Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. maí 1995 LANDBÚNAÐUR 5 Brúnaljósin brúnu blika eins og í huldumey í fjósinu á Stekkum. Skapvonska getur tengst slæmri júg- urgerð — íslensku kýmar em skapvond- ar, en þœr norsku gœðablóð er eitt af því sein heyrist í umrœðum um kúamálið þessa dagana. Eru ís- lenskar kýr meiri óhemjur en geng- ur og gcrist á meðal kúakynja? „Islensku kýrnar hafa sterkan persónuleika og einstaklingar geta verið ólíkir innbyrðis. Sumar eru styggar, en aðrar rólegri og gæfari. Eins og ég sagði, þá höf- um við ekki stundað ræktun kúa- stofnsins nema í mesta lagi hálfa öld. Við erum því ekki komnir eins langt á veg með að rækta æskilega eiginleika og útrýma þeim sem miður eru og aðrar þjóðir sem fengist hafa mun lengur við ræktun. Að sjálfsögðu hafa menn fyrst og fremst lagt áherslu á að rækta aukna afurða- semi þann tíma sem unnið hefur verið að ræktuninni. Þegar því er náð, er tími til að gefa öðrum eiginleikum gaum. Þetta eigum við alveg eftir og því getur verið að okkar kýr hafi annað skapferli en kúakyn sem búið er að rækta í árhundruð. Sama má segja um júgurgerðina. Við höfum ekki lagt nægilega áherslu á að rækta góð júgur og það er ef til vill einn helsti vandi kúabænda. Við höfum þurft að berjast við júgur- bólgu og lækkun frumutölunnar hefur útheimt að fella gripi á góðum aldri. Það er ekki nóg að rækta afurðasemina, ef þau tæki sem eiga að skila henni, í þessu tilfelli kýrjúgrin, eru ekki í stakk búin til að þjóna hlutverki sínu. Því verður að huga meira að júg- urgerðinni í ræktunarstarfinu í framtíðinni." Guðmundur segir ekki útilokað að tengsl séu á milli mislyndis í skapferli og slæmrar júgurgerðar. Slæm júgur geti pirrað kýrnar og valdið þeim óþægindum bæði við mjaltir og utan þeirra. Þar geti verið að leita skýringa þess að mönnum finnist íslensku kýrnar erfiðar í umgengni og meðförum. Guðmundur kvaðst einnig vilja benda á mjög mis- munandi skapferli nautgripa eftir kynstofnum. Þannig séu Gallo- way-nautgripirnir, sem ræktaðir hafi verið til kjötframleiðslu hér á landi, mjög styggir miðað við mörg önnur kjötkyn. Sumir keypt kvóta án þess aö nýta hann — En frá norska kúakyninu til almennra aðstceðna í kúabúskap. Framundan er gerð antiars bú- vörusamnings um mjólkurfram- leiðslu og telur formaður Lands- sambands kúabœnda þörf á að umbylta samningum? Guðmundur Lárusson segir afkomu kúabænda hafa farið versnandi að undanförnu. Fyrir því séu nokkrar ástæður. Þar megi meðal annars nefna auk- inn kostnað vegna lækkunar frumutölu mjólkur, verð á nautakjöti hafi verið mjög lágt og verð á framleiðslukvóta mjólkur hátt. Þá hafi fram- leiðnikrafa búvörusamningsins reynst mörgum erfið. Kvóta- kaup hafi gert ýmsum bændum erfitt fyrir. Guðmundur segir kvótakaup vissulega hugsuð til þess að bæta rekstrarlegar að- stæður viðkomandi bænda, en ef verð á kvótanum sé óhóflega hátt — allt að 150 krónur fyrir lítrann, eins og dæmi sé um — geti hagræðið verið vafasamt. „Ýmsir utanaðkomandi aðilar hafa komið inn í þessi kvóta- viðskipti aðrir en bændur og hefur það hækkað verðið. Þarna er um að ræða afurða- stöðvar, kaupfélög og jafnvel einstök sveitarfélög, sem stutt hafa við bændur eða keypt kvóta til þess að selja bændum. Þetta er auðvitaö liður í við- leitni manna til að halda sem mestri framleiðslu innan við- komandi svæða, en hefur engu að síður leitt til hækkandi verð- lags. Ég tel að bændur megi ekki teygja sig það langt í kvótakaupum að framleiðslan geti ekki staðið undir þeim, en að mínu mati hefur slíkt komið fyrir." Guðmundur kveðst vita dæmi þess að bændur hafi keypt kvóta til mjólkurfram- leiðslu án þess að nýta hann að fullu. Slíkt sé auðvitað mjög slæmt fyrir viðkomandi aðila og ættu bændur að gæta þess vel áður en þeir ganga frá kaup- um á framleiðslukvóta, að hafa aðstæður til þess að nýta hann. Ekki ástæður til mikilla breytinqa á búvöru- samningi mjólkur — Útheimtir þetta ekki breytitig- ar á búvömsamningnum, sem bráð- lega verður til endurskoðunar? Guðmundur segir ekki ástæðu til þess að gera miklar breytingar á búvörusamningnum og að fremur verði um framhaldssamn- ing að ræða en nýjan samning. „Það voru aðrar aðstæður í sauð- fjárræktinni, sem kölluðu á nýjar starfsaðferðir en stuðst hafði ver- ið við. Þessu er ekki til að dreifa í mjólkurframleiðslunni, því inn- an núverandi búvörusamnings hefur jákvæð þróun átt sér stað. Á hinn bóginn þarf að skoða málefni afurðastöðva áfram og leita leiða til aukinnar hagræð- ingar. Þetta á að nokkru leyti við um mjólkurframleiðsluna, en þó fremur um sláturhúsin og kjötaf- urðastöðvarnar. Ljóst sé að fram- leiðendur þurfa að koma samein- aðri fram gagnvart markaðnum. Fákeppni ríki á matvörumarkaði og það getur ekki talist árangurs- ríkt fyrir framleiðendur að sölu- aðilum þeirra fjölgi á meðan kaupendum, það er að segja verslunaraðilum. fari fækkandi. Vi&tal og myndir: 11 l IBÆMPHJ Merkikrít og litasprey margir litir Klaufaklippur fyrir stórgripi og sauðfé ■ -4É /, 2!00ii0 < * i k J j jj — Júgurhlífar, laus net Sparkvöm, stillanleg ®haúsf __ Sími 562 2262 Borgartúni 26, Reykjavík Bíldshöfða 14, Reykjavík Skeifunni 5A, Reykjavík Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði 'RAKTORSDEKK góð dekk á góðu verði sendum í póstkröfu um land allt. Gl^S Gúmmívinnustofan hf. Réttarhálsi 2, Reykjavík sími 567 1443

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.