Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.05.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 3. maí 1996 fÍMÍtttt LANDBÚNAÐUR 9 Búnaöarsamband Suöurlands framkvcemdi útboö á 40- 50 disksláttuvélum og sendu um 10 aöilar tilboö inn: Vélar og þjón- usta áttu hag- stæöasta tilbobiö Vélar og þjónusta hf. hafa samiö um sölu á 40-50 Krone disksláttuvélum til bænda á Suðurlandi, en sal- an kemur aö undangengnu útboöi Búnaöarsambands Suöurlands. Alls sendu hátt í 10 innflutningsaöilar á heyvinnuvélum inn tilboö, en eins og fyrr segir var til- boöi Véla og þjónustu tekið. Um er aö ræða sölu á sláttu- vélum fyrir á bilinu 10-20 milljónir króna. Ágúst Schram hjá Vélum og Þjónustu hf. segir aö þaö séu nokkrar ástæöur fyrir því aö Krone-sláttuvélarnar hafi komiö vel út í útboöinu. „Þýsku Krone-verksmiöjurnar, sem eru okkar aöal birgjar í heyvinnslutækjum, höfðu mikinn áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni og gáfu verulegan afslátt af vélunum," segir Ágúst. Hann segir af- sláttinn í þessum pakka, mið- aö við skráð listaverð, vera allt upp í 18% af sláttuvélun- um. Fyrir utan það að þeir aðil- ar, sem báru saman tilboðin, komust að þeirri niðurstöðu að okkar kostur væri hag- kvæmastur, þá buðumst við til að setja vélarnar saman þeim að kostnaðarlausu og aka þeim heim í hlað til hvers bónda fyrir sig, einnig að kostnaðarlausu. „Þetta féll í góðan jarðveg." Vélarnar verða afgreiddar á bilinu frá 15. maí til 10. júní og segir Ágúst að það sé stað- fest að hægt verði að standa við allar dagsetningar í þess- um efnum, en fyrsta sending er væntanleg á næstu dögum. Allar vélarnar eru diskavél- ar, flestar með 2,4 metra vinnslubreidd, en nokkur dæmi voru um að beðið væri um 2,8 metra vinnslubreidd. Ágúst segir að samkvæmt sinni vitneskju sé þetta útboð það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hann lofar þetta framtak Búnaðarsambandsins mjög og að fleiri búnaðarsam- bönd mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Búnaðarsam- böndin eigi að vera bændum til aðstoðar, ekki einungis við að grafa skurði, heldur á fleiri sviðum. -PS Á mebfylgjandi mynd má sjá hvernig hnífurinn er notabur og hvernig hann sker baggann í tvennt. Fyrri gerbir af hnífum sem þessum hafa ein- ungis þrýst á baggann ab ofan og hafa þeir sem eru meb léttar dráttar- vélar átt íerfibleikum. íþessu tilviki er um nokkurs konar„klemmukjaft" ab rœba, þar sem þrýst er bœbi ab ofan og neban. Vélar og þjónusta hf.: Rúllubaggahnífur Velar og þjónusta bjóða nú upp á nýjung varöandi með- ferö á heyrúllum, sem auð- veldar mjög meðferð baggans viö gjöf og gjöfina sjálfa, en um er aö ræöa nýjan rúllu- baggahníf, sem settur er viö dráttarvél eöa vinnuvélar. Hnífurinn er með tengi, svo hægt sé að setja hann t.d. við þrítengi aftan í dráttarvélar. Á grindinni eru gaflar, sem sting- ast inn neðarlega í baggann, þegar bakkaö er inn í hann. Að því loknu er bagganum ekið á þann stað þar sem gjöfin skal fara fram. Hnífnum er síðan þrýst með vökvatjökkum niður í gegnum bakkann og sker hann í tvennt. Ágúst Schram hjá Vélum og þjónustu segir hníf þennan góða lausn á erfiðu vandamáli, en hingað til hafi það verið leyst með rafmagnshnífum, sem erfiðir hafa verið í með- ferð. Hann segir hnífinn verða á nokkuð hagstæðu verði, eða á bilinu 130-150 þúsund krónur, en þá á eftir að bæta virðis- aukaskatti við.- 200 fermetra bogaskemma (10x20 m) og 5 metra há kostar innan við 2 milljónir með stórri og lítilli hurð og gluggum. Leitið upplýsinga og tilboða. BÆNDUR OG VERKTAKAR: BOGASKEMMUR Höfum til afgreiðslu með stuttum fyrirvara bogaskemmur sem einnig má nota sem hlöður. Enga sérstaka þekkingu þarf til að reisa bogaskemmurnar, þar sem engin burðargrind er í þeim, en þær eru boltaðar saman. Einfalt er að flytja bogaskemmurnar frá einum stað til annars og halda þær því ávallt verðgildi sínu, þar sem engin rýrnun verður vegna niðurrifs eða við flutning. Garðasmiðjan Lyngás 15 • Pósthólf 240 • 210 Garðabæ Sími 565 3511 • Fax 565 1145 Kt. 150333 4909* Vsk. 45491 Guffen tankdreifararnir eru fáanlegir með 3-10.000 lítra tanki. Tankur- inn er byggður ofaná grind og er belgurinn úr sérstöku slitsterku stáli með Epoxy húðun. Formið á tanknum er trektlaga svo mykjan rennur alltaf fram að dælu. Dreifibreidd er 13 metrar. Flotmiklir hjólbarðar. Dæluþrýstingur er 3 kg. Eigum til afgreiðslu strax 6000 lítra tank en aðrar stærðir eru fáanlegar með stuttum fyrirvara. í VELAVER Lágmúla 7 - Pósthólf 8535 - 128 Reykjavík Sími: 588 2600 - Fax 588 2601 BÆNDUR Guffen tankdreifarar -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.