Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 3. maí 1996 Tímirrn spyr... Má álykta eftir útifundi 1. maí að óvenju mikil ólga eigi sér stað meðal verkalýðsins nú? mk f*' ** Halldór Björnsson, formabur Oagsbrúnar: Já, alveg tvímælalaust. Þeir sem ekki sjá þab eru blindir á bábum aug- um. Þab var óvenju mikil þátttaka í kröfugöngunni og orb þeirra sem ég hitti í gær bentu til þess ab nú yrbu engin vettlingatök vibhöfb. Menn eru reibir og búnir ab vera þab síban úti- fundurinn var haldinn á Ingólfstorgi í fyrra. Honum hefbi þurft ab fylgja bet- ur eftir, en því miöur var þaö ekki gert. Verkalýbshreyfing sem aldrei þorir neitt koönar niöur og meö henni bar- átta fólksins. Þaö er skarpari barátta í aðsigi nú en verib hefur um langt ■keið, átök milli aðila á vinnumarkaði eru nauösynleg. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: A því leikur enginn vafi að geysileg andstaða er í þjóöfélaginu gegn skerö- ingar- og haftafrumvörpum ríkis- stjórnarinnar. Hér kyndir einnig mjög undir hrokafull vinnubrögð stjórnar- innar, hún virðir almannavilja aö vettugi og er þá fyrst tilbúin aö hnika einhverju til ef hana grunar að útlend- ingar kunni aö fyrtast við einhverjum ákvæðum í lagasmíðum hennar, sbr. álitsgerö frá lagadeild HÍ. Mótmæli allra verkalýðsfélaga og heildarsam- taka launafólks gegn frumvarpinu og ásakanir um aö frumvörp stríbi jafn- vel gegn stjórnarskrá landsins koma henni ekkert vib. Allt þetta kyndir undir ólgu í þjóöfélaginu og veröur ekki til að auövelda samskipti á kom- andi mánuðum og misserum. Björn Grétar Sveinsson, formabur Verkamannasambands íslands: Já. Þessi ólga á sér reyndar lengri aö- draganda. Spennan hefur verið að magnast allt frá úrskurði Kjaradóms í fyrra og öllu sem geröist í framhaldi af því. Nú er svo mælirinn fullur, þegar ríkisstjórnin meö framlagningu ákveöinna frumvarpa lýsir yfir stríði. Þab veröur alltaf ólga, þegar stjórn- völd segja almenningi stríö á hendur. Þab kann aldrei góöri lukku ab stýra. Kolsvört skýrsla um útbreibslu fíkniefna og þróun ofbeldis í þjóbfélag- inu. Jóhanna Sigurbardóttir: Áhætta fíkniefnasala virbist nánast engin „Dómar sem fallið hafa vegna kynferðisafbrota á síðustu 10 árum eru 179 talsins á árun- um frá 1986 til 1995. Kveðið hefur verið á um sektar- greiðslur í aðeins sex af þess- um dómum, og upphæðin er ekki há, samtals 424 þúsund krónur. Þetta er mebal þeirra upplýsinga sem skýrslan greinir frá. Ég hugsa ab marg- ir kippist vib þegar þeir sjá hversu alvarlegt ástandið er orðib hjá okkur bæbi hvab varbar ofbeldi og fíkniefni," sagði Jóhanna Siguröardóttir þingmaður Þjóbvaka í samtali við Tímann í gær. Skýrslan er heildstæðasta samantekt um ástand þessara mála sem birt hefur verið. Skilaboðin eru skýr, ástandið er verra en menn gat órað fyrir. Jóhanna sagði að hún mundi óska eftir að skýrslan yrði tekin til umræðu á Alþingi en ríkis- stjórnin ynni að ýmsum úrbót- um, sem hún sagði gagnlegar. Jóhanna ásamt níu þing- mönnum öðrum óskaði eftir skýrslu um útbreiöslu fíkniefna og þróun ofbeldis í þjóðfélag- inu. Forsætisráðherra hefur lagt fram skýrslu um ástandið, en hún er unnin hjá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík. Ástandið er vægast sagt ugg- vænlegt og niðurstaðan vekur kröfur um úrlausnir. Gróf brot — vægar refsingar „Það sem mér kemur hvað mest á óvart í skýrslunni er hversu lítið refsirammanum er beitt. Áhætta þeirra sem standa í sölu fíkniefna virðist lítil. Fyr- ir kíló af hassi sem smyglað er inn fæst götuverðmæti sem er allt að hálfri annarri milljón króna. í skýrslunni segir að vænta megi þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja slíkt inn. Þannig að áhættan virðist lítil," sagði Jóhanna. í skýrslunni er fullyrt að við- skipti með fíkniefni séu skipu- lagðari nú en áður og aðgengi að efnunum orðið greiðara. Undanfarin 10 ár hefur verið lagt hald á fíkniefni sem metin eru á 350,5 milljónir króna. Þó segir erlend viðmiðun að ein- ungis tíundi hluti smyglsins náist af tollgæslu og lögreglu. Hundrub bíða var- anlegt tjón Skýrslan segir að nokkur hundruð manns brði varanlegt heilsutjón vegna ávana- og fíkniefna. Á ríkisspítölunum voru 396 bráðalegur vegna þessara efna árið 1994. Hlutur þeirra sem eru yngri en 20 ára og koma til meðferðar hjá SÁÁ tvöfaldaðist á síðasta 5 ára tímabili. Konum yngri en 20 ára fjölgar í þeim hópi, úr 7,2% í 21,8%. „Það er uggvænlegt að lesa það í skýrslunni að 30% þeirra sem handteknir voru vegna fíknefnamála fyrstu fjóra mán- ubina á síðasta ári höfbu gert tilraun til sjálfsvígs. Og svo vjrðist sem aldur fíkniefna- neytenda hér á landi færist stöðugt neðar," sagði Jóhanna. Veitingahús stubla að vændi Fíkniefnalögreglan segir að 42% þeirra sem hún hafði af- skipti af vegna fíkniefna væru á ýmsum bótum frá hinu opin- bera. Ennfremur kemur frarn að 60% refsifanga kæmu aftur í fangelsi á 5 ára tímabili frá lausn. Vændi er talið stundað í ein- hverjum mæli í fíkniefnaheim- inum og mun lögreglan hafa vissa veitingastaði í Reykjavík grunaða um að stuðla að slíku, en stúlkur í fíkniefnum hafa viðurkennt vændi við yfir- heyrslur hjá lögreglu. Fjölgun þjófnaða er rakin til fíkniefna- neytenda. Þeir þurfa sam- kvæmt skýrslunni að meðaltali 500 þúsund krónur á ári til að fjármagna neyslu sína. -JBP Ótafur Ragnar a i „Dýrmætt veganesti *rsfas3S SgSSS* mann v*nlegt forjctaefnl. Hann m. hlaut 61% fvlvl * strnnana'' O-O-O- /Yrf/VrtfK /vó E/V6/A/A/ FA/G//L / BOGGI Sagt var... Sophiumálib til Mannréttinda- dómstólsins? „Ef Hæstiréttur mun eftir dóm hér- absdóms taka á málinu á einhvern annan hátt en hann hefur gert ábur, sem ég á ekki von á, förum vib meb málib fyrir Mannréttindadómstólinn í Strasbourg. Þar vinnum vib máliö ör- ugglega." Lögmabur Sophiu Hansen í Tyrklandi. DV. Gefa skít í heiminn „Tímabært er orbib ab taka rábin af þessum mönnum, sem gefa skít í náttúruna, þjóbina og umheiminn. Á þetta reynir enn einu sinni í vor, þeg- ar sauðfjárbændur vilja sturta fé sínu út í sandrokið í trássi við lög og regl- ur. Vonandi næst áður samkomulag um landgræðsluáætlunina." Ritar Jónas Kristjánsson í leiðara DV. Hann segir héraösrábunaut Búnabarfé- lagsins, gróburverndarnefnd S.-Þing- eyjarsýslu, landbúnabarnefnd og hreppsnefnd Skútustabahrepps hafa stutt landeybingu á afréttum og öræf- um Mývetninga. Ágætiseinkunn ab loknum sam- ræmdu prófunum „Við gefum unglingum ágætisein- kunn fyrir þetta. Það fór allt vel fram og mér sýnist aö ástandið nú hafi verib betra en oft áður ab loknum samræmdu prófunum." Geir Jón Þórisson abalvarbstjóri í DV. Vandræbaleg stemmning í banka „Um daginn lét ég mér vaxa barta, en þegar ég fór í bankann þurfti ég ab framvísa gömlu skilríkjunum og þab framkallabi ansi vandræðalega stemmningu í bankanum." Segir „Ingi", kona stödd í mibri kyn- skiptingu, samkvæmt HP. Aubvelt ab sjá fyrir sér vandræbi bankagjaldkerans. Verst vib Moggann „Þab versta vib útbreibsluyfirburbi eins fjölmibils er sú falska mynd sem almenningur fær af blabamennsku. í huga íslendingsins verbur Morgun- blabib einhvers konar fyrirmynd. Morgunblabib er reyndar mjög oft til fyrirmyndar, en bjabib getur í sér- stökum tilvikum veriö hábölvub fyrir- mynd, einkum vegna þess sém blab- ib gerir ekki." Skrifar Halldór Halldórsson í HP. Starfsfólk biskupsstofu hefur síbustu vikurnar gjarnan fengib spumingar fólks um vibkvæm mál á vinnustab sínum eins og gengur. Einn var spurbur um ástand mála í pottunun- um á dögunum. Hann tók sér góban tíma í umhugsun en mælti síban hægt, virbulega en þó mæbulega: „Langholt, Skálholt, Reykholt, — Óhollt!" Patreksfirbingurinn Benedikt Dav- íbsson, forseti ASÍ, reyndar 69 ára í dag, messabi yfir verkalýbnum á Húsavík á 1. maí. Mæltist honum vel eins og vænta mátti og hjó ótt og títt á bæbi borb. En ekki ræddi hann um húsbóndaskiptin á Grensásvegin- um, sem margir halda ab séu fram- undan. í prívatsamtölum vib verka- lýbsleibtoga er hins vegar fullyrt ab Benedikt sé hreint ekki afhuga því ab framlengja vist sína hjá Alþýbu- sambandinu um nokkur ár, enda maburinn enginn ellilífeyrisþegi í sjón eba raun... • Fyrsta ársskýrsla embættis sem rekur sögu sína 193 ár aftur í tímann, til ársins 1803, þ.e. embættis Sýslu- mannsins í Reykjavík, er komin út. Rúnar Guðjónsson er sýslumabur höfubborgarbúa. Hann sendir bréf meb skýrslu sinni, sem er hin frób- legasta og vonast eftir ánægjulegum og fróblegum lestri. Hætt er vib ab ýmislegt í ritinu sé mibur ánægju- legt, en fróbleg er lesningin og fram- takib þarft...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.