Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.05.1996, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 1. maí 1996 13 13. þing Rafiönabarsambandsins tekur undir orö Ólafs C. Einarssonar forseta Alþingis aö Noröurlönd séu einn vinnumarkaöur meö sömu launakjör: Kröfugerbir tilbúnar í kjaramálaályktun 13. þings Rafiðnarasambands íslands eru saminganefndir sam- bandsins hvattar til aö hafa kröfugerðir tilbúnar í haust svo hægt sé að gera viðræðu- áætlun í tíma og ljúka gerð næstu samninga áður en gild- andi samningar renna út í Á aöalfundi Kaupfélags Borg- firðinga (KB) sem haldinn var sl. þriðjudag kom m.a. fram að hagnaður af starfsemi félagsins hefði verið 12,7 milljónir eftir skatta. Tap varð af hlutdeildar- félögum samtals um 11 milljón- ir króna og varð hagnaður árs- ins því um 1,7 milljónir króna. Heildartekjur samkvæmt rekstrarreikningi voru 1.889 árslok. Náist það ekki telur þingið að leita eigi eftir heim- ildum félagsmanna abildarfé- laga til abgerða um áramótin. Þingið tekur jafnframt undir þau orð sem Ólafur G. Einars- son forseti Alþingis viðhafði sl. haust þegar hann varði launa- hækkanir til þingmanna og milljónir króna og höfðu aukist um 1% frá fyrra ári. Fram kemur í fréttatilkynningu frá KB að verslunardeildir félags- ins ásamt Brauðgerð og Mjólkur- samlagi hefðu skilað nokkru lak- ari afkomu en árið áður en flutn- ingaþjónusta ívið betri árangri. Fjármagnskostnaður hefur lækk- að til muna frá fyrra ári. Heildareignir félagsins em ráðherra með því að Norður- löndin væru einn vinnumark- aður þar sem eiga að ríkja sömu launakjör. Til að ná því tak- marki ítrekar 13. þing RSÍ kröfu sína um gerð langtímasamn- ings við næstu kjarasamninga þar sem náð verður sama kaup- mætti og er á hinum Norður- 1.141 milljón króna í árslok 1995 samkvæmt efnahagsreikningi, eigið fé var um 422 milljónir og hlutfall eiginfjár af heildareign- um því um 37%. Lausafjárstaða félagsins batnaði verulega á árinu og var veltufjárhlutfall um 1,28 í árslok 1995 á móti 0,93 árið áður. Heildarskuldir KB lækkuðu um 135 milljónir króna frá árinu áður og voru í árslok 1995 um 720 milljónir króna. Samkvæmt rekstrar- og fjár- hagsáætlun fyrir árið 1996 sem kynnt var á fundinum er gert ráð fyrir hagnaði á yfirstandandi ári. í stjórn félagsins sitja: Guðbjartur Gunnarsson Hjarðarfelli, Gunnar Guðmundsson Borgarnesi, Hauk- ur Arinbjarnarson Borgarnesi, Magnús B. Jónsson Hvanneyri og Þórarinn V. Jónsson Hamri, sem jafnframt er stjórnarformaður. Kaupfélagsstjóri er Þórir Páll Guð- jónsson. -TÞ, Borgamesi í haust löndunum. Rafiðnaðarmenn telja einnig að við gerð næstu kjarasamninga sé svigrúm til að bæta kaupmáttinn stórlega eft- ir þær fórnir sem launamenn hafa tekið á sig. Enda sé þessi ábyrga kjarastefna sem fylgt hefur verið að koma fram í betra efnahagsástandi og batn- andi afkomu fyrirtækja. Meðal þess sem rafiðnaðar- menn leggja áherslu á við gerð næstu kjarasamninga er að færa launataxta að greiddu kaupi og fella eingreiðslur inní taxta. Þá þarf að bæta ráðning- aröryggi launafólks og tryggja heimilum fulla nýtingu skatt- korta maka og heimbúandi barna. Tryggja þarf stöðu trún- aðarmanna og taka upp sömu starfshætti og tíðkast í þeim efnum á hinum Norðurlönd- unum. En þar eru áhrif trúnab- ar- og starfsmanna á stefnu- mótun fyrirtækja tryggð með víðtækri upplýsingaskyldu þeirra gagnvart starfsmönnum um stefnu og afkomu fyrir- tækja. En síðast en ekki síst á að setja ákvæði um það í kjara- saminga að kjarasamningur gildi frá þeim degi sem eldri samningur rennur úr gildi, en ekki frá undirskriftardegi. Það helgast m.a. af því að vinnu- veitendur hafa löngum viljab draga lappirnar svo mánuðum saman við gerb kjarasamninga með því hreinlega að mæta ekki að samningaborðinu fyrr en þab hentar þeim sjálfum. Flugkennarar falla illa aö launakerfi kennara Flugkennarar falla illa að launakerfi kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Blöndals, samgöngurábherra, er hann mælti fyrir frumvarpi um Flugskóla íslands á Alþingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stofnaður verði sérstakur flug- skóli í formi hlutafélags er verði í eigu hins opinbera auk flugað- ila í landinu. Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson gagn- rýndu hugmyndina um Flug- skóla íslands. Steingrímur gagn- rýndi hugmyndina um hlutafé- lagsformið og Össur kvað frum- varpið „bastarð" þar sem blanda ætti saman eignaraðild ríkisins og áhrifum fyrirtækja í flug- rekstri. Á Össuri mátti skilja að hann væri hlynntur þeirri hug- mynd að flugnám færi fram í sérskóla er að öllu yrði í eigu einkaaðila. Hann sagði að nú stunduðu nokkrir aðilar flug- kennslu hér á landi. Þeir skólar væru þó litlir og ekki nægilega öflugir en leita hefði mátt eftir því hvort þeir væru tilbúnir til ab taka höndum saman um myndun eins skóla sem ríkið gæti aðstoðað við að koma á fót eða verið „ljósmóðir" fyrir fyrstu árin eins og þingmaður- inn komst að orði. Össur sagði menn nú vakna upp við það að svo illa væri búið að kennurum hvað launakjör snertir að ekki væri hægt að ætlast til ab flug- menntað fólk tæki að sér kennslu á þeim kjörum. -ÞI Niöurskuröarhugmyndir Helmuts Kohl í brermidepli á fyrsta maí í Þýskalandi: Verkalýösfélög- in snúast gegn kanslaranum -grh Kaupfélag Borgfiröinga: Hagnaður af rekstri í Þýskalandi verður áherslan í há- tíðahöldunum á fyrsta maí öll á vaxandi andstöðu verkalýðsfé- laganna vib hugmyndir Helmuts Kohls kanslara um að skera nibur í velferbarkerfinu. Kohl hefur undanfarib reynt sitt besta til þess að fylkja verkalýðsfé- lögunum að baki sér um aðgerðir til þess að takast á við atvinnuleys- ið, sem nú er meira en nokkm sinni, og sömuleiðis fjárlagahall- ann sem stöðugt eykst. í síðustu viku brugðust þau þó ókvæða við yfirlýsingum hans um að leggja beri til atlögu við heilagar kýr vel- ferðarkerfisins. Verkalýðsfélögin ætla sér aug- ljóslega að nota sér fyrsta maí há- tíðahöldin, þegar hundruð þús- unda manna safnast saman á göt- um Þýskalands, til þess að mót- mæla árásum Kohls á þá sátt sem ríkt hefur í atvinnumálum og átti ekki hvaö minnstan þátt í þýska efnahagsundrinu eftir stríð. Herbert Mai, formaður ÖTV, fé- lags opinberra starfsmanna, hótaði verkföllum ef Kohl ætlar að halda til streitu áformum sínum um nið- urskurð á veikindagreiðslum. „Ef vinnuveitendur halda fast við þetta, þá verða atvinnudeilur óhjá- kvæmilegar," sagði hann. Og Ursula Engelen-Kefer, vara- formabur DGB, eða sambands þýskra verkalýðsfélaga, sagði í blaðaviðtali að verkföll hefðu alltaf verib neyðarúrræði, „en ef atvinnu- rekendur telja að þeir geti snúið aft- ur til fyrri tíma í launastefnu og ráðist gegn velferöarkerfinu þá munu þeir bera ábyrgð á afleiðing- unum." Löng hefð er fyrir því ab lítil átök séu á vinnumarkaði í Þýskalandi, og líta margir svo á að sú almenna sátt sem ríkt hefur um víðtækt sam- flot í launasamningum ásamt stytt- ingu vinnutímans hafi verið undir- staðan að blómlegu efnahagslífi í landinu. Upphaflega var samið um 48 stunda vinnuviku en nú er hún orðin 35 stundir hjá mörgum laun- þegum. Atvinnurekendur hafa undanfarið haldið því fram aö þessi stutta vinnuvika sé eitt af því sem gert hefur það að verkum að launa- tengdur kostnaður er mun hærri í Þýskalandi en í nokkru öðru landi heims, sem valdi því m.a. að störf flytjast í stómm stíl úr landi. U.þ.b. fjórar milljónir Þjóðverja eru nú atvinnulausar og er það meira atvinnuleysi en þekkst hefur þar í landi frá stríðslokum. Þetta mikla atvinnuleysi er þungur baggi á fjárlögunum og stefnir allt í að fjárlagahallinn veröi yfir þeim mörkum sem sett hafa verið sem skilyrði þess að abildarríki ESB geti tekið þátt í myntbandalaginu, sem stefnt er að um aldamótin. Töluverður samdráttur er í efna- hagslífinu þessi misserin og líkur á að hagvöxtur verði innan við eitt prósent á þessu ári. Hagfræðistofnanir telja ab allt þetta stafi af því að ríkið hafi ekki gengið nógu langt í aðhaldsabgerð- um, en stjórnarandstaðan og verka- lýðsfélög vilja aftur á móti halda því fram að afstaða stjórnarinnar sé röng. í stað aðhaldsaögerða ætti stjórnin að afnema ýmiskonar skattfríðindi sem standa hinum ríku til boba og falla jafnframt frá áformum um að hækka eftirlauna- aldurinn, sem myndi aðeins auka atvinnuleysi yngri kynslóbanna. Auk þess muni niðurskurður á að- stoð við fátæklinga stofna í hættu þeim stöbugleika sem verið hefur ein helsta undirstaða þýsks efna- hagslífs. 1. maí sendir vinnandi fólki í landinu kveðjur og árnaðaróskir í tilefni dagsins Grensásvegi 16 -108 Reykjavík - Sími 5686855 - Símbréf 5681284 -GB/Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.