Tíminn - 03.05.1996, Qupperneq 16

Tíminn - 03.05.1996, Qupperneq 16
I IWIIItl Föstudagur 3. maí 1996 Vebríb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Breytileg átt eöa nor&vestan gola og skúr- ir á stöku stab. Hiti 3 til 9 stig. • Breibafjörbur og Vestfirbir: Fremur hæg breytileg átt og síban norbaustan gola. Sma skúrir. Hiti 2 til 9 stig. • Strandir og Norburland vestra: Norbaustan gola og smá skúrir. Hiti 5 til 7 stig. • Norburland eystra: Fremur hæg breytileg átt eba austan gola og skýjab meb köflum. Hiti 1 til 8 stig. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Austan og subaustan gola og skúrir eba smá él. Hiti 1 til 5 stig. • Subausturland: Austlæg átt, víbast gola en stinningskaldi austast. Skýjab meb köflum og smá skúrir, einkum vestantil. Hiti 4 til 7 stig. Borgarráö Reykjavíkur mótmœlir stjórnarfrumvarpi um fjármagnstekjuskatt: Borgin tapar 170 mill j ónum á ári Fjárhagslegt tap Reykjavíkur- borgar getur numið a.m.k. 170 milljónum króna árlega verði stjórnarfrumvarp um skattlagningu fjármagnstekna samþykkt óbreytt. Borgarráð leggur til aö afgreiðslu frum- varpsins verði frestað. Borgarhagfræðingur hefur skilað borgarráði umsögn sinni um stjórnarfrumvarpið auk fmmvarps þriggja flokksfor- manna um sama mál. Athugun borgarhagfræðings sýnir að veröi stjórnarfrumvarpið óbreytt að lögum kunni fjár- hagslegt tjón sveitarfélaganna í landinu að nema a.m.k. 300 milljónum króna. Þar við bætist óvissa vegna ófyrirsjáanlegra áhrifa á útsvarsstofn. í frum- varpi flokksformannanna er hins vegar gert ráð fyrir aukn- ingu útsvarstekna um samtals 200 milljónir í upphafi og síðar um 340-425 milljónir króna á ári. Borgarhagfræðingur telur að frumvarp flokksformannanna geti orðið tiltölulega einfalt í framkvæmd enda sé þar ein- göngu fjallað um skattlagningu vaxtatekna. Hann segir það einnig ótvíræðan kost að vaxta- tekjur yrðu samkvæmt því skattlagöar innan núverandi skattkerfis. Stjórnarfrumvarpið er hinsvegar víðtækara og tekur auk vaxtatekna til arðs, leigu og söluhagnaðar. Mesta tekjutap sveitarfélag- anna er til komið vegna þess ákvæðis frumvarpsins sem kveður á um að sveitarfélög og fyrirtæki og stofnanir sem þau reka, skuli greiða tekjuskatt af fjármagnstekjum þrátt fyrir að þau séu að öðru leyti undanþeg- in skattskyldu. Einnig veldur frumvarpið skerðingu á útsvars- stofni en erfiðara er að meta hversu mikil sú skerðing verður. í umsögn borgarhagfræðings segir ennfremur að frumvarpið sé svo óljóst í veigamiklum at- riðum að erfitt sé með vissu að meta fjárhagstjón sveitarfélag- anna í heild. Þó þyki sýnt að tap Reykjavíkurborgar, borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar nemi a.m.k. 170 milljónum króna og sé þá aðeins reiknað með 50 milljóna króna lækkun tekna vegna skeröingar útsvarsstofns. Þá þyki ýmislegt benda til þess að útsvarstekjur muni rýrna enn meira með tímanum vegna þeirra áhrifa sem breytingarnar kunna að geta haft á form einkareksturs. Borgarhagfræðingur telur því ekki nóg að krefjast þess að sveitarfélögin og fyrirtæki og stofnanir þeirra verði undan- þegin fjármagnstekjuskatti heldur verði einnig að bæta þeim þá lækkun tekna sem kann að hljótast af skerðingu útsvarsstofns. í bókun borgar- ráðs frá fundi þess í vikunni eru áréttuð mótmæli gegn frum- varpinu. Borgarráð leggur til að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað og segir hugmyndina um tvískipt tekjuskattskerfi skapa meiri vandamál en hún leysir. Borgarráð telur öll rök hníga að því að sveitarfélög og fyrirtæki og stofnanir sem þau reka eigi að vera undanþegin skattlagningu fjármagnstekna sem annarra tekna. -GBK Davíb til Gotlands og Eistlands Davíð Oddsson forsætisráð- herra er farinn til Visby á Got- landi þar sem hann situr leið- togafund Eystrasaltsráðsins í dag og á morgun. Þá verður jafnframt haldinn fundur for- sætisráðherra íslands og Nor- egs og utanríkisráðherra Liechtenstein með forsætis- ráðherra Ítalíu sem nú fer með formennsku í Evrópusam- bandinu, og forseta fram- kvæmdastjórnar ESB. Er fundurinn haldinn í sam- ræmi við yfirlýsingu um pólitísk skoðanaskipti í EES- samningn- um og ákvörðun EES-ráðsins frá síðasta ári. Frá Visby heldur Davíð ásamt konu sinni, Ástríði Thoraren- sen, til Tallin í Eistlandi í opin- bera heimsókn 6. til 8. maí. Mun hann eiga fundi við Meri forseta, Váhi forsætisráðherra og Toomas Savi forseta Riigi- kogu, eistneska þingsins. -JBP Heimili og skóli kvartar yfir mistökum viö sam- raemdu prófin. Unnur Halldórsdóttir: Veldur nem- endunum kvíba og hugarangri I ljós hefur komið að nemend- ur sem gengust undir sam- ræmdu prófin í dönsku og ís- lensku sátu ekki allir við sama borð varðandi upplestur af segulbandi. Þetta segir Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimilis og skóla. Samtökin hafa sent fyrirspurn vegna framkvæmdar þessara prófa til Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála. „Samtökin líta það alvarleg- um augum að nemendum í skólum sé mismunað, hvort sem það er á þessu sviði eða öðr- um. Nemendur taka samræmdu prófin alvarlega og hafa undir- búið sig undir þau af bestu getu. Mistök af þessu tagi hafa vænt- anlega áhrif á frammistöðu þeirra í öörum þáttum prófsins og valda þeim óþarfa kvíða og hugarangri," segir Unnur. Hún segir að í tengslum við þetta mál vakni spurningar um hvernig veröi staðið að framkvæmd þeirra samræmdu prófa sem væntanlega verða tekin upp í 4. og 7. bekk á næsta skólaári. -JBP Fyrsti maí í Reykjavík, launafólk flykktist í mibborgina og sótti útifundinn á Ingólfstorgi. Margir telja ab aldrei fyrr hafi svo margir sótt 1. maí fundinn í höfubborginni. Tímamynd: cs 7. maí fagnaö af þúsundum höfuöborgarbúa: Fjölmargt launafólk vann eins og aöra daga Ekki voru allir verkamenn í fríi á frídegi verkalýðsins, 1. Kosiö milli fimm nafna á nýtt sveitarfélag á Vestfjöröum: ísafjarðarbær meðal valkosta Samþykkt hefur verið að kosiö skuli um fimm nöfn á sameinaö sveitarfélag á norðanverðum Vest- fjöröum um leiö og kosningar til nýrrar sveitarstjórnar fara fram 11. mai nk. Eftir að sex sveitarfélög á noröan- verðum Vestfjörðum samþykktu að sameinast í eitt í kosningum í des- ember á síðasta ári var haldin sam- keppni um nafn á nýja sveitarfélag- ið. Mörg nöfn bárust í samkeppnina. Nú hefur samstarfsnefnd valið fimm þeirra og ákveðið að um þau verði kosið um leið og kosningar til nýrrar sveitarstjórnar fara fram. Sveitarfé- lögin sem eru að sameinast em Isa- fjarðarkaupstaður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyrarhreppur, Mýrarhreppur og Mosvallahreppur. Eftir samein- inguna mun nýja sveitarfélagið bera eitt af eftirtöldum nöfnum: Arnar- byggð, Eyrarbyggð, Fjarðabyggð, ísa- fjarðarbyggð eða ísafjarðarbær.-GBk maí. Ibúar í Seljahverfi tjáðu blaðinu til dæmis aö þeir hefðu vaknað fyrir allar aldir þann dag við drunur í loft- pressu og loftborum. Við álverið mátti líta verka- menn á fleygiferö að járnbinda í nýja kerskálanum sem þar er að rísa. Sjoppur, bakarí og margar matvöruverslanir voru opnar eins og venjulega daga. 1. maí er lögbundinn frídagur, en Ari Skúlason hjá ASÍ sagði í gær að ýmis tilvik væru þess eðlis að launafólk færi til vinnu þennan dag. Það væri þó sjaldgæft. Á sama tíma flykktist launa- fólk á útifundi víða um landið. í Reykjavík var metþátttaka, enda veðrið með afbrigðum gott. Á fundinum mátti finna þunga undiröldu og stjórnvöld fengu að heyra sitt af hverju frá ræðu- mönnum, sem kröfðust þess að lagafrumvarpi félagsmálaráð- herra um verkalýðsfélögin yrði kippt til hliðar. Páll Pétursson segist hins vegar stefna að því að fá frumvarpið gert að lögum fyrir vorið. „Við erum ekkert ósveigjanlegir í þessu máli, það er ráðherrann hins vegar sjálf- ur," sagbi Ari Skúlason. -JBP

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.