Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 1. maí 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM BORGFiRDINGUR BORGARNESI Mótel Venus opnab Laugardaginn fyrir páska opnaði Mótel Venus í Hafnar- skógi formlega og var gestum boðið að koma og þiggja veit- ingar og skoöa staðinn. Þá um kvöldið gistu fyrstu gestirnir. Að sögn Guðmundar Hall Ólafssonar eiganda hafa við- tökur verið mjög góðar og margir gestir komið um hverja helgi frá því opnað var. Hann sagði að gisting væri ekki komin af stað ennþá, enda hefði ekki verið búist við því fyrr en líða tekur á vorið. Þó hafi alltaf verið einn og einn næturgestur. Veitingasalurinn hefur verið vinsæll og hafa verið haldnar ýmsar veislur, svo sem ferm- ingarveislur. Einnig er salur á efri hæð og var hann pantað- ur um leið og hann var tilbú- inn og er nú bókaöur nokkrar helgar í maí. HAFNARFIRÐI ísvatn og bandarískir aðilar: Vatnsátöppunar- verksmiöja í Hafnarfiröi? ísvatn hf. í samstarfi við bandaríska aðila hefur sótt um lóð undir vatnsátöppunar- verksmiðju við Stórhöfða í landi Hafnarfjarðar, austan Ásvalla og skammt frá Hamra- nesi viö Krísuvíkurveg. Jafn- framt sækjast sömu aðilar eftir vatni úr Kaldárbotnum til framleiðslu sinnar. Virtur bandarískur ráðgjafi á þessu sviði, Henry Hidell, sem unn- ið hefur fyrir bandarískar rík- isstjórnir og stórfyrirtæki eins og Coca-Cola og Pepsi, er væntanlegur hingað til lands um mánaðamótin til að leggja fram skýrslu og greinargerð sem hann hefur unnið í þessu sambandi. í kjölfar þess verð- ur tekin endanleg ákvörðun. Tryggvi Harðarson, sem sæti á í vatnsnefnd bæjarins, segir að til þessa hafi öll gögn, upp- lýsingar og markaðskánnanir varðandi áform ísvatns og samstarfsaðila þess verið betur unnin en fyrri áform óskyldra aðila í þessa veru. Endanlegar línur verði þó ekki skýrar fyrr en eftir að bandaríski ráðgjaf- inn hefur lagt fram gögn sín. Að svo stöddu liggja ekki fyrir tölur um áætlaða framleiðslu, vatnsnotkun eða starfsmanna- fjölda, en Tryggvi segir að hér sé um að ræða fjárfestingu upp á 300 milljónir króna. Áuk lóðar undir vatnsátöpp- unarverksmiðju hyggst ísvatn semja við Hafnarfjarðarbæ um afnot af vatni úr Kaldárbotn- um, en gerð yrði sérstök bor- hola sem ísvatn tæki úr vatn til framleiðslu sinnar, er leitt yrði í sérstakri leiðslu til verk- smiðjunnar við Stórhöfða, nokkurra kílómetra leið. Tryggvi sagði að gróflega áætl- aður kostnaður við slíka vatnslögn væri um 30 millj- ónir króna. Aðspurður hvaða verð væri verið að ræða fyrir Margrét lónsdóttir og Gubmundur Hall Ólafsson, eigendur Mótels Ven- usar, vib opnunina. vatnssölu til stórnotanda eins og ísvatns sagði hann að til viðmiðunar væri haft að stór- notendur borguðu 10 kr. fyrir tonnið og vatnsskatt að auki. „Ef verksmiðjan rís, er fyrirsjá- anlegt að tekjur bæjarins vegna þessarar starfsemi yrðu meiri en sem næmi vatnssöl- unni einni, svo sem vegna flutninga- og hafnargjalda," sagði Tryggvi að lokum. Svarfdœlsk byggð & bœr SVARFAÐARDAL Árskógsströnd: Mikib aö gera í feröaþjónustunni Sjö manna hópur finnskra sjónvarpsmanna var hér á ferð í vikunni eftir páska ásamt tveimur mönnum frá íslenska sjónvarpinu við neðansjávar- tökur á lífríkinu í firðinum. Hópurinn hélt til í bændagist- ingunni í Ytri-Vík á Árskógs- strönd. Sjónvarpsmennirnir munu fara víðar með strönd landsins, í Breiðafjörð, á Seyð- isfjörð og til Vestmannaeyja og mynda dýralíf, gróður og landsíag neðansjávar. Afrakst- urinn verður síðan sýndur finnska og íslenska sjónvarp- inu næsta vetur. Sveinn Jónsson, ferðaþjón- ustubóndi og athafnaskáld í Kálfsskinni, segir mikla aukn- ingu á bókunum hjá sér yfir vetrartímann og greinilegt að áhugi er mikill fyrir svæðinu og möguleikum þess. Franskir ljósmyndarar og blaðamenn gistu Ytri-Vík á dögunum og voru í slagtogi með snjó- brettakrökkum sem voru hér að kenna Norðlendingum íþrótt sína. Lítið varð þó úr kennslu vegna snjóleysis. Þá er orðið töluvert um að ís- lendingar noti bændagisting- una á vetrum og að hópar fái leigð hús fyrir fundi o.þ.h. f n e t t nn i nn i n SELFOSSI Ung stúlka frá Selfossi nábi langt í módelkeppni og von- ast eftir samningi: Ætlar fyrst aö klára samræmdu prófin Margrét Óskarsdóttir, 16 ára gömul stúlka frá Selfossi, náði langt í fyrirsætukeppni í New York á dögunum. Hún sigraði í keppni um bestu auglýsinga- fyrirsætuna í sínum flokki, en alls tóku um 2000 manns þátt í keppninni. „Þetta byrjaði með því að ég fór á námskeið hjá John Casa- blanca- skólanum í Reykjavík, sem Kolbrún Aðalsteinsdóttir rekur. Hún ræddi svo við for- eldra mína um að ég færi í þessa keppni ásamt 15 öðrum krökkum á aldrinum 15-22ja ára. Við fórum svo á föstudag- inn langa til New York og þurftum að brjótast yfir heið- ina í vonda veðrinu sem þá var." Keppnin, sem Margrét tók þátt í, kallast MAAI og er módelkeppni. Einn tilgangur keppninnar er að gefa um- boðsskrifstofum tækifæri til að hitta tilvonandi fyrirsætur og fengu keppendur boð frá þeim skrifstofum sem höfðu áhuga á að ræða við þá. Margrét vakti mikla athygli meðal umboðsskrifstofa, því ekki færri en 16 höfðu áhuga á að hitta hana, þ.ám. Elite- skrifstofan, stærsta fyrirtæki heims í þessari grein. Margrét sigraði í flokki í keppni um auglýsingamyndir. í þeim flokki voru 100 kepp- endur, en keppt var eftir aldri og hæð. Hvernig varð henni við? „Mér brá náttúrlega alveg rosalega og fannst þetta fyrst og fremst fyndið. í framhaldi af þessu fór ég í viðtal við El- ite-skrifstofuna og ég veit ekki ennþá hvað kemur út úr þvr: Kolla kemur á næstunni á Sel- foss og ætlar að hitta stelpur hér, en hún hefur reynst mér og foreldrum mínum vel." Margar stúlkur eiga sér drauma um fyrirsætustörf og þar er Margrét engin undan- tekning. „Nú er þessi draumur orðinn raunsær. Það er hægt að fá mikla peninga út úr þessu, en þetta er líka mikil vinna. Við hittum íslenska fyrirsætu, Ásdísi Maríu Frank- lín, sem starfar hjá Elite og henni hefur gengið mjög vel. Hún gerði okkur það ljóst að það er ekki nóg að hafa útlit- ið, útgeislun verður líka að koma til. Þetta var mikið æv- intýri og skemmtilegt. Svo er bara að sjá til hvað gerist í framhaldi af þessum viðtöl- um. En ég ætla fyrst að klára samræmdu prófin," sagði Margrét að lokum. Margrét Óskarsdóttir. Gönguleið Br'ótnerilnur sýna gatnamótin eins og þau munu llla út þegar Reykjanesbraut og Fifuhvammsvegur hafa veriö tvöfðlduð . Skyggða svæðlð sýnir gatnamólio jetlic þær framkvæmdir sem nú eru boönar út Mislæg gatnamót Reykjanesbpautar og Fífuhvammsvegar boðin út 100 m Orvar sýna akstursstefnu Skyggöa svœöiö sýnir hvernig gatnamót Fífu- hvammsvegar og Reykja- nesbrautar eiga aö líta út eftir I. j október í haust, eftir lok þeirra fram- kvœmda sem nú eru boönar út. Brotalínurnar sýna hins vegar hvernig vegir eiga aö liggja, þegar Reykjanes- braut veröur tvöföld- uö eftir nokkur ár. Ný brú yfir Reykjanesbraut í sumar: Fífuhvammsvegur brúaður í sumar Gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Fífu- hvammsvegar í Kópavogi hefur verið bobin út á vegum Vega- gerbarinnar og bæjarstjóra Kópavogs. Tilbobum skal skil- ab fyrir 6. maí n.k. Verkinu á ab vera lokib þann 1. október, þ.e. eftir fimm mánubi héban í frá. Brúin yfir Fífuhvammsveg verður 28 metra löng og 14,55 metra breið plötubrú með millis- töpli. Meðan á framkvæmdum stendur, verður umferð leidd framhjá vinnusvæðinu um bráðabirgðaveg vestan við gatna- mótin. Helstu magntölur, samkvæmt Framkvæmdafréttum Vegagerð- arinnar, eru: skeringar 120 þús. m3, fyllingar og burðarlög 70 þús. m3, malbikun 10 þús. m2, frá- rennslisstofnlagnir 1.000 metrar, mót 1.400 m2, járnalögn 60 tonn og steypa 750 m3. ■ Kvikmyndasjóbur á ekki ab fjármagna kvikmyndaiönaö Ekki er hægt ab gera ráb fyrir ab Kvikmyndasjóbur taki ab sér ab fjármagna kvikmynda- gerb, þegar hún er orbin ab ibnabi eins og er hér á landi. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar menntamálaráb- herra vib fyrirspurn frá Krist- ínu Ástgeirsdóttur. Mennta- málarábherra bobabi einnig endurskobun á lögum um sjób- inn. Björn Bjarnason sagði að þegar Kvikmyndasjóði var komið á fót, hafi honum verið ætlað það hlutverk að styðja menningar- lega viðleitni en ekki að fjár- magna iðnað. Því þurfi að taka starfsemi sjóðsins til endurskoð- unar með tilliti til þeirra breyt- inga sem orðiö hafi, og taka mið af starfsemi kvikmyndasjóða í nágrannalöndunum. Kristín Ástgeirsdóttir varpaði fram spurningum um hvað menntamálaráðhera hygðist fyrir varðandi sjóðinn og gat þess að núverandi ffamkvæmdastjóri hans hafi sagt upp störfum, þar sem hún telji sig ekki ná fram neinum úrbótum í málefnum hans. -ÞI u Glœsitilboö sem Landsvirkjun fékk í framkvœmdir: Reikningsskekkjur í báðum tilboöum Ótrúlega glæsileg tilbob í verk- efni Landsvirkjunar reyndust mistök í útreikningum verktaka. í bábum tilfellum voru lægst- bjóbendur leystir frá tilbobum sínum. „Þetta var nú þannig að við ósk- uðum eftir því ab falla frá tilboð- inu. Þeir vildu semja við okkur, en viö sáum aö ákveöin mistök höföu oröiö í tilboösgeröinni okkar. Því var tekiö ljúfmannlega," sagöi Halldór Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Húsaness hf., í Keflavík í gær. í frétt í blaðinu í gær greindi frá því að Landsvirkjun heföi ekki tek- iö lægstu tilboðum í tvö stórverk- efni, sem framundan em hjá fyrir- tækinu. Húsanes bauð lægst í endurnýj- un mannvirkja í Soginu, tilboöiö var 51 milljón krónum lægra en hjá ÁHÁ-byggingum hf. í Reykja- vík, sem fékk verkiö. Hitt tilboðið, í hækkun Blöndu- stíflu, var frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða ehf., 50 ára gömlu verktakafyrirtæki á Selfossi. „Við féllum frá þessu, það var vitleysa í þessum útreikningum. Landsvirkjun hélt þessu ekkert til streitu, þeir taka ekki áhættu á slíku. Auðvitað var leiðinlegt að lenda í þessu, en þetta voru bara mannleg mistök," sagöi Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri Ræktunarsambandsins, í gær. Til- boð þess fyrirtækis var rúmlega 32 milljónum króna lægra en Valar hf., sem fékk verkið. Bæöi þessi verktakafyrirtæki em í góðum verkefnum um þessar mundir og sjá fram á gott sumar. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.