Tíminn - 07.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1996, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 7. maí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Síldarsamningarnir Samningar hafa nú tekist á milli Norömanna, Færey- inga, íslendinga og Rússa um veiðar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum á yfirstandandi ári. Til glöggvunar á því hvað liggur að baki þessari samn- ingagerð er nauðsynlegt að rifja upp sögu þessa merkilega fiskistofns, sem var ein af undirstöðunum í efnahagslífi og útflutningsmálum íslendinga um árabil. Þeir, sem komnir eru yfir miðjan aldur, muna glöggt þau umsvif sem fylgdu síldveiðum íslendinga og Norðmanna úr þessum stofni. Þegar vel veiddist, voru þau ævintýri líkust og lifa þannig í endurminn- ingunni. Allir þekkja umræður um „síldarævintýr- ið". Hitt er ekki talað jafn mikið um, enda er það skuggahliðin á málinu að þessum verðmæta fiski- stofni var næstum því útrýmt að fullu vegna ofveiði. Árið 1967 var síldarævintýrið úti og þá féllu útflutn- ingstekjur íslendinga um þriðjung á aðeins einu ári í einni dýpstu efnahagslægð sem gengið hefur yfir þessa þjóð. Lítilsháttar af síld var veitt við Svalbarða árið 1968, en síðan ekki söguna meir fyrr en nú. Síðan eru liðnir nær þrír áratugir, en þann tíma tók að byggja síldarstofninn upp aftur í það ástand sem nú er á honum og gefur bjartar vonir um fram- haldið. Það væri því óðs manns æði að tala fyrir óheftum veiðum nú. Það tókst að ofveiða stofninn fyrir þrjátíu árum með þeim skipakosti sem þá var. Það er því augljóst hvað nú myndi gerast í þeim heiftarátökum sem standa um fiskistofnana á úthaf- inu. íslendingar geta því ekki annað en gengið til samninga um að koma þessum veiðum undir stjórn, enda er það í fullkomnu samræmi við þá stefnu sem þjóðin hefur í hafréttarmálum. Þótt hér sé um að ræða samninga til eins árs, gefa þeir þó tilefni til þess að ætla að þær fiskveiðiþjóðir, sem hlut eiga að máli, geti komið sér saman um nýt- ingu á þessari auðlind og samningar muni takast til frambúðar. í slíkum samningum geta ekki allir feng- ið óskir sínar uppfylltar, hvorki íslendingar né aðrir, en fiskverndarsjónarmið og langtímahagsmunir eru svo miklir í þessu máli að þeir réttlæta tilslakanir okkar. Kvóti sá, sem samið er um fyrir íslendinga á þessu ári, er 190 þúsund tonn. Hins vegar verður að skoða þetta magn í ljósi þess hvar heimildir eru til þess að veiða. Veiðar á Jan Mayen-svæðinu, eins og samn- ingsdrögin gera ráð fyrir, gefa möguleika til þess að afla verðmætara hráefnis með því að stunda veiðarn- ar lengra fram eftir sumri, eftir að síldin er orðin feit- ari. Þetta skiptir auðvitað afar miklu máli. Það má endalaust halda uppi umræðum og deilum um aðferðafræðina í samningum, hvort nú sé rétti tíminn eða hvort átt hefði að bíða og stunda veiðar af öllum lífs og sálar kröftum á meðan. Um það er að segja að gæta verður að grundvallaratriðum í mál- inu. íslendingar eiga ekki að vera talsmenn óheftra veiða á alþjóðavettvangi. Þau tíðindi, að strandríkin hafa nú komið sér saman um skipulag veiða á þessu ári, þýða það að Evrópusambandið verður í stórum verri aðstöðu að sækja á kvóta. Einhliða ákvörðun ríkja á víxl um kvóta úr þessum stofni býður heim ringulreið. Hagsmunir strandríkis felast í samning- um og því að öllum veiðum sé komið undir stjórn. Það bar því að grípa tækifærið til þess. Annað er leik- ur að eldi. Virkjum Bessastabi! um lika^ Yfir landslýð hafa undan- farið dunið dularfullar auglýsingar, sem hljóða eins og fyrirsögnin: Virkj- um Bessastaði. Garri hélt lengi vel að þarna væri Landsvirkjun á ferðinni og vildi virkja eitthvert stórfljótið á Álftanesi, en svo fór hann að rifja upp gömlu landafræðina úr barnaskólabókunum og áttaði sig á því að ekkert stórfljót rennur um Álftanesið, þannig að það kom eiginlega ekki til greina. Þá datt honum í hug að það væru sjávarföllin við Álftanes sem Lands- virkjun langaði til aö virkja, en komst að þeirri niðurstöðu að það væri einfaldara að gera slíka virkjun annarstaðar, t.d. slaka nið- ------------------- ur túrbínu milli tveggja stöpla á /* A DDI Borgarfjarðarbrúnni. Eða virkja Mrtitlil Hvalfjörðinn með því að byggja smei®’in^ar r einn elRenda Ve^s , lclta61 sWóls ' “fl v' ..gfarands. 1 e»n»or*un. ^ « ítrekaft a bæta heiminn sem við búum í. Sannarlega aðdá- unarvert framtak og vert til eftirbreytni, og ef all- ir gerðu slíkt hið sama væri veröldin án efa svolít- ið betri. Verst hvað sparifé Garra dugir skammt; hann verður víst aldrei alvöru friðarsinni. Skuggi ófribar virkjun ofan á nýju jarðgöngunum — það ætti a.m.k. að minnka hættuna á að þau lækju. Þann- ig að varla var Landsvirkjun á ferðinni. Þá var það spurningin um Verktakasambandið. Þar á bæ eru menn moldríkir og munar ekki um að henda nokkrum hundraðþúsundköllum eða miljónköllum í auglýsingar hér og þar. Það voru nefnilega svo margir sem buðu í síðustu virkjana- framkvæmdaútboð að það veitir ekkert af fleiri virkjunum, svo þeir sem ekkert fengu að gera þá fái eitthvað að gera á næstunni. Það gat alveg ver- ið að Verktakasambandið vildi fá meiri virkjana- framkvæmdir, en draumurinn um virkjun á Bessastöðum var nú e.t.v. í fjarlægari kantinum, þannig að Garri ýtti þessum hugsunum frá sér. Einhver a5 gera at? Svo gat náttúrlega einhver húmoristinn verið að gera at. Það var ekkert svo fráleitt að einhver væri að benda á að þær fjárhæðir, sem hafa farið í viðhald húsa á bóndabænum á Álftanesi, slöguðu hátt upp í eitt stykki virkjun — kannski ekki stór- virkjun af stærstu gerð, en alveg sæmilega virkj- un. Enda kom það á daginn að þetta var hvorki krafa um stórvirkjun á Álftanesi né hrekkjabragð. Nei, þetta var rammasta alvara athafnamanns og friðarhuga, sem eyðir sparifé sínu í að reyna að Enda má hverjum vera ljóst, sem fylgist með fréttum, að heimur versnandi fer. Það er ekki nóg með að menn séu að berja hver á öörum og höggva hver annan úti í hinum stóra heimi. Hér, uppi á hjara veraldar, á okkar litla frið- sæla skeri, hefur napur skuggi ófriðar sett svip sinn á þjóðlífið. í Mývatnssveitinni er hiti í mannlífinu ekki síður en í jarðdjúpunum. Hver sveitin af annarri siglir hraðbyri inn í Sturlunga- öld í Borgarfirðinum. Lögreglumenn og björgun- arsveitarmenn bíta útlimi hver af öörum á skemmtunum. Atburðir helgarinnar draga ekki úr áhyggjum Garra. Á Vestfjörðum berja nágrannar nú hver á öörum með spýtum. í Kópavogi hafa menn nú tekið upp þann sið að þegar þeir eru orðnir örmagna og lúnir af að berja heitmeyjarn- ar með höndum og handverkfærum, þá setjast þeir upp í fjölskyldubílinn og beita honum við að tukta dömuna, sem í tilfellinu um helgina komst upp í annan bíl ókunnugs manns. Garra var nú innrætt að beita öðrum aðferðum þegar hann var á biðilsbuxunum í sínu ungdæmi, en sinn er sið- urinn í hverri sveit, eins og þar stendur. Það er a.m.k. greinilegt að friðarboðberinn með spariféð á drjúgt starf fyrir höndum við að koma boðskap sínum á framfæri. í ljósi hegðunar lands- manna og ófriðarlátanna vaknar hins vegar sú spurning hvort óróaseggirnir myndu ekki lagast mikið við það að eignast dálítið sparifé. Það virð- ist a.m.k. virka vel á menn til þessa. Garri Menningarhlutverk RÚV „Auglýsingar eru menning og ríkisút- varpið getur ekki sinnt menningar- legu hlutverki sínu án þess ab hafa auglýsingar." Eitthvað á þessa leib hljómaði röksemdafærsla frá Heimi Steinssyni útvarpsstjóra, sem út- varpshlustendum var bobið upp á í fréttatíma RÚV um helgina. Það sem framkallabi þessi fleygu orö útvarps- stjórans var skýrsla starfshóps menntamálaráðherra um endurskoð- un á útvarpslögum, en þar er m.a. lagt til ab RÚV hverfi af almennum auglýsingamarkaði. Þessi skýrsla hef- ur valdiö miklum taugatitringi. Áhrifin hafa hrísl- ast víða um þjóðarlíkamann og fjölmiðlar hafa leitað viðbragða víða. Hannesar Hólmsteins! Þetta er hins vegar að breytast og fólk er í auknum mæli að efast um að þab sé skynsamlegt að ríkisútvarpib skuli standa í beinni samkeppni við abra fjölmiðla, ljósvakamiðla og prentmiðla, með svo gríðarlega for- gjöf í farteskinu sem afnotagjöldin eru. Og er nema von menn velti vöngum þó ekki væri nema vegna þess ab Ríkisútvarpið notar jafnviröi tæpra 40 þúsund mánaöarlegra af- notagjalda bara til ab mæta kostnaði við að rukka inn þessi afnotagjöld. BBC ekki boðleg Utfært fyrir Björn Skýrsla starfshópsins er vitaskuld ekki annað en nánari útfærsla á ýmsum hugmyndum, sem Björn Bjarnason menntamáiaráðherra hefur sjálfur viðr- að við ýmis tækifæri áður. Enda ekki vib öðru að búast, þar sem samsetning starfshópsins er klæð- skerasniðin að hugmyndum Björns meb hvern íhaldsforkólf- inn af öbrum í nefndinni. Þetta hafa menn verið ab setja fyrir sig sem eitthvert stórmál, sem er auðvitað alger óþarfi. Skýrsluna er vel hægt að nota sem um- ræðugrundvöll til framhaldsvinnu, einmitt vegna þess að hún kemur inn á þau svið í íslenskum fjöl- miölarekstri sem bannhelgi hefur umlukt á libn- um árum. Að vísu hefur skylduáskriftin ab RÚV verið nokkuð til umræðu síðastliðin misseri og því kemur e.t.v. ekki á óvart að menn hyggi á ein- hvers konar breytingu á því. En þab að ríkisfyrir- tæki, sem hefur lögbundinn tekjustofn eins og RÚV, skuli sækja með jafn kraftmiklum hætti inn á auglýsingamarkað og raun ber vitni hefur til þessa þótt nánast sjálfsagður hlutur. Þeir, sem gert hafa athugasemdir við þetta, hafa nánast undan- tekningalaust verib stimplaöir frjálshyggjumenn eöa eitthvað þaðan af verra, jafnvel fylgismenn Þess vegna bregöast varðmenn óbreytts rekstrar- fyrirkomulags hjá RÚV líka hart vib hugmyndum um að auglýsingatekjur verði skertar, og útvarps- stjóri kemur með hina ótrúlegu röksemd að út- varpið þurfi af menningarlegum ástæðum að flytja auglýsingar! Samkvæmt kenningu Heimis Steinssonar er BBC — fyrirmynd sjónvarpsstöðva um allan heim — því lítið annaö en ómenningar- stöð, sem ekki væri menningar- sinnuðum íslendingum boðleg vegna auglýsingaleysis. Þessi merkilega og í raun sögulega yfir- lýsing útvarpsstjórans sýnir að skýrsluhöfundar hafa hitt á afar auman blett varðandi rekstur stofnunarinnar. Hitt er svo annað mál að Björn Bjarnason hefði mátt vera diplómatískari í vinnubrögðum við þessa skýrslugerb, ekki síst gagnvart samstarfs- flokki sínum í ríkisstjórn. Búast má við ab hann hafi heldur spillt fyrir með vinnulaginu, þó ótrú- legt sé að menn láti þetta hafa áhrif á framhaldið. Sannleikurinn er sá aö brýnt er ab endurskoða stöðu RÚV í breyttu fjölmiðlasamfélagi, og ef þau sjónarmiö sem útvarpsstjóri hefur viðrað — að menningarhlutverk RÚV sé ab halda öllu eins og það hefur verið — verða ofan á, er þess skammt að bíða aö menningargildi útvarpsins felist í því að vera stjórnsýslu- og stofnanalegur safngripur. -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.