Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 3. maí 1996 11 Búvélakönnun RALA Silomac rúllu- pökkunarvélin Gerb: Silomac 991 B. Framleibandi: Kilmaine, Co. Mayo, írlandi. Innflytjandi: Vélar og þjónusta hf., Reykjavík. Yfirlit Silomac 991B rúllupökkunar- vélin var fyrst prófuð af Bútæknideild Rannsóknastofn- unar landbúnabarins sumarið 1993. Var hún þá notuð alls um 25 klst. við pökkun á 390 böggum. Prófunartíminn var venju fremur skammur vegna þess hve seint vélin kom til prófunar, en fylgst var með notkun vélarinnar eftir að formlegri prófun lauk. Vélin var samt reynd bæði á fyrri og seinni slætti, en ekki við græn- fóðurbagga. Sumarið 1995 var ákveðið að gera ítarlegri prófanir, einkum er snertu afköst við pökkun og sér í lagi með 75 cm breiðri filmurúllu. í eftirfarandi skýrslu er fyrst og fremst gerð grein fyr- ir athugunum varðandi pökk- un, en að öðru leyti er vísað til skýrslu Bútæknideildar nr. 640 um Silomac pökkunarvél. Pökkunarvélin er ætluð til að hjúpa rúllubagga af öllum al- gengum stærðum inn í plast- filmu. Hún er dragtengd, knúin af vökvakerfi dráttarvélar og vegur um 1775 kg. Vökvastýrð- ur armur lyftir böggum upp á pökkunarborö. Við pökkun er bagganum snúið og velt um leið. Má stjórna þéttleika vafn- inga með því að breyta veltu- hraðanum. Strekkibúnaðurinn er bæði fyrir 50 og 75 cm breið- ar plastfilmur. Þegar bagginn er fullpakkaður, er pallinum snúið í sturtustöðu og bagganum velt aftur að fallpalli. Með pallinum má láta baggann falla hægt niður á jörðu. Er fallhraðinn stillanlegur með stilliloka undir vélinni að framanverðu. Vélin er með vökvastýrðum skurðarbúnaði fyrir plastfilm- una. Afköst vélarinnar eru breytileg eftir aðstæðum, vafn- ingafjölda og baggastærð, en í þeim mælingum, sem gerðar voru, voru þau um 47 baggar á klst. og brúttóafköst um 40 baggar á klst. Ætla má að 30 kW (41 hö.) sé lágmarksstærð dráttarvéla fyrir pökkunarvél- ina. Við fjórfalda pökkun er filmunotkun um 0,9-1,0 kg á bagga (þvermál 1,2 m), eða sem svarar um 70 m af óstrekktri filmu. Filmunotkun er háð filmustrekkingu og baggastærð. Vélin er á nægilega belgmiklum hjólbörðum til að bera hana við allar algengar aðstæður. Fallpallurinn á vélinni ver plasthjúpinn gegn skemmdum þegar bagginn veltur af vélinni og er það verulegur kostur. Pökkunarborðið er vel opið gagnvart heyslæðingi úr bögg- unum, þannig að hann veldur sjaldan töfum. í lok reynslu- tímans, sem var fremur skammur, var ekki unnt að merkja óeðlilegt slit á vélinni og engar bilanir komu fram. Vélin er í alla staði að sjá traustlega smíðuð og dagleg hirðing einföld. ■ Lely sláttuvél Gerb: Lely Optimo 240 C. Framleib- andi: Lely industries NV, Flollandi. Innflytjandi: Atlas hf., Reykjavík. Yfirlit Sláttuvélin Lely Optimo 240 C með knosara var reynd af Bútæknideild Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins sumarið 1995. Hún var notuð alls í um 62 klst. Hún er tengd á þrítengi dráttarvélar og gengur sláttu- búnaðurinn út hægra megin frá dráttarvél og er lyft upp í flutningsstöðu lóðrétt hægra megin aftan til við hana. Þyngd sláttuvélarinnar er 710 kg. Sláttuvélin reyndist að jafnaði slá hreint og jafnt. Stubblengd í sláttufari var að meðaltali 55 mm og frá- viksstuðull 31% við ökuhraða á bilinu 6,0-16,7 km/klst. Hægt er að stilla sláttunánd bæði með meiðum undir skífubakka og með lengd yfir- tengis. Sláttubúnaður vélar- innar fylgdi vel ójöfnum landsins þrátt fyrir mikla vinnslubreidd. Vinnslubreidd sláttuvélarinnar er 2,40 m. Knosarinn er tengdur á burð- argrind vélarinnar og má taka hann af sláttuvélinni. Velja má um 4 mismunandi knos- unarstig og tvo snúnings- hraða á knosara. Ætla verður að minnsta kosti 46 kW (63 hö.) dráttar- vél fyrir sláttuvélina til að fullnýta afkastagetu hennar. Vélin er tiltölulega lipur í stjórnun en þyngd hennar getur í flutningi raskað þungahlutföllum meðalstórra og minni dráttarvéla. Hnífa- slit á reynslutímanum var innan eðlilegra marka. Hlífðardúkar vélarinnar eru vel úr garði gerðir. Frákast knosarans er stillanlegt. Dag- leg umhirða er fljótleg. í lok reynslutímans var ekki unnt að merkja óeðlilegt slit á vél- inni og engar meiri háttar bil- anir komu fram á reynslutím- anum. Sláttuvélin virðist vera traustbyggð og vönduð að allri gerð. Vélar og þjónusta: Athyglis- verðar heyvinnu- vélar frá Krone Nýlega var farið að bjóba upp á nýja vél frá þýska fyrirtæk- inu Krone, sem Vélar og þjón- usta hefur umboð fyrir en það er Krone 10-16 rúllu- bindivél, en um er ab ræba fastkjarnavél og er þar af leib- andi meb breytilega stærb baggahólfs. Ágúst Schram segir þarna um athyglisverba nýjung ab ræba, en hægt er ab hafa þvermál bagganna allt frá 1 metra og upp í 1,50 metra. Hann segir þetta það allra nýjast frá Krone, en þetta er annað árið sem vélin er á mark- aðnum og hefur hún að sögn Ágústar fengiö mjög góða dóma erlendis. Af öðrum nýjungum má nefna að Vélar og þjónusta eru nú um þessar mundir að flytja inn nýja rakstrarvél frá Krone, sem hefur gríðarlega afkasta- getu og getur vinnslubreidd hennar verið allt frá 6,80 metr- um upp í 13 metrar, sem er mun meira en þekkst hefur hér á landi hingað til. Auk þess ab hafa mikla vinnslubreidd er hægt að láta hana raka, hvort sem er í einn eöa tvo garba í einu. Vélin var prófuð hjá bútæknideild Rala á síðasta sumri og reyndist hún að sögn Ágústs mjög vel. Sömuleiðis er í boði hjá Krone mjög afkastamikill tætari þar sem vinnslubreiddin er allt ab 8,5 metrar, auk þess sem einnig eru í boði mjög afkasta- miklar sláttuvélar frá fyrirtæk- inu. -PS Sigurður Gunnarsson Sigurður Gunnarsson var fæddur 10. október 1912 í Skógum, Öxar- firði. Hann lést 23. apríl 1996 í Landspítalanum. Foreldrar: Krist- veig Bjömsdóttir og Gunnar Áma- son. Þeirra böm: Rannveig, Bjöm, Sigurveig, Amþrúður, Ámi, Sigurð- ur, Jón Kristján, Þórhalla, Oli og tvær uppeldisdætur, Sigríður Guð- mundsdóttir og Kristveig Jónsdótt- ir. Eiginkona: Guðrún Karlsdóttir, fædd 29. maí 1917 á Seyðisfirði. Foreldrar: Vilhelmína Ingimundar- dóttir og Karl Finnbogason. Þeirra böm: Guðrún, Helga, Þóra, Ásgerð- ur, Gyða og Karl. Guðrún og Sigurður gengu í hjónaband 24. júní 1941. Þeirra synir: Karl, Gunnar og Vilhjálmur. Mig setti hljóðan er mér barst andlátsfregn vinar míns, Sigurð- ar Gunnarssonar. Hann lést á „Degi bókarinnar" hinn 23. apr- íl sl. Það var sannarlega tákn- rænt, allt líf og starf þessa heið- ursmanns var tengt bókum og ritstörfum. Fyrir aðeins þremur dögum höfðum vib Siguröur, ásamt konum okkar, átt ánægju- lega stund saman í bobi hjá koll- ega okkar. Eins og venjulega var Sigurður hrókur alfc fagnaðar, hann hafði meðferðis 60 ára gamlar myndir frá fyrstu t MINNING kennsluárum sínum og sýndi okkur. Þá las hann nýja blaða- grein, sem hann hafbi lokið við að skrifa og ætlaði að senda dag- blöðunum eftir helgina. Þótt Sigurður væri kominn á níræöis- aldurinn, hélt hann andlegum kröftum óskertum, en heilsan var nokkuð tekin að bila, eink- um fæturnir. Gekk hann við staf og þurfti einnig á stuðningi ab halda. Kynni okkar Sigurðar em löng, allt frá kennaraskólaárunum. Lengst kenndi Sigurbur úti á landi, var skólastjóri barnaskól- ans á Húsavík í tuttugu ár, en flutti til Reykjavíkur 1960, er hann varð æfingakennari við Kennaraskóla íslands. Þá gafst tækifærið að endurnýja kunn- ingsskapinn og vináttuna. Áhugamál Sigurðar vom mörg og margþætt. Hann var mikill félagsmálamaður, vann ab rétt- indamálum kennara, lagði kirkjustarfi lið, söngmálum, skógrækt og bindindismálum. Hann flutti fjölda erinda og skrifaði urmul greina um áhuga- mál sín. Sigurður var sannur hugsjónamabur og mannvinur. Sameiginleg áhugamál okkar Sigurðar voru ritstörfin. Hann var afar mikilvirkur og fjölhæfur rithöfundur og þýðandi. Hann skrifabi meðal annars nokkrar ágætar barna- og unglingabæk- ur, einnig kennslubækur, ferða- þætti og mikinn fjölda erinda og greina. Þá má geta þess að Sig- urður var hagyrðingur góður og orti talsvert ljóð og stökur. Sigurður brá á þab ráð að gefa út úrval ritverka sinna, 5 stór bindi um 300 blaðsíður hvert. í formála Andrésar Kristjánssonar segir m.a.: „Ég tel, ab ýmsir sem eiga í fórum sínum sitthvað, sem erindi getur átt við framtíð- ina, ættu að fara að dæmi Sig- uröar. Með nýrri tækni er bókin besta geymslan og besta farar- tækið inn í framtíðina. ... Bókin er öbrum hirslum betri. Hún er minnisbanki kynslóbanna." Sigurður þýddi úr norsku, dönsku og ensku. Afköst hans hvað þýðingar snerti eru undur og ævintýri, sem líklega slær met. Hann kastaði ekki höndun- um til þýbinga sinna, gott mál sat í fyrirrúmi og allt var unnið af stakri nákvæmni og sam- viskusemi. Hann þýddi nær hundrað barna- og unglinga- bækur og allmörg leikrit fyrir út- varp. Þá þýddi Sigurður mörg stór skáldverk og las í útvarp; má þar nefna „Saga um ástina og dauðann" eftir Knut Hauge og „Sonur himins og jarðar" eft- ir Káre Holt. Sigurður var þekkt- ur útvarpsmaður, hafði þægilega og skýra rödd, hafbi góða fram- sögn. Fyrir lesturinn á fram- haldssögunum var Sigurði oft þakkab, bæbi munnlega og bréf- lega. Sigurður átti mikið og gott bókasafn. Flestar bækur sínar batt hann sjálfur, og verkið var svo vel unnið líkt og fagmaður hefði verið að verki. Hið mikla bókasafn gáfu þau hjónin Sig- urður og kona hans Guðrún Karlsdóttir, Bókasafni Suður- Þingeyinga, Húsavík. Safninu, hátt í fjögur þúsund bindi, var komið fyrir í sérstöku herbergi, sem ber nafnið Sigurbarstofa. Þá gaf Sigurður grunnskóla Húsa- víkur nær þúsund bækur ung- linga- og barnabóka. Sigurður gerði það ekki endasleppt og gaf út nákvæma bókaskrá safnsins. Afhending þessara miklu og höfðinglegu gjafa fór fram á átt- ræðisafmæli Sigurbar, hinn 10. október 1992. Sigurbur hafði mikla ánægju af ferðalögum og var mikill úti- vistarmaður. Sérstakt yndi hans var að klífa fjöll. Marga fjalls- tinda norðan og sunnan heiba hefur hann sigrað og notið hins dýrðlega útsýnis. Víða um lönd hafa þau hjónin Sigurður og Guðrún lagt leið sína, og notib þess ab skoða listaverk framandi þjóða og dást að fegurð og tign okkar stórkostlegu og töfrum slungnu jarðar. í þessu greinarkorni minntist ég á síðasta fund okkar Sigurðar. Ég ók honum heim og studdi hann skrefin að húsdyrunum. Hann faðmabi mig ab sér í þakk- lætisskyni, ég gleymi ekki hlýju og kærleika þessa góða vinar. Nú hefur hann lagt upp í ferðina handan móðunnar miklu, þar sem nýtt dýrðarríki blasir vib augum. Vib Abalheiður sendum Guð- rúnu, sonum og öðru vensla- fólki okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Gunnarssonar. Ámiann Kr. Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.