Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. maí 1996 5 Helgi Jóhannesson: Hnefahöggib Síðastliöinn miðvikudag rit- aði tryggingayfirlæknir, Sigurður Thorlacius, grein í Tímann í framhaldi af frétt blaðsins um ályktun aðalfundar Samtaka psoriasis- og exemsjúk- linga frá 11. apríl sl. „að skora á heilbrigðisráðherra að taka til endurskoðunar ákvörðun Tryggingaráðs um að leggja af loftlagsmeðferðir á vegum Tryggingastofnunar ríkisins. Ákvörðun Tryggingaráðs um framtíð þessarar meðferðar er ekki reist á faglegum grunni, hefur ekki stoð í lögum og hefur ekki í för með sér sparnað fyrir almannatryggingar að okkar mati. Ákvörðun um að legggja þessa meðferð af er hnefahögg í andlit psoriasissjúklinga og mesta skerðing á heibrigðis- þjónustu sem þessi hópur hefur sætt." Fyrir það fyrsta er rétt að leið- rétta þann misskilning trygg- ingayfirlæknis að um sé að ræða hefðbundnar hópferðir ferða- manna til sólarlanda. Þeir ís- lensku psoriasissjúklingar sem átt hafa þess kost að fara í lofts- lagsmeðferð til Kanaríeyja hafa dvalið þar í þrjár vikur á nor- rænni heilsustöð, en þar dvelja eingöngu psoriasissjúklingar frá Noregi, Svíþjóð, íslandi og Finnlandi. Frá morgni til kvölds eru sjúklingarnir í meðferð við erfiðum húðsjúkdómi. Árangur af þessari meðferð hefur verið ómetanlegur fyrir þessa sjúk- linga, bæði líkamlega og and- lega, og hafa margir verið ein- kennalausir svo mánuðum og jafnvel árum skiptir að meðferð lokinni. Tryggingayfirlæknir heldur því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að „sólarlandaferðir" fyr- ir psoriasissjúklinga beri um- talsverðan eða langvarandi ár- angur. Þetta er ekki rétt. Finnsk- ur læknir hefur gert rannsókn um áhrif loftlagsmeðferðar og var niðurstaða hennar sú að ár- angur af meðferðinni væri mjög góður. Ef tryggingayfirlæknir vill fræðast um þá rannsókn var hún birt í læknablaðinu JEADV árið 1993, bls 172. Um áratuga- skeið hafa psoriasissjúklingar VETTVANGUR frá Norðurlöndunum átt þess kost að fara á samnorræna heilsustöð á Kanaríeyjum og hafa sjúklingar talið að lofts- lagsmeðferð sé ein sú besta meðferð sem völ er á í dag. Heilsustöðin sjálf hefur mjög ít- arlegar upplýsingar um árangur meðferðarinnar. Það hefur stað- ið Tryggingastofnun ríkisins (TR) næst að óska eftir því að gerðar yrðu ítarlegri rannsóknir á árangri þessarar meðferðar. Slíkt frumkvæði hefur ekki komið frá TR. Samtök psoriasis- félaga á Norðurlöndunum hafa lagt mikla áherslu á að efla þessa meðferð, enda hefur ekk- ert komið fram enn sem komið er sem gæti leyst þessa meðferð af hólmi. í grein tryggingayfirlæknis er fullyrt að SPOEX hafi síðastliðið haust óskað eftir að aðeins 25 sjúklingar færu í meðferð þá um haustið í stað 30 sjúklinga eins og Tryggingaráð hafði sam- þykkt. Telur tryggingayfirlækn- ir þetta sýna að samtökin telji það ekki bráðnauðsynlegt að gefa sem flestum kost á þessari meðferð. Fyrsta og eina ástæða þess að aðeins 25 sjúklingar fóru var sú að þegar niðurstaða Tryggingaráðs lá fyrir aðeins 3 vikum fyrir brottför hópsins var ekki unnt að útvega pláss á heilsustöðinni eða flugfar fyrir fleiri sjúklinga með svo skömm- um fyrirvara. Þetta mál hefði mátt leysa ef ákvörðun Trygg- inaráðs hefði legið fyrir fyrr, enda er heilsustöðin fullbókuð þá 8 mánuði á ári sem hún er rekin og panta þarf þar pláss meö löngum fyrirvara. í grein sinni telur Sigurður að miklar framfarir hafi orðið í meðferð sjúkdómsins hér inn- anlands, bæði innan og utan sjúkrahúsa, og það réttlæti það að þessi meðferðarkostur psori- asissjúklinga sé lagður niður. Framfarir í meðferð sjúkdóms- ins hafa því miður ekki verið miklar undanfarin ár, t.d. er tjörumeðferðin ein aðalmeð- A rölti um Reykjavík er ekki einhöm borg, heldur þríhöm. Hún er ung stúlka, sem skynjar en skilur lítt vaknandi líf, með unaði þess og þrautum, Hún er þroskuð kona, sem naumast má vera að því að lifa, því allur tíminn fer í að vinna fyrir lífinu. Og loks er hún hvíthærð ekkja, sem bíður sólseturs á bekk upp við hús þar sem fólki er ætlað að kveðja líf- ið án þess að vera fyrir þeim, sem gefa sér ekki tíma til að lifa því. Þetta þrískipta eðli borgarinn- ar hefur orðið til þess að margt fer forgörðum, sem betur væri varðveitt. Raunar er borg aðeins sá hluti þéttbýlis sem kallast Miðbær. Þar iðar mannlífið í sínum fjölbreytilegustu mynd- um. Aðrir hlutar borgarinnar eru aðeins úthverfi þangað sem menn eiga vart annað erindi en að koma þangað og fara þaðan. Ekki svo að skilja að þar sé engu lífi lifað. En fólk getur sofið og borðað hvar sem vera skal. Sömuleiðis elskað og hatað. Ein þeirra gatna í Reykjavík sem með sanni geta talist til borgargatna, er Laugavegur. Hann var upphaflega lagður inn að þvottalaugunum í Laugardal á síðustu öld, svo sem nafn hans ber með sér. Síðan hefur hann tekið miklum breytingum. Þegar Elliðaár voru brúaðar á níunda áratug 19. aldar, varð Laugavegur þjóðbraut til Reykjavíkur. Áður höfðu menn komið til bæjarins yfir Bústaðal- andið og Öskjuhlíð. Yfir Elliðaár fóru þeir á vaði, sem er gegnt þeim stað þar sem rafstöðin stendur nú. Hver sá, sem býr í Reykjavík án þess að honum verði Mið- ferðin á húðlækningadeildum og hefur svo verið um áratugi. í þessu sambandi ber einungis að líta til þess hvaða breytingar hafi orðið á annarri sjúkrahús- þjónustu, enda er gert ráð fyrir því í lögum að einungis þeir sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda geti farið í loftslagsmeð- ferð á vegum TR. Staðreyndin er sú að þjónusta húðlækninga- deildarinnar á Vífilsstöðum hef- ur verið skert verulega á undan- förnum árum, legurúm þar eru nú 9 í stað 13 og deildin er nú lokuð um helgar, jól og páska og svo mánuðum skiptir yfir sumarið, þrátt fyrir að deildinni sé ætlað að sinna öllum húð- sjúklingum. í lögum um almannatrygg- ingar er kveðið á um að psorias- issjúklingar skuli eiga kost á loftslagsmeðferð og er Trygg- ingaráði falið að setja nánari reglur um fjölda sjúklinga og skipulag slíkra ferða. Ákvæði laganna eru skýr að þessu leyti og því ljóst að Tryggingaráð tók ákvörðun sem það hafði ekki að lögum heimild til að taka. I grein tryggingayfirlæknis kemur fram að sparnaður vaki ekki fyrir TR með því að fella niður loftslagsmeðferðina. Ef til vill telur tryggingayfirlæknir það vænlegra að auka legurými á húðlækningadeildinni á Vífil- stöðum með margföldum þeim kostnaði sem TR ber af loftslags- meöferðinni. í þessu samhengi verður ekki hjá því komist að menn velti fyrir sér hlutverki TR almennt. Á Tryggingaráð, skip- að pólitískum fulltrúum kosn- um af Alþingi, að ákveða hvaða meðferð sjúklingum er fyrir bestu? í þessu máli hefur það verið gert. Enn einkennilegra verður málið þegar tryggingayf- irlæknir fullyrðir að Trygginga- ráð hafi ekki haft sparnað í huga og það liggur ljóst fyrir að gengið var þvert gegn vilja sjúk- linganna sjálfra og að ekki var leitað álits sérfræðings í húð- sjúkdómum. Hvað býr hér að baki? Heilbrigðisráðherra rúinn öllu trausti Þegar Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tók við því starfi gerðu menn sér vonir um að ekki yrði eins hart gengið fram í því að brjóta niður vel- ferðarkerfið með því m.a. að skerða heilbrigðisþjónustu gagnvart sjúklingum sem haldnir eru ólæknandi sjúk- dómi. í svari við fyrirspurn sem borin var fram á Alþingi hefur heilbrigðisráðherra lýst þeirri skoðun að hún væri sammála þeirri ákvörðun Tryggingaráðs að leggja þessa meðferð niður og taldi hún Tryggingaráð hafa fylgt lögum. Vitnaði ráðherr- ann til þess að nú væru komnar miklu meiri og betri meðferðir en loftlagsmeðferðin. Þetta full- yrðir ráðherrann þrátt fyrir að engar samanburðarrannsóknir hafi verið gerðar sem gera mögulegt að álykta á þennan veg. Því miður er raunin sú að ráðherrann hefur kosið að standa á bak við ólöglega og órökstudda ákvörðun Trygg- ingaráðs. Þessi afstaða heil- brigðisráðherra varð okkur ákaf- lega mikil vonbrigði og má segja að allt traust á ráðherran- um í okkar málum sé nú fokiö út í veður og vind. Höfundur er formaöur Samtaka psorias- is- og exemsjúklinga og Samtaka psorias- isfélaga á Nor&urlöndunum. Laugaveg bakveikar konur og mœddar með óhreinan þvottþessa bœjar á bakinu inn í Laugar og tandurhreint lín til baka. Þeirra varstu þrautagöngustígur. Nú ertu allur annar, elsku karlinn, hellum lagður og malbikaður á milli, fráleitt að for og leðja hefti fór, kvenna á rölti milli þinna búða. Kínverskur ertu núna í annan endann, hinn er víst orðinn eineygt sjónarsþil og sendir öllum landslýð stofumyndir af misjafnlega myrtu fólki um þá merku götu Laugaveg: úti um allarjarðir. SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson bærinn að yrkisefni, er annað af tvennu, laus við alla skáldlega þanka eða ólæknandi úthverfis- búi. Til þess að hvorugt verði á mie borið læt ée hér fvlgia lióð Laugavegur Ormurinn langi, hvað er þér á höndum, cetlarðu inn í Laugar eða niður í bce? Roguðust forðum Já, bemsku minnar fráu ilja gata, aldrei mun hattur minn lyftast ofhátt frá höfði, er lieilsa ég þér af tilhlýðilegri virðing. FÖSTUDAGS PISTILL BARIST TIL BÓKAR Einhvern tíma á lífsleiðinni bjuggu íslendingar um sig í skjóli bókar- innar og urðu ein þjóð frá þeim degi. Skáld Heimastjórnar skildu betur en aðrir menn gildi bókar- innar fyrir sjálfstæðið og létu verða sitt fyrsta verk að reisa fagurt Landsbókasafn yfir bókina. Glæsi- legt húsið viö Hverfisgötu kostaði stóran hluta af reiðufé landsstjórn- arinnar, en mönnum datt ekki í hug að verðleggja húsið frekar en Þingvelli við Öxará. Heimastjórnar- menn voru stórir menn í sniðum. Meö Landsbókasafninu tóku ís- lendingar af skarið og umheimin- um mátti vera Ijóst að landsmenn byggðu hérvist sína á bókum. Bæöi þorskur og sauðkind voru eingöngu til að halda lífi í þjóöinni á meðan hún lifði sjálf fyrir bókina. Svo einfalt var það mál. Flestir ís- lendingar sjá móta fyrir bókinni á bakvið ríkisfang þjóðarinnar. Aðrir eru blindir á bókina og ríkisfangs- lausir fýrir bragðið. Til skamms tíma var bókin veö- bandalaust lesmál fyrir alla að njóta og alltaf. Með vaxandi skatt- heimtu óx hins vegar úr grasi sér- stakur rasi tollheimtumanna og annars konar syndara án ríkisfangs. Litlir menn í sniðum og andhverfa Heimastjórnarmanna á velli. Blindir og bóklausir hafa þeir hreiörað um sig í endilangri stjórnsýslunni og náð steinbítstaki á bókinni með virðisaukaskattinum sínum. Bókin er hneppt í fjötra. En andskotum bókarinnar virbist ekkert heilagt innan stokks og ut- an. Bækur hafa komiö við sögu að undanförnu og bæði var haldið upp á Dag bókarinnar og aldar- fjórðung frá því handritin komu loks heim. Á sjálfum Degi bókar- innar birta tollheimtumenn sam- antekna tölfræöi um stöðuga sókn bókarinnar eftir að viröisaukinn var lagður ofan á lesmálið eins og ekk- ert hafi ískorist. Segja að bóka- skatturinn hafi engin áhrif á bóka- útgáfu og fyrirtækjum í bókafög- um hafi fjölgaö en ekki fækkað eft- ir skattinn. ja hérna! Skattmönnum hefði dugað að fletta upp í Lögbirtingi til að hitta fórnarlömb virðisaukans og tvö eða þrjú símtöl til að heyra um versnandi afkomu forleggjara. Bókasölur og prentverk ýmist leggja upp laupana eða safnast á færri hendur. Tollheimtumenn þjóbarinnar kalla ekki allt ömmu sína og sitja gráir fyrir járnum á skrifstofunni. En þeir hafa ekki ábur sagt ab skatturinn létti þolandanum byrb- arnar og frelsið búi í fjötrunum. Meb þessari nýju kenningu blómstrar útgerbin meb nýjum auölindaskatti, bifreibaeigendur með hækkandi bensíngjaldi og heimilin meb bölvubum matar- skatti. Loks er fundin heildarlausn á efnahagsvanda þjóðarinnar og hins vestræna heims ef því er ab skipta: Hækka öll gjöld og skatta og búa til nýjar álögur á allt nema eldhúsvaskinn. Þó ab Lýbveldib hafi séb dags- Ijósiö á Þingvöllum árið 1944, er sjálfstæðisbaráttu þjóbarinnar hvergi lokiö á meðan bókin er í fjötrum. íslendingar verða ab berj- ast áfram til bókar uns yfir lýkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.