Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 1
T LANDBUNAÐUR Athyglisverb hugmynd sett fram ískýrslu um framtíö- arsýn í íslenskum mjólkuribnaöi, sem kynnt var á fundi Samtaka afurbastöbva í mjólkuribnabi: íslenskur veitingastaö- ur í erlendri stórborg? Alíslenskur veitingastaöur í London, Kaupmannahöfn, Par- ís eöa einhverri annarri stór- borg í Evrópu, þar sem boöib væri upp á íslensk matvæli, mjólk, osta, lambakjöt og margt fleira. Þetta gæti orðið ab veruleika innan margra ára, en nú er unnib ab frumathug- un á því hvort þetta er raun- hæfur kostur. Baldvin Jónsson, sem sér um markaðsmál hjá Bændasamtök- um íslands og vinnur að athug- un á þessu máli, segir að þessi mál séu á algjöru frumstigi og í raun lítið hægt að segja til um það á þessu stigi. Um sé að ræða gamla hugmynd hans, sem sett hafi verið nýlega fram í skýrsl- unni „Framtíðarsýn íslensks mjólkuriðnaðar", þar sem fram kemur að tilvalið sé að mjólkur- iðnaðurinn og hagsmunaaðilar innan matvælavinnslunnar settu á stofn veitingastað í einhverri af stórborgum Evrópu. Veitinga- staðurinn byði einungis upp á hollar íslenskar gæðaafurðir og hugmyndin er að hann yrði eins konar sölu- og kynningarmið- stöð fyrir íslenskar afurðir. „Það er búið að vera að gæla við þessa hugmynd í þrjú til fjög- ur ár, en nú er hún hins vegar að komast á það stig að þykja fýsi- legri kostur en áður, en hún er á algjöru frumstigi," segir Baldvin. Ástæðan fyrir því að þetta þykir fýsilegri kostur en áður, er að þær aðstæður eru að skapast að veitingastaðir sem hafa einhverja sérstöðu, hafa vaxið hvað mest. Þegar verið sé að skoða mögu- leika á útflutningi, segir Baldvin að æskilegt sé að hafa afurðir til sölu á viðkomandi markaðssvæð- um. „Fyrir utan það, þá er gengið nú réttar skráð og mun meiri stöðugleiki á því sviði en áður, auk þess sem verð á t.d. landbún- aðarafurðum hlýtur að fara*að taka meira mið af gæðum en magni, þar sem áður fyrr var að- eins hugsað um að fá sem mest magn af mat fyrir sem minnst verð. Nýjasta fárið, breska nauta- kjötsfárið, hefur snúið umræð- unni meira í þá átt að bændur segi að þeir geti ekki framleitt þessa gæðavöru, ef á að krefja þá um þetta lága verð. Allar þessar forsendur gera það að verkum að menn fara að skoða þessa hug- mynd upp á nýtt," segir Baldvin og bætir því við að svo virðist sem meiri áhugi sé nú fyrir því hér á landi að fara út í verkefni af þessu tagi. -PS Mk& ;a lyrír hestinn okKar sem léttfyrir mig brokkar. Múkk í kjúkunni meiðir S.D. Hestasmyrslið gott af sér leiðir. Kusu má ekki gleyma S.D. smyrsl má láta á reyna. Sár og nuddbletti virðist græða og kláða niður kæfa. Viöurkennt af Hollustuvernd ríkisins Sími 552-0790 - Fax: 552-0677 Strax á fax: Uppl. í S. 800-8222, bls. 3100 og 3101 Netfang: HTTP: // WWW spomet IS/SD Náttúrulegar olíur og vax á tré, kork, leir og steinflísar Olían mettar vel og veitir slitsterkt yfirborð sem má svo vaxbera. Livos framleiðir úrval náttúrulegra málningarvara í hæsta gæðaflokki og notar eingöngu heilnæm náttúruefni í framleiðsluna eins og harpix, jurtaolíur, bývax og náttúruleg stein- og litarefhi. Söluaöilar: • Þ.Þorgrímsson, Roykjavík. • Metro, Akureyri. • Metro, ísafirði. • Járn og skip, Keflavík. • Hermann Níelsson, Egilsstöðum. Xáltiíiu- (>» heilsuvöiiir Sími 562 8484 • VKastíjí 10 Heilsum sumri - hreinsum lóðina Sérstakir hreinsunardagar eru laugardagana 27. apríl og 4. maí. Ruslapokar veröa afhentir í hverfabækistöövum gatnamálastjóra. Næstu daga eftir hreinsunardagana fara borgarstarfsmenn um hverfin og hiröa fulla poka. Síðasta yfirferö þeirra hefst mánudaginn 6. maí og lýkur föstudaginn 10. maí. Skorað er á forráðamenn fyrirtækja að taka til á lóðUm sínum. Fyrir stóra og fyrirferðarmikla hluti er bent á Geymslusvæðið í Hafnarfirði, sem hreinsunardeild gatnamálastjóra leigir út. Við tökum pokannþinn Borgarstjórinn í Reykjavík - hreinsunardeild gatnamálastjóra t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.