Tíminn - 03.05.1996, Síða 3

Tíminn - 03.05.1996, Síða 3
Föstudagur 3. maí 1996 3 Rafmagnseftirlitsstjóri telur aö fyrirmœlaverkib sem birtist í fjölmiölum sé: Lífshættuleg aulafyndni í samvinnu Kjarvalsstaða, Morgunblaðsins og Dagsljóss hafa undanfarið birst reglu- lega svokölluð fyrirmælaverk, DO IT, eins konar gjöminga- list sem almenningur á að fremja eftir nákvæmum fyrir- mælum listamannsins. Bergur Jónsson, rafmagnseftirlits- stjóri hjá Rafmagnseftirliti ríkisins, varar eindregib við fyrirmælaverki sem birtist í Morgunblabinu þann 1. maí. Verkið er tekið upp úr sýn- ingaskrá að fyrirmælasýning- unni sem nú er á Kjarvalsstöð- um. Bergur segist vona að þessi sýningaskrá verði tekin úr sölu, en segir aðalvandann vera ab fyrirmælin birtust í útbreiddasta dagblaði landsins. Þetta tiltekna fyrirmælaverk felst í því að búa til „rafmagnstæki" úr stálsigti, sem tengja á við snúru milli perustæðis og klóar, og em leið- beiningarnar til aö útbúa þetta stórháskalega tæki mjög skýrar. Þegar klóin er sett í samband, er sigtið óvarið og á því getur verið full spenna til jarðar, sem er lífs- hættuleg að sögn Bergs, enda getur sá sem snertir sigtið þá fengið í sig fulla spennu. Bergur bendir á að mörg börn séu ein- mitt fiktarar og auðvelt sé að búa til tækið, enda em pem- stæði, klær, snúrur og stálsigti til á flestum heimilum. Engin aðvörun er í sýningar- skrá önnur en sú sem er í texta verksins, þar sem þeim sem ekki skilja bofs er ráðið frá að reyna, en fylgismönnum líknardráps eindregið ráðlagt að reyna. „Þetta er náttúrlega aulafyndni og afskaplega leiðinleg fyndni, því höfundurinn gerir sér hætt- una ljósa, en það hemur hann ekki í að birta þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Kjarvalsstöðum hafa um 200 eintök af sýningarskránni selst, og að sögn Gunnars Kvarans forstöðumanns er búið að taka restina af upplaginu úr sölu. „Þetta er annars vegar spurning um skilgreiningu á listaverki og hins vegar um tjáningarfrelsi, en okkur fannst rök Rafmagns- eftirlitsins vera það sterk að þau bæri að taka fram yfir viðkom- andi listaverk," sagði Gunnar. LÓA Miöasala á Listahátíö gengur vel: Evgení Kissin vin- sælastur Miðasala á Listahátíð hófst á miðvikudag og var hún góð, að sögn Signýjar Pálsdóttur fram- kvæmdastjóra, en flestir miðar seldust á píanótónleika Evgenís Kissin, sem er talinn einn besti píanisti í heiminum núna. Nokkur hundruð miðar seldust, en tónleikarnir verða í Háskóla- bíói sem tekur um 950 manns í sæti. -LÓA Skýrsla um drög aö nýjum útvarpslögum vœntanleg. Björn Bjarnason: Engin hags- munatengsl Björn Bjarnason menntamála- rábherra upplýsti á Alþingi í gær að innan skamms muni hann kynna skýrslu um drög ab nýjum útvarpslögum. Þar geti menn meðal annars séb hugmyndir um á hvem hátt standa megi ab úthlutun sjón- varpsrása. Björn sagbi ab þótt um takmarkaðan fjölda rása væri ab ræba í dag, þá væri einnig ljóst ab meb sömu tækniþróun og veriö hafi á undanförnum ámm verbi nægur fjöldi rása til staöar í framtíöinni og því yrði um takmarkaða aublind að ræba, þótt veiting þeirra yrbi skatt- lögð. Björn sagði að útvarpsréttar- nefnd hafi ætíð orðið sammála um ákvarðanir á þeim áratug er hún hafi starfað og hann vísaði á bug gagnrýni um að ákveðin hagsmunatengsl séu á milli vissra nefndarmanna, sem sinna framkvæmdastjórastörf- um fyrir tiltekna stjórnmála- flokka, og þeirra fjölmiðla er hlut eiga að máli vegna nýlegra veitinga sjónvarpsrása. Ásta R. Jóhannesdóttir, Þjóð- vaka, hóf umræðuna um út- hlutun sjónvarpsrása, sem fór fram utan dagskrár á Alþingi. Hún gagnrýndi harðlega ákvörðun útvarpsréttarnefndar um að taka sjónvarpsrásir af Stöð 3, sem hún nefndi fyrsta samkeppnisaðilann á sjónvarps- markaði, og færa til Sýnar. Tengsl Sýnar og íslenska út- varpsfélagsins séu svo augljós að allar líkur séu á að um brot á 17. grein samkeppnislaga sé að ræða. Hún spurði hverjar væm reglur útvarpsréttarnefndar í þeim málum þar sem um út- hlutun sjónvarpsrása er að ræða. Ásta sagði að með ákvörð- unum af þessu tagi sé hægt að eyðileggja rekstrargrundvöll sjónvarpsstöðva, þar sem slíkur rekstur kosti nokkura fjármuni. Hún vitnaði í bréf útvarpsréttar- nefndar þar sem nefndin telur sig hafa leyfi til þess að taka sjónvarpsrásir, sem veittar séu samkvæmt bráðabirgðaleyfum, fyrirvaralaust af viðkomandi að- ilum og einnig áður en gildis- tíma samninga ljúki. Mjög erfitt sé fyrir fyrirtæki í rekstri að búa viö völd opinberrar nefndar af þessu tagi. -ÞI Þab er fljúgandi ferb á ýmsa atburbi Listahátíbar ! 996. Hér eru þœr Anna María Bogadóttir, til vinstri, og Vil- borg Cubnadóttir mibasölukonur meb mibarúllur á marga góba listvibburbi sumarsins. Tímamynd þök Skipulagsstjóri heimilar gjallnám úr Seyöishólum í Grímsnesi meö ákveönum skilyröum: Fær bundiö slitlag Lokið er frumathugun skipulags- stjóra ríkisins vegna mats á um- hverfisáhrifum fyrirhugaös gjall- náms úr Seyðishólum í Gríms- nesi. Niðurstaba skipulagsstjóra er ab heimila takmarkað gjall- nám með ákveðnum skilyrbum. Athugasemdir bárust við kynn- ingu á skýrslunni, enda óttast hluti íbúa á svæbinu mikla loft- mengun, aukna slysahættu, há- vaðamengun og lýti á náttúr- unni samfara framkvæmdunum. Hollustuvernd ríkisins telur að tímabundin loft-, hávaða-, vatns- og úrgangsmengunaráhrif verði frá starfseminni, „en líklega stafi um- hverfinu ekki umtalsverð hætta af henni, verði farið að ákvæðum mengunarvarnareglugerðar". Holl- ustuvernd leggur áherslu á að haft verði samráð við heilbrigðiseftirlit og vatnsveitur á svæðinu um fram- kvæmdina, svo og þar sem útskip- un er áformuö, vegna umferðar- aukningar þar. Framkvæmdaaðili, Léttsteinn ehf., er samþykkur þessu. Ryk frá efnisvinnslunni er ekki tíundað sérstaklega í matsskýrsl- Pétur Kr. Hafstein hefur kosningabaráttuna meö fyrsta framboösfundinum og kynningu á Netinu: Fara vítt um Vestfiröina Internetið er nú nýtt í þágu for- setaframbobsins. Pétur Kr. Haf- stein reib á vabib meb notkun á þessum nýjasta „fjölmiðli" og býður upp á heimasíbu. Net- fang hans er: petur.kr.haf- stein@centrum.is. Fyrsti kosn- ingafundur Péturs var á ísafirbi í fyrradag, 1. maí. Á heimasíbu Péturs má finna bakgrunn forsetaframbjóband- ans, ræbur og greinar úr kosn- ingabaráttunni og gestabók þar sem áhugasamir geta skráb nafn sitt. Þá gefst möguleiki á ab koma á framfæri fyrirspurnum, sem frambjóbandinn mun svara eins fljótt og mögulegt er. Pétur Kr. Hafstein er byrjabur á kynningum úti á landi. Hann var Forsetakosningar 1996 PÉTÖRKR HAFSTEIN feáajacHhagáðaaBi Ges&íbók Skrifsiíifa síuOBiiigsiMiumu í Revkjavík «■ uð Ánmila S Ss'iwAUÉme#; 6<S$8 - Fax mimcf: <53 320S Myndin er af upphafi heimasíbu Péturs Kr. Hafstein á Internetinu, ab vísu glæsilegri í litum. á ísafirbi þar sem hann hóf barátt- una meb sínum fyrsta kosninga- fundi. Troðfullt var út úr dyrum í stjórnsýsluhúsinu á hátíbisdegi verkalýbsins, á þribja hundrab manns voru þar ab sögn sýslu- mannsins á stabnum. Sjö ræbumenn tóku til máls, meðal þeirra voru Pétur Bjarna- son fræbslustjóri, Einar Jónatans- son úr Bolungarvík, Baldur Bjarnason úr Vigur og Kristján Haraldsson í Orkubúinu. Pétur og kona hans, Inga Ásta, heimsóttu ennfremur Súbavík, Bolungarvík, Subureyri og Þing- eyri. Á Flateyri hlýddu þau á tón- leika Jónasar Ingimundarsonar pí- anóleikara. -JBP unni. Ákvebib er ab Búrfellsvegur verbi klæddur bundnu slitlagi eigi síbar en á öðm ári vinnslunnar og verbi ryk til óþæginda fram ab þeim tíma, verbur ab rykbinda veg- inn. Hvab hávabamengun varðar, verbur sýn byrgb í nebsta hluta námunnar meb jarbvegsmönum, sem munu draga verulega úr há- vaba frá vélum. Hljóðmanirnar verða meðfram Búrfellsvegi frá innkeyrslu í námuna og ab norbur- mörkum hennar. Fyrirhugab er ab vinna 8-10 milljónir rúmmetra af jarbefnum innan landareignar Grímsnes- hrepps og Selfossbæjar í Seybishól- um í Grímsnesi. Á svæbinu er opin náma, sem unnib hefur verib úr í meira en 50 ár. Framkvæmdatím- inn er áætlabur 12 ár og mun efnis- tökunni ljúka með fullnabarfrá- gangi á svæbinu. Gert er ráb fyrir ab allt ab 75 bíl- farmar verbi fluttir úr námunni á dag, eba 150 ferbir í heild fram og til baka á virkum dögum. Seyöishólar hafa talsvert jarö- fræðilegt gildi og em taldir sérstak- ir hvab varðar stærð, lit og lögun og setja þeir sterkan svip á lands- lagið í Grimsnesi. Þeir vekja athygli flestra sem eiga leiö um svæbið og telur embætti skipulagsstjóra mik- ilvægt að mörkuð verði heildar- stefna hvaö varöar efnistöku í hól- unum. Samkvæmt 14. grein laga nr. 63/1993 má kæra úrskurð skipu- lagsstjóra ríkisins til umhverfisráö- herra innan fjögurra vikna frá því aö hann er birtur eða kynntur við- komandi aðila. -BÞ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.