Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 4. maí 1996 Hagvrðingaþáttur Það er mál manna að hálfgert öngþveiti ríki í herbúð- um Alþýðubandalagsins eftir að í ljós kom að per- sónufylgi forsetaframbjóðandans Ólafs Ragnars Grímssonar er ríflega tvöfalt meira en fylgi Alþýðu- bandalagsins. Þá mun það heldur ekki vera til að kæta Svavarsarminn að flokkurinn mælist með til- tölulega lítið fylgi þrátt fyrir að vera í stjórnarand- stöðu, á meðan Jón Baldvin og Alþýðuflokkurinn bæta sig. En þetta var formáli að mikilli ólukku. Hann Kári okkar Arnórsson varð fyrir því að detta af baki hests síns. Árni Gunnarsson orti þá þessa limru í orðastað vinar síns og fyrrum vinnufélaga: Illa er akurinn sprottinn. Það er erfitt að skilja þig, Drottinn. Karlinn í brúnni hann kastaði trúnni og Kári er afbaki dottinn. Jafnan höfum við Mörlandar viljað tolla í tískunni og apa eftir frændum okkar Dönum, að ekki sé talað um Breta og Kana. Látum ekki deigan síga í því efni, seg- ir Búi og sendir frá sér þetta: Tíðarandi breyskur brenglar bandittanna hjólasveit. Viti firrtir Vítisenglar vaða fram í dönskum reit. Okkur vantar vissulega vitlaus mótorhjólafrík. Apaketti allra vega, ekki síst í Reykjavík. Svo að mœlir metist fullur, máttu líka flytja inn djöflarokk og boltabullur og brennuvarga — Kölski minn. Bóndi einn í Skálholtsvík í Hrútafirði, Jón Þórðarson, átti það einstaka sinnum til að fá sér neðan í því inni á Borðeyri fyrr á öldinni, og kom þá kátur heim. Jón átti gott með að setja saman bögur og gagnrýndi þá sjálfan sig, enda þótt hann væri hinn mesti sóma- maður. Þessi varð fleyg: Þarna ríður þessi Jón, þekktur í Hrútafirði. Stundum maður, stundum flón, stundum einskis virði. Sonardóttir Jóns, Sigríður Jóhannesdóttir, sem býr í Reykjavík, hefur lagt gjörva hönd á margt um langa ævi. Henni kippir í kyniö og á létt með vísnagerð. Einhverju sinni þegar hún var að dreifa Þjóðviljan- um, sem hún hafði í miklum metum, varð henni að orði: Til kaupendanna flýti fór, fáum mun éggleyma. Þeir borga mér með bros á vör, bara ef þeir eru heima. Og ritstjóri þessa ágæta blaðs, Jón Kristjánsson, fær senda eftirfarandi pillu: Jón Kr. er með kjaftinn fyrir neðan nefið, kveður vísurpm allt og alla. En upp á síðkastið hefur mér ekkert verið um hann gefið, hann talar bara um fjárlagahalla. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Ánœgjulegt aö megrunarœöiö skuli ekki alveg hafa tröllriöiö þjóö- inni, en: Ottast þessa gífurlega auknu gosdrykkjaneyslu Aö íslendingar, bæði ungir og miöaldra og bæöi karlar og kon- ur, hafi jafnaðarlega þyngst um 3 til 5 kíló á umliðnum áratug (1983-1993) var meðal þess sem vakti athygli í niðurstöðum Monika-rannsóknar Hjarta- verndar um áhættuþætti krans- æðasjúkdóma. Þessi niðurstaða kom m.a. á óvart í ljósi þeirrar gífurlegu áherslu sem lögð hef- ur verið á alls konar líkamsrækt, leikfimi og fitubrennslu, undra- kúra, fitu- og sykurskertar mat- vörur og drykki. Og kannski síð- ast en ekki síst tísku sem gert hefur óvenju miklar kröfur um granna líkama. En sá sem þyng- ist um 3-5 kíló þarf t.d. að fá sér númeri stærri föt en áður. Ýms- um þykir forvitnilegt að heyra hvort Heiðari snyrti þyki þetta ekki hroðaleg þróun? Heiöar: í rauninni jú og í rauninni nei. Málið er það, að orsakirnar fyrir þessu eru þær að við borðum of mikið og að við borðum að mörgu leyti þann sama mat og við neyttum þegar við hreyfðum okkur meira og þurftum að hafa meira fyrir líf- inu. Þannig að það gefur vitan- lega augaleið, að þegar fólk breytir ekki mataræði sínu í takt viö það hóglífi, sem það hefur tamið sér í stöðugt vaxandi mæli, þá er ekkert skrýtið þótt það þyngist í því pundið. Mér finnst aftur á móti ánægjulegt að þetta megrunar- æði hafi ekki tröllriðið þjóðinni verr en svo, að hún þyngist þrátt fyrir það. Mér finnst það raunar ljósi punkturinn. Eins og hjarta okkar uni illa hóglífinu En heilsufarslega er aftur á móti eins og hjartað svari ekki vel þessu hóglífi. Það virðist ekki fá þá þjálfun sem þessi vöðvi nauðsynlega þarfnast. Það er eins og fólk þoli minna og finni fyrr fyrir hjartanu. Og ég held að það hljóti að vera sambland af því að fólk reynir minna á sig samhliða því að það borðar meiri og óhollari mat, sem það brennir svo síður en áður. Við erum þannig að mörgu leyti það sem við látum ofan í okkur, þó að ekki vilji ég nú Heiöar Jónsson, snyrtir svarar spurningum lesenda segja að það sé algilt. Auðvitað hljótum við einnig að vera það sem við lesum og lærum. Þamba gosdrykki í lítratali yfir daginn En ég held samt að íslending- ar þurfi alvarlega að fara að at- huga betur sinn gang með það hvað þeir láta ofan í sig. Ekki hvað síst er ég afar hræddur um áhrif hinnar stórauknu gos- drykkjaneyslu, með því gífur- lega sykurmagni sem þeir drykkir innihalda. Hér labbar um ungt og fagurt fólk út um allar götur, sem virðist margt hvert passa sig að borða hollan og góðan mat, en drekkur síðan gosdrykki í lítratali yfir daginn. Það hlýtur að hafa áhrif á holda- farið — ekki síður en þótt það hámaði í sig hvalspik í tvo-þrjá mata á dag — að hlaða á sig þessum gegndarlausa sykri og óhollustu. Þessum hugsunarhætti þarf fólk að breyta. Maður sér þetta alls staðar, einnig á stöðum sem selja hollan og góðan mat. Þar situr fólk með holla og góða grænmetisrétti fyrir framan sig, en síðan gríðarstórt gosglas fullt af sykurleðju við hliðina. Þetta er hlutur sem fólk þarf ab hugsa betur út í, bæði gagnvart hjart- anu sínu og útliti sínu. Ekki hugsa of mikib um kílóin, heldur hvar og hvernig þau sitja Persónulega predika ég það aftur á móti fyrir fólki að hugsa ekki of mikið um kílóin, heldur að rækta líkamann og stunda líkamsrækt — og þar verður hver og einn að velja hvers kon- ar líkamsrækt þab er — til þess að kílóin séu nokkuð þétt og sitji á réttum stöðum á líkaman- um. Ég held að það sé kannski ekkert óskaplega óhollt þótt maður þyngist um 3-4 kíló, ef þessi kíló eru á réttum stöðum og í góðri þjálfun. Því þótt ég sé enginn heilsu- sérfræðingur, þá tel ég það liggja í augum uppi að hjartað okkar er vöðvi, sem þarf hreyf- ingu og áreynslu eins og aörir vöðvar, til að verða ekki slappt og ónýtt. Það hlýtur því að veikja hjartað ab lifa í hóglífi, hreyfa sig lítið, reyna ekkert á sig, anda ekki að sér frísku lofti, hlaupa aldrei og lyfta aldrei neinu. Slíkt hlýtur að veikja hjartavöðvann eins og aðra vöðva líkamans; og þá er vob-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.