Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 4. maí 1996 í gær frumsýndu Sambíóin nýj- ustu mynd Astralans Bruce Ber- esford, Last Dance, en hún skartar stórstjörnunni Sharon Stone í aðalhlutverkinu. Það merkilega við þessa frumsýn- ingu er aö hún er samdægurs þeirri í Bandaríkjunum og má því segja að um heimsfrumsýn- ingu sé að ræða en það er ekki á hverjum degi sem slíkt gerist á íslandi. Samkvæmt Bjarna Hauki Þórs- syni, starfsmanni Sambíóanna, náðust mjög hagstæðir samningar við Disney, sem á Touchstone-fyr- irtækið, framleiðanda myndar- innar, sem urðu til þess að ákveð- ið var að frumsýna Last Dance samdægurs á íslandi og í Banda- ríkjunum Það er reyndar nokkuð skondið að fyrir aðeins tveimur vikum síð- an frumsýndu Sambíóin einnig síðustu mynd Bruce Beresfords, Silent Fall. Hann á annars langan feril að baki sem leikstjóri og eftir hann liggja nokkrar gæðamyndir eins og Breaker Morant, Tender Mercies, Black Robe og Óskars- verðlaunamyndin Driving Miss Daisy. Beresford leikstýrir Sharon Stone í Last Dance en hún leikur þar Cindy Liggett sem hefur í 12 ár beðið þess að dauðadómi yfir henni verði fullnægt. Þótt hún sé Astralinn Bruce Beresford leikstýrir Last Dance. óumdeilanlega sek um glæp telur lögfræðingurinn Rick Hayes, sem Rob Morrow leikur, hana ekki verðskulda dauðadóminn. Hann reynir að fá honum aflétt en það er síður en svo þrautalaust því málið er stórpólitískt og dögum Cindy Liggett fer fækkandi þann- ig að tíminn er naumur. Það er af sem áður var á ferli Sharon Stone sem leikkonu en hún varb heimsfræg fyrir hlutverk sitt í Basic Instinct, aballega fyrir KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON að bera á sér kroppinn. Fleiri slík hlutverk fylgdu í kjölfarið, m.a. í hinni ömurlegu The Specialist og Sliver, en hún sýndi eftirminni- lega hvað í sér bjó í mynd Martins Scorsese, Casino, og hlaut tilnefn- ingu til Óskarsverðlauna fyrir vik- Framtíð Evrópu - nýsköpun sem vopn í samkeppni Ráðstefna um „grænbók“ framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á sviði nýsköpunar Scandic Hótel Loftleiðir mánudaginn 6. maí 1996, kl. 8.30 -17.00 Framkvæmdastjóm Evrópusambandsins gengst fyrir ráðstefnu um nýsköpun og samkeppnishæfni Evrópu gagnvart Asíu og Bandaríkjunum og stöðu íslands í því samhengi. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Rannsóknarráð íslands, Útflutningsráð íslands og iðnaðarráðuneytið. Markmið ráðstefnunnar er að kynna „grænbók" framkvæmdastjómar Evrópusambandsins á sviði nýsköpunar og livetja til umræðu um skilyrði nýsköpunar og tillögur til úrbóta sem fram koma í bókinni. Ráðstefnan er opin öllum þeim sem hafa áhuga á að móta nýsköpunarstefnu framtíðarinnar og vilja stuðla að samkeppnishæfu atvinnulífi á Islandi. Dagskrá: Ávarp viðskipta- og iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar. Dr. Constant Gitzinger fulltrúi framkvæmdastjómar Evrópusambandsirls kynnir „grænbókina“. Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs Islands fjallar um stöðu nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Starf í vinnuhópum: Vinnuhópur I: Að beina rannsóknarstarfi að nýsköpun. Vinnuhópur II: Að virkja mannauð í þágu nýsköpunar. Vinnuhópur III: Að bæta skilyrði fyrir fjármögnun nýsköpunar. Vinnuhópur IV: Að bæta umhverfl nýsköpunar á sviði laga og reglugerða. Vinnuhópur V: Að hvetja til nýsköpunar og nýtingar á nýrri tækni meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sérstaklega svæðisbundið. Aðlaga hlutverk og aðferðir opinberra aðgerða varðandi nýsköpun. Matarhlé Niðurstöður starfsins í vinnuhópum kynntar Ellen DeCeneres og Bill Pullman leika aöalhlutverkin í Hr. Clataöur (Mr. Wrong). Frekar glötuö frui ið. Sharon Stone náði þar að skapa sér nafn sem alvarleg leik- kona en hlutverk hennar í Last Dance verður líklega að teljast hennar erfiöasta til þessa. Ef Stone kemst vel frá því má segja að allir vegir standi henni opnir. Hitt aðalhlutverkið er í hönd- um Robs Morrow en hann komst fyrst til metorða fyrir leik sinn í hinum einkennilegu sjónvarps- þáttum Á Norðurslóðum sem sýndir voru á Stöð 2. Fyrsta kvik- myndahlutverkið kom síðan í stórmynd Roberts Redfords, Quiz Show, en hann lék einnig lög- fræðing í henni. Það eru síðan Randy Quaid, Pet- er Gallagher og Jack Thompson sem skipa helstu aukahlutverkin en Quaid er sjálfsagt þeirra þekkt- astur, aðallega fyrir oft á tíðum frábæran gamanleik í til ab mynda Quick Change og Nation- al Lampoon's Christmas Vacati- on. Hann hlaut annars Golden Globe-verðlaun fyrir túlkun sína á Lyndon B. Johnson, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í sjónvarps- mynd sem bar nafnið LBJ: The Early Years. Það er eins og ábur sagði sjald- gæft að myndir séu frumsýndar á Islandi og Bandaríkjunum á sama tíma en Sambíóin hafa þó öbru hvoru í gegnum tíbina náð slík- um samningum. Vonandi verður framhald á því. ■ Umræður um niðurstöðumar Fundarlok Ráðstefnustjóri er Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands. Þátttaka tilkynnist til Rannsóknarráðs íslands í sfma 562 1320. Þátttakendum verður send „græn- bókin“ og önnur fundargögn. Óskað er eftir því að menn geti þess við skráningu í hvaða vinnuhópi þeir liafi áhuga á að taka þátt. Þátttakendur geta sent skriflegar athugasemdir við „grænbókina“ til Rannsóknarráðs íslands og verða þær ræddar í vinnuhópunuin. Rannsóknarráð íslands hefur opnað upplýsingamiðstöð fyrir þá sem óska frekari upplýsinga um „grænbókina" eða ráðstefnuna. Hr. Glataður (Mr. Wrong) ★ Handrit: Chris Matheson, Kerry Ehrin og Craig Munson Leikstjóri: Nick Castle Abalhlutverk: Ellen DeGeneres, Bill Pull- man, joan Cusack, john Livingston, joan Plowright og Dean Stockwell Sagabíó. Öllum leyfb Sjónvarpsstjarnan Ellen De- Generes er hér í sínu fyrsta að- alhlutverki í kvikmynd en áhorfendur Stöðvar tvö kann- ast við hana úr gamanmynda- þáttunum Ellen. Það verður að segjast eins og er að fyrsta til- raun hennar er ansi mislukk- uð. Hún leikur svipaða persónu og í þáttunum, einhleypa konu í ágætu starfi, Mörthu Alston, en foreldrar hennar eru farnir að örvænta um að hún gangi nokkurn tímann út. Þá birtist Whitman Crawford (Pullman), fjárfestir og skáld, sem í fyrstu virðist drauma- prinsinn holdi klæddur. Hann heillar Mörthu upp úr skónum og foreldrana líka en fljótlega kemur þó í ljós að það vantar allmargar blaðsíður í mann- inn. Það sem verra er, hann tekur uppsögninni sem fylgir í kjölfarið bara alls ekki og tekur til við að rústa lífi Mörthu, allt / t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.