Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. maí 1996 11 Höfn-Þríhyrningur. Hreppsnefnd talaöi um ab fyrirtœkib mundi hafa verra af. Gestur Hjaltason: Þetta vora ekki hótanir Miklar breytingar eru fram- undan hjá Höfn-Þríhyrningi hf. Ekki eru menn eystra þó á eitt sáttir um þessar breyting- ar og jafnvel voru orh hrepps- nefndar í Þykkvabæ túlkuö svo aö hún heföi í hótunum þegar hún mótmælti upp- sögnum starfsfólks, og sagði aö „fyrirtækið muni nú hafa verra af" vegna uppsagnanna. Gestur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Hafnar- Þrí- hymings, leggur þessi orö ekki út á þennan veg og gæti hann ekkert slíkt staöfest. „Viö ræddum málin og vor- um í miklu samstarfi við sveitar- stjórnirnar í Rangárvallahreppi og eins í Djúpárhreppi, því þarna eru breytingar á ferðinni. Við erum að leggja niður kjö- tvinnsluna í Þykkvabænum, jafnframt stefnum við að því að færa alla sauðfjárslátrun frá Sel- fossi í Þykkvabæinn, þannig að þar eykst verulega slátrun," sagði Gestur. Hann sagði að Fjölskylduhátíb vib Laugardalslaug: Fegurbardísir í rússíbanann Sauðfjárveikivarnir gæfu út leyfi fyrir að færa fé úr Árnessýslu yf- ir í Rangárvallasýslu. Það leyfi væri enn ekki í höfn en unnið að því að útvega það. Gestur sagði að skrifstofuhald fyrirtækisins hefði verið á tveim stöðum, á Selfossi og Hellu, sem væri hið sérkennilegasta ástand, framkvæmdastjórinn á Selfossi, en bókhald og fjármálastjórn á Hellu. Rætt hefði verið við sveit- arstjórnir um sameiningu skrif- stofanna og málin rædd fram og til baka, hvort skrifstofur yrðu í einu lagi á Hellu eða á Selfossi. „Auðvitað viljum við hafa gott samstarf við sveitarstjórn- irnar, sem eru hluthafar í fyrir- tækinu. Því var þetta rætt fram og til baka. Sé það túlkað sem einhverjar hótanir eða annað, þá er það algjör misskilningur. Eg held að þetta sé allt gert í góðum sáttum, þótt menn séu mismunandi ánægðir með að fækka störfum tímabundið á Hellu,"sagði Gestur Hjaltason í gær. „En við höfum jú líka fært stórgripaslátrun frá Selfossi til Hellu, þannig að þegar þetta er allt lagt saman þá hallar eflaust ekki á neinn. Okkar sjónarmið er það að þetta er eitt fyrirtæki en ekki mörg og við verðum að vera með okkar rekstur þar sem hagkvæmnin er mest." -fBP Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaöur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Edward Möller, formaöur Sambands grcenlenskra sveitarfélaga, undirrita samkomulagiö. Bak viö þá standa Unnar Stefánsson ritstjóri Sveitarstjórnar- mála, Þóröur Skúlason, framkvœmdastjóri, og Björn Brieghel, lögfræöingur grœnlenska sambandsins. Ljósmynd Cunnar C. Vigfússon Grœnlensk og íslensk sveitarfélög: Efna til aukinnar samvinnu og samstarfs Sveitarfélög á íslandi og í Græn- landi hafa ákveðið aö auka samstarf sín á milli. í formleg- um samstarfssamningi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og samsvarandi samtök á Græn- landi er gert ráð fyrir auknum vinabæjatengslum milli land- anna, en í dag eru gagnkvæmir vinabæir átta talsins. Ennfrem- ur á aö vinna aö samstarfi í menningarmálum, einkum milli skóla í íþróttum. Þá samþykkja samböndin að vinna að betri samgöngum milli landanna. Einnig að taka upp samstarf um fræðslustarf í þágu kjörinna sveitarstjórnarmanna og starfsfólks sveitarfélaga. Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga mun þiggja boð um að sitja ársfund hins grænlenska sambands sveit- arfélaga í næstu viku. -JBP Sparisjóbirnir hafa greitt ncer 60% allra tekju- og eignaskatta innlánsstofnana á áratugnum Greitt 74 sinnum hærri skatta en íslandsbanki Nýjasta leiktækið í borginni, hermirinn viö Laugardalslaug kostaði 25 milljónir króna hingað kominn. Framleiöand- inn er Thompson-stórfyrirtæk- iö í Frakklandi. Efnt verður til fjölskylduhátíöar viö herminn og hann formlega tekinn í notkun kl. 14 í dag. Tölvuteiknaði rússíbaninn freistar margra og þar hefur ver- ið mikið um að vera undanfarna daga. Farið er í tölvuferðalag með „rússíbananum" um Grand Canyon, gljúfrin miklu í Kletta- fjöllum Bandaríkjanna. Þá er far- ið á skíðum niður frönsku Alp- ana, eða ferðast með kappakst- ursbíl á 340 kílómetra hraða. Á fjölskylduhátíð í tilefni komu tækisins verður opnunar- dagskrá í dag. Þar mun Gunn- laugur Helgason kynna skemmtidagskrána. Allar stúlk- urnar í Fegurðarsamkeppni ís- lands koma fram, Sniglabandið leikur, og Örn Árnason bregður sér í líki Boga róna, óperusöngv- arans, Afa og fleiri góðra. Boðið er upp á hressingu og SS pylsur verða á tilboðsverði. Ókeypis er á fjölskylduhátíðina, en salíbun- an kostar 300 krónur. -JBP Af þeim rösklega 2.140 millj- ónum króna sem ríkissjóöur fékk í tekju- og eignaskatt frá innlánstofnunum árin 1990-1995 hafa sparisjóðirn- ir greitt hátt í 60% en viö- skiptabankamir aöeins rúm- lega 40%. Sparisjóðirnir hafa til dæmis greitt 75-sinnum meiri skatta á þessu árabili heldur en íslandsbanki, eöa 1.275 milljónir á sama tíma og íslandsbanki greiddi 17 milljónir í skatta. Hlutfall sparisjóðanna í inn- lánum og útlánum hefur vax- ið verulega á síðustu árum og var um síðustu áramót orðið svipað og hjá íslandsbanka. Á aðalfundi SPRON sem haldinn var nýlega kom fram að áriö 1995 var sparisjóðunum afar hagstætt. Heildarinnlán og verðbréfaútgáfa SPRON, sem er stærsti sparisjóður landsins, jukust um 28% á árinu og námu 10 milljörðum króna í árslok, á sama tíma og meðal- talsaukning banka og spari- sjóða var aðeins tæplega 4%. Hlutfall sparisjóðsins af heild- arinnlánum innlánsstofnana óx því úr 4,4% í 5,3% milli ára. En hlutfallið af heildar- innlánum og verðbréfaútgáfu sparisjóða jókst í nærri 24%. Heildarútlán SPRON jukust um 20% í fyrra í rúmlega 9,1 milljarð í árslok. Hlutur fyrir- tækja í útlánum sparisjóðsins hefur farið hraðvaxandi og er nú kominn í um 50%, en tæp- lega 38% útlánanna er til ein- staklinga. Nærri 189 milljóna hagnað- ur, fyrir skatta, varð af rekstri SPRON í fyrra, rúmlega tvöfalt meiri en árið áður. Þar af er áætlað er að ríkið fái í sinn hlut tæplega 73 milljónir í tekju- og eignaskatt. Megin- ástæða aukins hagnaðar felst í minni útlánaafskriftum og auknum umsvifum. Um 24 milljónir voru lagðar í afskrift- arreikning útlána á árinu, samanborið við 69 milljónir árið áður. Á afskriftareikningi standa nú 204 milljónir (2,6% útlána og ábyrgða). ■ Áœtlab ab vinnuafl aukist um 9.200 manns frá 1995 til aldamóta: Viðbótarvinnuafl til aldamóta 40-60 ára fólk Allur viðbótarmannafli á ís- lenska vinnumarkaönum til aldamóta veröur fólk á fimmtugs- og sextugsaldri sem fjölgar um hátt í fimmt- ung. Samkvæmt framreikn- ingi Hagstofunnar er áætlaö aö vinnuafli muni fjölga um 9.200 manns frá árinu 1995 til ársins 2000. En allt þetta nýja vinnuafl verður á aldrinum 40 til 60 ára. Mest fjölgar vinnuafli á sextugsaldri, eða um rúmlega fjórðung á þessum fimm ár- um, þannig að spurning er hvort ráðningarstofur verði kannski að endurskoða vinnu- reglur sínar. Bæði vinnuafli undir fertugu og yfir sextugt mun hins vegar fremur fækka en fjölga til aldamótanna. Vinnuafl í landinu var talið um 147.700 á síðasta ári, en samkvæmt framreikningi fjölgar því í 156.900 til ársins 2000. í grófum dráttum er og verður aldursskiptingin þann- ig: Breyting vinnuaflsins til 2000 Aldur: 1995: 2000: 16-39 ára 77.600 77.400 40-59 ára 53.500 63.100 60-74 ára 16.600 16.400 Gangi þetta eftir mun fólki á fimmtugs- og sextugsaldri sem vill vinnu fjölga um 9.600 manns, eða 18% til aldamót- anna. En í öllum öðrum aldurs- hópum breytist fjöldinn nánast ekki neitt á þessum árum. Lítum við hins vegar áratug fram í tímann verður fjölgunin hlutfallslega mest í hópi 50-64 ára. Frá 1995 til 2005 fjölgar fólki á þessum aldri á vinnu- markaði úr 29 þúsund í 40.600 eða um rúmlega 40%. Vinnuafl undir fertugu verður þá aftur á móti um 1.300 færra en nú. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.