Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. maí 1996 5 Óskar Bergsson: Dagvistarmál í Reykjavík Vorið 1994 urðu þáttaskil í dagvistarmál- um Reykjavíkurborgar. Þó ekki séu nema rétt tvö ár síðan er rétt að minna á að þá bjuggu foreldrar barna á leikskólaaldri við afar ólíkar aðstæður. Einstæðir for- eldrar og námsmenn sátu einir að heils- dagsvistun hjá Dagvist barna en hjón áttu engan möguleika á slíku. Hjón og sambúðarfólk urðu því að leita sér ann- arra og dýrari leiða til að koma barni sínu á leikskóla allan daginn þar sem sveitar- félagið taldi sér ekki skylt að veita þá þjónustu. Sá kostur sem hjón höfðu voru því annarsvegar dagmóðir og hinsvegar einka- eða foreldrarekinn leikskóli. Verð- munurinn á þessum tveimur valkostum miðað við það sem einstæðir foreldrar voru að greiða fyrir pláss hjá Dagvist barna á þeim tíma gat verið allt að 22 þúsundum krónum á mánuði fyrir hvert barn. Þessu hefur nú verið breytt. Allir foreldrar með börn á leikskólaaldri sem eiga lögheimili í Reykjavík eiga rétt á heilsdagsvistun fyrir börn sín. Rekstrar- styrkir til einka- og foreldrarekinna leik- skóla hafa verið hækkaðir og komið hef- ur verið á niðurgreiðslum til hjóna sem kjósa aö hafa börn sín hjá dagmæðrum. Allir eiga því möguleika á mismunandi dagvistarúrræðum fyrir börn sín fyrir svipaða upphæð. Eitt aðalkosningaloforð Reykjavíkurl- istans var að leysa dagvistarvanda borg- arbúa og með það loforð að leiðarljósi var hafist handa við uppbyggingarstarf- ið. Á þeim tíma voru uppi ákveðnar efa- semdir og áhyggjur um ab þessum nýja meirihluta yrði svo mikið kappsmál að „loka" öll 6 mánaða börn og eldri inná stofnunum að engu yrði eirt. Byggt yrði svo mikið af leikskólum að ekki yrbi til starfsfólk til aö manna starfsemina, starf- semi dagmæðra yrði lögð í rúst og ab ekki yrði lengur rekstrargrundvöllur fyrir foreldra- og einkarekna leikskóla. Allar þessar efasemdir og áhyggjur hafa reynst ástæðulausar, enda kannski ekki djúpt hugsaðar, nema þá kannski í áróöurslegu tilliti. Leikskólauppbyggingin Strax sumarið 1994 var hafist handa við framkvæmdaáætlun fyrir leikskóla- uppbygginguna. Fyrsti liður í fram- kvæmdaáætluninni var hönnunarsamn- ingur við Albínu Thordarson, arkitekt, um hönnun á þremur 4ra deilda leikskól- um byggöum á verðlaunatillögum henn- ar frá 1989. Hefur sá fyrsti, Laufskálar við Laufrima, verið tekinn í notkun, annar í Laugarneshverfi verður tekinn í notkun í þessum mánuði en sá þriðji er ókominn ennþá vegna erfiðleika með lóðir í eldri borgarhlutum. Annar liður framkvæmdaáætlunarinn- ar var að finna lóðir í borginni undir leik- skóla og er skemmst frá því að segja að það hefur gengið illa. íbúar í eldri hverf- : um borgarinnar hafa eins og frægt er orðið, ekki tekið nýjum leik- skólum fagnandi í hverfið sitt. Enn er þó ^ verið að leita ab leik- skólalóðum í grónum hverfum því þörfin er brýn. Ein leib sem farin var er sú ab gerður var samningur milli Félags- stofnunar stúdenta og Dagvistar barna um byggingu leikskóla í sama húsnæði og nýjar stúdentaíbúðir rísa þannig að nýting lóðar er meb þeim hætti að þar er leikskólalóð á vinnutíma virka daga en um helgar er þetta fullkomin leikskóla- lóð opin fyrir íbúa. Þannig náðist hvoru tveggja, hagstæður samningur við stúd- enta og góð nýting lóðar í borgarhluta þar sem eftirspurn eftir leikskólarými er mikil en lóðir mjög af skornum skammti. Þriðji liöur framkvæmdaáætlunarinnar var að stækka leikskólana úr þremur deildum í fjórar. Var það gert í fullu sam- rábi við fagaðila og mælist vel fyrir þar sem því hefur verib vib komið. Var þaö verulega gób lausn að fjölga leikskóla- plássum við gömlu leikskólanna í öllu lóðahallærinu. Þessar viðbyggingar hafa flestar verið mjög hagkvæmur kostur bæði hvab varðar stofnkostnað og rekstr- arkostnað. Fjórði liður framkvæmdaáætlunarinn- ar var að yfirtaka skóladagheimilin frá Skólaskrifstofu eftir að heilsdagsskólan- um var komið á í öllum grunnskólum borgarinnar. Þar sem nábýli var á milli skóladagheimila og leikskóla hafa lóðir : verið sameinaðar og reksturinn færður undir einn leikskólastjóra. Annars stabar verða gömlu skóladagheimilin rekin sem sjálfstæðir leikskólar. Fimmti liður framkvæmdaáætlunar- innar var að finna gömul hús með stór- um garði í hverfum þar sem bygginga- lóðir eru engar en þörfin eftir dagvistar- rými hins vegar veruleg. Kaupin á Ás- mundarsal við Freyjugötu var liður í þessari áætlun en hætt var við rekstur leikskóla þar til að koma í veg fyrir „menningarsögulegt slys", ef skilja mátti rétt röksemdir þeirra sem voru á móti því aö leikskóli flytti í húsið. Sjötti liður framkvæmdaáætlunarinnar var að gera meiriháttar breytingar og endur- bætur á nokkrum gömlum leikskólum, s.s. eins og Laufásborg, Drafnarborg, Ásborg og Árborg svo einhverjir séu nefndir. í sumum tilfellum var verið að bæta starfsmannaað- stöðu og koma fyrir eldhúsi til þess að hægt væri að gefa börnunum hressingu. Annarsstaðar voru gerðar skipulagsbreytingar til þess að fjölga plássum og t.d. á Laufásborg voru gerðar nauðsynlegar endurbætur í frá- rennslis- og lagnamálum. Sjöundi liður framkvæmdaráætlunar- innar var síðan lokuð samkeppni um hönnun leikskóla. Höfundur verblauna- tillögunnar var Ingimundur Sveinsson arkitekt og mun sá skóli rísa í Borgar- holti. Eins og fram kemur hér að ofan er og hefur verib unnið með markvissum hætti að uppbyggingu leikskólaátaksins og er það nú að byrja að skila sér í auknu framboði á leikskólarými í borginni. Dagmæbur og einka- reknir leikskólar En eins og fram er komið hefur ekki einungis verið hugsað um það byggja leikskóla heldur hefur verið reynt að leita leiða til að nýta aðra dagvistunarmögu- leika. Samhliða leikskólum borgarinnar hafa um árabil verið starfræktir einka- og for- eldrareknir leikskólar og var til þeirra stofnað þegar hjón eða sambúöarfólk áttu engan möguleika á heilsdagspláss- um í leikskólum borgarinnar. Dagvist barna tryggir þessum leikskólum rekstr- argrundvöll með því að úthluta í upphafi ákveðnum stofnstyrk og síðan kemur til rekstrarstyrkur með hverju barni mánað- arlega. Skólarnir eru sumir reknir eftir ákvebnum hugmyndafræðilegum að- ferðum, aðrir reknir af trúarfélögum, enn aðrir í kringum vinnustaöi og svo mætti lengi telja. Þessir leikskólar hafa í flestum tilfellum reynst vel og hefur það verið stefna borgaryfirvalda að standa þannig við bakið á þeim að þeir standist saman- burð við leikskóla borgarinnar, bæði hvað varðar faglegt starf og eins í verb- samanburði. Með sambærilegum hætti kemur meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur til móts viö dagmæður og þá foreldra sem frekar kjósa að vista barnið sitt hjá dag- mæðrum. Þar eru greidd niður daggjöld vegna barna sem eru í daggæslu í heima- húsum og eiga lögheimili í Reykjavík. Niðurgreiðslan er ákveðið hlutfall af dvalargjaldi á leikskólum borgarinnar og miðast við allt að 9 klst vistun á dág og er þá um leið samanburðarhæft við gjald- skrá bæði einka- og foreldrareknu leik- skólanna og leikskóla borgarinnar. Meb þessu móti hefur tekist að jafna sam- keppnisstööu allra þeirra sem reka leik- skóla, auk þess sem leyst eru dagvistarúr- ræði foreldra barna á leikskólaaldri sem fram að þessu hafa búið við afar ójafnar aðstæður. Samráö og samstarf Á þeim tíma sem liðinn er frá sigri Reykjavíkurlistans í borgarsstjórnarkosn- ingunum 1994 hefur stjórn Dagvistar barna sett sér það markmið að vinna að lausn dagvistarvandans í sem nánustu samráði við alla sem að málinu koma hvort sem þab eru foreldrar barnanna, starfsfólk leikskólanna, starfsfólk stofn- unarinnar eða minnihluti D-listans. Þetta hefur gengið eftir og áfram verður haldið í átt bættri og réttlátari þjónustu við foreldra barna á leikskólaaldri. Höfundur er stjórnarmaður í Dagvist barna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.