Tíminn - 07.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.05.1996, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. maí 1996 5 Þjóbleikhúsib: HAMINGJURÁNIÐ, söngleikur eftir Bengt Ahlfors. Þýðing og staöfærsla: Þórarinn Eldjárn. Leik- stjórn: Kolbrún Halldórsdóttir. Tónlist- arstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Lýs- ing: Björn Bergsteinn Gu&mundsson. Leikmynd: Axel Hallkell. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Frumsýnt á Smí&averkstæ&inu 4. maí. Það var mikil stemning á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins á laugardagskvöldið, þegar söngleikur finnska höfundar- ins Bengts Ahlfors var frum- sýndur. Það er hverju orði sannara, sem í kynningum stendur, að þetta er „laufléttur söngleikur um drauminn um betra líf". Að sumu leyti er þetta eins og skopstæling á gamaldags tilfinningasömum kvikmyndum, og svo er hér líka settur inn broddur af þjóðfélagsádeilu. En sem betur fer virðir höfundurinn ævin- týrið nógu mikið til þess að gefa verkinu lyftingu þess, hann leitar „á vit hins barns- lega", eins og hann segir í leik- skrárgrein. Og þegar við bætist að höfundurinn er bæði til- fyndinn og flinkur leikhús- maður og þeir sem að sýning- unni standa em vel verki farn- ir, verður úr þessu hin ágæt- asta skemmtun, sem óhætt er að mæla sterklega með sem upplyftingu á vorkvöldunum sem í hönd fara. Þórarinn Eldjárn hefur farið þá leið að staðfæra verkið í þýðingu sinni. Það gerist sem sé í Reykjavík og aðalpersónan er Gunnar Freyr, ungur banka- maður. Á ferð með öðrum túr- istum hittir hann ítalska stúlku, Elísu Martinelli, á lista- safni í París (meðal annarra orða var það upphafsatriði bráðfyndið og tók áhorfand- ann strax með trompi!). Skammvinn kynni kveikja eld í brjósti þeirra (svo maður leyfi sér nú rómantískt orðfæri). Stúlkan segist vera barónessa og pilturinn kveðst eiga hallir á íslandi fullar af málverkum heimsfrægra listamanna. Hvortveggja er fjarri sannleik- anum. Stúlkan er fátæk þvottakona í Písa og Gunnar Freyr blók í banka heima á ís- landi, á ekki neitt og engan að nema föður sem er róni, og þegar heim kemur er honum auk heldur sagt upp vegna kreppunnar í þjóðfélaginu. Á þessum vanda „frelsisins", sem bankastjórinn útmálar fyrir Gunnari Frey, er engin lausn nema sú að bregða snöru um háls sér. En þá berst bréf frá Ítalíu: Elísa Martinelli er að koma til íslands! Nú eru góð ráð dýr, ef aumingja Gunnar á ekki að standa frammi fyrir sinni heittelsk- uðu sem ómerkilegur lygari. — Lengra rek ég ekki efnið. Staðfærsla leikrita er vanda- söm og verkar stundum dálít- ið ankannalega, en í þessu til- felli er vel hægt að sætta sig við hana, enda er þjóöfélag okkar hér ekki svo mjög frá- brugðið því sem er í Finnlandi. Helst finnst mér koma upp vandamál þegar finna á hús í Reykjavík sem geti samsvarað „höllum" þeim, sem Gunnar hafði sagt Elísu frá. Bílstjórinn grípur til þess ráðs að benda á Norræna húsið! Þýðing Þórar- ins er smellin og söngtextarnir hljómuðu ágætlega á sviðinu, svo er hagmælsku Þórarins fyrir að þakka. Annað mál er Atribi úr Hamingjuráninu. Glebineisti á Smíbaverkstæbinu Hilmir Snœr Guönason í hlutverki Gunnars Freys. hversu þeir standast á prenti, en þetta eru umfram allt söng- textar, — eins og verkið allt er leikverk en ekki bókmennta- verk. Það er einkenni rómantískra ástarsagna að elskendurnir eru tíðum heldur daufir, en auka- persónurnar leggja til litskrúð- ið. Það sannast hér. Að vísu fer því fjarri að Hilmir Snær Guðnason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir séu sviplaus í hlutverkum sínum. Þau eru einmitt hið þekkilegasta par. Þau syngja laglega og Stein- unn Ólína reyndar betur en svo. — Aðrir leikendur eru í mörgum hlutverkum. Elstur er Flosi Ólafsson (faðir Gunnars Freys, ferðamaður o.fk). Flosi er í essinu sínu í hinu skemmtilega hlutverki rónans, sem er dubbaður upp í að vera einkabílstjóri forstjórans son- ar síns og nefnist þá raunar Laxness fyrir Elísu! Flosi syng- ur líka ágætlega sem vænta mátti, til dæmis sönginn „Ég þrauka fyrir því": Þessi heimur mun einn daginn sérhvem dropa úr okkur kreista. Hér er djöfuls óréttlœti, harka, grimmd og svínarí. En ég hefni mín með því að reyna að glœða gleðineista, og ég ætla mér að þrauka fyrir því. Tveir leikarar af yngri kyn- slóð, Bergur Þór Ingólfsson og Vigdís Gunnarsdóttir, bregða sér einnig í mörg líki og Bergur fær meðal annars að vera bréf- beri í Reykjavík og Pisa, og þar LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON að auki skakki turninn þar. Vigdís er meðal annars annar tveggja sögumanna í leiknum — því þetta er leikur! — síðan er hún systir Elísu og páfa- gaukurinn Tristan sem Gunn- ar á. Þessi tvö skila hlutverk- um sínum líflega eins og vera ber. En þeir tveir leikarar sem ótaldir eru bera þó af. Örn Árnason leikur bankastjórann, sem verður hjálpræðisher- maður áður en lýkur. Skopgáfa Arnar nýtur sín vel í hlutverki bankastjórans. Dæmi um það eru æfingar hans fyrir þá at- höfn að segja Gunnari upp. Ólafía Hrönn Jónsdóttir er þó stjarna sýningarinnar. Hún er svo skopvís og nákvæm í allri vinnu sinni í hlutverkunum að unun er á að horfa. Lengst held ég að loði í minni leikur hennar í hlutverki páfagauks- ins Tristans. Hann var metfé. Leikmyndin er haganleg, rennihurðir mikið notaðar og nýting rýmisins góð. Hinn ungi leikmyndasmiður, Axel Hallkell, á lof skilið fyrir sitt verk. Ekki má gleyma tónlist- arflutningnum, sem er ósmár þáttur í sýningunni og stýrir Jóhann G. Jóhannsson hon- um öruggum höndum. Heið- urinn af heildaráferð sýning- arinnar á þó Kolbrún Halldórs- dóttir öðrum fremur. Hún hef- ur sýnt það áður, síðast með Kardemommubænum, að hún er hugkvæmur og útsjónar- samur leikstjóri, með næma tilfinningu fýrir hraða, — hér er hvergi dauöur punktur. Höfundurinn Bengt Ahlfors var á frumsýningunni og var vel fagnað. Áhorfendur sýndu það í hvívetna með viðbrögð- um sínum að þeir kunnu að meta þá skemmtun sem hér er fram reidd, og bregst mér þá illa spádómsgáfan ef Ham- ingjuránið á ekki gott gengi og langa lífdaga fyrir höndum á sviði Smíðaverkstæðisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.