegð og eignum sviptar af vondum mönnum og una lífinu í grænum lundi. ..." Tökum ekki fleira upp úr um- sögn Ásgeirs, en hann og fleiri unnendur Shakespeares settu skáldið á þann stall að þeir hefðu seint unað skopi eða skrumskælingu á texta hans. í þeirra augum er tign skáldsins öllu ofar. Guðjón Pedersen er hins vegar í uppreisn gegn þessari forklárun og er í því sporgöngumaður hins enska leikhúsfrömuðar Peters Brook, en grein eftir hann er í leik- skránni. Samkvæmt kenningu Brooks á leikarinn fyrst ab gleyma Shakespeare til að geta fundið hann. Þetta henti einn gagnrýnandinn á lofti um dag- inn, sýning Guðjóns væri eins konar endurfundur. En spurn- ingin er: Týndist skáldið nokk- urn tíma? Og þarf þá þennan uppásnúning til að finna það? Leikstjórinn hefur nokkra til- burbi til að setja texta skáldsins Edda Heibrún Backmann og Elva Ósk Ólafsdóttir í hlutverkum sínum. Leikstjórinn og skáldið í annarlegt ljós. Það er allra greinilegast í meðferðinni á frægasta eintali leiksins, sem um leið er meðal frægustu ein- tala bókmenntanna: „Öll ver- öldin er leiksvið ...". Þar er hvíslarinn dreginn inn á sviðið og minnir leikendur stöðugt á meðan þeir hökta í gegnum textann. Þetta segir sína sögu um aðferð leikstjórans og við- horf og gæti um leið varpað ljósi á að sumir klassiskt sinn- aðir leikhúsgestir eiga bágt með að taka sýningar hans gildar. Annað dæmi um stíl leik- stjórans er svo byrjunin þar sem látin er vera allnokkur rifa á tialdinu og persónurnar eins LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON og álpast þar inn. Leikmyndin er út af fyrir sig, en í fullu sam- ræmi við leikstílinn að öðru leyti. Víð stofa með stórum borðum. Leikið er reyndar bæbi uppi og niðri. Þegar út í skóg- inn kemur er borðum snúið við og fætur þeirra breytast í tré. Og búningarnir eru eftir þessu og í engu hirt um eftirlíkingu á tíma Shakespeares. Það sést til dæmis glögglega í gervi hirð- fíflsins Prófsteiris, sem rogast um sviðið með ferðatöskur og líkist hreint ekkert þeim hirð- fíflum sem við munum úr gömlum Shakespeare- sýning- um. Orlandó skrifar ástaljóð sín á ritvél. Þessi sýning á Sem yður þóknast er sem sé samfelld að stíl, eins og vant er hjá Guðjóni Pedersen og samverkamönnum hans. Hvort fólk hefur smekk fyrir verkib er allt annab mál. Ég get að vísu ekki séð að mikill ávinningur sé að svona nú- tímavæðingu. Sannleikurinn er sá að maður saknaði einhverrar frjórrar heildarstefnu í sýning- unni, því það er ekki nóg að skopast að hefðinni. Ytri sviðs-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.