Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. maí 1996 15 Stúlkan í rauðu flauels- rólunni Hér segir frá ástarþríhyrningi, sem endaöi meö moröi og vakti heimsathygii fyrir 90 árum. ab gat ekki hjá því farið aí> þau rækjust á. Hann var helsti arkitektinn í New York, snillingur og gleöi- maður sem „var sólginn í fal- legar ungar stúlkur", eins og langafadóttir hans komst ab oröi. Hún var nýjasta glæsi- meyja New York — saklaus yngismær meb rósraubar varir, en var þó, aðeins 16 ára, oröin reynd fyrirsæta. Stanford White baub Evelyn Nesbit út ab borba árib 1901. Ábur en áratugurinn var á enda höfbu ástamál þeirra gert heiminn orbvana — og kostað White líf- ib. Nesbit þótti samband vib White efnilegt. Hún var ættub frá Pittsburgh, en hafbi komið til New York með móður sinni, fá- tækri saumakonu, og vonaðist til aö geta gert út á engilfríða ásjónu sína og grannan vöxt. Hún öðl- aöist fljótlega vinsældir sem fyr- irsæta listamanna, en seinna fékk hún hlutverk í Broadway- söngleiknum „Floradona". Bráö- lega tók karlpeningurinn að fjöl- menna fyrir utan bakdyr leik- hússins í von um að vekja at- hygli hennar. Glaumur og glebi White, sem var 48 ára, var myndarlegastur í hópnum. Á meðal bygginga, sem hann hafði teiknaö, var íþróttaleikvangur- inn í Madison Square Garden. Hann kynnti Evelyn fyrir sam- kvæmislífinu á Manhattan, gaf henni bækur og greiddi fyrir söngtíma handa henni. Aö því kom að hann kom þeim mæög- unum fyrir á lúxushóteli og inn- réttabi svefnherbergi Evelyn meö rauðum teppum, satínveggfóbri og himinsæng skreyttri strúts- fjöðrum. í einni af mörgum íbúbum sín- um á Manhattan hafbi White rólu meb rauðu flauelssæti, og hann hvatti Evelyn til að sitja í henni — helst nakin. í minning- um sínum skrifaði Evelyn: „Eg varð yfir mig ástfangin af hon- um." Eins og flestir auðugir glaum- gosar á þessum glysgjarna tíma, var White kvæntur — en það virtist hvorki angra Evelyn né móður hennar. En fátæk stúlka veröur að hugsa um framtíð sína og eftir eitt ár með White — sem hélt við fleiri stúlkur en Evelyn — fór hún að þiggja tilboð frá öbrum karlmönnum. Enda mun móbir hennar hafa gert sér það ljóst, að hún átti fallega dóttur og vonaðist til að geta fundið henni nógu vel stætt mannsefni. Ofbeldishneigöur eiginmaöur „Óði Harry" Thaw virtist nógu vel stæður. Hann hafbi erft 40 milljónir dala eftir föður sinn, járnbrautaeiganda frá Pittsburgh. Thaw var kunnur ab ýmsum Stanford White. Evelyn Nesbit. uppátækjum, eins og þegar hann reyndi að komast ríðandi á hesti sínum inn í virðulegan heldri- mannaklúbb. Hann kitlaði áhuga Evelyn með því að senda henni rauðar rósir vafðar inn í 50-dala seðla. Að vísu lýsti hún honum seinna sem „stórfuröu- legum manni", en hann sigraði hana þó með ástarhótum sínum og miklum auðæfum. „Ég vor- kenndi honum svo," sagði hún. „Og ... við höfðum verið svo blá- fátækar." SAKAMAL Áður en hún kvæntist Thaw, gerði Evelyn játningu sem hún sagbi seinna hafa verib „dýrustu mistök ævi minnar". Hún skýrði honum frá því hvernig sambandi hennar við White hefði verið háttað. Eitt kvöldið þegar móbir hennar var ekki heima, sagði hún, hafði White hellt í hana kampavíni þar til hún dó útaf. Er hún vaknaði, lá hún nakin í rúmi hans og var ekki lengur jómfrú. En hún vissi ekki að Thaw var illa vib White, sem hafði komið í veg fyrir aðild hans að nokkrum heldrimannaklúbbum nokkrum árum fyrr. Thaw varb öskuvond- ur. Skömmu seinna, er þau voru á ferðalagi í Evrópu, barði Thaw Evelyn með svipu úr nautshúö í svefnherbergi í Austurríki. Bar vesalings Evelyn þess merki um allan líkamann. Engu ab síður gengu þau í hjónaband hálfu ári seinna. Hann var nú einu sinni eini ríkisbubbinn sem vildi gift- ast henni, hugsaði hún. Ósakhæfur? Þann 25. júní 1906 náði of- beldishneigð Thaws hámarki. Stanford White hafbi brugðið sér á leiksýningu, sem haldin var í Madison Square Garden, húsinu sem hann sjálfur hafbi teiknað. Hann sat við borð í salnum. Þá gekk Harry Thaw til hans og skaut hann þremur skotum í andlitið. Lét White þar líf sitt. Thaw sagði seinna: „Ég gerði þetta vegna þess ab hann spjall- aði konu mína." Morðið vék ekki af síðum dag- blaða borgarinnar næstu vikurn- ar. Á eftir fylgdu réttarhöld, sem stóbu í þrjá mánuði og héldu þjóðinni jafn bergnuminni og O.J. Simpson-málið gerði nærri öld seinna. „Ég vildi bjarga eigin- manni mínum, sem ég elskaöi þó ekki, frá rafmagnsstólnum," skrifaði Evelyn seinna. Því sagði hún réttinum frá því hvernig White hafði rænt hana meydóm- inum þarna um kvöldib, eftir kampavínsþambið. Kviðdómin- um tókst ekki að komast að nið- urstöðu, en að lokum var Thaw saklaus fundinn, sökum geð- veiki. (Þá sjúkdómsgreiningu vottaði móðir hans og sagði að öll Thaw-ættin væri meira og minna brjálub). Hann dvaldi átta ár á réttargeðdeild. Er hann kom þaðan út, sótti hann strax um skilnað. ( Evelyn átti mjög erfitt í kjölfar morðsins. Hún reyndi að fram- fleyta sér sem dansmey í revíum og vísnasöngkona. Hún ól son, sem skíröur var Russell og Evelyn sór og sárt vib lagði að Thaw væri faðirinn. (Thaw neitaði því). Hún giftist aftur, en hjónaband- ið fór út um þúfur og hún reyndi tvisvar að fyrirfara sér. „Stanny White var drepinn," sagbi Nesbit eitt sinn, „en ég hlaut verri örlög. Ég lifbi." Síðustu ár sín virtist hún þó hafa öðlast nokkra sálarró. Þá bjó hún í Kaliforníu og kenndi högg- myndagerð. Hún eignaðist þrjú barnabörn, sem minnast þess að hafa rennt sér niður brekkur með henni í rauðmálaðri kerru. Fyrstu ástar sinnar minntist hún með hlýju: „Stanford White var dá- samlegasti mabur sem ég hef nokkru sinni þekkt." Hún lést árið 1967, 82ja ára ab aldri. ■ Hvers vegna var kjarnorkusprengjum varpað á Hiroshima og Nagasaki? The Decision to Use the Atomic Bomb, eftir Car Alperovitz. Alfred A. Knopf, 847 + xiv bls., S 32,50. „Það er nú skoðun fræði- raanna, að Japan, aðþrengt og einangrað, hefði að líkindum gefist upp þótt kjarnorku- sprengjum hefði ekki verið varpað á Hiroshima og Naga- saki. Forráðamenn í Tókíó voru sumarið 1945 að leita því diplómatískra undankomu- leiöa. Viðvarandi hafnbann og loftárásir kynnu að hafa knúð það til uppgjafar. íhlutun Ráð- stjórnarríkjanna á Kyrrahafs- svæðinu kynni ein saman aö hafa sannfært japanska for- ystumenn um að staða Japans væri vonlaus. ..." Svo sagði í ritdómi í Sunday Times 6. ágúst 1995, og enn: „Alperovitz vakti upphaflega á sér athygli, þegar hann hélt því fram, að nauðsyn hafi ekki borið til að beita kjarnorku- sprengjunni til að knýja fram uppgjöf Japans, svo að önnur ástæða hafi legið aö baki beit- ingar hennar — að styrkja samningsstöðu vestrænna lýð- ræðisríkja í viðræðunum um framtíð Evrópu, sem hafnar voru við Ráðstjórnarríkin, til Fréttir af bókum að síðustu skotin í Kyrrahafs- stríðinu yrðu ekki um leið hin fyrstu í kalda stríðinu." Studda sögulegum rökum, setti Alperovitz þessa skoðun sína fram 1965 í Atomic Diplo- macy, sem mikil andmæli vakti. Önnur útgáfa bókarinn- ar, aukinnar og endurbættrar, hlaut betri viðtökur 1985, eins og sagði í ritdómi í American Historical Review I desember 1995 (100. árg., nr. 5): „... í New York Times 18. ágúst 1985 birti Gaddis Smith ritdóm. Smith benti á allmarga ann- marka á bókinni, en hann klykkti út með þeim orðum, að síðan bókin kom fyrst út „hafi allflest ný gögn ... styrkt þá upphaflegu staðhæfingu Ál- perovitz, að ákvörðunin að beita kjarnorkuvopnum „hafi verið í beinu samhengi við þá aöferð Trumans að standa gegn Ráöstjórnarríkjunum." Boðskapur Álperovitz vakti ekki lengur hneykslan. Meðan stríöið stóð í Víetnam, vönd- ust landsmenn því að heyra að stefna Bandaríkjanna í utan- ríkismálum væri ekki alltaf gallalaus." „í fyrsta hluta þessarar nýju viðamiklu umfjöllunar um mánuðina fimm, sem skóku heiminn, vinnur Alperovitz úr öllum þeim gögnum, sem hann og aðstoðarmenn hans hafa dregið saman, í því skyni að færa sönnur á að efa sé ekki undirorpið, aö Truman hafi vitað að uppgjöf Japans yrði fram knúin aö öðrum leiðum, að bandarískri innrás slepptri, þótt hann afréöi að láta varpa kjarnorkusprengjum." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.