Tíminn - 07.05.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.05.1996, Blaðsíða 7
Þribjudagur 7. maí 1996 7 Stýrimenn vara viö umrœöu um flutning Stýrimannaskól- ans frá Reykjavík: Mundi skerða menntunar- möguleika sjómanna Stýrimenn eru ekki á því að skóli þeirra eigi af) breyta um búsetu og fara út á land. Á abalfundi Stýri- mannafélags íslands á dögunum var varaö við umræbu um flutn- ing skólans frá Reykjavík og bent á ab í meira en hundrab ár heföi skólinn starfaö þar og verið höf- ubsetur íslenskrar sjómanna- menntunar. „Skólinn er sem fyrr best settur í höfuðborg íslands sem jafnframt er stærsta inn- og útflutningshöfn landsins. Flutningur skólans myndi skerða menntunarmöguleika ís- lenskra sjómanna," segir í ályktun aðalfundarins. -JBP Möttokustöð fyrir ARGOS Móttöku- og úrvinnslumiðstöð fyrir ARGOS, tilkynningar- og öryggiskerfi fyrir feröamenn, var tekin formlega í notkun í Björgunarmibstöð Flugbjörgun- arsveitarinnar í Reykjavík sl. miðvikudag. ARGOS byggist á þ’ví að ferða- maðurinn hafi með sér senditæki sem sendir merki sem numið er af gervitunglum sem staðsetur send- inguna og skilar upplýsingum um staðsetninguna til móttökustöðv- ar á jöröu niöri. Flugbjörgunar- sveitin hefur í vetur unniö aö prófun, undirbúningi og upp- setningu kerfisins og er þaö nú fullbúið í húsi sveitarinnar. ■ Gististaðirá Islandi in lceland iSERNBGHnrKSSORTt in Isiand ■ *- Áning — gististaöir á ís- landi 1996: Gisting á Internetinu Ferðabændur eru að gera klárt fyrir komandi innrás erlendra ferbamanna. Fjölmargir aðilar gefa út upplýsingarit stíluð á er- lenda túrista. Mebal þeirra er Þórður Sveinbjömsson í Án- ingu. Aning sendi frá sér í síðustu viku glæsilegan litprentaban bækling um 300 gististaði á ís- landi, en alls munu skráöir gisti- staðir vera nálægt 400 talsins og fer fjölgandi ár frá ári. En Áning bryddar jafnframt upp þeirri á nýjung aö allar upp- lýsingarnar í bókinni er aö finna á Internetinu, á heimasíðu Áning- ar, Accommodation in Iceland með netfangið http://www. mmedia.is/aning. -JBP Skipin tvö sem Skipabrot dró á land. Tvö skip dregin á land Á föstudaginn blasti til- komumikil sjón við vegfar- endum í Sundahöfn þegar Skipabrot dró á land tvö stál- skip 150 og 250 tonn. Grafin var renna í uppfyllinguna við Skarfaklett og dráttar- bátar drógu skipin að landi þar sem kranar tóku við og drógu skipin á þurrt á há- flæði klukkan 18.00. Þetta er í annað skipti sem fyrirtækið dregur skip á land til niðurrifs. Sandey, 600 tonna sanddæluskip Björgun- ar hf., sem dregið á land í síð- asta mánuði hefur verið klippt niður í brotajárn. Hringrás ehf. stofpað félagið Skipabrot ehf. með það að markmiði að stunda niðurrif stálbáta og. skipa og selja stálið til endur- vinnslu. Til stendur að koma upp fullkominni aðstöðu til að draga skip á þurrt og vinna að niðurrifi við athafnasvæði Hringrásar í Sundahöfn. Bráðabirgða aðstöðu hefur verið komið upp við Skarfa- klett í Sundahöfn. Fjárfest hef- ur verið í öflugum tækjum til að vinnsla þessi verði sem arð- bærust og lýtur allt út fyrir að fjárfestingarinnar hafi veriö þörf því að undirtektir hafa verið mjög góðar. Hringrás hefur í gegnum árin rifið fjölda stálskipa en Skipabrot- um er ætlað að vinna að þess- Annab stálskipanna dregiö upp í rennuna sem grafin var vib Skarfaklett. um þætti með markvissari og hagkvæmari hætti. Þessi við- bót við starfsemina mun styrkja fyrirtækið og endur- vinnslu málma á íslandi enn frekar. Mikill fjöldi úreltra stálskipa stendur í höfnum landsins og sumstaðar í fjömm og hefur Skipabrot tryggt sér mörg þess- ara skipa til niðurrifs. Fyrir- tækið tekur einnig á móti trollvír sem hefur safnast upp í miklum mæli hjá mörgum út- gerðarfélögum. Það hefur við- gengist í áraraðir að stálskip séu dregin á haf út og þeim sökkt. Með aukinni vitund um umhverfisvernd eru þaö ekki lengur ásættanleg vinnu- brögð. Markmið Skipabrota er að skapa gjaldeyristekjur og vinnu í landinu með endur- vinnslu í staö þess að menga hafið með því að sökkva skip- unum. Mest tekiö af hassi: Stóraukið magn stera tekið úr umferð Talið er söluverðmæti þess hass, amfetamíns og E-taflna, sem halda var lagt á árinu 1995, sé um 40 milljónir króna miðaö við gangverð í götusölu. Áætlab er að verbmæti allra fíkniefna sem hald var lagt á á árunum 1985 til 1995 sé um 350,5 milljónir og þar af sé verðmæti hass um 216 milljón- ir króna. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um útbreibslu fíkniefna og þró- un ofbeldis sem nýlega kom út. Söluverðmæti þess amfetam- íns, sem tekið hefur veriö úr um- ferð á umræddu árabili, er talið vera um 59,5 milljónir og verð- mæti kókaíns litlu minna eða 53,9 milljónir. Söluverðmæti annarra fíkniefna er mun minna og er söluverðmæti þess LSD, sem tekið hefur verið, talið um 7 milljónir á þessu tímabili. Sölu- verömæti haldlagðra E-taflna er talið vera um 6,4 milljónir, sölu- verbmæti hassolíu um 4,5 millj- ónir og söluverðamæti þess marijúana, er hald hefur verið lagt á, um 3,2 milljónir króna. Á síöustu 11 árum hefur verið lagt hald á mun meira magn af hassi en af öðmm fíkniefnum eða frá 5.167 grömmum á árinu 1991 til 20.650 gramma á árinu 1992 eða um 15 þúsund grömm til jafnaöar á ári. Nokkuð stöðug aukning hefur verið á því magni amfetamíns, sem hald hefur ver- ið lagt á, eba sem nemur hundr- uðum gramma á ári fram til 1990 en frá þeim tíma hefur þetta magn talist í þúsundum gramma. Tvö ár skera sig nokkuð úr hvað haldlagt magn af amfet- amíni varðar. Þab eru árin 1993 þegar lagt var hald á 3.375 grömm af amfetamínu og árið 1995 þegar 5.146 grömm voru tekin úr umferð. Fyrst var lagt hald á E-töflur árið 1992 þegar 8 slíkar voru teknar úr umferð. Ár- ið eftir var abeins lagt hald á eina E-töflu en 22 árið 1994 og 1.820 á síðasta ári. Lagt var hald á mik- ið magn af LSD í upphafi þessa tímabils eba 2.223 stykki árið 1985 en síðan hefur það fariö minnkandi. Tvisvar hefur verib lagt hald á meira en 100 stykki. Það er á árinu 1989 þegar 694 stykki voru tekin úr umferb og 1994 þegar næst til 369 stykkja. Á síðasta ári var aðeins lagt hald á 11 LSD-stykki. Árin 1986 og 1992 skera sig úr hvað kókaín varðar því 1986 var lagt hald á 1.698 grömm af því efni og 1.295 grömm árið 1992. Tvisvar hefur veriö lagt hald á heróín hér á landi. Á árinu 1987 var lagt hald á 2 grömm af her- óíni og einnig var lagt hald á 2 grömm árið 1994. Athygli vekur að innflutningur á sterum virðist hafa stóraukist ef marka má það magn sem hald hefur verið lagt á. Fram til ársins 1990 var ekki lagt hald á stera en á árinu 1991 eru 4.196 sterar teknir úr umferð. Nokkuð minna var tekið úr um- ferð á ámnum 1992 og 1993 en á síðustu tveimur árum hefur haldlagt magn þeirra stóraukist því á árinu 1994 var lagt hald á 16.232 stera og 47.644 á liðnu ári. -Þ1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.