Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. maí 1996 13 tnraun hjá Ellen til að fá hana upp að altarinu. Þótt efniviðurinn sé ekki sá frumlegasti hefði sjálfsagt ver- ið hægt að gera ágætis gaman- mynd úr honum. Það tekst bara einfaldlega ekki. Það er frekar fátt sem nær að koma brosi af stað, kannski helst einstaka atriði með Bill Pull- man, þeim frambærilega leik- ara, sem þó virðist ekki finna sig þegar á heildina er litið. Handritið er nú líka frekar ein- kennilegt með nokkrum pín- lega ófyndnum atriðum og það er stór galli að Martha virðist nær eina persónan sem er með heilann í lagi. Allir aðr- ir eru a.m.k. mjög skrítnir ef ekki snargeðveikir. Þetta gerir það að verkum að sá litli trú- verðugleiki sem myndir af þessu tagi verða af hafa er ekki til staðar. Það er þó verra að hlutirnir eru yfirleitt ekkert fyndnir en það hefur löngum þótt gott þegar um gaman- myndir er að ræða. Leikararnir eru frekar slappir enda kannski ekki við öðru að búast. Ellen DeGeneres er ágæt gamanleikkona en vonandi er fall fararheill hjá henni. ■ KVIKMYNDIR . . . KVIKMYNDIR . . . KV9KMYNDIR . . . Er fall fararheill? Hatur (La Haine) ★★★ Handrit og leikstjórn: Mathieu Kassovitz Aöalhlutverk: Vincent Cassel, Hubert Ko- unde, Said Taghmaoui, Karim Belk- hadra, Edouard Montoute, Francois Le- vantal og Marc Duret Háskólabíó Bönnub innan 14 ára Það er döpur og oft skelfileg mynd sem Mathieu Kassovitz dregur upp af lífi þriggja ung- menna í fátækrahverfi í Parísar- borg. Samskipti ólíkra kynþátta er í brennidepli og hann líkir þeim við mann sem fellur nið- ur af háhýsi og endurtekur í sí- fellu við sjálfan sig á leiðinni niður: „Enn þá er allt í lagi". Þótt hlutirnir séu í lagi á leið- inni niður eru afleiðingar lend- ingarinnar óhjákvæmilegar. Aðalpersónurnar eru þrír vin- ir, gyðingurinn Vincent, blökkumaðurinn Hubert og Arabinn Said. í upphafi sög- unnar eru uppþot nýafstaöin vegna barsmíða lögreglumanns á vini þeirra sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir yfir- heyrslur. Vincent og Hubert eru gerendur á sinn ólíka hátt því sá fyrrnefndi vill leita hefnda og drepa lögreglumann eftir að hann finnur byssu en sá síöar- nefndi vill ekki heyra það nefnt og virðist sá skynsami af þre- menningunum. Said er síðan mitt á milli og veit varla hvor- um þeirra hann á að fylgja að málum. Myndin gerist á einum sólarhring og lýsir ævintýrum og ógöngum sem þeir lenda í á þessum stutta tíma. Myndin er tekin í svart-hvítu og virkar að mörgu leyti eins og heimildarmynd sem ljær henni vissan trúveröugleika. Aðstæð- ur og samskipti kynþáttanna eru í forgrunni en sameiningar- tákn allra er hatur á lögregl- unni sem reynir af veikum mætti ab ná tökum á ástandinu en starfsmenn hennar eru mis- jafnir eins og gengur. Það er síðan nokkuð skondið að vin- irnir þrír skuli vera af ólíkum kynþáttum, sem allir hafa orðið að þola mikið óréttlæti í gegn- um tíðina. Samskipti þeirra innbyrðis koma kynþáttum ekkert við og persónuleikar þeirra eru umfram allt mótabir af nöturlegu líferni og fátækt. Þeir eru hvort sem er allir jafnir fyrir skallabullunum. Þab er einmitt þar sem líkingin um fallið tekur við. Það er óhjá- kvæmilegt að hlutirnir endi með uppgjöri milli stríðsaðila og fallið hefur bara einn endi. Atburðarásin er stundum fullhæg, sérstaklega í byrjun, en þetta er þó ekki mikið lýti í heildina. Abalpersónurnar bera nöfn aðalleikaranna sem standa sig mjög vel og hjálpa til við að gera Hatur að eftir- minnilegri og vandaðri mynd. Ein með fillu FYRIR FYRIRTÆKIÐ OG HEIMILIÐ Mjög auðveld og þægileg í notkun Ekkert rispar iakkið meira á bílnum en drullugir og tjaraðir þvottakústar. KEW X-tra er mjög öflug og einstaklega þægilega útbúin háþrústidæla með öllum búnaði og fylgihlutum til þrifa utanhúss. REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116 w R 'ö iiii Oska eftir umbobsmanni á Akureyri Upplýsingar gefur Baldur Hauksson í síma 462- 7494 og afgreiösla Tímans í síma 563-1600. Stadgreiðsluyfírlit — breytt fyrirkomulag Undanfarin ár hafa staðgreiðslu- yfirlit verið send til launamanna í aprílmánuði. Nú hefur þessu fyrirkomulagi verið breytt og verður yfirlit yfir innborgaða stað- greiðslu birt á álagningar- og innheimtuseðli 1996 sem sendur verður út að lokinni álagningu opinberra gjalda. Seðlinum fylgir bæklingur með helstu upplýs- ingum um álögð gjöld og í honum verður einnig að finna upplýsingar um yfirlit vegna innborgaðrar staðgreiðslu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.