Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 6
Föstudagur 3. maí 1996 Kvenfélagskonur viö eitt tœkjanna sem þœrgáfu vökudeildinni í20 ára afmœlisgjöf. Kvenfélagiö Hringurinn fœrir vökudeild Barnaspítala Hringsins afmœlisgjöf: Ný tæki fyrir 4 milljónir króna Tún ehf., fyrsta íslenska fyrirtœkib sem vottar lífrœna framleiöslu: Mun leysa breskt fyrir- tæki af hólmi Fyrsta fyrirtækib, sem fengib þar sem kveðið er á um að fyrir- hefur opinbert leyfi til ab ann- tækjum, sem ætla aö kynna vöru ast eftirlit og vottun á lífræn- sína sem lífræna framleiðslu, sé um landbúnabarafurb- skylt að fá vöruna vottaða um, er nú tekib til ^J.—-íí^/3 af viðurkenndum aðila. Kvenfélagib Hringurinn í Reykja- vík færbi vökudeild Barnaspítala Hringsins nýlega ný tæki ab gjöf í tilefni af tuttugu ára afmæli deildarinnar fyrr á þessu ári. Gjöfin samanstendur af tveim fullkomnum hitakössum og tæki til að gefa nýburum köfnunarefnis- gildi. Þetta er ný tækni, sem ryður sér nú til rúms og bætir verulega meðferð barna með mikla öndunar- erfiðleika. Verðmæti tækjanna er samtals 4,1 milljónir króna. Kvenfélagið Hringurinn hefur allt frá upphafi stutt vökudeildina með ríflegum tækjagjöfum. Nærri lætur að sjötíu af hundraði alls tækjabúnaðar, sem deildin hefur yf- ir að ráða nú, hafi verið keypt fyrir fé frá kvenfélaginu. Skipta þessar upphæðir tugum milljóna króna. ¦ starfa. Fyrirtækib Tún ehf. er í eigu fimm sveitarfélaga víbsvegar á landinu, en absetur þess er í s; '\*íp&i Vík í Mýrdal. Gunnar A/ :'j5>g Á. Gunnarsson er fram kvæmdastjóri. Tún var stofnað fyrir tveim ár- um af Eyjafjarðarsveit, Gnúp- verjahreppi, Grýtubakkahreppi, Hvolhreppi og Mýrdalshreppi. Stjórnin er kjörin eftir tilnefn- ingum frá Neytendasamtökun- um, Verslunarráði íslands, Sam- tökum bænda í lífrænni ræktun og umhverfisverndarstofnunum. Reglugerð var gefin út í fyrra Breska fyrirtækið Soil Association hefur annast vottun til þessa, en nú mun Tún ehf. leysa það fyrirtæki af hólmi. Vottunarkerfi Túns er hannað í samræmi við íslensk- ar aðstæður, staðhætti og löggjöf og sniðið að alþjóðlegum kröf- um. Við uppbyggingu fyrirtækis- ins hefur bresk- bandarískur markaðsráðgjafi unnið, Sandra Best, og sérfræðingar á vegum Soil Association. Skoðunarmenn Túns hafa fengið þjálfun hér- lendis og í Bretlandi. -JBP Sólvallagata 23 (As) var byggt 1906 af Sigur- birni Ástvaldi Gíslasyni, tengdasyni séra Lárusar Halldórssonar sem byggði Sólvalla- götu 25 (Hof). Báðir létu þeir húsin heita eftir æskuheimilum sínum. Þann 4. júlí 1906 var Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni úthlutuð lóð, 875 ferálnir úr Melstúni. Á sama tíma var honum leyft að byggja hús á lóðinni, 15 1/4x13 1/4 álnir, að viðbættum skúr, 3x4 1/4 alin. Það skil- yrði fylgdi að lóðinni yrði breytt í bygging- arlóð. Fyrsta brunavirðing á húsinu var gerð 24. nóvember 1906, en þá var húsið í smíð- um. Þar segir að séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason hafi byggt einlyft hús með porti og 5 3/4 risi á lóð sinni á Melnum. Húsið er byggt af bindingi, klætt utan með plægðum 1" borðum, pappa, listum og járni þar yfir. Með járnþaki á plægðri 1" borða súð og pappa í milli. Innan á bindingi er pappi og millihólf í báðum bitalögum. Loft og gólf eru lögð, og niðri allir útveggir þiljaðir, ásamt einu herbergi og eldhúsi. Uppi eru sex íbúðarherbergi og gangur, sem allt er þiljað, en ekki fullgjört. Á skammbitum eru gólf úr plægðum 1" borðum. Undir 6x6 álnum af húsinu er 3 álna hár kjallari. Við austurgafl er inn- og uppgönguskúr meb 1 1/2 álnar risi, sem er byggður eins og húsið. Árib 1907 selur Lárus Halldórsson tengdasyni sínum, Sigurbimi Á. Gíslasyni, 875 ferálna stykki úr lób sinni á Melnum, til vibbótar lóð þeirri sem séra Sigurbimi Ást- valdi hafði verið úthlutað árinu áður. Húsið var metið aftur í febrúar 1907, eft- ir ab byggingu þess var lokið. Þá segir að Sigurbjöm Ásvaldur Gíslason cand. theol. hafi fullgjört íbúðarhús sitt. Auk lýsingar á húsinu hér að framan, er sagt að á hæðinni séu fjögur íbúðarherbergi, eldhús, gangur og einn fastur skápur, allt þiljab og þrjú her- bergin með striga og pappa á veggjum og loftum, allt málab. Þar eru þrír ofnar og ein eldavél. Uppi eru sex íbúðarherbergi, gang- ur og tveir fastir skápar. Þrjú herbergi eru með striga og pappa á veggjum og loftum, allt málað. Þar eru þrír ofnar. í kjallara er steinsteypugólf. Við vesturgafl hússins er inn- og uppgönguskúr, þiljaður innan með striga og pappa á veggjum og lofti, allur málaður. Árið 1910 eru taldir til heimilis í Ási: séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, kona hans Guðrún Lárusdóttir, og börn þeirra sem þá voru fædd: Láms, Halldór, Gísli, Kristín og Sigurbjörg. Þegar þetta manntal var tekið, bjó einnig í húsinu fólk utan af landi, sem ýmist leigði hjá þeim hjónum eða fékk að vera þar um lengri eða skemmri tíma. Flest af þessu fólki var í skóla. Þá bjó þar ung kona, Theodóra Jóhannsdóttir, sem fædd Sólvallagata 23 (Ás) var í Úlfljótsvatns- sókn, og stúlkubarn hennar óskírt. Einnig bjuggðu þar Ágústa Kolbeinsdóttir, Jón ^^^^^^^^^~ Pálsson sem síðar varð dýralæknir, Jón Em- il Ólafsson, Ólafur Tr. Sigurðsson og Jón J. Heiðdal. Allt var þetta fólk innan við þrí- tugt. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason var fædd- ur 1. janúar 1876 í Glæsibæ í Sæmundar- hlíb í Skagafirði. Foreldrar hans fluttu að Neðra-Ási í Hjaltadal á meðan hann var barn ab aldri og þar ólst hann upp í for- eldrahúsum. Sigurbjörn Ástvaldur varb stúdent í Reykjavík 1897. Cand. theol. frá Prestaskólanum 16. júní 1900. Hann var við nám í Noregi, Danmörku og Svíþjóð um 14 mánaða skeið 1900 til 1901. Hann var boðsgestur íslenska kirkjufélagsins lúterska vestanhafs sumarið 1918. Fór til Gyðinga- lands 1951 og ferð til Miðjarðarhafslanda. Kynnti sér trúmálastörf og líknarmál. Heimsótti líknarstofnanir í tugatali á þess- um ferðalögum. Hann flutti fjölda erinda um trú og líknarmál. Var í mörg ár kennari við Vélskóla íslands. Hann var einn af helstu stofnendum Elli- og hjúkrunarheim- ilisins Gmndar við Hringbraut og vígbur þangab til prestsþjónustu 23. ágúst 1942. HUSIN I BÆNUM FREYjA JÓNSDÓTTIR Skipaður formaður Barnaverndarráðs 1932 til 1936. Hann skrifaði ~^^^^~^^^^^~ margar bækur, bæði þýddar og fmmsamdar. Trúarleg efni eru meginuppistaða í skrifum hans. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóm um störf þessa mikilhæfa og stórhuga manns. Séra Sigurbjörn Ásrvaldur Gíslason var kvæntur Guðrúnu Lárusdóttur. Guðrún var dóttir Lámsar Halldórssonar fríkirkjuprests í Reykjavík (sem byggði húsið Hof, næsta hús við á Ás). Guðrún var alþingismaður, sat í bæjarstjórn, var fátækrafulltrúi og dáb- ur rithöfundur. Hún veitti bindindismálum góðan stuðning og gekk í G.T.-stúkuna Hlín. Trúmál og líknarstörf vom henni kær. Hún var einn helsti oddviti kvenna í ýms- um málum. Vinsældir hennar voru miklar um allt land. Hún sótti norrænt barna- verndarþing í Khöfn 1936. Einnig sat hún trúboðsþing í Fribriksstað 1936 og í Kolding nokkmm ámm áður. Ritsafn Guðrúnar Lár- usdóttur kom út 1949 í 4 bindum, þar sem allar fmmsömdu sögurnar hennar em nema Systumar og ýmsar ritgerðir. Böm þeirra hjóna vom tíu og öll mjög mannvænleg. Bömin, sem fæddust eftir 1910, vom: Fribrik, Kirstín Lára, Gubrún Valgerður, Sigrún Kristín og Gústaf. Mikill gestagangur var á heimilinu og vinsældir fjölskyldunnar miklar. Þar var öllum tekið sem höfðingjum og ekki farið í manngrein- arálit. Þeir sem áttu um sárt að binda eða aðrir erfiðleikar steðjuðu að, leituðu til hjónanna í Ási með sín vandamál. Þaðan fór enginn án þess að fá úrlausn mála sinna. Milli Áss og Ásvallagötu vom gripahús með áfastri hlöðu. Þar vom um tíma kýr, kindur, geitur og hænsni, en ekki vom allar þessar tegundir aldar þar í einu. Sæmilega gott beitiland var í næsta nágrenni suður á Melum og slægjur ekki langt frá. Láms Sigurbjörnsson, sonur séra Sigur- björns og Guðrúnar, var skjala- og minja- vörður Reykjavíkurborgar. Hann kom á fót bæði Borgarskjala- og Árbæjarsafni. Gísli Sigurbjörnsson, bróðir hans, var þjóðkunn- ur maður, hann veitti Elli- og hjúkrunar- heimilinu Gmnd forstöðu í marga áramgi. Þungur harmur var kveðinn að f jölskyld- unum í Ási og á Hofi og þjóðinni allri, þeg- ar frú Guðrún Lámsdóttir og tvær dætur hennar hennar fómst í hörmulegu slysi 20. ágúst 1938. Kirstín Lára Sigurbjörnsdóttir og maður hennar, Ásgeir Einarsson dýralæknir, eiga húsið Sólvallagöm 23 (Ás). Þau keyptu það af erfingjunum, systkinum Kirstínar Lám, 1968 eftir lát föður þeirra, séra Sigurbjarnar Ástvaldar Gíslasonar. Hann bjó alla tíb í húsinu. Eftir ab hann missti konu sína og dætur fluttu Kirstín Lára dóttir hans og Ás- geir maður hennar í húsið og hafa búið þar síðan. Sólvallagata 23 (Ás) er ákaflega fallegt hús og yfir því er höfðinglegur blær. Fagur útskurður er með gluggum, sem gefur hús- inu tignarlegan svip. Árið 1957 var reist við- bygging vib húsið og um leið var tekinn niður hlaðinn skorsteinn. Steinamir úr skorsteininum prýða blómagarðinn í kring- um húsið þar sem þeir vom settir til að af- marka göngustíga frá blómabeðum. Allar vistarvemr hússins em mjög bjartar og vist- legar. Hlýr blær er yfir og notaleg kyrrð. í stofunni em tvö málverk, eitt af Sigur- bimi og eitt af Gubrúnu. Gunnlaugur Blön- dal málaði myndina af Sigurbimi, en Hall- dór Pétursson gerði málverkið af Guðrúnu. Árið 1990 kom út frímerki með mynd af málverkinu af Guðrúnu Lámsdótmr. Heimildir eru frá Árbæjarsafni, Borgarskjalasafni og Landsbókasafni. Beðist er velvirðingar á því að í grein- inni um Sólvallagötu 25 (Hof) var sagt að Sigurbjórn Gíslason hefði verið alþingis- maður. Hann var ekki á Alþingi, heldur kona hans Guðrún Lárusdóttir. A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.