Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. maí 1996 9 Fjölbreytileg dagskrá listviöburöa á Listahátíö í Reykjavík: Allt frá klassískum píanósnillingum til nakinnar dansmeyjar og margmiblunar Mibasala á 20 tónleika, 2 danssýningar, 3 leiksýning- ar, fjölleikahús, fjöllistasýn- ingu og ljóöakvöld hófst á degi verkalýösins í Upplýs- ingamiöstöö feröamála í Bankastræti. Þó nokkur áhugi viröist vera fyrir há- tíöinni og hafa m.a. borist fyrirspumir erlendis frá um einstaka viöburöi og þess má geta aö einn listunnandi var búinn aö taka frá miöa á alla 20 tónleika hátíöarinnar og eins víst aö hann fari ekki til Benídorm í sumar. Listahátíðin sem haldin er annað hvert ár spannar víð- feðmt svið að venju en auk þess sem áður er nefnt verða 25 myndlistarsýningar, nokkr- ir bókmenntaviðburðir og frumsýning á íslensku óper- unni Galdra-Loftur. Listahátíð stendur nú frá 1. júní til 2. júlí og munu margir góðir gestir sækja landið heim í tilefni hennar. Þegar rennt er yfir dagskrána er margt sem vekur athygli og auk vinsælla klassískra tón- leika og popptónleika eru inni á milli óvenjulegir viðburðir eins og t.d. miðnæturtónleikar Kanúkakvintetts Sverris Guð- jónssonar í Sundhöll Reykja- víkur. Tíminn hafði samband við Signýju Pálsdóttur, fram- kvæmdastjóra Listahátíðar, til að fá nánari útskýringar á dag- skrárliðum. 400 manna kór Fjögur hundruð manna kór, The World Festival Choir eða Heimskórinn, mun ásamt Sin- fóníuhljómsveit íslands og fjórum einsöngvurum flytja helstu perlur klassískra ópera í Laugardalshöllinni þann 8. júní. Einsöngvararnir fjórir eru Olga Romanko, Rannveig Fríða Bragadóttir, Keith Ikaia- Purdy og Dmitri Hvorostovsky sem þykir einn besti barítón- söngvari í heimi. Að sögn Sig- nýjar er Heimskórinn fyrir- brigði sem Norðmaður nokkur stofnaði fyrir um 12 árum en nú er kórinn með útibú í mörgum löndum. Kórar æfa í hverju landi fyrir sig en hittast svo reglulega og syngja saman á stórum tónleikum, kórinn taldi t.d. 4500 manns á tón- leikum í Albert Hall í London í fyrra. Oftast nær eru fengnir frægir söngvarar til að syngja með kórnum og hefur hann m.a. oft sungið með meistara Pavarotti. Vigdís forseti kvödd Eitt viðamesta atriðið á Listahátíð eru tónleikar með sinfóníuhljómsveit Vladimirs Ashkenazys, Deutsches Symp- honie Orchester-Berlin, sem Ashkenazy hefur að sögn Sig- nýjar gert að einni af bestu sinfóníuhljómsveitum í heimi. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að fá þessa hljómsveit hingað undir stjórn Ashkenazys á undan- förnum listahátíðum en aldrei tekist fyrr en nú og verða tón- leikarnir í Laugardalshöll á kjördegi, þann 29. júní kl. 16 þegar íslendingar kjósa sér nýjan forseta. „Tónleikarnir verða um miðjan dag og verða til heiðurs Vigdísi Finnboga- dóttur en hún hefur verið verndari hátíðarinnar frá 1982 og okkur langaði til að kveðja hana á glæsilegan hátt." Píanósnillingur „Það sem mest hefur verib Signý segir þennan hóp lista- manna vera einn fárra sem enn heldur til í vögnunum en hópurinn býr í sígaunavögn- unum allt sumarið. „Sirkusar hafa verið að koma inn á lista- hátíðir upp á síðkastið sem áb- ur þótti kannski of alþýðleg og frumstæð skemmtun til að fara á slíkar hátíðir," segir Sig- ný og bætir því við að þessi sir- kus starfi í anda gamallar leik- húshefðar. spurt um bæði hér og erlendis frá eru tónleikar mesta píanó- snillings í heiminum í dag, Evgení Kissin," segir Signý en Evgení var undrabarn og var byrjabur að spila á píanó tveggja ára gamall. Þegar hann mætti í sína fyrstu kennslu- stund í píanóleik við Tónlist- arháskólann í Moskvu, þá sex ára gamall, spilaði hann Hnotubrjótinn utan að enda ólæs á nótur. „Það fæðast bara einn eða tveir svona á öld." Evgení var farinn að leika opinberlega 10 ára gamall og er nú 25 ára og nokkurs konar ídol í augum yngri píanóleik- ara. „Hann þykir mjög glæsi- legur og skemmtilegur á sviði og það var mikið happ að fá hann," segir Signý. Listrænn sirkus Ótrúlegt en satt, það verður sirkus á Listahátíð. Sett verður upp sirkustjald í Hljómskála- garðinum með skjaldborg gamalla sígaunavagna þar sem lítill sirkus, rekinn af sígauna- fjölskyldu, sýnir listir sínar í eina viku, 11.-16. júní. Circus Ronaldo er belgískur og ferðast öll sumur um Belgíu og nágrannalöndin í vögnun- um sínum og sýnir listir sínar. Forfaðir núverandi sirkus- stjóra ferðaðist með sirkus sinn um heiminn á síðustu öld. Á þeim ferðalögum kynntist hann frægum leik- hússtjóra og leikkonu. Þau felldu hugi saman þannig að sirkusinn breyttist og varb að eins konar leikhússirkus. Þannig varð Circus Ronaldo til en hann sker sig nokkuð úr öðrum sirkusum að því leyti að hann heldur ekki dýr held- ur einbeitir sér að leikhúslist- um og fjölleikabrögðum, vill ekki auglýsa sig og byggir tölu- vert á leiklistarhefðinni Commedia del Arte. Margmiblunarnektar- dans Eitt af því sem grípur athygli manns vib lestur dagskrárinn- ar er atriði sem kallab er marg- miðlunarsýning og er flutt af bandarískri dansmær, Maure- en Fleming, sem Signý segir vera „mjög spes", og félögum hennar í EROS. Leikhópurinn samanstendur af aðstoðarleik- stjóra, sviðshönnuði, ljósa- hönnuði, hljóðhönnuði og kvikmyndagerðarmanni. Sýningin fer þannig fram að Maureen dansar í rými þar sem varpað er inn myndum á tjald og textum eftir verð- launaskáldið David Henry Hwang. Annars segir Signý nánast ógjörning að lýsa þess- um sýningum en þær þyki af- skaplega áhrifamiklar. „En það merkilegasta við þetta er nú hún sjálf. Hún dansar nánast nakin eins kon- ar blöndu af ljóðrænum nú- tímadansi og hefðbundnum japönskum butoh dansi og er ótrúlega liðug, nánast eins og liðamótalaus." Maureen er bandarísk en fædd í Japan. Hún lærði klass- ískan dans í Bandaríkjunum og síðar japanskan butoh dans undir handleiðslu frægustu butoh dansara heims. „Reynd- ar fengum við sýnishorn af þessu á listahátíð fyrir nokkuð mörgum árum og var kallað Maðurinn með typpið af gár- ungunum. Það var maður sem dansaði nakinn, hvítmálaður, niðri á torgi. Hann þykir einn merkilegasti fulltrúi þessarar hefðar og hérna hlógu allir að honum," sagði Signý hlæj- andi. Verkið sem sýnt verður hér segir Fleming að hafi verið í þróun frá því að hún var barn. Hún segir ab rekja megi dans- þörf sína til slyss sem hún varð fyrir á öðru ári og slasaðist á hrygg. Viðbrögb líkamans við slysinu hafi verið dansþörfin og þannig þróaðist þessi sér- stæði stíll hennar sem ein- kennist af hægum og fallegum hreyfingum. Óvanalegt er að frumsamin íslensk ballettverk séu sótt í ís- lenskar miðaldabókmenntir en slíkt verk verður frumsýnt þann 4. júní í Borgarleikhús- inu á Listahátíð. Sigurjón Jó- hannsson, leikmyndahönnuð- ur, var lengi búinn að fóstra með sér hugmynd um að gera sviðsverk úr sögu Guömundar góða eftir Arngrím ábóta í Þingeyrarklaustri þegar hann tók að semja þetta verk ásamt Nönnu Ólafsdóttur. Tónlistin verður eftir Jón Leifs og Franc- es Poulenc og hefur verkið hlotiö heitið Féhirzla vors herra og verður sýnt af ís- lenska dansflokkinum. Sýn- ingin fjallar um Guðmund í biskupstíð hans og þann ófrið sem skapaðist um vígslu hans til Hóla í Hjaltadal árið 1202 en hann átti erfitt með að lúta almennum leikreglum sem höfðingjum þjóðveldisins voru settar vegna lífssýnar sinnar. List fyrir börn í Borgarleikhúsinu verður einnig frumsýnd barnaleik- sýningin Gulltáraþöll þann 22. júní. í leiksýningunni má sjá afrakstur af annars vegar spunavinnu leikaranna og hins vegar abferðum sem sótt- ar eru í smiðju austur-evr- ópskrar brúðuleikhúshefðar en sagnaefnið mun hins vegar komið úr íslenskum þjóðsög- um. Helga Arnalds sér um leik- mynd og brúður, Ása Hlín Svavarsdóttir leikstýrir, Gunn- ar Gunnarsson skrifaði hand- ritið en Eyþór Arnalds semur tónlist. Eltthvab fyrir alla Eins og lesa má hér verður dagskráin afskaplega fjölbreytt og ansi margir ættu að geta fundið eitthvað sér til skemmtunar á Listahátíö í júnímánuði. Þeir sem gefa meira fyrir rokk 20. aldar en dægurlagamúsík 17. og 18. aldar fá nú tækifæri til að berja goðið David Bowie augum og fer nú hver að verða síðastur til að ná sér í miða á tónleika hans í Laugardalshöllinni þann 20. júní. Daginn eftir ætlar Björk víst að halda „al- vöru" tónleika á heimsvísu í þeirri sömu höll en 2. júlí mun hljómsveitin PULP þenja sig á sviði hallarinnar en hún kun nú vera komin í hóp vinsæl- ustu hljómsveita yngri kyn- slóðarinnar, þeirra OASIS og BLUR. Þar sem samtíningurinn hér er fjarri því ab vera tæmandi er fólki bent á að ná sér í dagskrá Listahátíðar sem kemur út á allra næstu dögum. -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.