Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 3. maí 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánaðaráskrift 1 700 kr. m/v: Tímamót hf. |ón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Guömundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 563 1600 55 16270 125 Reykjavík Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. <. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Á a ð blanda ís- lenska kúakynið? Að undanförnu hafa bændur leitað leiða til að auka hag- kvíémni í búrekstri. Því veldur samdráttur í hefðbundnum landbúnaöi og auknar kröfur neytenda um lægra verð á þeim neysluvörum sem landbúnaðurinn framleiðir. Flestum ber saman um nauðsyn þess að tryggja samkeppnishæft vöru- verð, þótt skoðanir séu skiptar um hvernig best verði að því staðið. Ýmsar leiðir hafa verið teknar til athugunar í þeim efnum og má meðal annars nefna: hagræðingu í starfsemi af- urðastöðva, nýtingu bútækni, áætlanagerðir í búrekstri, efl- ingu innlendrar fóðuröflunar og aukna afurðasemi búfjár. Aukin afurðasemi byggist nokkuö á notkun fóðurs, en fyrst og fremst á kynbótum. Af þeim sökum hafa ýmsir aðilar í landbúnaði velt þeirri spurningu fyrir sér hvort hyggilegt geti verið að kynbæta íslenska kúastofninn með erfðaefni úr öðr- um stofni. Með því er talið að auka megi afkastagetu hans nokkuð, en íslenska kýrin skilar um 4000 til 4500 lítrum af mjólk á ári á meðan helstu kúakyn í nágrannalöndunum gefa um 6000 til 8000 lítra af sér. í framhaldi af þessum hugmyndum var efnt til saman- burðarrannsóknar á íslenskum og norskum kúm í tilrauna- stöð í Kollafirði í Færeyjum og gefa niðurstöður hennar til kynna að norska kýrin mjólki mun meira, auk þess sem júg- urgerð hennar er talin betri en hinnar íslensku. Því er nú rætt um að gera tilraunir með blöndun íslensku og norsku kýrinn- ar og kanna hvaða áhrif það hefur á afurðagetu. Vegna sjúk- dómavarna geta þær tilraunir aðeins farið fram erlendis eða í einangrunarstöðinni í Hrísey, og nokkur ár tekur að fá mark- tækar niðurstöður um árangur þeirra. Hverjar sem niðurstöður slíkra tilrauna verða, er ljóst að ýmis vandi fylgir því að gera róttækar breytingar á íslenska kúakyninu með blöndun við erlend kyn. Flestar erlendar kýr eru nokkru stærri en þær íslensku og kallar aukin stærð og meiri afurðir á aukna notkun fóðurs. Spurningar vakna um hvort unnt sé að nýta innlenda fóðuröflun, sem einkum byggist á gróffóðri, að sama skapi til fóðrunar nautgripa af er- lendum stofni. Slíkt þarf að kanna meö tilraunum og ef svo reynist ekki, vinnur blöndun kúakynsins gegn þeirri viðleitni í íslenskum landbúnaði að byggja sem mest á innlendu fóðri á tímum þegar kornverð fer hækkandi á heimsmarkaði. Stærð nautgripa hefur einnig áhrif á byggingar útihúsa og munu norsk-íslenskar kýr þurfa nokkru meira rými en hinn íslenski kúastofn. Breytingar á kúakyni geta því kallaö á byggingar- framkvæmdir í sveitum, en talsmenn tilrauna með blöndun kúastofnsins hafa bent á að komið sé að endurnýjun gripa- húsa, sem mörg séu orðin allt að hálfrar aldar gömul. Því megi gera ráð fyrir stærri nautgripum í fjósum framtíðarinn- ar. Þá má einnig spyrja hvort í íslenska kúastofninum felist sérstaða, sem geti komið til góða við framleiðslu á vistvænum og lífrænum matvælum á komandi árum. Þótt sjálfsagt sé að kanna möguleika blóðblöndunar við ræktun kúastofnsins, verður einnig að sýna mikla gát í þeim efnum. íslenskir bændur vita hvað þeir hafa. Þeir vita einnig á hvaða eiginleika þarf að leggja áherslu við ræktun íslensku kýrinnar og hvar vandamál er að finna. Hvort nothæfur ár- angur næst með blóðblöndun við norskar kýr, verður aðeins ljóst af niðurstöðum tilrauna og rannsókna. Leggja verður áherslu á að kanna afurðahæfni blandaðs kúastofns, miðað við notkun á innlendu fóðri. Einnig verður að kanna júgur- gerð og almennt heilbrigði, auk endingar gripa. Á meðan slík- ar niðurstöður liggja ekki fyrir, er ekki ástæða til að taka ákvarðanir í svo viðkvæmu máli sem blóðblöndun kúastofns- ins er, en hægt að huga að hagræðingu á ýmsum öðrum svið- um landbúnaðar og vinnslu afurða. 1. maí timburmenn Nú er 1. maí liðinn og Garri getur strokið af sér bein- skeyttan baráttusvipinn, sem settur var upp í tilefni dagsins — alveg eins og verkalýðsforkólfarnir. Það fór vart framhjá nokkrum manni, sem á annað borð opn- aði augu eða eyru á baráttudaginn, að skipun dagsins var: „Berjið á bölvaðri ríkisstjórninni", og var uppstill- ingin á taflborðinu þannig að ríkisstjórnin hafði hvítt og sótti fram með eitruðu peði, en verkalýðshreyfingin hafði svart og varði sinn viðkvæma kóng. Annars á Garri hálfpartinn erfitt með að tala um verkalýðshreyfingu, þó svo að forusta verkalýðshreyf- ingarinnar tali fjálglega um „okkur, verkalýðshreyfing- una" á sérstökum tyllidögum eins og 1. maí. Verkalýbshreyfingin er nefni- lega hreint ekki þessi fjöldahreyfing sem menn vilja vera láta, og virðist sem það séu í raun og vem fáeinar hræður sem öllu ráða. Þab þarf ekki annað en líta inn á aðalfundi félaganna, hvað þá al- menna félagsfundi, til að sjá hversu agnarlítið hlutfall félagsmanna tekur ákvarðanir fyrir heildina. Hugtakið alræbi ætti eiginlega betur við en lýðræöi, stundum a.m.k. Menn fullyrða náttúrlega núna að Garri hljóti ab vera einlægur stuðningsmaður hins margumrædda frumvarps ríkisstjórnarinnar, sem forkólfar verkalýðs- hreyfingarinnar em að setja hornin í. Því er nú bara svo farið að Garri hefur ekki lesið þetta ágæta frumvarp og getur því hvorki tekið afstöðu með því né móti — og það kæmi honum svosem ekkert sérstaklega mikið á óvart að sumir verkalýðsforkólfanna, sem eru ab skammast út í fmmvarpið, séu svipað lesnir í því og hann sjálfur. Hins vegar er Garri þeirrar skoðunar ab eitthvað þurfi að hressa uppá vinnulöggjöfina. Fáir fyrir marga Það er fáránlegt að fáeinir menn geti tekið ákvörðun um hvort þúsundir manna fari í verkfall eða ekki, en eins og staban er í dag nægir að félagsfundur í verka- lýðsfélagi samþykki verkfall og þá verður verkfall, þó svo að á fundinn hafi einungis mætt þrír félagar af þrjú þúsund. Það er að sjálfsögðu afbökun á hugtakinu lýð- ræði að kenna reglur af þessu tagi við það. Það skyldi þó aldrei vera að það rábi nokkru um afstöðu verkalýðsfor- kólfanna gagnvart ríkisstjórnarfrumvarpinu að með því tapa þeir nokkru af þessu alræði sínu, sem þeir hafa not- ið hingaö til? Það er sannarlega athyglisvert að skoða hvernig menn þurfa að bera sig að, langi þá í stjórn í verkalýös- félagi. Maður skyldi nú ætla að þar ríkti lýðræði — eða hvað, það er jú öllum frjálst að bjóða fram? Segjum sem svo að Garra langi til að taka þátt í slag um formanns- sæti í verkalýðsfélagi. Tja, hann gerir náttúrlega eins og hann hefur gert í öllum öðmm félögum sem hann er í: mætir á aöalfund og býður sig fram. Hvað gerist? Þab er bara hlegið að honum! í verkalýðsfé- lögum er það þannig að nýkjörin stjórn tekur við á aðalfundi, en það er reyndar spurning hvort hægt er að segja nýkjörin, því það hefur yfirleitt liðið um hálft ár frá því stjórnin var kjörin þar til aðalfundurinn er haldinn. Hálfu ári of seinn Semsagt: Garri hefði þurft að bjóða sig fram hálfu ári fyrir aðalfundinn til að eiga séns í formannssætið eftir aðalfund. Og ekki nóg með það. Hann hefði þurft um þab bil hundrað hausa með sér — því það er aldeilis ekki nóg að bjóða fram í formannsstólinn, ónei. Langi Garra til að verða formaður, verður hann að hafa mannskap í alla stjórnina, alla varastjórnina, alla mið- stjórnina, alla varamiðstjórnina, allt fulltrúaráðið, allt varafulltrúaráðið og gott ef ekki er trúnaðarmenn á alla vinnustabi sem viðkomandi félag ræður, það er a.m.k. tryggara. Og nái hann ab fella sitjandi stjórn, má mannskapurinn gera svo vel og bíða í hálft ár áður en hann fær að taka við stjórnartaumunum. Það er hverjum manni ljóst að í svona skipulagi ræb- ur fámennisklíka öllu sem hún vill ráða — enda verður vart annað séð en skipulagiö sé sérstaklega hannab fyr- ir fámennisklíkur og kannski er það ástæðan fyrir því að verkalýðshreyfingin er á fallanda fæti. Þab er alþekkt ab byltingarnar éta börnin sín og svo virðist hafa orðið um byltingu verkafólksins, hún er líklega búin að éta börn- in sín. Alræði öreiganna er orðið býsna órætt hugtak, svo ekki sé meira sagt. Garri GARRI Stefnur og straumar Það er vinsælt í fjölmiðlum að leiöa menn með ólíkar skoðanir saman í viðtalsþáttum. Ég varb vitni ab ein- um slíkum að morgni 1. maí er ég opnaöi útvarpiö. Þá heyrði ég í Hannesi Hólmsteini og viðmælandinn var Ólafur Jónsson, fyrrverandi vitavörbur á Hornbjargs- vita sem nú er búsettur á Ákureyri, sem gengur meðal kunnugra undir heitinu „Óli kommi" og hefur hlotið þetta viðurnefni vegna þrautseigju sinnar í stuðningi vib kommúnisma og sósíalisma á hverju sem gengur. Það varö reyndar svo sem við var að búast að Hannes talaði í vestur en hinn í austur og himinn og haf var á milli skoðana þeirra. Hins vegar lagði ég viö hlustimar og hafði gaman af karpi þeirra. „Óli kommi" sagðist hafa ferðast nokkuð til landa Austur-Evrópu og upplýsti um ab þar hefði ekki allt veriö til fyrirmyndar ab sínum dómi, enda hefði þar enginn sósíalismi verið. Þab kom hins vegar ekkert fram um það hvort nokkurt ríki hefði framkvæmd af fyrirmyndarsósíalisma. Þessa rök- semdafærslu kannast ég við og hef heyrt hana af vör- um annarra. Ýmsa vinstri sinnaða menn hef ég heyrt tala um fyrirmyndarsósíalismann, en þau ríki sem hafa framkvæmt hann finnast ekki. Hannes Hólmsteinn fór að ympra á Neskaupstað í frammíköllum um stað þar sem sósíalismi væri framkvæmdur. Ég er ekki alveg ókunnugur þar og get vitnað um aö þar eru harðdug- legir menn sem vilja sínu byggðarlagi vel og reka sín fyrirtæki eftir lögmálum hlutafélagamarkabsins og samkeppninnar. Hannes Hólmsteinn flytur mál sitt af ákafa predikar- ans og hefur fyrir löngu komið sér upp patentlausnum frjálshyggjunnar á öllum vandamálum. Hann taldi ab verkalýðsfélög ættu að vera nokkurs konar afsláttar- klúbbar til þess að semja um sólarlandaferðir fyrir fé- lagsmenn sína og útvega þeim sumarhús. Framsækin athafnaskáld mundu sjá um aö halda uppi atvinnu og tekjum. Ríkisvaldið ætti að halda að sér höndum, nema mynda öryggisnet um þá sem gætu ekki bjargað sér og halda uppi lögum og reglu. Ríkið eigi ekki ab styðja fullfríska menn á neinn hátt. Framtak einstak- linganna í óheftri samkeppni myndi leysa öll vanda- mál, sóun aublinda, offjölgun mannkyns og fleiri sem ógna nútímasamfélagi. Auðlindum yrði ekki sóað ef eignarréttur þeirra væri nægilega vel skilgreindur. Hinn gullni me&alvegur Þótt þessir tveir ágætu menn væru fulltrúar öfga til hægri og vinstri var langt frá því að allt væri út í bláinn sem þeir sögðu. Hins vegar er það sannfæring mín ab farsælasta sam- félag manna liggur einhvers staðar mitt á milli skoð- ana þeirra. Ég er þeirrar skoðunar að sterk verkalýðs- hreyfing sé nauðsyn til þess að hafa aðhald og skapa farsælt samfélag. Ég er einnig þeirrar skoðunar að eign- arréttinn eigi að virða og það sé samfélaginu til góðs og hvati til framfara. Hins vegar er langt í frá ab hann einn tryggi skynsamlega nýtingu auðlinda. Samvinna og samningar þjóðríkja um nýtingu auðlinda, sáttmáli í því efni er forsenda þess að ekki verði stórslys í þeim efnum. Óhamin sókn verksmiðjutogara á úthafiö er glæfraspil svo dæmi sé tekið. Alþjóðlegir samingar og framkvæmd hafréttarsáttmála þjóðanna er mikil nauðsyn til þess ab koma í veg fyrir rányrkju á svæb- um sem heyra ekki til einstökum ríkjum. Ég er einnig þeirrar skoðunar ab aðstæður á borð við atvinnuleysi krefjist þess að myndað sé öryggisnet um fólk sem hefur fulla heilsu. Jafnframt verður ríkisvaldið að koma að því verkefni aö tryggja jafnrétti til náms. Einkavæðing Hlutverk ríkisvaldsins er að veröa eitt heitasta pólit- íska deilumál samtímans. Það geta allir verið sammála um það að hlutverk ríkisvaldsins á að vera aö halda uppi öryggisþjónustu fyrir fólkið. Ríkisvaldið og stofn- anir þess eiga aö setja leikreglur og sjá til þess að þeim sé fylgt. Til þess eru lögregla, ákæruvald og dómstólar. Hins vegar vandast málið þegar kemur að ýmsum rekstri sem ríkið hefur meb höndum. Með þjóðfélags- breytingum, aukinni verkaskiptingu, auknum mögu- leikum einkaaðila og aukinni samkeppni deila menn æ meira um það hvort ríkið á að reka bankastarfsemi í samkeppni við aðra, hvort Póst- og símamálastofnun á að vera ríkisrekin, eba ríkisútvarpið svo eitthvað sé nefnt. Nú er ætlunin ab breyta forminu á rekstri bank- anna og Póst- og símamálastofnunar til samræmis við einkareksturinn þótt ríkið eigi þessar stofnanir áfram. Þar með er kröfunni um sama rekstrarform fullnægt. Hins vegar ber að koma í veg fyrir það að einkavæðing leibi til gífurlegrar samþjöppunar valds á fjármála- og viðskiptasviði í þjóðfélaginu. Til þess er réttlætanlegt að ríkið eigi áfram bankana og Póst- og símamálastofn- un, þrátt fyrir formbreytingu, enda er það stefna nú- verandi stjórnvalda að svo veröi. Þab getur verið gaman að hlusta á mælska menn á borð við Hannes og Ólaf. Þeir eru um margt líkir. Báb- ir eru vel lesnir og hafa tekiö hvor sína trú, annar á frjálshyggjuna, hinn á kommúnisma eða óskilgreind- an sósíalisma. Lífið er hins vegar málamiðlanir þeirra sem tilbúnir eru að steypa saman stefnum og straum- um til þess ab fá út úr því aðlaðandi og mannsæmandi þjóöfélag. Jón Kr. Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.