Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 1
80. árgangur STOFNAÐUR 1917 Föstudagur 3. maí 83. tölublaö 1996 Astþór Magnússon er ekki á leið í forsetaframboð. Ef enginn annar forsetafram- bjóðandanna er tilbúinn til að gerast alþjóðlegur frið- arleiðtogi þá: Gæti dúsaö á Bessastöðum í þágu friöar „Ef þaö kemur enginn annar fram sem getur leitt þetta á viðunandi hátt þá er ég til- búinn til ab gera allt — þó aö ég þurfi aö dúsa á Bessastöð- um sem einhver forseti í fjögur ár til aö gera einhverj- ar breytingar," sagöi Ástþór Magnússon, stofnandi Friöar 2000, á blaöamannafundi sem hann hélt í gær í tilefni af útkomu Fréttabréfs Friðar 2000. Fréttabréfið er í bókarformi og verður dreift á öll heimili í land- inu. Forsíðan er skreytt Bessa- stöðum með fyrirsögninni Virkjum Bessastaði en Ástþór segist ekki á leið í framboð eins og er heldur vilji hann „reyna að hafa áhrif á það hvernig embættið virki," og bætti því við að íslendingar hefðu ekkert við skrautforseta að gera. Þess má geta að fréttabréfinu fylgir óútfylltur seðill þar sem lands- mönnum er gefinn kostur á að senda Ástþóri stuðningsyfirlýs- ingu fyrir framboði hans til for- seta, og setja má ófrímerkt í póst. Undanfarið hafa birst auglýs- ingar á strætisvögnum og fjöl- miðlurn sem vísað hafa í Bessa- staði en Ástþór segir þær ekki bundnar við framboð af sinni hálfu heldur sé tímasetningin valin með tilliti til þess að nú sé- um við að fara að velja nýjan forseta og hann vilji breyta áherslum forsetaembættisins. Stefnuskrá forsetans segist hann lýsa í fréttabréfinu sem og því hvernig væntanlegur forseti gæti tekið þátt í friðarbaráttu Friðar 2000. Aðspurður um fjármögnun útgáfunnar og auglýsingaher- ferðarinnar segist hann borga það allt úr eigin vasa enda hafi hann hagnast á viðskiptum, nánar tiltekið tölvuforritun, er- lendis. „Þetta skiptir náttúru- lega einhverjum milljónum en það eru bara smáaurar miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi ef ab heimurinn í kringum okk- ur hrynur og mannkynið út- rýmist." -LÓA £ oA m Astþór Magnússon á blaöamannafundi í bókbandsvinnustofunni Flatey ígœrdag. Meö Bessastaöa-veggspjaldiö og hlaöa af bók sinni, sem hver lands- maöur fœr ókeypis í hendur. Tímamynd: þök Harösnúiö liö útgeröarmanna víöa aö af landinu heimsœkir ráöuneytin. Kvartaö undan krókabátunum. Eiríkur Tómasson: Þetta eru augljós mistök Fimmtán galvaskir útgerbar- menn víöa aö af landinu gengu í gær á fund sjávarút- vegsnefndar í gærdag. Þeir mótmæla harðlega þeirri end- urskoðun sem nú fer fram á lögum um stjórn fiskveiða. Krókabátar fá of mikib í sinn hlut af afla viö íslandsstrend- ur meina stórútgerðarmenn. „Frumvarp sjávarútvegsráð- herra er augljóslega mistök," sagði Eiríkur Tómasson útgerð- armaður í Grindavík í samtali við Tímann í gær. í gærmorgun heimsótti hóp- urinn stjórn LÍÚ, forsætisráð- herra, utanríkisráðherra , og s j ávarútvegsráðherra. Eiríkur sagði að Davíb Odds- son hefði greinilega sett sig vel inn í málið og Halldór Ásgríms- son væri að sjálfsögðu vanur maður í málefnum sjávarút- vegsins. Hins vegar hefði það verið þrautin þyngri að rökræða mál við Þorstein Pálsson. „Þessari baráttu er ekki lokið, við höldum áfram og einhver verður að játa á sig og leiðrétta mistökin," sagði Eiríkur Tómas- son í gær. Útgerðarmennirnir bentu Steingrími Sigfússyni, formanni sjávarútvegsnefndar Alþingis, meðal annars á í gær ab ekkert samráð hefði verið haft við sam- tök útgerðarmanna varðandi endurskoðun laganna, það væri andstætt öllum. fyrri vinnu- brögðum. -JBP Samskip hf. gerir það gott: Fjórar milljónir verða milljarður Hagnabur af rekstri Sam- skipa hf. varö 183 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi félags- Rautt ljós á vínveitingaleyfi Borgarráö hefur ákveöiö aö ekki veröi mælt meö nýjum vínveitingaleyfum í miö- borg Reykjavíkur um tiltek- inn tíma. Ákvörbunin verður auglýst með fyrirvara ábur en hún gengur í gildi. Skrifstofustjóra borgar- stjórnar og borgarlögmanni hefur verib faliö að undirbúa auglýsingu um ákvörðunina þannig að þeir sem hafa í hyggju að leggja inn umsóknir um vínveitingaleyfi gefist tækifæri til þess áður en til stöðvunar kemur. Þetta er gert í samræmi við umsögn borgarlögmanns, sem jafnframt mælti með því að tveimur nýjum veitingastöð- um, að Pósthússtræti 9 og Hafnarstræti 7, verði veitt vín- veitingaleyfi á grundvelli jafn- ræbisreglu. Borgarráö féllst á þá röksemd borgarlögmanns. -GBK ins í gær. Þetta er besta af- koma félagsins til þessa. Eigið fé jókst um 209 millj- ónir í fyrra milli ára, og er nú rétt um einn milljarður króna. Olafur Ólafsson forstjóri fyr- irtækisins benti á að á tveim árum hefði eigið fé Samskipa vaxið úr 4 milljónum króna í 999 milljónir króna, 300 koma úr rekstri og 700 milljónir sem nýtt hlutafé. í efnahagsreikningi má lesa ab eiginfjárhlutfall Samskipa hf. var 31,4% um síðustu ára- mót. Stjórnendur félagsins segjast telja fjárhagsstöðuna „viðunandi". -JBP Tíu aðferðir til að losna við eigin- manninn Yfirskrift fræðslu og ráð- gjafar um hollari lífshætti hefur gamansama yfirskrift: 10 leiðir til að losna við eig- inmanninn á 10 árum. En öllu gamni fylgir nokkur al- vara. Hér er um að ræða kynningu á almennings- hlaupum og heilbrigðisráð- gjöf og forvarnarstarfi í sambandi við þau. Fyrsta kynning er í Kringlunni á morgun laugardag. Ab þessu standa fjölmargir að- ilar, Félag hjúkrunarfræö- inga, Heilsuefling, Reykja- víkur Maraþon, íþróttir fyr- ir alla, Tannverndarráð, Vímulaus æska og Mann- eldisráð. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.