Tíminn - 03.05.1996, Síða 10

Tíminn - 03.05.1996, Síða 10
10 Föstudagur 3. maí 1996 Þátttakendur í námskeibinu á dögunum, fyrir framan húsakynni Bújöfurs aö Krókhálsi. Bújöfur hf.: Námskeið fyrir þjónustuaðila Bújöfur, sem er umboðsaöili fyrir hinar finnsku Valmet dráttarvélar hafa nýlega lokib námskeiði fyrir umboðs- og vibgerðarabila af landsbyggð- inni og sótti hátt á annan tug manna námskeibið. Þorgeir Elíasson, fram- kvæmdastjóri Bújöfurs hf., segir að námskeiðið hafi verið í höndum dansks kennara, sem kom gagngert hingað til lands til að sjá um það, auk þess sem þjónustuskóli hafi einnig verið með í för. Um var að ræða þriggja daga námskeið og fór það fram í húsakynnum Bújöfurs að Krókhálsi í Reykjavík. -PS Fjölbreytt úrval véla í vorverkin Áburðardreifarar Ávinnsluherfi Taðdreifarar Hnífaherfi Haugsugur Sturtuvagnar Flutningakassar VÉLAR& ÞJÓNUSTAhf JÁRNHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK, SIMI 597 6500, FAX 567 4274 Frétt í Búvélafréttum um þýska samanburöarkönnun á dráttarvélum sýndi óeölilega mikinn mun á olíu- eyöslu dráttarvéla: Byggt á röngum forsendum í ljós hefur komib ab upplýs- ingar þær sem birtust í Búvéla- fréttum í vetur, þar sem vitnab var í grein í þýska tímaritib Profi og fjallabi um saman- burbarkönnun á olíunotkun tíu dráttarvélartegunda, eru byggbar á röngum forsendum. í síðara hefti tímaritsins birtist leiðrétting, þar sem fram kom að upplýsingarnar hefðu verið byggðar á upplýsingum framleið- enda og hefðu miðast við olíu- eyðslu undir miklu álagi. í sama blaði birtust hins vegar tölur þar sem miðað er við eyðslu í al- mennri notkun og koma þá allt aðrar tölur í ljós. í fyrri fréttinni var helmings- munur á milli þeirra sem eyddi minnstri olíu, eða Fendt 380 LSA og þeirri sem eyddi mestu, en það var Valmet 6300 A og þótti þessi munur óeðlilegur. En sam- kvæmt hinum nýju upplýsingum hefur annað komið í ljós. Samkvæmt þeirri könnun kem- ur í ljós að John Deere kemur best út og þar á eftir kemur Case, Valmet í þriðja sæti, Massey Ferguson í fjórða og Fendt í fimmta sæti, en þarna er um að ræða vélar í samsvarandi stærðar- flokkum. -PS Búvélakörmun RALA Reime mykjudælan Gerb: Reime. Framleib- andi: Reime, a.s. Nær- bö, Noregi. Innflytj- andi: Ingvar Helgason hf., Reykjavík. Yfirlit Reime mykju- dælan kom til prófunar í desem- bermánuði 1994. Dælan var notuð alls í 125 klst., bæði við blöndun í áburðar- geymslum og til dælingar á um 560 tonnum í flutningatanka. Dælan er miðflóttaaflsdæla tengd á þrítengi dráttarvéla og knúin frá aflúttaki. Hún vegur um 470 kg. Hún er ætluð til dæ- lingar á þynntum búfjáráburði, hvort heldur er í flutningatæki eða til blöndunar í áburðar- geymslum. Halla dælunnar má breyta frá nær láréttri stöðu í vinnu upp í nær lóðrétta stöðu. Þá má einnig breyta hæð hennar á burðar- ramma. Það gefur ýmsa mögu- leika á dælingu um lúgur á áburðargeymslum án þess að hafa sérstaka dælubrunna. Þá má víða koma henni að við losun úr fjárhúsum. Afköst hennar eru verulega háð þykkt áburðarins. Þau voru allt að 5100 1/mín. við mjög lágt þurrefnisinnihald áburðarins. Við algenga þykkt, 5- 6% þurrefni, voru afköst dælunn- ar 3800 1/mín. Aflþörf dælunnar mældust mest um 31,6 kW (43 hö.) í vatni. Vartengsl stöðvar dæluna, ef fastir aðskotahlutir komast í inn- taksop hennar. Þeir valda því ekki skemmdum. i lok reynslu- tímans gaf sig pakkdós á efra drifhúsi án sjáanlegra ástæðna. Að öðru leyti var ekki unnt að merkja óeðlilegt slit á dælunni í lok reynslutímans. Hún er frem- ur léttbyggö, virðist traustlega smíðuð og er tiltölulega auðveld í meðförum. ■ Taarup stjörnumúgavélin Gerb: Taarup, Kverneland 752. Framleib- andi: Maskinfabrikken Taarup, Kertem- inde, Danmörku. Innflytjandi: Ingvar Helgason hf., Reykjavík. Yfirlit Taarup-Kverneland 752 stjörnumúgavélin var reynd af Bútæknideild Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins sumarið 1995 og notuð alls í 44 klst. Stjörnumúgavélin er tengd á þrítengi dráttarvélar og knúin frá aflúttaki. Hún vegur um 710 kg. Múgavélin reyndist raka vel og skilja eftir litla dreif við algengar aðstæður. Gera má ráð fyrir að dreifarmagn í rakstrarfari sé að jafnaði 70-80 kg þe./ha vib öku- hraðann 4,6-10,9 km/klst., en við bestu aðstæður um 40-50 kg þe./ha. Við erfið skilyrði er dreif- armagnið oft um 140-150 kg þe./ha. Þrátt fyrir mikla vinnslu- breidd, reyndist vélin fylgja vel ójöfnum á yfirborði landsins. Hún getur rakað frá girðingum og skurðbökkum. Liður í beisli vélarinnar gefur svigrúm til að vinna með vélinni í beygjum. Rakstrarfar vélarinnar er allt að 3,5 m á breidd. Hæfilegur öku- hrabi var oftast um 8-12 km/klst. og afköst að jafnaði um 2,8 ha/klst. Vélin rýrir framþunga meðalstórra dráttarvéla verulega og getur þurft að þyngja þær til að uppfylla ákvæði um þunga- hlutföll á dráttarvélum. Múgavél- in er lipur í tengingu og notkun. Festingar á rakstrarörmum vélar- innar eru ekki nægilega traustar. Nokkrar skemmdir urðu á vélinni af þeim ástæðum. Að öðru leyti er vélin traustlega byggð, aðrar bilanir komu ekki fram og ekki var unnt að merkja óeðlilegt slit á henni í lok reynslutímans. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.